Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986. 13 Neytendur Neytendur Neytendur Hreinsir á baðherbergið Og áfram um aðferðir til að skúra upp hreinlætistækin í húsinu. Hrein- lætisþjónustan hf. flytur inn efhi sem virkar mjög vel í baráttunni við kísil- inn og nefhist HREINSIR (nuddi). A umbúðum, sem eru mjög vel merktar á íslensku, segir að þetta sé efhi til að hreinsa kísil og önnur óhreinindi af vöskum, baðkerum, sturtubotnum, flísum og salernisskál- um. I pakkanum eru tveir svampar og duft sem inniheldur bleikiklór. í leiðbeiningum aftan á pakkanum segir að bleyta skuli svampinn í volgu vatni, strá duftinu yfir staðinn sem á að hreinsa og nudda skuli óhrein- indablettina í burtu með svampinum. Eins og vera ber í góðum merking- um eru viðvaranir um hvemig bregð- ast skuli við ef duftið berst á hörund eða i augu og varað er við að ef nuddað er of harkalega geti glerung- urinn á hreinlætistækjunum skemmst. 1 pakki ætti að duga á einn vask og 2 pakkar á baðker. Hreinsirinn er seldur í Esso stöðv- um um allt land og í mörgum mat- vöruverslunum og sérverslunum. Verð pakkans er á bilinu 135-180 krónur eftir verslunum en verkinu fylgir talsverð vinna ef útlit hreinlæt- istækjanna er orðið slæmt. Við höfð- um okkur þó í gegnum þetta og stát- um nú af gljáfægðum og fallegum hreinlætistækjum. -S.Konn. BETRIUMFERÐARMENNING 9 - í UMSJÁ BINDINDISFÉLAGS ÖKUMANNA Til hvers neyðarliós? Ég átti leið um Nýbýlaveginn í Kópavogi fyrir skömmu. Þar hafði orðið smáumferðaróhapp. Bíl var ekið aftan á annan við gangbrautarljós. Sá er ók aftan á hafði ekki sett neyð- arblikkljósin á. Minnstu munaði að einn ökumaðurinn, sem átti leið hjá, æki aftan á þann kyrrstæða þvi ekk- ert gaf til kynna að eitthvað óeðlilegt væri að. Neyðarljósin eru einmitt ætluð til notkunar við aðstæður sem þessar. Ef við lendum í umferðaró- happi, notum þá neyðarljósin, það minnkar hættuna á að aðrir aki á okkar bíl. Ef bíll bilar á akbraut ber okkur skylda til að ganga þannig frá honum að sem minnst hætta stafi af honum fyrir aðra vegfarendur. Hér eru neyð- arljósin einnig ætluð til notkunar. Þá eru endurskinsþríhymingar mjög gagnlegir. Sums staðar erlendis er skylda að hafa þá í bílum. Ef bíll bilar, eða springur á hjóli, er þeim komið fyrir í um 20 metra fjarlægð frá bílnum. Það minnkar hættu á aftanákeyrslu. Og ef neyðarljósin em einnig notuð minnkar hættan enn meir. Það hefur borið á því að neyðarljós- in séu misnotuð. Sumir leggja bílnum ólöglega, t.d. upp á gangstétt, og setja neyðarljósin á. Sem betur fer er sá hópur ökumanna ekki stór og von- andi fer hann minnkandi. Munum að nota neyðarljósin rétt, það eykur öryggi þitt og samferðamanna þinna í umferðinni og stuðlar þannig að aukinni umferðarmenningu. EG í einstaka tilfellum getur verið nauðsynlegt að skilja bíla eftir þar sem þeir ættu helst ekki að vera eins og t.d. uppi á gangstétt. Þá er tilvalið að nota blikkljósin til þess að vekja sérstaka athygli á bílnum. Blikkljósin skal einnig nota ef bíll bilar úti á vegum. Blikkljósin eða neyðarljósin eru til þess að vekja athygli á óvenjulegum aðstæðum. DV-mynd GVA. A i sjónvarpstækjum, videotækjum, a m ferðatækjum og raftækjum. p:acc:3i ^ — ~ LjaaooqjJ' U ____Z2 aupojq UKf lUUUUV.I llll Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Það er ekki bara leðrið sem við leggjum áherslu á. Satt að segja er hvergi hægt að finna á einum stað stærra úrval af sófasett- um og sófahornum með áklæðum. Þessi fallegu, vönduðu sófasett bjóð- um við á besta verðisem þekkist og svo góðum greiðslukjörum að jafn- vel strangasta fjárhagsáætlun heimil- isins ræður við að kaupa sett. 45.880 Pallas 3 +1 +1 Hvemig Ust þér Aðeins 4.580 á mánuði. Aðeins 13.000 útborgun. Við tökum að sjálfsögðu greiðslukortin bæði sem útborg- un á kaupsamninga og sem stað- greiðslu með 5% afslætti. ■ ■ HUSGAGNAHOLLIN BÍLDSHÖFÐA20-110REYKJAVÍK @ 91-6811 99og681410

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.