Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Blaðsíða 23
DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986. 23 Tilkynningar Tilkynningar Tilkynningar Tilkynningar Viðtal við Heinrich BölliTMM Fyrsta hefti Tímarits Máls og menn- ingar er að hluta helgað þýska nób- elsverðlaunahöfundinum Heinrich Böll sem dó í fyrra. Halldór Guð- mundsson skrifar grein um hann, birt er síðasta langa viðtalið sem tekið var við hann, „Frelsið þverr dag frá degi“, og löng smásaga í þýðingu Guðmundar Georgssonar. Sagan heitir Ekki aðeins á jólunum og er ein af bestu smásögum Böll, fyndin og hvöss ádeila á velferðar- samfélagið. Stefán Hörður Grímsson leggur tvö ný ljóð til þessa heftis og Vilborg Dagbjartsdóttir á athyglisverða grein um ljóðið Söknuð eftir Jóhann Jónsson. Hún bendir á tengsl þess við sjálfsævisögulegt kvæði Gests Pálssonar, Árin líða, og fléttar örlög þessara tveggja skálda skemmtilega saman. Af öðru efni í tímaritinu má nefna minningargrein Stefáns Karlssonar handritafræðings um Jón Helgason prófessor, hina frægu ræðu Sigurðar A. Magnússonar við styrkveitingu Ríkisútvarpsins á gamlársdag, svar Ástráðs Eysteinssonar við greinum Einars Kárasonar og Sigfúsar Daða- sonar um þýðingar og umfjöllun Dagnýjar Kristjánsdóttur um Kvennamál og kvennamenningu. Tvær greinar varða fornsögurnar, Goðgá Hjalta Skeggjasonar eftir Ásgrim Albertsson, og „Milliganga", um félagslegar rætur Islendinga- sagna, eftir Jesse L. Byock. Einnig er athyglisverð grein um Mótun nýja Kína eftir Ragnar Baldursson. Auk Stefáns Harðar eiga ljóð í heftinu þau Magnús Skúlason, David Radavich, Carolyn Forché, bandaríska blökkukonan Nikki Gio- vanni, frnnska verðlaunaskáldið Bo Carpelan og Ezra Pound. Ritdómar eru um Ydd Þórarins Eldjárn, Við giuggann eftir Fríðu Sigurðardóttur og Um sálina eftir Aristoteles. Frjáls verslun, 1. tbl. 1986, er komin út. Meðal efnis tímsritsins er forsíðuviðtal við Sig- urð Helgason, forstjóra Flugleiða hf„ greinar um greiðslukortavið- skipti, Verslunarskólann, ferðaþjón- ustu, strikamerki, afkomu iðnaðar, greiðsluerfiðleika íslenskra fyrir- tækja og margt fleira. Þá er í blaðinu grein um nokkur álitamál við upp- gjör til skatts, eftir Ólaf Nílsson, löggiltan endurskoðanda. Útgefandi Frjálsrar verslunar er Frjálst fram- tak hf. og ritstjóri er Kjartan Stef- ánsson. „Ólögleg ávana- og fíkniefni1 Komið er út ritið „Ölögleg ávana- og fíkniefni" á íslandi eftir Ómar H. Kristmundsson sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið gefur út. Bók þessi er byggð á rannsókn á notkun ólöglegra ávana- og fíkniefna sem Norræna sakfræðiráðið og dóms- málaráðuneytið styrktu og var kynnt í desember síðastliðinn. Hún skiptist f eftirfarandi meginhluta: Hugtök Lögjöf í ávana- og fíkniefnamálum Gagnasöfnun Refsiframkvæmd Löggæslan Heilbrigðiskerfið Neysla vímugjafa Niðurstaða könnunar 1984 Innflutningur og dreifing ólöglegra ávana- og fíkni- efna. Ritið, sem er filmuunnið og prentað hjá Isafoldarprentsmiðju, er selt hjá Bókasölu stúdenta og bóka- búð Lárusar Blöndal. Saga Vöku er komin út Fyrir skömmu kom út ritið Vaka 1935 1985. Ágrip af sögu félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta. Ritið er gefið út í tilefni af 50 ára afmæli félagsins sem var á síðasta ári. Sagan er rituð af Páli Björnssyni sagnfræðinema. Byrjað er á því að rekja aðdragandann að stofnun Vöku en síðan er Vökumönnum fylgt í störfum þeirra alveg til síðasta árs, jafnt í stúdentaráði sem innan félagsins. Varp- að er ljósi á helstu stefnumál Vöku og hverju Vökuliðum tókst að hrinda í framkvæmd. í ritinu eru einnig listar yfir alla stjórnarmenn Vöku, stúdentar- áðsliða félagsins, alla formenn stúdent- aráðs og einnig er yfirlit yfir úrslit stúd- entaráðskosninga síðustu áratuga. Ritið er 124 blaðsíður, í stóru broti og verður til sölu í Bóksölu stúdenta og fleiri bókabúðum. Söguleg árshátíð í ár gengst Hjúkrunarnemafélag ís- lands fyrir heldur óvenjulegri árs- hátíð. Árshátíðir Hjúkrunarskóla íslands hafa áður verið haldnar fyrir nemendur skólans en í þetta sinn er boðið til leiks öllum nemum sem brautskráðir eru frá skólanum, allt frá því útskriftir hófust, árið 1933. Undirbúningur hátíðarinnar hófst upp úr áramótunum með könnun á almennum áhuga á þátttöku meðal fyrri nema sem reyndist vera gífur- legur. Hugmyndin að hátíðinni er reyndar ekki ný en mun nú sjá dags- ins ljós í tilefni þess að næsti út- skriftarhópur frá HSÍ er jafnframt Arleg skólasýning Asgríms- safns 1 Ásgrímssafni hefur verið opnuð hin árlega skólasýning safnsins. 1 vipnu- stofu Ásgríms Jónssonar, á efri hæð hússins, eru sýndar eldgosamyndir frá ýmsum tímabilum í list Ásgríms. Elsta eldgosmyndin er unnin árið 1908 en þær yngstu um miðjan 6. sá síðasti innan HNFÍ (Hjúkrunar- nemafélags Islands). Árshátíðin ,sem hlotið hefur nafnið Nemamót HSÍ, verður haldin í veit- ingahúsinu Broadway föstudaginn 11. apríl og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Eftir borðhaldið verða nem- endur skólans með ýmsar uppákom- ur og skopmyndir úr nemalífmu. Að sjálfsögðu munu eldri nemarnir draga fram úr pússi sínu gullkorn úr fortíðinni og taka þátt í skemmti- dagskránni. Aðgöngumiðasala hefst föstudag- inn 14. mars nk. hjá símavakt skól- ans og er þátttakendum bent á aug- lýsingar um hátíðina á sjúkrastofn- unum víðs vegar um landið. áratuginn. I heimili málarans á neðri hæð hússins hafa verið valdar til sýningar myndir af dýrum og fuglum, unnar með vatnslitum og olíulitum. Ásgrímssafn er til húsa að Berg- staðastræti 74 og er safnið opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 13.30 -16 yfir vetrarmánuð- ina. Skólasýning safnsins verður opin til aprílloka. Asatrúin í máli og myndum Listaverk af goðúm og gyðjum ásatrúar- innar eru nú komin út í formi eftirprent- ana, ásamt útskýringum á myndum og stuttri frásögn Sveinbjörns Beinteins- sonar, allsherjargoða ásatrúarmanna, um hvert goð, bæði á íslensku og ensku. Myndirnar eru í litum í stærðinni 40 sm x 50 sm, á vönduðum Ikonofix pappír. Nú þegar eru komnar út 5 myndir: Óðinn æðstur goða, Þór, þrumuguð, Freyja ástargyða, Iðunn hin unga og saklausa æskugyðja og Loki, er talinn var til goða þrátt fyrir jötnaætterni sitt, slægur og bragðvís. Sjötta myndin, Ægir sjávaroð, kemur út í mars. í framtíðinni verða svo gefnar út myndir af fleiri goðum, jötnum svo og frægum víkingum svo sem Leifi heppna og Eiríki rauða. Ragnarök, þegar heimurinn ferst, og lýsing á heimunum níu ásamt Yggdrasil, veraldartrénu, verða gefnar út í stærðunum 60 sm x 80 sm. Listamaðurinn og hugmyndafræð- ingurinn bakvið myndaflokk þennan, sem hefur verið í bígerð í nokkur undan- farin ár, er Haukur Halldórsson mynd- listarmaður, þekktari sem „tröllateikn- ari“, fyrir túlkanir sínar á þjóðsögum. Hér er um ákaflega vandaðar, fallegar og þjóðlegar myndir að ræða sem vert er að safna. Þær kosta kr. 295 og fást í flestum bókabúðum og ferðamannaversl- unum. Áður en myndirnar voru gefnar út voru þær kynntár erlendis og hafa nú þegar komið fyrirspurnir um þær frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Nokkuð hefur verið um að fyrirtæki hérlendis hafi sent myndirn- ar sem nýárskveðjur til viðskiptavina erlendis svo og hafa margir sent þær póstleiðis sem þjóðlegar jólagjafir og ódýrar. Áberandi hefur verið hve útlend- ingar eru hrifnari af myndum þessum en íslendingar, sbr. söluhraða á Keflavíkur- velli, bæði hjá íslenskum markaði og*"~ sérstaklega hjá hernum. Útgefandi er Goðaútgáfan, Dunhaga 18. \Jet Fólksbílar og Sport Afar hagstæð greiðslukjör VERÐSKRA: LADA1200 .................Uppseldur LADA1500 skutbíll, 4ra gíra ..Var 249.694,- Nú 178.440,- Ný sending áætluð 182.955,- LADA1500 skutbíll, 5 gíra.Uppseldur LADASAFÍR.................Var 229.794,- Uppseldur Ný sending áætluð 166.526,- LADALUX...................Var 259.888,- Nú 189.869,- Nýsending áætluð 189.869,- LADA SPORT LS, 5 gíra ....Var 426.915,- Nú 315.874,- Ný sending áætluð 317.283,- Ryðvörn innifalín í verði. Allir okkar bílar eru árgerð 1986, ryðvarðir og tilbúnir til afhendingar strax. Mikið úrval af notuðum bílum til sýnis og sölu < BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF, M-.'iiíj' SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEELD: 31236

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.