Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Blaðsíða 36
Songvakeppnin: _ Vögguvísa ~ inn, Draum- urinnút? ..Alþjóðlegar reglur söngvakeppn- innar vrði að túlka mjög þröngt ef Vögguvísa ætti að falla út. Lagið var aðeins flutt með einu ásláttarhljóð- færi undir samtali í svæðisútvarpi Akurevrar." sagði Pétur Guðfinns- son. framkvæmdastjóri sjónvarpsins, í morgun. „Athugun með hitt lagið, Kg iifi i draumi, er skemmra á veg komin en það lag mun hafa verið flutt í fullri lengd á Lækjartorgi 1. maí 1985 og útvarpað um leið. Ég ®**'treysti mér ekki til að tjá mig frekar um (irlög þess. En það verður að taka ákvörðun um bæði lögin í dag því úrslitakeppnin fer fram á morgun," sagði Pétur. Samkvæmt heimildum DV stefnir nú állt í það að Vögguvísa verði flutt í úrslitakeppninni. Ég lifi í draumi á hins vegar erfiðara uppdráttar og verður að öllum líkindum fellt út. Vögguvísa lenti í þriðja sæti í .-•koðanakönnun DV um besta söngvalagið sem gerð var síðastliðið <'Sjrmiðvikudagskvöld. Hlaut lagið 13 y pi'ósent atkvæða. Ég lifi í draumi hafnaði í 7.-8. sæti með 5,4 prósent atkvæða. -EIR Sókn sam- þykkir samningana Verkakvennafélagið Sókn amþykkti kjarasamningana í gær. Atkvæði féllu þannig að 134 voru samþykkir og 116 á móti. Að sögn Aðalheiðar Bjamfreðs- ."ílóttur, formanns Sóknar, komu fram deildar meiningar á fundinum. Þá var vísað frá tillögu um að taka upp hanskann fyrir Þjóðviljann vegna gagnrýni stjórnar Dagsbrúnar á fréttaskrifblaðsins. „Eg visaði þessari tillögu frá því hún er Sókn alveg óviðkomandi," sagði Aðalheiður. -APH T RAUSTIR MENN 25050 SSJlDIBiLRSTÖÐin LOKI Ég skil ekkert í þessum ferðalögum á Páli Péturs- syni. Flugmála- stjóm fíytur Stelngrím - þarf að flytja ræðu á Framsóknarfundi Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra fer snemma í fyrra- málið með flugvél Flugmálastjórnar til Stokkhólms. Flugvélin flytur Steingrím aftur til landsins annað kvöld. Steingrímur notar þennan ferða- máta til þess að hann geti flutt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknar- flokksins sem hefst i dag og lýkur á sunnudag. Ríkið selur sjálfu sér hvern flug- tíma á Flugmálastjórnarvélina á 12-15 þúsund krónur. Flugtímaverð leiguflugfélaga er hins vegar í kringum 27 þúsund krónur og mið- að við það kostar þessi flugferð Steingríms um 300 þúsund krónur. Árni Gunnarsson, annar af full- trúum Alþýðuflokks við útför Olofs Palme, fór utan í morgun með Flug- leiðavél og kemur heim síðdegis á sunnudag. Flugmiði hans kostar um 48 þúsund krónur. Benedikt Gröndal, sendiherra í Stokkhólmi, verður sérstakur full- trúi Matthíasar Á. Mathiesen utan- ríkisráðherra sem ekki kemst til að vera við útförina. Hugsanlegt er að Jón Baldvin Hannibalsson, sem fór til Stokk- hólms frá Portúgal í gær, þiggi far með Flugmálastjórnarvélinni til íslands. Þannig myndi Jón Baldvin ekki missa af afmælishátíð Alþýðu- flokksins á sunnudag. -KMU - *t\i "It\ ^ Reikningurinn, sem Sveinn fékk frá Bílaborg, var upp á rottudráp i aðrar lagfæringar. Á litlu myndinni sést Sveinn benda á staðinn þar sem rottan tók s bólfestu. DV-mynd GVA. Umhleypinga- samtogdregur úrfrosti Á morgun verður víðast sunnan- og suðvestankaldi á landinu og dregur smám saman úr frosti. É1 verða um vestanvert landið, sums staðar skúrir með suðurströndinni. Um norðan- og austanvert landið verður víðast bjartviðri. Á landinu verður hitastigið frá frostmarki og niður í 6 stiga frost inn til landsins. Umhleypingarnar halda því áfram á sunnan- og suð- vestanverðu landinu en á Norður- landi helst sæmilega gott veður. -S.Konn. Herjólftir úrleik - bilun kom upp í vélarrúmi skips- insímorgun Frá Grími Gíslasyni, fréttamanni DV i Vestmannaeyjum: Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er úr leik. Bilun kom upp í vélar- rúmi skipsins í morgun kl. 7.30 þegar Herjólfur var að fara að leggja af stað til Þorlákshafnar. Andvægi á sveifarásnum losnaði og það kom gat á olíupönnu. Unnið er nú við að kanna skemmdir og það getur farið svo að Herjólfur verði úr leik næstu daga eða vikur. Það fer allt eftir því hvað skemmdir urðu alvarleg- ar. Þá getur farið svo að það þurfi að fá sérfræðinga frá Noregi til að gera við skemmdimar. Tíu vindstig voni í Eyjum í morgun, þannig að ekki var flogið þangað. Eyjamenn em því sam- bandslausir við meginlandið. „Það er ekkert hægt að segja hvað þessi bilun er alvarleg. Við mun- um kanna skemmdir í dag og þá kemur í ljós hvað gert verður," sagði Gísli Eiríksson, vélstjóri á Herjólfi, í stuttu spjalli við DV í morgun. -SOS Rottaí vélar- húsiá Mözdu - það tók verkstæðis- menn Bílaborgar tvo tíma að koma rott- unni fyrir kattarnef „Við höfum aldrei upplifað annað eins hér á verkstæðinu. Fljótlega eftir að húið var að opna húddið á Mözdunni sást rotta kúra sig ofan á gírkassa bifreiðarinnar og bærði hún ekki á sér,“ sagði Magnús Ingólfsson, starfsmaður á verkstæði Bílaborgar. Rottan hafði séð til þess að eigandi bifreiðarinnar, Sveinn Guðmundsson. þurfti að fara með bíl sinn á verkstæði. „Ég var á leið til vinnu þegar þurrkurnar duttu úr sambandi," sagði Sveinn Guðmundsson. Magnús hjá Bílaborg sagði að það liefði tekið starfsmenn verkstæðis- ins tvo tíma að vinna á rottunni. „Hún var okkur svo sannarlega erfið. Fyrst var reynt að frysta hana með slökkvitæki þar sem hún lá ofan á gírkassanum. Rottan lét sig hverfa og fór undir vélina. Þar var erfitt að eiga við hana. Rottan skaust síðan upp undir annað fram- brettið. Við komum kústskafti þar að henni og náðum að vinna á henni. Þetta var tveggja tíma stríð og gekk á ýmsu, sagði Magnús lngólfsson hjá Bílaborg. Þess má geta til gamans að nótan, sem Sveinn fékk frá Bílaborg, var upp á viðgerð - þ.e. rottudráp og aðrarlagfæringar. -SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.