Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Qupperneq 7
DV. FÖSTUDAGUR14. MARS 1986. 7 Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Ihuga að stofna eig ið tiyggingafélag Atvinnubílstjórar af öllu landinu, rútubílstjórar, leigubílstjórar, vöru- bifreiðastjórar, sendibílstjórar, og vöruflutningabílstjórar ætla nú að sameinast í samtökum atvinnubif- reiðastjóra á íslandi gegn því órétti sem þeir telja sig beitta. Þeim fmnst þungaskatturinn, sem þeir borga, allt of hár, tryggingagjöldin ósann- gjörn, álagningin á sóluðum dekkj- um óeðlilega há, bensín- og olíu- hækkanir oft ótímabærar og fl. Stofnfundur samtakanna verður haldinn á laugardaginn kl. 13.00 í Glæsibæ og vænst er að atvinnubíl- stjórar alls staðar af landinu komi eða sendi sinn fulltrúa. Atvinnubílstjórar hafa fullan hug á að stofna sitt eigið trvggingafélag, þar sem tryggingafélögin hafi ekki sýnt vilja til þess að koma til móts við þá varðandi iðgjöldin. -KB Hagstættað byija refabúskap nú - segir Reynir Bergdal loðdýrabóndi „Það hafa alltaf verið sveiflur á verði refaskinna. Verðið var óeðlilega hátt í fyrra, þannig að vart er hægt að miða við það ár og tala um verðfall núna,“ sagði Reynir Bergdal sem rekið hefur loðdýrabú nálægt Sauð- árkróki síðan árið 1969. Margir loðdýrabændur kvarta nú sáran yfir verðfallinu á refaskinnum. Sumir segjast vart geta alið læðurnar út veturinn vegna lélegrar afkomu. „Þeir sem hafa byggt hallir og lagt út í óhemju fjármagnskostnað varð- andi búskapinn eru nú í vandræðum. Bændur sem draga saman í hefð- bundnum búskap og vilja fara út í loðdýrarækt þurfa ekkert að borga með loðdýraræktinni. Það er í all- flestum tilvikum hægt að nota þær byggingar sem fyrir eru." Reynir sagði að meðan lágt verð væri á refaskinnunum, eins og nú, væri mjög hagstætt fyrir bændur að byrja loðdýrarækt. „Þegar skinnin eru á lágu verði þá eru lífdýrin einnig á lágu verði. Þetta er atriði sem engan veginn má vanmeta og hefur skort i umræðuna," sagði Reynir Bergdal. „Annars mega bændur ekki ganga með þær grillur i hausnum að þeir geti lifað á refarækt éingönu. Þar er hugsanlegt með minkinn og við- gengst í nágrannaiöndum okkar. Minkaskinnin eru klassísk en refa- skinnin tískufvrirbrigði." Riðuveikin í Þingeyjar- sýslum: Frá Jóni G. Haukssyni, blaða- manni DV á Akureyri: ■ „Málið er enn hjá ríkisstjórninni. Við eigum von á svari fyrir lok mánaðarins,“ sagði Björn Guð- mundsson, oddviti í Kelduhverfi, i gær um það hvort fjárveiting fengist fyrir bótum til þeirra bænda sem hyggjast skera niður fé í haust vegna riðuveikinnar í Þingeyjar- sýslum. Svar um bætur innan skamms Eins og fram kom í DV sl. laugar- dag hafa bændur í Þingeyjarsýslum bundist samtökum um að skera niður fé í haust vegna riðuveikinn- ar. Alls verður um 6000 fjár skorið r.iður, þar af um 3000 í Kelduhverfi. Það er um helmingur alls sauðfjár þar. Einn bóndi í Kelduhverfinu, Þor- geir Þórarinsson á Grásíðu, hefur mótmælt kröftuglega. Hann hefur ekki samþykkt að skera niður, ekki skrifað undir slíkt eins og aðrir bændur. „Vegna þeirra ummæla Þorgeirs í DV sl. laugardag að riðuveikin hafi komið upp fvrst á bænum Laufási. þá er það ósannað með öllu. Veikin kom upp á mjög svipuðum tíma á tveim öðrum bæium." sagði Björn. .. Og fullyrðing Þorgeirs um að það hefði átt að vera fjárlaust á Laufási í eitt ár eftir að þar var skorið niður. er ekki rétt. Þetta var árið 1973 og sauðfjárveikivarnir gerðu þá ekki kröfu um fjárlaus bú og sótthreinsun fjárhúsa. Þess vegna var fé tekið inn í húsið um haustið." sagði Björn Guðmund- sson oddviti. „Refaskinn er tískuvara en minka- skinn klassik." segir Reynir Bergdal loðdýrabóndi. Refaskinn eru greini- lega ekki eins mikið í tisku og þau voru í fyrra, þau ganga á mun lægra verði nú. Hótel full í febrúar Erlendum ferðamönnum. sem ieggja leið sína til íslands, fjölgaði mjög á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. 1 janúar og febrúar komu 21,4 prósent fleiri útlendingar til landsins en :i sama tima í fyrra. 1 ár komu frá áramótum til febrúar- loka alls 6.515 útlendingar til lands- ins. A þessum tíma í fyrra komu 5.366 útlendingar. Aukningin í febrúarmánuði er ótrú- leg, eða 38,7 prósent. Norðurlandabú- um fjölgaði mest, sérstaklega Dönum. Fjöldi danskra ríkisborgara í íslands- ferðum í febrúar næstum tvöfaldaðist frá árinu áður. úr 257 í 490. „Það hefði einhvern tíma þótt sagá til næsta bæjar að öll hótei í borginni væru full um helgar í febrúar. Það voru dæmi um að ekki væri liægt að fá inni á hóteli hér um helgi í febrú- ar,“ sagði Sæmundur Guðvinsson. blaðafulltrúi Flugleiða. Sæmundur taldi að meðal skýringa á þessari fjölgun férðamanna væru lielgarferðir Flugleiða frá Norður- löndum sem væru mjög vinsælar. -KMU Bændur: Vilja tengsl við Ijölmiðla Á nýafstöðnu Búnaðarþingi höfðu sumir miklar áhyggjur af litlum tengslum bænda við fjölmiðla. Bún- aðarsamband Austur-H únavatns- sýslu flutti erindi á þinginu þar sem ítrekuð var nauðsyn þess að samtök bænda nýttu sér betur en verið hefur fjölmiðla til að koma á framfæri hagsmunamálum sínum „og vera til andsvara óvægum áróðri á stéttina, meðal annars með því að ráða hið bráðasta blaðafulltrúa til starfa hjá bændasamtökunum“. Ályktun, sem samin var í þessum dúr, var sam|)ykkt á þinginu. Bænd- ur hafa hingað til ekki allir verið jafnhrifnir af þessu fjölmiðlafári, eða eins og einn hóndinn sagði á þinginu: „Þetta er bara fyrir þá sem vilja tranasérfram." Að undanförnu hafa þó fleiri bænd- ur bæst í þann hóp sem telur nauð- synlegt fyrir stéttina að kvnna sinn málstað betur. í greinagerð, sem fvlg- ir erindi Búnaðarsambands Austur- Húnavatnssýslu, segir: „Markviss upplýsingaöflun verður æ mikilvæg- ari eftir því sem samkeppni harðnar. Á þetta bæði við um þætti senr lúta að sölu búvara í samkeppni við aðrar matvörur, sem og á félagslegum svið- um. Tillaga um ný og áhrifaríkari vinnubrögð á þessurn sviðum var send Búnaðarþingi á síðastliðnu ári. Ekki verður séð að neinar markviss- ar aðgerðir sóu uppi í þeim anda scm lagtvartil. Verkefni upplýsingaþjónustu land- búnaðarins verður að annast á breið- um grunni kynningar- og fræðslu- starf um landbúnaðinn og fram- leiðsluvörur hans. Gefið. skal út fréttabréf um málefni landbúnaðar- ins, komið á blaðamannafundum og haft við blaða- og fréttamenn sam- starfum málefni stéttarinnar." -KB JL-HÚSIÐ HJALPAR UPPA KJARASAMNINGANA DÆMI SEM VERT ER AÐ ATHUGA í HÚSGAGNADEILDJ|| \N(,I i lQl t Dæmi 1: Húsgagnakaup fyrir kr. 25.000, kr. 5000 út og kr. aö 8 mánuði með 5000 pr. mánuð í 4 mánuði. VAXTALAUST. 20% útborgun | Dæmi 2: Húsgagnakaup fyrir kr. 50.000, kr. 10.000 út og kr. 10.000 pr. mánuð í 4 mánuði. VAXTALAUST. Engir vextir í 4 mánuði Ath. Adeins 1 husqaqnadeild VfSA -HUSSINS o ST«nGI*EIÐSLU- AFSLATTUR PASKATILBOÐ ATH. Einnig skuldabréf í allt Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 Húsgagnadeild - Sími 28601

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.