Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Blaðsíða 27
DV. FÖSTUDAGUR14. MARS1986. 39 Tilkynningar Nýr skóli kominn út 1. tölublað nýs skóla framhalds- skólablaðs Heimdallar er komið út. í blaðinu, sem dreift er í alla fram- haldsskóla, eru m.a. greinar um lána- sjóð íslenskra námsmanna, frjálst útvarp o. fl. ásamt opnuviðtali við Davíð Oddsson borgarstjóra. Einnig eru fréttapistlar úr framhaldsskólum í Reykjavík og aðrir fastir liðir. Rit- stjóri Nýs skóla er Steingrímur Sig- urgeirsson en ásamt honum eiga sæti í ritnefnd þau Laufey Johann- essen, Arnór Björnsson, Ólafur Stephensen og Stefán Jón Friðriks- son. Blaðið fæst án endurgjalds á skrifstofu félagsins að Háaleitis- braut 1. Námskeiðahald fyrir aðstend- endur fatlaðra barna verður haldið dagana 5. og 6. apríl nk. á vegum eftirtalinna samtaka: Landssamtökin Þroskahjálp, Sjálfs- björg, Landsamband fatlaðra, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélag vangefinna. Þetta er fimmta námskeiðið sem haldið er. Það námskeið sem nú er boðið upp á er aðeins með öðru sniði en hin fyrri. Fyrri námskeið hafa miðast við heila samfellda helgi frá föstudags- kvöldi til sunnudagskvölds, en hér verður um að ræða námskeið á laug- ardegi og sunnudegi. Eins og á fyrri námskeiðunum er ætlast til að nám- skeiðin séu fyrir alla fjölskylduna og verður gefinn kostur á barna- gæslu í umsjá sérmenntaðs starfs- fólks. Námskeiðið verður haldið að þessu sinni í Safamýrarskóla/Lyng- ási og miðar við þátttöku fólks á Reykjavíkursvæðinu enda þótt fólk annars staðar frá sé einnig velkomið á meðan pláss eru laus. Þátttakenda- fjöldi miðast við 22 til 24, og að sjálf- sögðu er ótakmarkað pláss fyrir börn. Námskeiðið miðast við að- standendur fatlaðra barna á aldrin- um 0-12 ára. Þátttöku skal tilkynna í síma 18407 á milli 18 og 20 alia daga nema um helgar, í síðasta lagi fyrir 25. mars nk. Þátttökugjald er 500 krónur á mann og hægt verður að fá keyptan hádegismat báða dag- ana á vægu verði. Kirkjudagur Ásprestakalls verður sunudaginn 16. mars nk. Hann hefst með messu kl. 14. Eftir það verður kaffisala safnaðarfélags- ins í félagsheimili kirkjunnar. Tekið verður á móti kökum frá þeim sem vildu aðstoða okkur á sama stað eftir kl. 11. Allir velkomnir. Tímarit um fugla á íslandi Út er komið fjórða tölublað af BLIKA, tímariti um fugla á íslandi. Ritið er gefið út af dýrafræðideild Náttúrufræðistofnunar Islands, í samvinnu við Fuglaverndunarfélag íslands og áhugamenn um fugla. 1 Blika er reynt að birta sem fjölbreyti- legast efni um íslenska fugla, bæði fyrir leikmenn og lærða. Áhersla er lögð á nýtt efni sem hefur ekki birst áður á prenti, fremur en endursagt efni. Bliki kemur út óreglulega en þó a.m.k. eitt hefti á ári. Þeir sem óska að fá ritið sent við útgáfu er boðið að vera á útsendingarlista. Um eiginleg ársgjöld er ekki að ræða, heldur hvert hefti innheimt méð giróseðli. Fjórða hefti Blika kostar kr. 320. Einnig er hægt að fá þrjú fyrri heftin, sem kosta kr. 130, 190 og 200 kr. Afgreiðsla ritsins er á Náttúrufræðistofnun íslands, Laugavegi 105, 125 Reykjavík, en síminn er (91)- 29822. Árshátíð Húnvetningafélagsins verður haldin i Domus Medica laug- ardaginn 15. mars nk. og hefst hún með borðhaldi kl. 19. Dagskrá verður fjölbreytt og hin vinsæla hljómsveit Upplyfting leikur fyrir dansi. Að- göngumiðar verða seldir i dag og á morgun, föstudag, milli kl. 17 og 20 í Domus Medica, sími 21898. Tilkynning um lán vegna bætts aðbúnaðar, hollustuhátta og öryggis á vinnustað. 1 lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöð- um er gert ráð fyrir útvegum fjár- magns til lánveitinga til fyrirtækja, sem þurfa að bæta aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustað. Samkomulag hefur verið gert milli Byggðastofnunar og félagsmála- ráðuneytisins um að lán þessi verði veitt úr Byggðastofnun af sérstöku fé sem aflað verður í þessu skyni. Umsóknir um lán þessi skulu því sendar Byggðastofnun, Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík, á umsóknareyðu- blöðum Byggðastofnunar þar sem sérstaklega sé tekið fram að um sé að ræða lán vegna bætts aðbúnaðar, hollustuhátta og öryggis á vinnu- stað. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. Endurnýja þarf umsóknir er áður hafa verið sendar en ekki hlotið afgreiðslu. Kanntu ÍSFUGL efnir íil samkeppni um 10 bestu kjúkíingauppskriftirnar. ÞÁTTTAKA: Sendu þína eigin uppáhaldsuppskrift, vélritaða ásamt öllum málum og merkta nafni þínu og heim- ilisfangi til okkar: ÍSFUGL Reykjavegi 36, Mosfells- sveit og skilafrestur er til 26/3 1986 (póststimpill þann dag gildir) DÓMNEFND: Hilmar B. Jónsson Gestgjafanum Anna Bjarnason DV Sigrún Óskarsdóttir sölumaður ÍSFUGL Kjeld Jokumsen matvælatæknifræðingur ÍSFUGL Þær 10 uppskriftir sem dómnefnd velur verða verð- launaðar og birtar í dagblöðum, einnig mun ÍSFUGL gefa út bækling með uppskriftunum. VERÐLAUN: Það eru að sjálfsögðu góðar birgðir af kjúklingum frá fSFUGL Vertu með og sendu okkur uppáhalds uppskriftina þína. ísfugl Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit Sími: 666103 við Óðinstorg KONUR! Nýkomin glæsileg kvenstígvél frá DOREAL, I öllum litum; Hælaskór - götuskór - mokkasíur. ATH. Útsöluborðið verður uppi í nokkra daga enn. Póstsendum. SKÓVAL við Óðinstorg, skóverslun fjölskyldunnar. Sími 14955. LEIGUBÍLAAKSTUR Tilboö óskast í flutninga starfsfólks og fleiri aðila fyrir ríkisspitalana, innan höfuðborgarsvæöisins. Útboðslýsing fæst gegn kr. 1.000,- greiðslu á skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð 2. apríl 1986 kl. 11.00f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BOPGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTMÓLF 1441 TELEX 2006 Stelpur! Fermingardagurinn nálgast viltu vera spes-komdu við. . bouhque im.imainda Kjörgarði, Laugavegi 59, 2. hæð. Simi 622335. NÝK0MIN ÞÝSK SÓFASETT Í ÚRVALI BONNY Verð frá kr. 46.930 -áklæði (1+1+3) Verð frá kr. 58.920 — leðurlíki Sendum gegn póstkröfu. FUPURÚSÍÐ RF. SUÐURLANDSBRAUT 30 SÍMI 687080

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.