Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR14. MARS1986. 15 Úthlutun úr Launasjóði rithöfunda: Árlegur skandall Nú er nýlokið árlegri úthlutun starfslauna úr Launasjóði rithöf- unda. Starfsfé sjóðsins er veitt á fjárlögúm hverju sinni. Skv. lögum sjóðsins eiga rétt til greiðslu úr honum „íslenskir rithöfundar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku“. Það er greinilegt að mikil þörf er fyrir þennan sjóð. Árlega sækja hátt á annað hundrað höfundar um 80CL900 mánaðarlaun, að þessu sinni 171 höfundur. Hins vegar nam ráð- stöfunarfé sjóðsins aðeins 283 mán- aðarlaunum sem er 19 mánaðarlaun- um minna en í fyrra. Upphæð mán- aðarlaunanna er 29.618 krónur. Hverjir fá starfslaun? Ég hefi athugað lista yfir þá sem starfslaun fengu í ár. Á þeim lista eru, að því er mér virðist, aðeins einn eða tveir höfundar fræðirita þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum um að höfundar fræðirita eigi einnig rétt á greiðslu úr sjóðnum. Þetta er sama sagan sem endurtekur sig ár eftir ár. Stjórn Launasjóðs rithöfunda er tilnefnd af Rithöfundasambandi ís- lands til þriggja ára í senn. Sú stjóm sem sat árin 1982-4 setti sér þá starfsreglu „vegna mikils fjölda umsókna...“ að fylgja „þeirri megin- reglu að veita ekki starfslaun til vísindarita eða fræðirita, æviminn- inga né þýðinga'*. Núverandi stjóm hefur viðurkennt að hafa farið eftir sömu reglu, a.m.k. við úthlutunina INGÓLFUR Á. JÓHANNESSON SAGNFRÆDINGUR OG KENNARI á sl. ári. Gera verður ráð fyrir að engin breyting hafi orðið á þessari örmu starfsreglu núna. Það er nú komið svo að ýmsir þeir rithöfundar sem ár eftir ár hafa sótt um starfs- laun til að skrifa alþýðleg fræðirit em hættir að nenna að leggja vinnu í umsóknir þegar ekki er einu sinni fjallað um þær í stjóm sjóðsins. Það er alvarlegt mál! Það er rétt að undirstrika það að ég er ekki að gagnrýna hvaða rit- höfundar fengu starfslaun núna heldur „starfsreglu" sjóðstjórnar sem ég hefi greint hér frá. Ég er glaður að sjá suma þeirra sem efst eru á listanum. Afskipti Hagþenkis Félag fræðirita- og kennslubóka- höfunda, Hagþenkir, hefur reynt að fá sjóðstjórnirnar til að sjá að sér og sent kurteisleg tilmæli og álykt- anir. Meira að segja hefur mennta- málaráðuneytið í bréfi 12. júní 1984 séð ástæðu til að setja ofan í við þáverandi sjóðstjóm. Það er því útilokað að þessi starfsregla, sem ég vil meina að sé lögbrot, sé notuð af einfeldni. Stjórn Hagþenkis hefur gert sitt til að fá fjárveitingar frá Alþingi og sendi sl. haust fulltrúa sína á fund fjárveitinganefndar. í meðförum Alþingis var fjárveitingin hækkuð dálítið þótt það kæmi fyrir lítið með tilliti til hagsmuna ffæðiritahöf- unda. Hér verða ekki rakin öll bréfa- skipti Hagþenkis. menntamálaráðu- ne\tisins og stjórna Launa&jóðs rit- höfunda. Ljóst er hins vegar að þau hafa ekki enn komið að gagni. Hvað ertil ráða? Erfitt er að skilja hvers vegna stjórn Launasjóðs rithöfunda gengur í berhögg við fyrirmæli laganna. Það er ekki endalaust hægt að vitna í að úr litlu sé að spila. Höfundar fræðirita búa ekki við betri aðstöðu en skáld. Þeirra starf krefst jafn- mikillar einbeitni og því að geta helgað sig þ\t eins og starf skálda. Það er hægt að rökstyðja það með auðveldum hætti að starf fræðirita- höfunda er ekki síður mikilvægt fyrir þjóðfélagið en starf skálda. Sumir ni\Tidu eflaust telja það merkilegra. Skilin eru ekki alltaf glögg. Hvort tveggja eru bókmennt- ir. Það viðurkennir stjóm Launa- sjóðs rithöfunda ekki. Stjórnvöld bera ábyrgð á þessu með því að láta þetta viðgangast ár eftir ár. Eitt bréf menntamálaráðu- neytisins til stjómar. sem hafði lokið starfstímabili sínu. dugði skammt. Aðgerða er þörf. Hér verða ekki lagðar línur um hvað skuli gera. Ráðuneytinu her hins vegar að tiyggja rétt fi-æðirita- höfunda. annaðhvort meö nvjum sjóði eða réttlátri úthlutun úr núver- andi sióði. Stjórn Launasióðsins getur ekki skotið sér á bak við neitt. Hún er líka ábyrg. Hún hefur ekki reynst vandanum vaxin og á að segja af sér. Ingólfur A. Jóhannesson. „Erfitt er að skilja hvers vegna stjórn Launasjóðs rithöfunda gengur í berhögg við fyrirmæli laganna. Það er ekki endalaust hægt að vitna í að úr litlu sé að spiia." „Á þeim lista eru, að því er mér virðist, ^ aðeins einn eða tveir höfundar fræði- rita þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum um að höfundar fræðirita eigi einnig rétt á greiðslu úr sjóðnum. Þetta er sama sagan sem endur- tekur sig ár eftir ár.“ KERFISKÖLKUN a „Afskiptasemi stórþjóða, yfirþyrmandi ^ áhrifamáttur fjölmiðla er að lama þessa þjóð og hún veit vart sitt rjúkandi ráð. Hún lamast og hugsunin nær ekki lengra en fram að næstu mánaðamótum...“ Nú er tími og lag til þess að landinn brjóti af sér viðjarnar og gangi mót betri tíð. Það er í hrópandi ósamræmi við landsgæði og alls- nægtir, menntun og dugnað þessarar þjóðar að hún skuli, þegar á heildina er litið, teljast með þeim þjóðum sem varla hafa í sig og á. Alls staðar eru tækifærin, alls staðar eru uppsprett- ur auðs. En hér dúsum við sem öreigar í allsnægtalandi. Við höfum verið að bauka við að byggja þetta land upp alla þessa öld á meðan það tók Þjóðverja um tuttugu ár að reisa sig við úr rústum síðari heimsstyrj- aldar. Og hvað veldur? Kerfiskölk- un! Skammsýni Fólk sem vill þessu landi vei kemst varla að fyrir hrúðurkörhun sem sjá ekki niður fyrir tærnar á sér. hvað þá fram á næstu hæð. Islenska stjórnkerfið er í sjálflieldu, hags- munapólitík allsráðandi og ekkert gengur. Er ekki unnt að virkja fólkið til góðra hluta, er ekki hægt að gefa kerfinu vítamínsprautu, skrapa af þvi hrúðurkarlana? „Það er fullt starf að vera íslendingur" stendur SIGURÐUR INGÓLFS- SON DEILDARFULLTRÚI HJÁ GATNAMÁLASTJÓRA einhvers staðar og það er kannski þess vegna sem menn hafa varla tíma til neins annars. Afskiptasemi stór- þjóða. vfirþyrmandi áhrifamáttur fjölmiðla er að lama þessa þjóð og hún veit vart sitt rjúkandi ráð. Hún lamast og hugsunin nær ekki lengra en frum að næstu mánaðamótum. lwort heimilin geti givitt reikninga. Áhyggjurnar eru að sliga allt þrek og ekki bara áhyggjur af raun- hæfum hlutum sem peningum heldur öllum tjandanum öðrum: kjarnorku- sprengingum. veðrinu. hungri í Afr- íku. uppreisnum hingað og þangað. hlutum sem við höfiun sáralítil áhrif á og eru alls ekki okkar sök. Útlendingar spiia með okkur Útlendingar líta fiestir á okkur sem fífi og eiga auðvelt með að spila með okkur þar sem við viljum ekki spila eftir þeirra nótum. Það er reyndar gott að hata þjóðarstolt en það hafa allar þióðir og komast liara ágætlega at’. Eigiun við að engjast sundur og Saman af áhyggjtun út af atvinnulevsi í öðtiun löndum og prisa okkur sæl að hat'a fulla atvinnu þótt illa sé borgað? Nei og aftur nei. Hér eru störf fyrir allar vinnut- úsar hendur en þær verða að fá betri laun til að vinnugleði tapist ekki fyrir fullt og fast. Og það verður að hafa satnræmi í hlutumun. Þ;tð dugar ekki að nokkur hluti þióðar- innar lifi i vellystingum meðatt aðrir lepja dauðann úrskel. Snúiun dæntinu við og setjiun það upp á annan hátt: Launþegi þarf að hafa uni 60 þúsund á uiánuði til að hata liærilega atkomu og til þess að halda neysluþjóðfélaginu gangandi. Stiórnmálamenn. þið eigið að sjá til að þetta sé hægt. til þess eruð þið kosnir. en ekki til að standa vörð tun kiötkatlana. Og þá er liara að láta hendur standa fittin tir enmun. Heilbrigð skynsemi Skipulagning og heilbrigð skyn- senti er allt sent þari’. Breytunt óán- ægiu í ánægju. burt meö áhyggjurn- ar og tbriun að gera eitthvað af viti og það fliótt. Geiiutt fióktta hluti eintalda og nvtiun það vinrtuafl sent í landinu er til þjóðþrifaverka og venun ekki hrædd við að taka erlent vinnuafl inn í landið þar sem það á við. Hættum smásálarskap og ger- tuiist stórhuga. til þess höfiun við alla bttrði. og breyttun þessu „Sitt- gapore norðursins" i Kuvait norð- ursins og skömntumst okkar ekki t’vrir að vera rík. við oigunt það skilið. Sigurður Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.