Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986. 15 Félagslegáhrifkjamavopna V andlega hefur verið útlistað h vem- ig beiting kjamavopna mundi eyða vistkeríi manna og dýra á tæknilegan hátt. f þeirri útlistun er það bakforsenda að slíkt megi ekki gerast því þá sé menningu allra manna ógnað, tilveru sjálfrar tegundarinnar. Og þeirri forsendu fylgir að verði komist hjá kjamastríði þá muni menning hfa af. Þetta er rangt, kolr- angt. Félagslegt hrun Þetta er rangt vegna þess að tilvera sjálfrar eyðingartækninnar mun valda félagslegu hruni. Þetta hrun sést af vinnu þeirra vís- indamanna sem em einmitt að vara við hættum samfara kjamastríði. Þeir em í raun að undirstrika að þeir séu ekki að finna lausnir heldur að vara við hættum og önnur vinna þeirra liggur niðri á meðan. 40 sekúndna frestur Innan tíðar verður komið fyrir á sporbraut um jörðu ímynd góða byssumannsins sem skýtur byssumar úr hendi óvinarins. Þetta er áróðurs- fræðileg viðmiðun úr kosningabaráttu þar sem alþekkt ímynd á bandarísku menningarsvasði er vakin upp í kosn- ingatilgangi. Og þar sem þetta var orðið að máli þá þurfti að leita til vísindamanna um að koma nú upp „The Great gunslingar system" úti í geimnum. Og vankunnáttufólk eygði von. Og Gorbasjov var og er á móti þessu og sagðist mundu láta krók koma á móti bragði. Og það getur hann, hann setur bara kjamasprengjumar á spor- braut, með 40 sekúndna viðbragðst- íma. Og innan tíðar yrði því svarað í sömu mynt og heimsmenningin lifði stöðugt við 40 sekúndna frest. Þetta er tveggja smóka mál fyrir þá sem reykja og álíka tími og það tekur hraðvaknandi menn að slökkva á vekjaraklukkunni. Oghvaðmeðtrú, vonogtilgang? Til þess að allir skilji hvað verið er að segja skal á það bent að þeim sem er mál varðar ekki um framgang menningar eða eitt eða annað fyrr en búið er að komast á klósettið og þegar menn komast í að eiga 40 sekúndna frest á lífi sínu þá er það eins og að ganga um með handsprengju í hend- inni sem kannski springur og kannski ekki. Slíkir menn gera ekki langt- ímaáætlanir. Þeir leggjast í að grípa hveija þá ánægju sem býðst, hverja þá aðferð að gleyma. Og fólk verður eins og fólk oft veiður seint á ævi þegar það veit að það gengur með erfiða sjúkdóma, það reynir að vera hresst, en langtímaáætlanir hverfa útúr myndinni. Og þar með hverfúr trú og von um betri tíð í samfélaginu og tilgangurinn með þvi að leggja eitthvað á sig til að uppskera síðar hverfúr. Um leið hverfúr trú á guð því guðs- trúin er tengd von um betri daga bæði þessa lífs og annars og trúin veitir þolinmæði sem hverfúr við 40 sekúndna frestinn. Til hvers að eiga böm? Þetta fólk sér ekki tilgang í að eiga böm og eignast færri böm og ef ekki verður af stríði þá er þetta sama fólk búið að eyða vistkerfinu án þess að firrna aðferðir í staðinn, brenna nær alla olíu, menga og fara illa með jarð- veginn, því það sá ekki tilgang í langt- ímamarkmiðum. Og fá böm eiga svo að taka við og viðhalda sama lífsstíl fyrir eldra fólk og yrkja til þess brunna akra. Þetta mál gengur ekki upp, það verðamennaðsjá. Því mun tilvera gereyðingarkerf- anna valda félagslegri hnignun. Eigin reynsla 1970 uppgötvaði ég sem þetta skrifa að til væri grunnorsök fyrir því að tími væri lýsandi í lýsingarkerfi eðhs- fræði, það er að segja hvers vegna tímaviðmiðun er nofhæf til að segja fyrirum virkni. Síðan lagði ég i það vinnu að ranns- aka þetta og komst að niðurstöðum. Þessar niðurstöáur skipta því miður ekki máli enda þótt þær séu lýsandi Kjallarinn ÞORSTEINN HÁKONARSON íLANDSNEFND BANDALAGS JAFNAÐARMANNA leggja ekki í erfið langtímaverkefni vegna hættuástands. Athugun á orsökum styrjalda Ég vil eindregið ráða fólki frá því að reyna að athuga hugsunarhátt hemaðarsinna eins og verið sé að athuga viðbrögð apa, það em undarle- gustu kerfi sem fara í gang. En það kom í ljós, mér til mikillar fúrðu, að hermenn eiga ekki sök á stríði. Til- gangur hermanna er að verja hjarð- reglu, þ.e. reglu samfélagsins, og þeir fast ekki til að fara í stríð nema þeim sé áður sagt að árás hafi verið gerð á hjarðregluna, það er að segja venju- legir hermenn, ekki þau blóðþyrstu dýr sem kölluð em málaliðar. Hitler varð t.a.m. að halda fram pólskri áreitni til að geta farið í stríð. Hann varð að halda úti tegundaskil- greiningu milli Þjóðveija og annarra til að tiyggja sér hlýðni Þjóðveija. En það er svo með manninn og er félagslegt lögmál. Maðurinn greinir a „...og þegar menn komast í að eiga 40 ^ sekúndna frest á lífi sínu, þá er það eins og að ganga um með handsprengju í hendinni sem kannske springur og kannske ekki“. svo langt sem þær ná. Því ég skildi að verulega aukið vald á tæknilegum atriðum hefði engan tilgang ef hana ætti að nota til að búa til enn nýja eyðingartækni. < Og þar sem ég þykist að minnsta kosti sjá og taka aðalatriði fram yfir aukaatriði þá hætti ég við módehð og fór að leita að orsökum styijalda. Og ég komst að því að eðlisfræði er bamaleikur hjá félagsvísindum. En það sem slriptir máh félagslega í þessu er að vinna við módel um almenn orkuskipti stöðvaðist vegna ótta við gereyðingu. Og það skiptir ekki máli hvort mér persónulega hefði tekist þetta fremur en öðrum, það sem skiptir máli er að þetta er almennt atriði þar sem menn sig í tegundir eftir hjarðreglu en ekki eftir náttúrulegum eiginleikum eins og dýrin. Og mismunandi tegundir, sem nýta sama vistkerfi, bjerast um yfirráð vistkerfis. En hjarðreglan er félagsleg. Hún er saga, tungumál, trú, siðir og hættir þjóða. Ef hjarðreglunni er ógnað eru einstaklingamir tilbúnir aðverjahana. En áður en til átaka kemur fer fram tegundaskilgreining þar sem óvinur- inn er svertur og sýnt að hann sé réttlaus eins og öðmvísi tegundir em í náttúrunni. Og komist tegundaskil- greining á ákveðið stig þá em átök óumflýjanleg. Og t.d. Þjóðverjar hafa aldrei skihð hvers vegna þeir hlýddu Hitler, það er vegna þess að eftir á nota þeir aðrar heilastöðvar tíl að hugsa en þegar þeir hlýddu honum. Það er þetta sem veldur styrjöldum, það er að tegundaskilgreiningin nær ákveðinni þröskuldsspennu og síðan byija átök og skynsemi kemst ekki að. Eðli friðar Því er viðhald friðar spuming um að koma í veg fyrir tegundaskilgrein- ingu og koma í veg fyrir að hún nálg- ist þröskuldsspennu. Tæknilegar vamir eða betri skriðdrekar og „great gunslingar system" hafa þar enga þýðingu. Það var spenna á milli Karþagó og Rómar, mihi Persa og Grikkja, milli Frakka og Englendinga og menn þess tíma héldu að þeir fæm með skynsam- leg rök. Og alveg eins halda menn að hugtök eins og sósíalismi (sem er aðaUega praktíseraður í Bandaríkjun- um og vestrænum heimi) og einokun- arkapitalismi (sem er aðallega prakt- íseraður í Austur-Evrópu) hafi merk- ingu í deilum sem era á milli. Það er rangt, kolrangt. Það sem skiptir máh er mismunur á siðum, háttum, trú og fleira sem greinir fólk i tegundir. Og verði leiðtogamir pólitískt veikir eða sé tækni að kippa grundvelh undan félagslegum siðum og hlýðni þá byija þeir að krefjast hlýðni með tilvísun til hjarðreglu. Má þar nefna hreinsanir Stalíns þegar kerfið hans gekk ekki upp. Þá þurfti að skjóta sökudólga. Þar má nefna McCartyismann þar sem útbreiðsla sovéskrar hjarðreglu ógnaði Bandaríkjunum og menn sáu boðbera þeirrar reglu í hveijum þeim sem ekki múkkaði. Slík tegundaskil- greining veldur spennu sem getur orðið nærri þröskuldsspennu. Því verður friður ekki og aldrei eingöngu tryggður með tæknilegum hætti. Hann verður og að tryggja með félags- legum aðferðum. Því er ekkert nauðsynlegra en að gera stórátak í þróun félagsvísinda um þetta aðalatriði sem er friður, allt annað er minniháttar við þá staðreynd að gereyðingarkerfi em til. Þorsteinn Hákonarson. HELIARSLODAR- ORRUSTA HIN NÝJA Það geisar heljarslóðarorrusta á íslandi og hún er sérstök að því leyti að annar aðilinn, almanna- herinn, veitir ekki viðnám, ver sig ekki, en lætur hinn aðilann, stjórn- arherinn, berja á sér og brjóta sig niður í þögulli undirgefni. Friöarsamningar íslenska almannaherinn virðist skorta alla sjálfsvitund og sam- stöðu og foringjar hans hafa nánast gengið í þjónustu stjórnarhersins, þeir halda sig á bak við víglínuna, halda fundi og telja liðsmönnum sínum trú um að þeir séu að gera friðarsamninga við stjórnarherinn. Þar sem þeir eru að semja um hluti sem aldrei ætti að semja um, þ.e. almenn mannréttindi. Foringjar almannahersins virð- ast sætta sig við að semja um slíkt samkvæmt leikreglum sem stjórn- arherinn hefur sett að eigin geð- þótta. Sprengjusveitir stjórnarhersins ráðast daglega til atlögu hér i höfuðborginni, Reykjavík. Mest er eyðileggingin í launamannahverf- inu Breiðholti sem er í austurhluta borgarinnar. Þar splundrar fógeta- herfylki stjórnarhersins hveiju heimilinu á fætur öðru. I kjölfarið Kjallarinn sér ekki grein fyrir greiðslubyrð- inni og að fólk skildi ekki vaxta- reikning. Stjórnarherinn hefur fundið upp riýja tegund af dauða- gildru sem um leið er pyntingar- tæki og kallast lánskjaravísitala. Kostir þessa tækis eru fólgnir í því hve auðvelt það virðist vera að fá meðlimi almannahersins til að ganga í þessa gildru. varnarlaust fólkið. Margir særðust í árásinni og voru skildir eftir á götunni. Hinn nýi fjármálastjóri stjórnarhersins hafði lengi barist fyrir því að „hávaxtahundunum" yrði sleppt lausum. Flokkur hans, Fríhyggjuflokkurinn, sem eitt sinn hafði það á stefnuskrá sinni að allir ættu að eiga þak yfir höfuðið, hafði þá verið mannhyggjuflokkur en BJÖRN JAKOBSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI í REYKJAVÍK koma svo lögfræðingasveitir sem hirða það sem eftir er nýtilegt í rústunum. Langir, dökkir dálkar af útrým- ingartilkynningum stjórnarhersins (nauðungaruppboðum) birtast dag- lega í Síðdegisblaðinu. Einn af talsmönnum stjórnarhersins kom fram í fjölmiðlum og sagði að vand- ræðin stöfuðu af því að fólk gerði a „Foringjar almannahersins virðast ^ sætta sig við að semja um slíkt sam- kvæmt leikreglum sem stjórnarherinn hefur sett að eigin geðþótta.“ Nokkur ríki í Suður-Ameríku og stjórn Filippseyja hafa sýnt mikinn áhuga á gildrunni svo hér gæti verið um álitlegan útflutning að ræða á íslenskum hugbúnaði. Ránshyggjuflokkur Einhver mótmæli áttu sér stað en þá var stríðöldum „hávaxta- hundum" stjórnarhersins sigað á virðist nú, undir stjórn hins nýja fiármálastjóra stjórnarhersins, vera orðinn ránhyggjuflokkur sem lætur nú rífa þökin ofan af fólki sem hefur verið að byggja yfir sig. Um kvöldið var frumsýning í þjóðaróperunni á Grímudansleik Verdis. Foringjar almannahersins ásamt foringjum stjórnarhersins voru boðnir á frumsýninguna. Daginn eftir fóm foringjar al- mannahersins i boði stjórnarhers- ins til Hong Kong og Singapore til að sjá hvernig vel tamið verkafólk á að vinna. Einhver ótti hefur gripið um sig hjá stjórnarhernum. Yfirbiskupinn kom fram í útvarpi og sagði að „náð Guðs og samfélag heilags anda væri með oss öllum“. Dómsmála- stjórinn tilkynnti að ekki mætti opna ný veitingahús ef seld væru frönsk vín með mat. Hér mætti ekki fara að skapast einhver París- arstemmning. Hann hafði lesið það í bók að allar meiriháttar heims- byltingar hefðu fyrst gerjast á kaffihúsum Parísarborgar, það næði engri átt að fólk sæti og talaði saman á veitingahúsum svo til alls- gáð. Ef Islendingar vildu neyta víns þá yrðu þeir að gera það á gamla mátann, drekka sig fulla heima hjá sér, og ef þeir vildu halda áfram gætu þeir farið í höll bændanna (Bondeslottet) þar sem dómsmála- stjórinn er sjálfurhluthafi. I síðari fréttatíma um kvöldið var birt nýjasta staðfesting frá Hag- vangs-Gallup að á íslandi byggi hamingjusamasta þjóð í heimi. Björn Jakobsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.