Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Blaðsíða 40
68*78*58 Hafiz þú ábendingu eða vitn- eskju nm frétt - hringdn þá i sima 683858. Fyrir hvert firéttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri vikn greiðast 3.000 krénnr. Fullrar nafirieyndar er gætt. Við töknm við fréttaskotum allan sólarhringinn. FIMMTUDAGUR 1 3. MARS1986. BSRB íhugar að beita banka þvingunum: Hétar að taka sjóði sína úrbönkumsemekkilækka Meðal forystumanna BSRB er nú alvarlega rætt um að grípa til rót- tækra aðgerða til að halda verðlagi Ingi R. Helgason, forstjóri íBrunabót: niðri. Annars vegar er rætt um að taka sjóði hreyfingarinnar út úr þeim bönkum sem ekki hafa lækk- að gjaldskrár sínar og færa þá yfír í þá banka sem hafa lækkað. Hins vegar að krefjast þess að Bruna- bótafélagið slíti sig úr samráði tryggingarfélaganna og félags- menn hvattir til að beina viðskipt- um sínum til þess. „Við höfum verið að ræða ýmsar leiðir til að samningarnir nái til- gangi sínum. Þeir eru enginn gamanleikur og við viljum ekki að það fari eins og þegar myntbreyt- ingin var gerð, sem aldrei náði til- gangi sínum. Það verður að grípa til öflugra aðgerða því menn virð- ast ekki skilja fyrr en skellur í tönnum," sagði Gunnar Gunnars- son, framkvæmdastjóri Starfs- mannafélags ríkisstofhana, í við- taliviðDV. Gunnar sagði að verkalýðshreyf- ingin réði yfir geysilegu fjármagni, nokkrum milljörðum, í formi ýmissa sjóða. Hugmyndin væri að þetta fjármagn yrði ekki hýst í þeim bönkum sem neita að lækka þjónustugjöld sín. „Tryggingarfélögin eru einnig að keyra upp tryggingar miðað við 30% verðbólgu. Þetta eru að okkar mati timburmenn gærdágsins. Það kemur því til greina að krefjast þess að Brunabótafélagið, sem er í ríkiseign, hætti því samráði sem tryggingarfélögin hafa um verð- lagningu trygginga," sagði Gunnar Gunnarsson. -APH Erum á núlli Hvorki erindi né orðrómur hafði borist til Brunabótafélags íslands í morgun varðandi áskoranir um að félagið sliti sig frá hinum tryggingafélögunum og riði á vaðið með lækkanir á iðgjöldum. Ingi R. Helgason forstjóri sagði DV þetta og eins að félagið væri í núllrekstri í bifreiðatryggingum, miðað við sameiginlegt yfirlit átta tryggingafélaga í þessari trygg- ingagrein. Forstjóri Brunabótafélagsins sagði að samstarfenefhd þessara félaga hefði það hlutverk að hafa heildaryfirsýn í sambandi við bif- reiðatiyggingarnar. Síðan væru iðgjaldareglur félaganna mismun- andi og því alls ekki um sama taxta að ræða hjá þeim. -HERB T RAUSTIR MENN 25050 SETlDIBiLBSTÖÐin LOKI Björgvin til Björgvin. Danski dávaldurinn George Frisenette kom til landsins í gær og ætlar að dáleiða íslendinga. Frise- nette er 85 ára gamall og heldur upp á 50 ára starfsafmæli sitt um þessar mundir. Hann er að mestu hættur sýningarhaldi en vinnur þess í stað við að lækna landa sína af ýmsum kækjum og tóbaksr- eykingum. Frisenette getur talið fólki trú um að vatn sé viskí, konur séu kettir og karlmenn hundar og att þeim síðan saman. Er þá fátt eitt talið af brögðum danska dávaldsins sem verður með miðnætursýningar í Háskólabiói á fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag. -EIR DV-mynd GVA. Veðrið á morgun: Óbreyttveður umalltland —litlar breyting- arframundan Veður á morgun verður nánast óbreytt frá því sem er í dag. Suð- austanátt verður ríkjandi um allt land og sama rigningarsvæðið á sunnan- og suðvestanverðu landinu og í dag. Hitinn verður á bilinu 5-6 stig og bjartara veður fyrir norðan og aust- an. Jafnvel má búast við svipuðu veðri með litlum breytingum frám á helgi. -S.Konn. Hólm- fríður íHvita húsið? Ungfrú heimur - Hólmfríður Karlsdóttir - er núna stödd í Bandaríkjunum og þar stendur yfir mikill undirbúningur að hún fái tækifæri til að heimsækja Hvíta húsið þar sem hún myndi þá hitta forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. Síðastliðinn þriðjudag kom Hólmfríður fram i bandaríska sjónvarpsþættinum TODAY hjá NBC sjónvarpsstöðinni og er þetta einn vinsælasti morgun- þátturinn í Bandaríkjunum. Talið er að um sjö milljónir manna hafi horft á þáttinn og vakti frammi- staða Hólmfríðar mikla athygli. I framhaldi af því hefur síðan verið unnið að heimsókn hennar í Hvíta húsið sem yrði þá annaðhvort í dag eða á morgun. Haft var samband við foreldra Hólmfríðar sem könnuðust við að þetta væri í undirbúningi. -baj Breytingará húsnædiskerfinu: Ný lög afgreidd fyrir þingslit Á næstu dógimi verður skipuð nefnd til að útfæra nýjar hug- myndir um breytingar á hús- næðismálakerfinu, sem sam- þykktar voru í nýgerðum kjara- samningum. f þessari nefnd munu sitja full- trúar frá VSÍ, ASf, BSRB og Húsnæðisstofnun. í samkomulagi ríkisstjórnarinnar og aðila vinnu- markaðarins er gert ráð fyrir að þessar breytingar hetjist 1. sept- ember nk. Til þess að það geti orðið verður að heljast handa við gerð nýrra laga. Þessi lög verður Alþingi síðan að fjalla um áður en þingstarfinu lýkur nú í vor. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.