Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Skyndikönnun DV á besta laginu í sönglagakeppninni: Flestir vilja að lagið EF sigri Flestir sjónvarpsáhorfendur virðast telja EF besta lagið í söngvakeppni sjónvarpsins, samkvæmt skoðana- könnun er DV gerði í gærkvöld. Hringt var í 50 karla og 50 konur strax eftir síðasta kynningarþáttinn, sem sýndur var í gær. Þeir spurðu voru valdir eftir ákveðinni reglu. Spurt var: Hvaða lag vildir þú helst að sigraði í Söngvakeppni sjónvarps- ins? Af þeim sem tóku afstöðu töldu 28,4% EF vera- besta lagið. Það lag var síðasta lagið sem kynnt var og söng Björgvin Halldórsson það. Samkvæmt þessu verður þetta lag framlag íslands á Söngvakeppni sjón- varpsstöðva í Evrópu, sem haldin verður í Bergen 3. maí nk. Næstbesta lagið er Gleðibankinn, sungið af Pálma Gunnarssyni. I þriðja sæti hafnaði síðan umdeilda lagið Vöggu- visa. „Öll lögin eru frambærileg," sagði Jónas R. Jónsson í seinasta kynning- arþættinum í gærkvöld. Stóra stundin rennur svo upp á laugardaginn. Þá fer fram lokakeppn- in hér á landi og valið verður það lag sem sent verður til Bergen. Sérstakri dómnefnd hefur verið falið það van- dasama hlutverk að velja besta lagið. Lagahöfundurinn fær vegleg verð- laun, 200 þúsund krónur. Svo má ekki gleyma því að norsku sigurvegararnir frá því fyrra, Bobby Socks, mæta í sjónvarpssal á laugardaginn og skemmta íslenskum sjónvarpsáhorf- endum. Eftir keppnina verður svo valinn verðugur söngvari til að kyrja það í Bergen. Áður en það gerist verður laginu komið á myndband og því dreift um alla Evrópu. Stærsta stundin rennur svo upp í Bergen 3. maí nk. þegar allar Evr- ópuþjóðirnar etja saman lögum sín- um. Það getur orðið dýrt ef við sigr- um því ekkert hús hér á landi getur hýst keppni af þessu tagi og einnig ku keppni þessi vera dýr í rekstri. Vonandi lendum við þó ekki í neðsta sæti eins og frændui' okkar Norð- menn gerðu fyrir nokkrum árum. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar um besta lag söngvakeppninnar urðu þessar: 1. Gleðibankinn (Pálmi) .................................................... 13% 2. Ég lifi í draumi (Björgvin) ................................................ 4% 3. Vögguvísa (Erna) ........................................................ 10% 4. Með vaxandi þrá (Björgvin og Erna) ......................................... 5% 5. Þetta gengur ekki lengur (Eiríkur) ......................................... 1% 6. Út vil ek (Pálmi og Erna) .................................................. 4% 7. Syngdu lag (Pálmi) ......................................................... 0% 8. Gefðu mérgaum (Eiríkur) .................................................... 7% 9. Mitt á milli Moskvu og Washington(Eiríkur) ................................. 9% 10. Ef (Björgvin) .............................................................21% Ekkertlag ................................................................. 11% Óákveðnir og neita að svara ........................................... 15% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niðurstöðurnar þessar: sæti: 1. Gleðibankinn (Pálmi) .......................... 17,6% (2) 2. Ég lifi í draumi (Björgvin) ...................... 5,4% (7-8) 3. Vögguvísa (Erna) ................................ 13,5% (3) 4. Með vaxandi þrá (Björgvin og Erna) ............... 6,7% (6) 5. Þetta gengur ekki lengur (Eiríkur) ............... 1,3% (9) 6. Út vil ek (Pálmi og Erna) ........................ 5,4% (7-8) 7. Syngdu lag (Pálmí) ............................... 0,0% (10) 8. Gefðu mér gaum (Eiríkur) ......................... 9,5% (5) 9. MittámilliMoskvuogWashington(Eiríkur) ........... 12,2% (4) 10. Ef(Björgvin) ..................................... 28,4% (1) „Hefaldrei heyrt annað eins væl“ „Mér fannst seinasta lagið falleg- flytja þennan ósóma til Noregs. ast,“ sagði kona sem varð fyrir Kona ein var aðeins mildari: „Oll svörum í skoðanakönnun DV í gær lögin em góð miðað við hvað lög í um besta lagið í söngvakeppninni. svona keppnum eru yfirleitt léleg.“ önnur taldi að flest lögin væru „Þetta er bull og vitleysa. Lögin eru sæmileg. „Það er dásamlegt að öll ömurleg,“ sagði einn ungur heyra hversu mörgu hæfileikafólki maður. „Ekkert þeirra er fyrir minn við eigum á að skipa,“ sagði einn smekk,“ sagði annar. karl sem fylgst hafði með öllum „Mér líst best á Vögguvísuna - þáttunum. bölvað að fella hana út,“ sagði ein kona. „Ég get ekki svarað þessu, En það kvað við annan tón. „Ef verð að heyra lögin oftar,“ sagði þetta er það besta gæfi óg mikið karl í Reykjavík. Annar sagði að fyrir að heyra það versta,“ sagði við hefðum ekkert í þessa keppni kona ein í Garðabæ. „Þetta er að gera. „Bölvað rusl allt sarnan," ómögulegt, hef aldrei heyrt annað sagði einn karl. „Ikigin eru mjög eins væl,“ sagði einn karl. Og annar góð en textarnir hálfgert hnoð,“ sagðist vona að þeir færu ekki að sagðikonaíReykjavík. -APH Hvorki pönk né vísitala - segir Dóra Einarsdóttir sem hannaði „Eurovision“-búningana á alla nema Björgvin „Ég reyndi að klæða fólkið sem best fyrir skerminn og draga það besta fram i söngvaranum. Stundum reyndi ég meira að segja að hafa fötin í takt við lögin,“ sagði Dóra Einarsdóttir fatahönnuður. Hún klæddi upp söngvarana sem að undanfömu hafa kynnt lögin í söngvakeppni sjónvarpsstöðva, alla nema Björgvin Halldórsson því hann hefur einfaldan smekk og velur aðeins það besta. Björgvin er klæddur fötum frá Sævari Karli. „Það skiptir að sjálfsögðu máli hvort maður er að vinna fyrir rokk- óperu eða klassíska óperu. Á sama hátt er annað að vinna fyrir Euro- vision en allt annað. í raun og veru eru þessir búningar hvorki pönk né vísitala eins og ég er vön að segja; Söngvararnir og stórhljómsveit sjónvarpsins í búningunum sem hvorki eru pönk né vísitala nema hjá Björgvin Halldórssyni því hann hefureinfaldan smekk.... ég reyni að vera í takt við fyrir- bærið.“ Dóra lét sér ekki nægja að klæða söngvarana fjóra heldur er öll stór- hljómsveit sjónvarpsins í sérhönn- uðum búningum: „Ég nennti ekki að hafa þá í slitnu smókingunum sínum með þverslaufuna. Það er léttara yfir þessu svona,“ sagði Dóra. Þegar ljóst verður hvaða söngvari verður sendur með íslenska sigur- lagið til Bergen 3. maí sest Dóra niður og hannar enn einn búning- inn. Hvernig hann verður veit eng- inn: „Það fer eftir því hvort söngv- arinn verður kvenkyns eða karl- kyns eða hvort tveggja. Svo reynir maður líklega að taka tillit til sjálfs lagsins. Ef Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir yrði til dæmis send utan með Vögguvísu þá myndi ég ekki láta hana fara í leðurfötum. En það verður aldrei því Vögguvísa hefur verið dæmd úr leik,“ sagði Dóra Einarsdóttir. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.