Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Qupperneq 28
40 DV. FÖSTUDAGUR14. MARS1986. Andlát Vilhjálmur Pálmason deildarstjóri lést 4. mars sl. Hann fæddist í- Reykjavík 6. desember 1927. Foreldr- ar hans voru Pálmi Vilhjálmsson og Jakobína Þóra Pálsdóttir. Að loknu vélstjóraprófi úr rafmagnsdeild starfaði Vilhjálmur í ein 11 ár í Sindrasmiðjunum og einnig hjá Eimskipafélagi íslands í 3 ár og frá í ágúst 1964 hjá Dráttarvélum hf. sem sölustjóri og við skipulagningu, þjónustu og fieira. Eftirlifandi eigin- ^kona hans er Margrét Sigurðardótt- 'ir. Þeim hjónum varð íjögurra barna auðið. Utför Vilhjálms verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Helga Roberts er látin. Ágústa Jósepsdóttir, Furugrund 36, Kópavogi, lést í Landspítalanum 12. mars. Svend Ove Andersen, Safamýri 52, andaðist í Borgarspítalanum fimmtudaginn 13. mars. Ása Þuríður Bjarnadóttir lést á Sól- vangi 13. mars. 1 Steinvör Véfreyja Kristófersdóttir, Langholtsvegi 13, andaðist í Borg- arspítalanum 11. mars. Þóra Þórðardóttir, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að morgni 13. mars. Útför Bjargar Erlendsdóttur, Meiða- stöðum, Garði, verður í Utskála- kirkju laugardaginn 15. mars kl. 14. Guðrún Sigurgeirsdóttir, Selfossi. er lést hinn 6. mars, verður jarðsungin frá Selvogskirkju laugardaginn 15. mars kl. 13.30. Ferð verður frá Um- ferðarmiðstöðinni sama dag kl. 12. Kristín Einarsdóttir, Presthúsum, .Jýrdal, er lést 7. mars á heimili dijttur sinnar, Steinum, Eyjafjöllum. verður jarðsett frá Reyniskirkju _ laugardaginn 15. mars kl. 14. Guðmundur Ingvarsson, Kirkjuvegi 28, Vestmannaeyjum, lést í sjúkra- húsi Vestmannaeyja 10. mars. Jarð- arförin ier fram frá Landakirkju laugardaginn 15. mars kl. 14. Nanna Helgadóttir verður jarðsung- in í Mölmey 14. mars. Ingibjörg Steinþórsdóttir, Laugavegi 153, Reykjavík, andaðist í Landa- kotsspítalanum 6. mars sl. Jarðarför- in fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 17. marskl. 15. Kjartan Tómasson verður jarðsung- inn frá Kópavogskirkju mánudaginn 17. mars kl. 13.30. Tilkynningar Launasjóður rithöfunda Lokið er úthlutun úr Launasjóði rithöfunda fyrir árið 1986. Alls bárust stjórninni að þessu sinni umsóknir frá 161 höfundi og sóttu þeir um því sem næst 804 mánaðarlaun auk mánaðarlauna til ótiltekins tima frá 10 rithöfundum. Fjárveiting til sjóðsins nam hins vegar aðeins 283 mánaðarlaunum. Starfslaun til sex mánaða hlutu að þessu sinni 4 rithöfundar, til fimm mánaða 8 höfundar, íjögurra mánaða laun hlutu 16 höfundar, þriggja mánaða laun hlutu 24 höfundar og tveggja mánaða laun hlutu 42 höf- undar. Alls hefur því verið úthlutað starfslaunum til 94 rithöfunda. 6 mánaða starfslaun hlutu 4 rithöfundar: Einar Kárason -*> Pétur Gunnarsson Steinunn Sigurðardóttir Þorgeir Þorgeirsson 5 mánaða starfslaun hlutu 8rithöfundar: Birgir Sigurðsson Einar Már Guðmundsson Guðbergur Bergsson Kristján Karlsson Ólafur Haukur Símonarson Svava Jakobsdóttir Thor Vilhjálmsson Þorsteinn frá Hamri 4 mánaða starfslaun hlutu 16 rithöfundar: Andrés Indriðason Fríða Á. Sigurðardóttir Guðlaug Richter Guðlaugur Arason Guðmundur (Gíslas.) Steinsson. Hafliði Vilhelmsson Jón úr Vör Jónas Árnason Nína Björk Árnadóttir Ólafur Gunnarsson Sigurður A. Magnússon Sigurður Pálsson, Stefán Hörður Grímsson, Steinar Sigurjónsson, Vigdís Grímsdóttir, Þórarinn Eldjárn. 3 mánaða starfslaun hlutu 24 rithöfundar: Ármann Kr. Einarsson Árni Ibsen Auður Haralds Eðvarð Ingólfsson Einar Bragi Geirlaugur Magnússon Guðbjörg Þórisdóttir Guðjón Sveinsson Guðmundur Daníelsson Gvrðir Elíasson Hannes Pétursson Hjörtur Pálsson Isak Harðarson .Jón Óskar Kristján frá Djúpalæk Magnea J. Matthíasdóttir Magnús Þór Jónsson Oddur Björnsson Ólafur Jóhann Sigurðsson Sigfús Daðason Sigfús Bjartmarsson Sigrún Eldjárn Sveinbjörnl. Baldvinsson Valdís Óskarsdóttir 2 mánaða starfslaun hlutu 42 rithöfundar: Aðalheiður Karlsdóttir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson • Agnar Þórðarson Árni Bergmann Atli Ingólfsson Baldur Óskarsson Birgir Svan Simonarson Birgitta H. Halldórsdóttír Bolli Gústavsson Einar Ólafsson Eiríkur Brynjólfsson Elías Mar Elín Pálmadóttir Elísabet Þorgeirsdóttir Filippía Kristjánsdóttir (Hugrún) Friðrik Guðni Þórleifsson Guðmundur Björgvinsson GunnarDal Hannes Sigfússon Ingimar Erl. Sigurðsson Indriði Úlfsson Jóhann Hjálmarsson Jóhannes Óskarsson (Jóhamar) Jón HnefiII Aðalsteinsson Jón Bjarnason Jónas E. Svafár Kristinn Reyr Kristín Bjarnadóttir Ólafur Ormsson Olga Guðrún Árnadóttir Sigrún Davíðsdóttir Sigurjón Birgir Engilbertsson Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón) Snjólaug Bragadóttir Steingerður Guðmundsdóttir Vésteinn Lúðvíksson Vilborg Dagbjartsdóttir Þór Eldon Þór Whitehead Þorri Jóhannsson Þorsteinn Antonsson Þorsteinn Marelsson. Basarar Kvenfélag Laugarnessóknar verður með kökubasar og fióamark- að í safnaðarheimili kirkjunnar sunnudaginn 16. þ.m. kl. 15. Konur sem vilja gefa kökur og einhverja muni (ekki föt) komi því í kirkjunna milli kl. 14 og 16 laugardaginn 15. þ.m. Utvarp_____________Sjónvarp Baldur Kristjánsson prestur: Eurovision-lögin öll mjög góð legt þegar maður vill horfa mjög mikið á það. Eftir að Hrafn byrjaði hefur það stórbatnað, það hlýtur að verá hans verk að miklu leyti þó eílaust séu fleiri þættir sem koma inn í. Það er alltaf eitthvað gott í sjónvarpinu, bæði framhaldsþættir og annað, þættimir hans Ómars eru náttúrlega góðir, nú, svo og fréttir. Hvað segir þú, Eurovision-lögin? Ég verð nú bara að segja að mér finnst þau öll sem ég hef heyrt mjög góð, en tek það fram að ég hef ekki heyrt þau öll. Ég get ekki sagt um það hvort þau eigi möguleika á að vinna, enda finnst mér að ekki aðalatriðið. Ég vil heldur ekki segja um það hvaða lag af þeim sem ég hef heyrt ætti mesta möguleika, mér finnst þau það svipuð. í gær, eins og svo iðulega, var ég upptekinn mestallan daginn og það var eiginlega aðeins einn dagskrár- liður sem ég heyrði og þar á ég við leikritið um kvöldið. Mér fannst það allt í lagi, já, hafði gaman af því. Ég legg mig nokkuð eftir því að hlusta á fimmtudagsleikritin, en eins og ég segi hef ég ákaflega sjald- an tíma til að hlusta eða horfa á ríkisfjölmiðlana. Að vísu, í sam- bandi við útvarpið, hlusta ég alla- jafna á morgunútvarpið áður en ég fer í vinnuna og segi ekkert nema gott eitt um það. Hvort ég hlusta frekar á, rás eitt eða tvö? Ja, það er eiginlega upp og ofan hvort ég vel, ég get ekki sagt að önnur rásin hafi þar vinninginn. Sjónvarpið finnst mér mjög gott, eiginlega of gott, það er hálfbaga- Afmæli 90 ára verður á morgun, 15. mars, Aldís Sigurgeirsdóttir frá Gríms- stöðum á Fjöllum, nú vistmaður á Ljósheimum, hjúkrunardeild aldr- aðra á Selfossi. Eiginmaður hennar var Þorsteinn Sigtryggsson. Bjuggu þau í Breiðdal og síðar á Stöðvar- firði. Hann er látinn fyrir allmörgum árum. 80 ára afmæli á í dag, 14. mars Ásmundur Ásgeirsson hinn gamal- kunni skáksnillingur, Háteigsvegi 4 hér í bænum. Hann ætlar að taka á móti gestum í félagsheimili Hús- mæðrafélags Reykjavíkur, Baldurs- götu9millikl. 16ogl9. 60 ára afmæli á í dag, 14. mars, Bergsteinn Ólason trésmíðameistari, Dunhaga 17 hér í bæ. Þar á heimilinu ætlar hann og kona hans, Þórunn Andrésdóttir, að taka á móti gestum milli kl. 18 og 20 í kvöld. 60 ára afmæli á i dag 14. mars frú Lilja Halldórsdóttir frá Ytri-Tungu í Staðarsveit, Dalbraut 53, Akranesi. Hún ætlar að taka á móti gestum í Golfskálanum þar, eftir kl. 19. Eigin- maður hennar er Ólafur Ólafsson sem er starfsmaður Olís hf. Fundir Bræðrafélag Bústaðasóknar heldur fund mánudaginn 17. mars í safnaðarheimili Bústaðakirkju og hefst hann kl. 20.30. Flutt verða er- indi. Kvenfélag Neskirkju heldur fund nk. mánudagskvöld kl. 20.30 í safnaðarheimili kirkjunnar. Ymis skemmtiatriði verða á dagskrá og kaffiveitingar að venju. Kvenfélag Óháða safnaðarins heldur aðalfund sinn í Kirkjubæ nk. laugardag 15. mars kl. 15. Venjuleg aðalfundarstörf. Bridge Bridgedeild Barðstrendinga- félagsins Mánudaginn 10. mars voru spilað- ar 6 umferðir í barómeterkeppni fé- lagsins. Staða efstu para að loknum 12 umferðum: stig 1. Sigurbjörn Armannsson-Helgi Einarsson 203 2. Jónína Halldórsdóttir-Hannes Ingibergsson 134 3. Sigurður Ísaksson-Edda Thorlacius 122 4. Friðjón Margeirsson-Valdimar Sveinsson 97 5. Kristján Ólafsson-Stefón Ólafsson 85 6. Kristinn Óskarsson-Ólafur Jónsson 66 7. Viðar Guðmundsson-Arnór Ólafsson 58 8. Þórarinn Árnason-Ragnar Björnsson 49 9. Vilhelm Lúðvíksson-Kristín Pálsdóttir 47 10. Þorst. Þorsteinsson-Sveinbjörn Axelsson 41 Mánudaginn 17. mars verða spilað- ar 6 umferðir. Spilað er í Síðumúla 25 og hefst keppni stundvíslega kl. 19.30. Keppnisstjóri er Hermann Lárusson. Bridgefélag Breiðholts Að loknum 5 umferðum í barómet- er-tvímenningi félagsins, sem hófst sl. þriðjudag með þátttöku 26 para, er röð efstu para þessi: 1. Anton R. Gunnarsson-Friðjón Þórhallsson 107 2. Helgi Skúlason-Kjartan Kristófersson 74 3. Guðmundur Baldursson-Jóhann Stefánsson 66 4-5. Stefán Oddsson-Ragnar Ragnarsson 54 4-5. Karl Nikulásson Bragi Jónsson 54 6. Baldur Bjartmarsson-Gunnl. Guðjónsson 42 7. Árni Már Björnsson-Guðm. Grétarsson 32 Keppnin heldur áfram næsta þriðjudag. Tapað-Fundið Taska tapaðist Tapast hefur svört taska. Upplýsing- ar í síma 24466 eða 23391. Ymislegt Orðið, rit félags guðfræðinema Út er komið Orðið, rit Félags guð- fræðinema. Þetta er 20. árgangur. Efni ritsins er fjölbreytt að vanda og höfðar til allra sem láta sig mál- efni kirkjunnar varða. Meginefni ritsins er svokölluð hlaðvarpa eða eignarfallsguðfræði, þ.e. guðfræði svartra, kvennaguðfræði og frelsun- arguðfræði. Emnig eru ljóð, frumort og þýdd, frásagnir og prófpredikun. Itarleg skrá yfir sérefnis og kjör- sviðsritgerðir er í ritinu svo og yfirlit yfir fyrstu tuttugu árganga þess. Margt fieira er í Orðinu, enda hafa nemendur, kennarar, prestar og fleiri góðir menn lagt sitt af mörkum til að það mætti vera sem fróðlegast og fjölbreyttast. Nú á sunnudag 16. mars verður Orðið til sölu i kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmis. Eftir helgi verður svo hægt að nálgast það í helstu bókabúðum borgarinnar. Tónlist Tónleikar á vegum Tónlistar- skólans i Reykjavik IJrennir tónleikar verða á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík dagana 17., 18. og 19. mars nk. Mánudaginn 17. mars kl. 20.30 verða haldnir að Kjarvalsstöðum tónleikar Tón- fræðadeildar Tónlistarskólans. Frumflutt verða verk eftir 9 nemend- ur skólans. Þetta er 4. árið í röð sem slíkir tónleikar eru haldnir. Höfund- ar verkanna eru nemendur Atla Heimis Sveinssonar og Þorkels Sig- urbjörnssonar. Þriðjudaginn 18. og miðvikudaginn 19. mars verða nem- endatónleikar Tónlistarskólans haldnir að Kjarvalsstöðum og hefjast þeir bæði kvöldin kl. 20.30. Þ»ar munu nemendur skólans fiytja verk eftir hina ýmsu höfunda og er efnisskráin afar fjölbreytt. Aðgangur á tónleik- ana er ókeypis og öllum heimill. Ný plata með Herbert Nýlega kom út plata með Herbert Guðmundssyni og ber hún heitið Tvansmit. Með Herbert á plötunni er Steingrímur Einarsson sem mun starfa með honum í framtíðinni. Á plötunni, sem tekin var upp í Lon- don, er að finna lögin Transmit (the beat), Tonight, Can’t walk away og Won’t. forget

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.