Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Blaðsíða 8
8
DV. ÞRIÐJUDAGUR11. MARS1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
0164 / NORSKA
HERNUM
Björg Eva Erlendsdóttir, fréttarit-
ari DV í Osló:
Slysið í Vassdalnum í Norður-
Noregi þar sem 16 ungir hermenn
létu lífið í snjóflóði hefur dregið
dilk á eftir sér.
Yfirmenn í norska hernum hafa
hlotið harða gagnrýni fyrir
óábyrga stjórnun og jafnvel mis-
beitingu valds. Það hefur hvergi
komið fram hver ber ábyrgð á því
að hafa skipað herdeildinni að fara
inn í dalinn þar sem snjóflóðið féll.
Strax eftir slysið var skipuð nefnd
til að rannsaka tildrög' þess. For-
maður þeirrar nefndar og meiri-
hluti nefndarmanna voru yfirmenn
úr norska hernum.
Það þótti ósæmilegt að herinn
rannsakaði sjálfur sitt eigið mál í
tilfelli eins og þessu þar sem spurn-
ingin er hver ber ábyrgð á því að
16 manns létu lífið.
Þess vegna var skipuð að nýju
borgaraleg nefnd er sér um rann-
sóknina. Niðurstöður munu liggja
fyrir íljótlega eftir páska.
Eftir slysið hefur verið mikil ólga
í norska hernum.
Ummæli ýmissa yfirmanna í
hernum stangast á við mikilvæg
atriðið. Hermenn hafa neitað að
hlýðnast skipunum, fyrirmæli hafa
verið dregin til baka og blaðamenn
fylgja hermönnuum í Norður-
Noregi við hvert fótmál.
Þetta ástand rýrir álit almenn-
ings á norska hernum og verst af
öllu er að eftir slysið hafa herdeild-
ir á ný verið sendar til æfinga inn
áhættusvæðið.
í gær var hóp hermanna skipað
að setja upp búðir á slysstaðnum
til þess að standa vörð yfir vopnum
og öðru er látnu hermennirnir
höfðu látið eftir sig.
Margir hermenn neituðu að
hlýðnast skipuninni og var þá sent
eftir yfirmanni er hótaði þeim allt
að sex ára fangelsi fyrir að óhlýðn-
astskipunum.
Þeir gáfu sig ekki og blaðamaður
dulbúinn sem hermaður komst i
málið. Þá var skipunin dregin til
baka og yfirmennirnir tilkynntu
að allt þetta mál væri á misskiln-
ingi byggt.
Varnarmálaráðherran, Anders
C. Sjaastad, segir að engan megi
ásaka fyrir slysið.
Sú yfirlýsing þykir allt að því
ósvífin á þessu stigi málsins áður
en niðurstöður rannsóknarnefnd-
arinnar liggja fyrir.
Fólk vill vita hverjir beri ábyrgð-
ina til þess að forðast að neitt slíkt
geti endurtekið sig.
Ofursti í hernum, Arne Pran, kom
fram á blaðamannafundi í fyrradag
og tók á sig alla ábyrgð sem einn
af æðstu yfirmönnum deildarinnar.
Þetta þótti hetjuskapur og drengi-
legri framkoma en hjá varnarmála-
stjóranum Fredrik-Bull Hansen og
ráðherranum Anders C. Saastad,
er báðir vilja hrinda frá sér allri
ábyrgð.
Yfirlýsing Pran hjálpar lítið því
allir vita að það var ekki hann er
gaf út skipunina um að senda her-
deildina inn í Vassdal.
Vinsælli
sjónvarps-
stöð í Kaup-
mannahöfn
lokað
Hin vinsæla sjónvarpsstöð
Kaupmannahafnarbúa Week-
end-Tv hefur ákveðið að hætta
starfsemi sinni. Var ákvörðunin
tekin af stjórn stöðvarinnar og
samþykkt af starfsmönnum. Þó
kostað hafi um eina milljón dan-
skra króna á viku að reka Week-
end-Tv er ástæðan fyrir lokuninn
ekki fjármagnsskortur. Stöðinni
er lokað til að undirstrika óviðun-
andi ástand þessara mála sem
stafar af því að enn hefur ekki
náðst samkomulag meðal ráða-
manna um áframhald á starfsemi
landshlutastöðva og hvort heim-
ild verði gefin til að afla tekna
með auglýsingum.
Reynslutíma landshlutastöðva
lýkur 31. mars næstkomandi. Ef
ekki koma fram skýrar línur um
tekjuöflun með auglýsingum fyrir
þann tíma, verður Weekend-Tv að
segjaupp öllu starfsliði sínu. Slag-
urinn um hvort leyfa eigi auglýs-
ingar í sjónvarpi hefur staðið
lengi og strandar málið á jafnað-
armönnum en ekki þykir vænlegt
að útiloka þá frá samkomulagi um
þessi mál þó naumur meirihluti
fyrir auglýsingum náist án þeirra.
Mörgum þykir eftirsjá að Week-
end-Tv og til merkis um vinsældir
stöðvarinnar mé nefna að hún
hefur slegið danska ríkissjón-
varpið út á fóstudagskvöldum
hvað varðar áhorfendafjölda í
Kaupmannahöfn.
Sjónvarpsstöðin Canal-2, sem
einnig sendir út í Kaupmanna-
höfn, lenti í fjárhagserfiðleikum í
haust en var hjálpað af sænska
stórfyrirtækinu Eselte sem sér
stöðinni fyrir íjármagni og mynd-
um. Annars er rekstur þeirrar
stöðvar fjármagnaður með sölu
svokallaðs merkjastillis sem
áhorfendur verða að ráða yfir til
að fá ótruflaða mynd á skerminn.
Ýmsir telja norska herinn hafa orðið fyrir töluverðum álitshnekki vegna þess hvernig yfirmenn hans brugðust við harmleiknum í
Vassdal fyrir rúmri viku. Hér sjást björgunarmenn á slysstað í Norður-Noregi er leit stóð sem hæst.
f f
REYFARAKAUP"
Við fengum takmarkað magn af Toshiba örbylgjuofn-
um með verulegum afslætti.
ER 5400
Mál: br. 50 x d. 33 x h. 32.
Nú getum við boðið þér ER 5300 Toshiba örbylgjuofn
inn á hreint ótrúlegu verði!
LANDSÞEKKTÞJÓNUSTA
Islenskar leiðbeiningar fylgja ásamt uppskriftum.
Matreiðslubók.
Matreiöslukvöldnámskeið án endurgjalds.
Toshiba-uppskriftaklúbburinn stendur þér opinn
með spennandi uppskriftum.
Gerð ER 5300.
Ofn fyrir litil heimili og kaffistofur.
Timastilling, afþýðing.
Verð áður krrt4r?00^
Tilboðsverð til þin kr. 12.900.-
e:
Láttu ekki þetta tilboð renna þér úr greipum.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995
Greiðslukjör: útborgun 5.000,-
eftirstöðvar á 6 mánuðum.
AUKIÐFYLGI
WALDHEIMS
Kurt Waldheim, sem er í framboði
til forseta í Austurríki, hefur aukist
fylgi eftir að ásakanir á hendur
honum um tengsl við nasista á stríðs-
árunum urðu opinberar.
í skoðannakönnun, sem birt var
um helgina, kemur fram að fylgi
Waldheims, sem íhaldsmenn styðja,
hefur aukist úr þrjátíu og átta pró-
sentum í fjörutíu og tvö frá því ásak-
anir um vafasama fortíð komu fyrst
fram. Aðalmótframbjóðandi Wald-
heims, sósíalistinn Kurt Steyrer,
fengi þijátíu og fjögur prósent sam-
kvæmt skoðanakönnuninni.
Ritari íhaldsflokksins, Michael
Graff, hefur ásakað sósíalista fyrir
að standa að baki ásökununum í
garð Waldheims, en sagði jafnframt
að úrslit skoðanakönnunarinnar
sýndu að vopnin hefðu snúist í hönd-
um andstæðinga hans.
Áttatíu og sjö prósent aðspurðra
sögðu í skoðanakönnuninni að þeir
teldu ásakanirnar fram komnar til
þess að skaða möguleika Waldheims
í forsetakosningunum.
Talsmenn sósíalista hafa harðneit-
að því að eiga nokkum þátt í þessu
máli. „Engin lítur á Waldheim sem
stríðsglæpamann,“ sagði ritari
flokksins, Peter Schieder, en bætti
við að engu að síður væri ýmsum
8pumingum ósvarað varðandi fortíð
Waldheims.
Waldheim kom fram í sjónvarpi um
helgina í áttatíu minútna viðtals-
Kurt Waldheim, fyrrum aðalrit-
ari Sameinuðu þjóðanna og nú
frambjóðandi í forsetakosningum
í Austurríki.
þætti þar sem hann var ítarlega
spurður úti fortíð sína. Sagðist Wald-
heim vera orðinn þreyttur á þessum
ofsóknum á hendur sér. Hann hefði
þjónað landi sínu af trúmennsku í
fjörutíu ár og engin fótur væri fyrir
ásökunum um að hann hefði verið
nasisti.