Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR14. MARS1986. 9 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Frakkland MitteirandSeggjut aHt undir Á sunnudag eru þingkosningar í Frakklandi. Það sem fyrst og fremst gerir þessar kosningar spennandi er að í fyrsta skipti í sögu fimmta lýð- veldisins er hugsanlegt að forsetinn lendi í þeirri undarlegu aðstöðu að þurfa að deila framkvæmdavaldinu með pólitískum andstæðingum sín- um. Skoðanakannanir hafa bent til þess að kosningabandalag hægri manna muni verða sigurvegari kosn- inganna. Verði sú raunin blasir við sósíalistanum Mitterrand að þurfa að skipa einhvern sinna höfuðand- stæðinga forsætisráðherra, ellegar segja af sér embætti forseta þó kjör- tímabili hans ljúki ekki fyrr en eftir tvö ár. Situr Mitterrand áfram? Miklar bollaleggingar hafa verið um það í Frakklandi hvort Mitter- rand muni sætta sig við að deila valdi sínu með borgalegri ríkisstjórn. En kostirnir sem honum bjóðast í þess- ari stöðu eru ekki góðir. Sumir sós- íalistar hafa reyndar sagt að þeir hafi ekkert á móti því að embætti forsætisráðherra fái meira vægi, á kostnað forsetaembættisins. En Mit- terrand er ekki í þessum hópi. Hann hefur lýst því yfir að hann hafi ekki hugsað sér að vera neinn mála- myndaforseti. Pólitískir árekstrar sýnast því óhjákvæmilegir komi sú staða upp, sem allt útlit er fyrir, að borgara- flokkarnirnái meirihluta. Sósíalistar leggja allt að veði Þessi staða og eins sá möguleiki Hægri sigurlík- leguríFrakklandi Síðustu skoðanakannanir fyrir frönsku þingkosningarnar á sunnu- dag benda til sigurs hægri manna og meirihluta flokks Gaullista og UDF, er telst vera flokkur hægra megin við miðju. Vonir sósíalista um fylgisaukn- ingu á síðustu klukkutímunum fyrir kosningar fara nú dvínandi vegna aukinnar óvissu um afdrif frönsku gíslanna í Beirút. Gíslamálið er búið að setja mikinn svip • á kosningabaráttuna síðustu daga og hefur málið aukið mjög þrýsting á stjórn sósíalista að gera eitthvað til frelsunar gíslanna. Jákvæðir efnahagsþættir eins og til dæmis minnkandi verðbólga og minna atvinnuleysi á síðustu mán- uðum falla algerlega í skuggann fyrir gíslunum í Beirút. Verð á hráolíu fellur hratt Hráolía féll skyndilega í verði í gær eftir orðróm um að OPEC ríkj- unum gengi ekkert að semja um að draga úr framleiðslu. Viðræður um leiðir til að binda enda á verðstríðið hafa verið í gangi milli OPEC ríkjanna og hafði verð á hráolíu stigið örlítið upp á við síðustu daga. Verðið féll síðan hratt aftur eftir að haft var eftir olíumála- ráðherra Venesúela að ólíklegt væri að þessi aukafundur OPEC kæmist að nokkru samkomulagi. ' að Mitterrand segi af sér embætti forseta vinni hægri menn sigur, veld- ur mörgum kjósendum, bæði til hægri og vinstri, áhyggjum. Þetta virðast sósíalistar ákveðnir í að nota sér. I útvarpsviðtali í vikunni skor- aði ritari Sósíalistaflokksins, Lionel Jospin, á kjósendur að kjósa sósíal- ista þannig að komist yrði hjá „meiriháttar pólitískum árekstrum og lömun framkvæmdavaldsins“ eins og hann orðaði það. Því nær sem dregur kosningunum því meir leggja sósíalistar að veði. í grein í franska blaðinu Le Monde er haft eftir samstarfsmönnum for- setans að Mitterrand kunni að segja af sér undireins, nái hægri menn yfirtökum á þinginu. Skoðanakann- anir hafa sýnt að fylgi sósíalista hefur verið að aukast síðustu daga og með því að setja Mitterrand að veði vonast sósíalistar til að óá- kveðna kjósendur á sitt band. Mitterrand Frakklandsforseti: Segir hann af sér eftir kosningar? Fjáriagatíllögur Reagans felldar Fjárlagatillögur Reagans forseta fyrir árið 1987 voru felldar í fulltrúa- deild bandaríska þingsins í gær með miklum meirihluta atkvæða. Demó- kratar eru í meirihluta í fulltrúadeild- inni, en það er ekki eina ástæðan fyrir þessum úrslitum því tæplega áttatíu þingmenn úr Repúblikana- flokknum sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Fjárlagatillögur Reagans voru helst gagnrýndar fyrir of mikil útgjöld til varnarmála og of mikinn niðurskurð á ýmsum öðrum verkcfnum, svo sem til félagsmála. Fjárhagsnefnd fulltrúadeildarinnar mun að öllmn líkindum leggja fram nýjar tillögur bráðlega, fallist öld- ungadeildin á slíka málsmeðferð. m-------------------► lteagan Bandaríkjaforseti kemur ekki fjárlagatillögum sínum gegnum þingið. LÍTILLÁRANGUR AF AFVOPNUNAR- VIÐRÆÐUM Lítill árangur hefur enn sem komið er orðið af afvopnunarviðræðum stór- veldanna sem fram fara i Genf, að því er Paul Nitze, sérfræðingur Banda- ríkjamanna í afvopnunarmálum, seg- ir. Sovétmenn hafa lagt fram gagntil- boð við hinni svokölluðu núll lausn Reagans, en bandarísku viðræðu- mennirnir segja það tilboð fyrst og fremst vera hannað með pólitiskt áróðursgildi í huga. Reagan segist engu að síður sann- færður um að Gorbatsjof vilji komast að samkomulagi um takmörkun víg- búnaðar. Hangikjöt, úrbeinaöur frampartur, London lamb, úrbeinaður frampartur, Nautakjöt á mjög lágu verði: Var kr. kr. 338 kg 398 kr. 389 kg 448 Hakk kr. 325 kg 378 Buff kr. 215 kg 795 Innralæri kr. 767 kg 848 Svali á 69 kr., 6 í pakka. Egg á kr. 105 kg. Heildósir af niðursoðnum ávöxtum, 25 kr. Allir fá að smakka. Páskaegg komin í hillurnar á niðursettu verði. Opiö f rá 9-18 mánud.-fimmtud., 9-19 föstud., 10-16 laugard. Öpið í hádeginu alla daga. Starmýri 2, s. 30420-30425.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.