Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR14. MARS1986. Neytendur Neytendur Neytendur VEFNAÐARVÖRUDEILD PASKAR ERU KOMNIR í Vöruhús Vesturlands Senn líður að páskum og vorið er á næstu grösum. Þá fer að verða tími til að kasta vetrarfeldinum og leita léttari klæðnaðar sem hæfir hækk- andi sól og komandi sumri. Við fáum daglega mikið úrval af vor- og sumarvörum, m.a. frá MELKA, BRAND- TEX, SIMBA, FERNANDO, WEEKEND, HENNES og MAURITZ. Og fyrir þá sem sauma sjálfir minnum við á afar fjölbreytt úrval okkar af metravöru. Við viljum að allir séu flott í tauinu. Það erum við. Vöruhús Vesturlands Borgarnesi sími 93-7200 Geysilegur verðmunur var á því grænmeti sem Neytendasíðan kannaði í vikunni og afgreiðslufólkið vissi víða ekki hvort um nýtt eða gamalt verð var að ræða. VERÐKÖNNUN: Geysilegurverð- munur á grænmeti Nú hafa tollar á grænmeti lækkað úr 70% niður í 40% að paprikum undanskildum og kemur þessi tolla- lækkun til með að skila sér sem 15-20% verðlækkun út úr búð. Neytendasíðan kannaði verð á grænmeti í fjórum stórum verslun- um í Reykjavík og varð niðurstaðan sú að smásöluálagning virðist vera mjög mismunandi og verðmunurinn hreint ótrúlegur. Til glöggvunar látum við fylgja með töflu um verð- lækkunina á heildsöluverði og með samanburði við þá töflu sést að lítil regla virðist ríkja í verðlagningu á grænmeti í smásölu. Tafla um heildsöluverð. Grænmeti Hvítkál Blómkál Tómatar Agúrk'tir Paprika Iceberg Kínakál fyrir eftir 35,- 22,- 103,- 80,- 159,- 116,- 183,- 159,- 159,- 177,- 258,- 197,- 182,- 123,- 1 þeim verslunum sem við fórum i, sem voru Hagkaup, Skeifunni, Vörumarkaðurinn, Armúla, SS, Glæsibæ, og Víðir, Mjóddinni, var greinilegt að ýmsu var ábótavant varðandi verðmerkingar og upplýs- ingar til handa viðskiptavinunum. Til dæmis var erfítt að fá upplýsing- ar um hvort grænmetið væri komið á nýja verðið og þá hvaða tegundir væru enn á hærra verði. Víða leit grænmetið illa út og var síður en svo gimilegt þrátt fyrir lægra verð. En eftirfarandi urðu niðurstöður verðkönnunarinnar. Grænmeti Hagk. SS Vörum. Víðir Hvítkál 27,00 37,80 49,70 33,60 Blómkál 127,00 127,30 109,60 298,00 Rauðkál 00,00 00,00 74,80 57,00 Kínakál 12Í.00 186,00 174,40 191,40 Iceberg 226,00 192,00 217,10 328,30 Paprika, rauð 224,00 231,15 268,40 269,00 Paprika, græn 210,00 195,30 261,30 000,00 Paprika, gul 299,00 254,30 328,00 369,00 Tómatar 168,00 227,50 189,20 198,00 Agúrkur 000,00 195,60 180,50 235,60 Gulrætur 85,00 84,50 128,90 00,00 Svo tekin séu dæmi til glöggvunar þá má nefha að eftir lækkun kostar kíló af Iceberg salati kr. 197,- í heild- sölu en er selt á 328,30 kr. í Víði, Mjóddinni, en undir heildsöluverði í SS, Glæsibæ, eða á kr. 192,-. Hvít- kálið kostar nú í heildsölu kr. 22,- en er selt i Vömmarkaðinum, Ár- múla, á 49,70 krónur og er greini- lega of mikill munur á fleiri græn- metistegundum ef töflurnar tvær eru bomar saman. -S.Konn. %. — -«• - — ÍLu W,— Tollar hafa lækkað úr 70% niður í 40% af öllu grænmeti nema paprikum semhafahækkaðíinnkaupi. Mynd-PK. Uppþvottaburstahár í bananastöng Einn lesandi blaðsins varð fyrir því í vikunni að kaupa bananastöng sem innihélt ýmislegt sem vanalega er ekki að finna í slíkum stöngum. Þegar viðkomandi ætlaði að fara að gæða sér á góðgætinu og beit í það kom í ljós að stífir þræðir, svip- aðir þeim og eru í uppþvottaburst- um, lágu langsum inni í fyllingunni. Anna Lilja Gunnarsdóttir hjá Ópal, en þar eru bananastf.ngimar framleiddar, sagðist kánnast við þessa þræði og sagði að þau hefðu orðið vör við þetta áður, en þá í ópalpakka. „Þessir þræðir koma úr burstum sem eru í vél sem notuð er til að þvo pottana sem kremið er búið til í. Við látum handþræða burstana hér á landi því þrátt fyrir að það sé dýrara en vélþræðing þá hefur það reynst öruggara.“ Anna Lilja sagði að hér hefðu átt sér stað mannleg mistök þar sem eftirlitið hefði átt að taka eftir þessu áður en stöngin var súkkulaðihúðuð. -S.Konn. Á myndinni sést bananastöngin og uppþvottaburstahárin sem standa út úrfyllingunni. Mynd Kristján Ari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.