Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986. Spurningin Finnst þér of mikið látið með íslenska landsliðið í handknattleik? Ólöf G. Jakobsdóttir ellilífeyrisþegi: Nei, það finnst mér ekki, þetta var svo spennandi. 5 milljónir segir þú, það er allt í Iagi ef við höfum efni á því. ■flaP ' Guðni Vigfússon verslunarmaður: Nei, alls ekki, þeir eiga það skilið strákarnir. Finnbogi J. Rögnvaldsson húsasmið- ur: Mér finnst það allt í lagi, þeim veitir ekkert af þessari auglýsingu, og ef þeir eiga að geta haldið áfram í heimsmeistarakeppni þá veitir þeim heldur ekkert af þessum 5 milljónum. En það mætti líka styrkja fleiri. Guðrún Gunnarsdóttir afgreiðslu- stúlka: Nei, það finnst mér ekki og ég er alveg sammála því að þeir fái styrkinn. Jón Svavarsson nemi: Nei, alls ekki, þeir stóðu sig vel, strákarnir. Ragnar Halldórsson sölumaður: Nei, nei, nei, persónulega finnst mér það ekki. Við erum svo lítil þjóð og það að ná svona langt i handknattleik er aðdáunarvert. Ég er samþykkur styrk veitingunni. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur • • 01 erböl Halldór á Kirkjubóli skrifar: Sveinn sendir mér kveðju í DV 3. mars og er hún þakksamlega meðtekin. Það skal þá fyrst fi-am tekið að ég er alls ekki hræddur um að ís- lendingar þoli áfengan bjór verr en aðrar þjóðir svo sem Danir, Þjóð- verjar og Bretar. Ég geri ráð fyrir að bjórinn hafi svipuð áhrif hér og þar. Þess vegna er ég á móti honum. Mig langar til að vitna hér í bókina: Skál - og hvad sá? eftir Finn Hardt, lækni í Danmörku. Hann er þessum efnum vel kunnug- ur. Hann segir m.a.: „Það er því miður alsiða að drekka áfengi víða á vinnustöðum. Þegar drukkið er á vinnustað verð- ur býsna erfitt að verjast þátttöku i drykkjunni vegna hópþrýstings, sem þar er mjög þungur. Margir hafa orðið ofdrykkjumenn vegna drykkju í vinnutíma. Það er erfitt íyrir þann sem drukkið hefur um of að þurfa á hverjum degi að neita áfengi sem vinnufélagamir bjóða. Það myndast auðveldlega kuldi kringum þann sem rýfur fé- lagsskap samdrykkjunnar. Margir kjósa því þann kostinn sem auð- veldastur er að drekka með, enda þótt þeir vilji það ekki.“ Þessi orð lýsa þvi sem ég held að sé hættulegast við áfenga bjórinn. Það er vinnustaðadrykkjan. Danski læknirinn þekkir hana. Annars staðar segir Finn Hardt: „Oft fylgja áfengismálum meðal okkar harðar deilur um andstæð sjónarmið. Annars vegar ýmiss konar hömlur og bönn gegn áfengi en hins vegar óskin að verja frelsi „Ég er alls ekki hræddur um að íslendingar þoli áfengan bjór verr en aðrarþjóðir". einstaklingsins til að drekká áfengi. Með þeirri þekkingu, sem við höfum nú á vínanda - bæði læknar og leikmenn - ætti að vera unnt að láta skynsamleg viðhorf almenn- ings stjórna neyslu vímuefnisins vínanda, svo að við njótum gleðinn- ar og hátíðleika af áfenginu en jafn- framt verði komist hjá sorglegum og skaðlegum afleiðingum of- drykkjunnar. Þar skiptir máli að skilja að við berum sjálf ábyrgð á líkama okkar. Þeim fjölgar nú stöðugt sem reyna að vernda heilsu sína með hreyfingu eða hófsemi í mat eða með að tak- marka eða hafna alveg óhollum siðum eins og t.d. tóbaksnotkun. Þetta breytta viðhorf til lífsvenju mun sennilega í framtíðinni bera með sér skynsamlegri - og minnk- aða - áfengisneyslu." Ég er í tölu þeirra sem halda að sé fullreynt að meðal þeirra sem venjast áfengi séu einhverjir sem fara yfir þau takmörk sem þeir telja sjálfir að væri æskilegust. En vilji menn í alvöru lifa heil- brigðu lífi hlýtur það að gilda sem læknirinn segir um minnkaða áfengisneyslu. H.Kr. Lyfjaeftirlit og lýðfrelsi Halldór Sigurðsson skrifar: Ég er einn af mörgum ánægðum viðskiptavinum Heilsuhússins við Skólavörðustíg. Þar hef ég fengið mörg góð bætiefni og náttúrumeðul sem hafa losað mig við þrautir og bætt allt ástand heilsunnar. Nú fyrir stuttu ætlaði ég að verða mér úti um þau efhi sem mig vantaði en þá var mér sagt að Lyfjaeftirlit ríkisins væri búið að banna þau. Nú vil ég endilega skora á þetta Lyfjaeft- irlit að láta af svona kjánaskap. Ég hef losnað við leiðindalasleika með aðstoð þessara jurtameðala, auk þess sem ég er viss um að þau hafa komið í veg fyrir að ég slæddi upp alls konar pestir sem ég hef sloppið við en aðrir í kring um mig hafa fengið. Mér finnst alger lágmarkskrafa í lýðfrjálsu landi að ég fái þau efni sem ég þarf til að halda heilsunni í lagi. Því bið ég Lyljaeftirlit ríkisins og aðra þá sem hafa með þessi mál að gera að aflétta banninu nú þegar, taka frekar upp samstarf við þá sem til þessara hluta þekkja, því stundum hafa náttúrumeðulin gagnað þegar hefðbundnar lækningar báru engan árangur. Malsvan auk- innar diykkju Foreldri skrifar: I DV þann 7. mars sl. birtist furðu- ritsmíð eftir mjólkurfræðinginn Jón Óttar. Þar ásakar hann Áfengisvarn- arráð og er best að gefa honum orðið aftur: „f fyrsta lagi hefur það (Áfengis- varnarráð, innskot) neytt óharðnaða unglinga í þúsundatali til þess að drekka sterka drykki." Og áfram er haldið: „í öðru lagi hefur það komið í veg fyrir að hér myndist þjóðleg menningarhefð um veikari tegundir áfengis, öl og létt- vín.“ Og að lokum: „f þríðja lagi hefur þessu ráði mistekist með öllu að kenna unglingum og þjóðinni í heild undirstöðuatriði í hóflegri notkun áfengis." Sú sem ritar þessa grein þekkir ekki til Áfengisvamarráðs nema það sem birt hefur verið í fjöimiðlum frá ráð-! inu. Það er örugglega ekki hlutverk Áfengisvarnarráðs né neinna opin- berra aðila að kenna fólki að drekka. Nútímaþjóðfélag íslendinga er að breytast með þeim hætti að fólk vill útivist og heilsurækt, ekki aukna drykkju. Áfengi og önnur vímuefni hafa skapað fleirum sorg en ham- ingju. Öflugar Qöldahreyfingar vaxa og hefði Jón átt að láta sjá sig á fundi áhugafélags foreldra um vímulausa æsku, SÁÁ og Lions, sem haldinn var sl. laugardag. Þar var fjallað um þessi málefni af þekkingu. Við þurfum ekki fleiri tegundir áfengra drykkja, ekki fleiri vínveit- ingastaði og ekki fleiri talsmenn áfengisnotkunar. Við þurfum að bæta aðstöðu fyrir unga sem aldna til þess að geta eytt fritíma sínum við holla tómstundaiðju. Smáborgarar brutu bílinn minn Einn fokvondur skrifar: Þið sem brutuð allt og spörkuðuð sundur og saman og gjöreyðilögðuð til þess eins að næla í slitið útvarps- og kassettutæki úr gulum Mercury við Njálsgötu aðfaranótt föstudags ættuð að skammast ykkar fyrir eigin heimsku og drykkjuskap, þið vor- kennanlegu smáborgarar. 2168-3604 er hæstánægð með Rauðhóla Rannsý. Erla, 2168-3604, skrifar: Á síðasta föstudagskvöld lá leið mín niður í Gamla bíó að sjá hið umtalaða stykki Rauðhóla Rannsý. Sjaldan hef ég skemmt mér eins vel og enn sjaldn- ar hef ég séð jafnvandaða og góða sýningu. Enn einu sinni kom Hitt mark leikhúsið mér á óvart. Ég vil þakka þessu ágæta leikhúsi fyrir frábært framlag. Þið hittuð í mark með Litlu hryllingsbúðinni og hafið aftur hitt í mark með Rauðhóla Rannsý. Til hamingju! Osómanum flaggað Jón annar hringdi: Alveg er ég sammála Jóni Pálssyni, sem hringdi í Velvakanda um daginn og talaði um ósmekklegt háttalag eiginkvenna landsliðsmahna okkar, þegar þær flögguðu danska fánanum í hálfa stöng. Það eru mun alvarlegri tíðindi en tapaður landsleikur sem þarf til að flaggað skuli í hálfa stöng. En reyndar veit ég ekki hvort þetta er gert eftir þeiira uppástungu eða hvort það var Arnarhóll sem átti hugmyndina. Enda skiptir það engu máli, aðalatriðið er að það komi fram að svona uppátæki er engum til sóma. Nú vil ég veskið aftur Jóhann skrifar: Við vorum um daginn að borða á Winny’s og allt í góðu með það. En á næsta borði voru strákar og þegar við fórum voru þeir, eða hann búnir að góma veskið mitt og ég hef auðvit- að ekkert séð það síðan. Nú, nú, það voru 1400 krónur í því og ekki nema sjálfsagt mál að þjófurinn fái þær íyrir að gerast svo djarfur að stela frá mér veskinu. eins konar áhættnhóknuri En viltu þá líka vera svo vænn, • svínabestið þitt, að senda mér veskið því það kemur þér ekki að meira gagni. Mér hins vegar finnst ansi erfitt að vera án þess, skilríkjalaus og geta ekki sannað hver ég er eða- hversu gamall eða hver veit hvað. Þú hefur heimilisfang mitt í veskinu og það er eins gott fyrir þig að senda það sem fyrst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.