Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Síða 11
11 DV. FIMMTUDAGTJR 20. MÁRS1986. Þjóðar- átak gegn krabba- meini -12.ogl3. apríl Krabbameinsfélagið gengst fyrir landssöfnun 12. og 13. apríl undir kjörorðinu „Þjóðarátak gegn krabba- meini - þín vegna. Slík söfnun mun fara fram á öllum Norðurlöndunum þessa sömu daga. Þeir fjármunir sem safnast hér á landi verða eingöngu notaðir til brýnna verkefna sem Krabbameins- félag íslands hefur þegar byrjað á. Þar ber hæst ýmiss konar hóprann- sóknir, t.d. leit að leghálskrabba- meini, brjóstakrabbameini og leit að æxlum í ristli og endaþarmi. Snorri Ingimarsson, framkvæmda- stjóri Krabbameinsfélagsins, sagði á fundi með blaðamönnum á dögunum að fjárhagsvandi hamlaði nokkuð því forvarnarstarfi sem nauðsynlegt væri að halda uppi. Hann sagði að fjár- munum þeim sem safnast yrði varið til aukinnar leitar að krabbameini og í því skyni yrðu fest kaup á rönt- gentæki. Snorri sagði ennfremur að Krabba- meinsfélagið væri féþurfi vegna leitar að krabbameini í ristli og endaþarmi sem nýhafin er. Auk þess benti hann á að fræðslu- og rannsóknarstarf fé- lagsins væri mikilvægur þáttur^ í baráttunni gegn krabbameini á ís- landi. JC-hreyfingin á Islandi, ásamt kvenfélögum og aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins úti á landi, hefur tekið að sér framkvæmd söfn- unarstarfsins úti á landsbyggðinni. Reynt verður að fara á hvert heimili á landinu og leita framlaga. Það er mikið starf og geta þeir sem vilja gerast sjálfboðaliðar í söfhunarstarf- inu hringt í síma 21122 og 621414. Krabbamein er næstalgengasta dánarorsök íslendinga en 22 af hundraði látast eftir að hafa orðið undir í glímunni við það. _ás Iðgjöld- in lækka minna Samþykkt hefur verið að lækka iðgjöld bílatrygginga um 3%. Þannig hækka iðgjöldin ekki um 22%, eins og til stóð, heldur um 19%. Hækkun iðgjalda hefur sætt mikilli gagnrýni bæði í sölum Alþingis og innan ASÍ. Tryggingafélögin hafa setið á fundi um málið með fulltrúum ASÍ og féll- ust loks á þessa lækkun. Trygginga- eftirlitið hefur samþykkt þessa niður- stöðu. _KB Eldingolli símabiluninni „Elding aðfaranótt miðvikudagsins olli því að strengur datt út í símstöð- inni í Breiðholti. Þannig varð síma- sambandslaust við Reykjanesskag- ann, Snæfellsnes og Vestfirði," sagði Gústav Arnar, yfirverkfræðingur hjá Pósti og síma. Eins og við sögðum frá í gær þá urðu bilanir á svæðisnúmer- um 92,93 og 94 í gærmorgun. Fljótlega eftir hádegi í gær komst samband á við Reykjanesskagann og síðan við hin svæðin. „Það er alltaf hætta á að upp komi bilanir. Þó að margir rafeindavirkjar hafi sagt upp störfum þá erum við með hóp manna sem gera við bilanir um lcið og þær koma upp,“ sagði Gústav Arnar.. J?.QS Meryl Streep leikur aðalhlutverk í Out of Africa, OutofAfrica: Rauði krossinn fær ágóða affrumsýningu Out of Africa, sem tilnefnd hefur verið til 11 óskarsverðlauna, verður frumsýnd í Stjörnubíói á laugardag. Ákveðið hefur verið að Rauði kross- inn fái allan ágóða af frumsýning- unni. Myndin Out of Africa er eftir Sidney Pollack (Tootsie) en aðalhlutverk leika Robert Redford bg Meryl Streep. Rauði krossinn mun sjá um sölu aðgöngumiða og fá allan ágóða af frumsýningunni sem verður klukkan 14 á laugardag. Kvikmyndin Out of Africa íjallar um líf og störf dönsku skáldkonunnar Karenar Blixen þann tíma sem hún starfaði í Afríku. Ástæða þess að Rauði krossinn sér um frumsýninguna gegn hagnaði af henni er sú að hann er að hefja hefja nýtt verkefni í Afríku. Gróðursett verða tré í Afríku í þeim tilgangi að berjast gegn uppblæstri. Munu ungmenni innan hreyfingar- innar að verulegu leyti sjá um fram- kvæmd þessa en fjár verður aflað með sölu birkigreina sem verða skreyttar sérstaklega. Greinarnar eru ætlaðar til skrauts á páskum og veiða til sölu í öllum helstu blómaverslunum fyrir hátíð- ina. Jón Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, sagði, er hann kynnti blaðamönnum þetta verkefni, að hér væri ekki um að ræða neyðarhjálp heldur væri þetta liður i að hjálpa Afríkubúum að hjálpa sér sjálfir. Eyðimerkur stækka ört í Afríku og er talið að gróðursetning trjáa geti stuðlað að því að hamla þeirri þróun. -ás ÉG VEITSJALFHVER ER, LOKSINS Viðtal við Helgu Bachmann BEÐIÐ EFTIRBANKA STJÓRA Talað við bankastjóra og vongóða við- skiptavini REYKJA VIK200ARA „Polití Hendrichsen barði mann í kirkj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.