Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 14. MARS1986. 3 Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Þakplötur ekki nógu sterkar á Hagkaupshúsið Þakplötur á nýja Hagkaupshúsið í Kringlumýri hafa ekki þann styrk- leika sem Hagkaup gerði ráð fyrir í útboði. Óljóst er hver skýringin er. Að sögn Ragnars Atla Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra húsbygg- ingarinnar, vildi Hagkaup að þak- einingarnar þyldu álag sem næmi 150 kílóum á fermetra. Grunur hefði vaknað um að svo væri ekki. Hefði Rannsóknastofnun. byggingariðnað- arins verið fengin til að kanna málið. Niðurstaðan væri sú að burðarþolið væri 120 kíló á fermetra, eða 80 pró- sent af því sem krafíst var. Þetta er þó fyrir ofan það lágmark sem sett er í byggingarreglugerð. Lágmarkið er 100 kíló á fermetra. „Þetta er ekkert stórmál. Það er enginn ágreiningur um þetta. Það virðist sem einhver misskilningur sé á ferðinni. Það er erfitt að finna hver ber ábyrgð á þessu,“ sagði Ragnar Atli, sem er fúlltrúi Hagkaups. Verktaki er Byggðaverk hf. Það keypti þakplötumar frá norsku fyrir- tæki, Lett-tak. Samkvæmt upplýsingum frá Byggðaverki pantaði fyrirtækið þa- keiningar sem þola 160 kíló á fer- metra. Pöntunin var hins vegar ekki rétt afgreidd. Fulltrúar norska fyrirtækisins koma hingað til lands í næstu viku. Er vonast til að málið skýrist þá. Aðeins er um hluta af öllu þakinu að ræða, eða um 1.100 fermetra af norðurálmu Hagkaupshússins. Lík- -legt er að þakið verði styrkt sérstak- lega. _KMU Þakplötur á Hagkaupshúsið þola ekki eins mikinn þunga og ráð var fyrir gert. Útvarp Flensborg um helgina Útvarp Flensborg mun heyrast á varp,“ segir í frétt frá Flensborgar- Reykjavíkursvæðinu um helgina og nemendum. jafnvel í Keflavík og á Akranesi. Þeir ætla að útvarpa á FM 96,7 Dagskrá þess verður birt í DV á með 50 vatta sendi. Að útvarpinu morgun, laugardag. standa um 20 nemendur sem notið „Með þessum útsendingum ætla hafa leiðheininga Stefáns Jökuls- nemendur Flensborgarskóla að sonar. Útvarpsstjóri í Flensborg er reyna að sanna að skólaútvarp þarf Birgir Grétarsson. ekki að vera hálfdautt tónlistarút- -KMU Félag eldri borgara - stofnf undur á morgun Á morgun verður haldinn stofn- áhugamál félagsmanna. fundur Félags eldri borgara í Undirbúning að Btofnum félagsins Reykjavík og nágrenni. Félagið hefúr annast fólk frá ASÍ í Reykja- verður fyrir fólk sem orðið er sextíu vík og Hafnarfirði og Starfsmanna- ára eða eldra. í drögum að lögum félagi Reykjavíkurborgar. Um tutt- fyrir félagið segir m.a. um hlutverk ugu þúsund manns vfir sextugt búa þess að það skuli vinna að því að á Stor-Revkjavíkursvæömu. Vonast skapa efnahagslegt ön’ggi og gæta er til þess að sem flestir komi á hagsmuna eldri torgara, einnig stofnfundinn sem hefst kl. 13.30 í skipuleggja starf i samræmi við Súlnasal HótelSöguámorgun.SOS ÓSA/SIA fÆRUMAUIíNÝIAN BÚNING ffmVÁSKA ^ýju Kópa' P^b'lyúng. Pú SetuT,JaWasemhenta Urvaú tuúó vvússius. í öU hetb-etSnyia Utakorúð s’SfSflS e*tó ívnI vonbt'Bðurn' _V0fmúS»«ritpáSkal m NÝJUSTU KÓPAIUHJNUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.