Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Blaðsíða 32
44 DV. FÖSTUDAGUR14. MARS1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Lilli Palmer var í andlátsdálkum dönsku blaðanna fyrir skömmu. Eitt þeirra var þó fyrst með frétt- ina eða nánar tiltekið árið 1949. Þá hafði stjarnan sitt- hvað við málið að athuga og umkvartanir hennar voru birtar í Qölmiðlum daginn eftir. í þetta skiptið barst engin athugasemd og þykir það benda til að eitthvað sé hæft i fréttunum að þessu sinni. Jóhannes Páll páfi treður upp í april með norsku flissgrúppunni a-ha ú hljóm- leikum sem haldnir verða gegn vímuefnum. Líklega gæti þeim gamla stokkið bros ef vonir aðstandenda uppá- komunnar rætast og því ætti páskahugvekjan að verða með léttara móti þessu sinni. Magga Betusystir hefur verið blessunarlega laus frá íjölmiðlum að undan- förnu, Kalli og Diana ásamt Önnu og jafnvel Andrew hafa leyst hana af hólmi um stund. Núna dvelur hún í besta yfir- læti á paradísareyjunni Mustique og reynir þar að bjarga hjónabandi vina sinna, Lord Lichfield og eig- inkonunnar Leonoru. Hvort Magga verður þar sigursælli en í sínum eigin hjónabands- málum er ekki gott að segja, en að minnsta kosti hefur hvorugt hjónanna yfirgefið eyjuna ennþá. Alexander Godunov - landflótta Sovétmaður sem nýtur sívaxandi vinsælda vestanhafs / ..Kanar tala ekki um annað en kynlíf frá morgni til kvöldssegir sú smávaxna Ruth Westheimer stynjandi. Og hún hefúr svo sann- arlega ástæðu til þess að andvarpa yfir umræðucfninu, allir sem til hennar leita í starfinu hafa miklar áhyggjur af sexinu og tala helst ekki um annað. Og hún er orðin t frægu, daou og • inn aurunum- bæði fræg og rík af öllu saman, stjömurnar í henni Ameríku viija ekki til annars ráðgjafa fara með þessi viðkvæmu tilfinningamál. Hæðin ekki einn og hálfur Ruth kom til Bandaríkjanna eftir stríðslok og þá frá Þýskalandi. Hún er gyðingur að uppruna og gekk í svissneska skóla. Þrjú hjónabönd eru að baki, tvö börn afraksturinn og allir treysta því sem hún ráð- leggur eins og nýju neti. Enda konan læknir að mennt. Tímarnir eru ekki gefins en það gerir ekkert til, sjúklingarnir eru svo ríkir að það er gustuk að losa þá við það áhyggjuefnið. í nýlegri könnun þar í landi kom fram að landsmenn álita Ruth kynþokkafyllstu konu landsins og ýtir hún þar fimlega til hliðar öllum meiriháttar sexbombum á staðnum. Sjálf er hún enginn súperkroppur og hæðin einn metri og íjörutiu sentimetrar, þannig að þegar hún situr ná fæturnir sjaldnast niður á gólf úr stólnum. Það raskar samt ekki ímyndinni og truflar ekki sjúklingana í því að ræða um eigin minnimúttarkennd vegna útlitsins og kynlífsvandamál því samfara. Skrollandi hart errhljóð í tali, dvergvöxtur og sextugsaldur hefur ekki megnað að breyta þeirri stað- reynd að Könum finnst Ruth meiri- eru BSS5S0 Sovétrikjunum árið 1979 varð til- efni pólitískrar umræðu sem varla fór framhjá neinum. Og þegar hann fór að dansa ballett í Bandaríkjun- um olli hann 6 mánaða verkfalli annarra dansara. Síðan var hann rekinn og ekki minnkaði athyglin við það. Siðast en ekki síst hefur ástarsamband hans og leikkonunn- ar Jacqueline Bisset verið talsvert í slúðurdálkum erlendra blaða. Godunov fæddist fyrir 35 árum á eyju úti fyrir strönd Síberíu er Sakhalin heitir. Þegar hann var tveggja ára skildu foreldrar hans. Vegna þess þurfti móðir hans að vinna myrkranna á milli og hafði þvi lítil tök á að sinna honum. En til þess að strákurinn hefði eitt- hvað við að vera, annað en að ráfa um göturnar, innritaði hún hann í ballettskóla. Meðal skólafélaga hans þar var annar hæfileikamikill strákur, Mikhail Baryshnikov. Þeir urðu strax vinir, báðir stuttir til hnésins og báðir urðu heims- frægir. Báðir flúðu þeir líka heima- land sitt. Baryshnikov fór á undan og God- unov hefur sagst hafa orðið af- brýðisamur þegar hann fór. Og sovésk yfirvöld vissu að það var ekki þorandi að leyfa honum að fara úr landi. í 6 löng ár beið Godunov eftir tækifærinu. Það kom árið 1979 og hann nýtti það. En það var erfitt fyrir hann. Heima í Sovét var konan hans, fallega ballerínan Ludmila, sem vildi ekki fara með honum. Þau höfðu verið gift í 8 ár, alltaf verið ástfangin og samband þeirra traust. En timinn græðir flest sár og þær voru ófáar, vestrænu konurnar, sem gáfu Godunov hýrt auga. Enda þótt hann eigi ekki mörg ár eftir sem ballettdansari í fremstu röð er næsta gefið að möguleikar hans sem kvikmyndaleikara eru miklir. Alexander Godunov, ballettdansari og rís- andi kvikmynda- stjarna. Þetta er víst ekki lygi, systurnar Joan og Jackie Collins geta ekki án ráðlegginga Ruthar verið. Brooke Shields borgar hundrað og tuttugu þúsund dollara fyrir að komast fram fyrir biðlistann og geta mætt í fyrstu kennslu- stundina. Þegar Alexander Godunov gekk til liðs við Bolshoi-ballettinn fyrir 15 árum gaf þjálfarinn hans honum þau ráð að leggja ávallt mesta áherslu á það að vera persónulegur í túlkun sinni. Og það er óhætt að segja að Godunov hafi tekið orð þjálfarans alvarlega. Hann er fyrir löngu orðinn heims- frægur dansari, og það á hann einmitt mest að þakka sérstaklega lifandi túlkun á sviðinu. Þó hann sé líka afbragðsgóður dansari hefði það eitt og sér ekki nægt til að afla honum þeirra vinsælda sem hann nýtur. Godunov lék á síðasta ári í fyrsta 'sinn í bíómynd, mynd sem hlaut hvarvetna mikla aðsókn og ein- róma lof gagnrýnenda: Vitnið. Þar lék hann eftirminnilegan Amish- mann og gerði það svo vel að við sjálft lá að hann stæli senunni frá aðalleikaranum, Harrison Ford. Nú i vor er hann að fara að leika í annarri mynd, The Money Pit, eftir Spielberg. Það verður rómant- ískur gamanleikur og Godunov leikur þar erlendan hljómsveitar- stjórnanda og verður forvitnilegt að sjá hvernig honum gengur að festa sig í sessi sem leikara. En Godunov vekur líka mikla athygli utan sviðs. Flótti hans frá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.