Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Side 12
12
DV. riMMTUDAGUR 20. MARS1986.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Birna Karlsdóttir sýnir okkur nýjasta nýtt i þjófavörnum, þráðlaust þjófavarn-
arkerfi sem koma má fyrir hvar sem er.
Sýning á
bruna- og þjófa-
varnarkerfum
Of seint að byrgja brunninn
þegar barnið er dottið ofan í
Þessa dagana stendur yfir sýning í
Byggingaþjónustunni að Hallveigar-
stíg 1 á margs konar tækjum og
búnaði til bruna- og þjófavarna,
Sýningin er opin alla virka daga kl.
10-18 og um helgar 14-18. 'KI. 16-18
daglega verða almenningi veittar
hlutlausar upplýsingar og ráðgjöf.
A.Bj.
Þetta er stórt eldvarnarkerfi sem hannað er og framleitt af Pólnum á ísafirði,
útbúnaður sem þarf að vera á sjúkrahúsum og stærri byggingum sem liður í
eldvamarkerfi.
verðí Ijós
-án þess að ýta á rofa!
Enn ein nýjungin sem er á sýningunni er þannig að um leið og einhver birtist
á tröppunum kviknar ljós. Þetta er þægilegt fyrir heimilisfólk eða gesti en afar
óþægilegt fyrir óboðna gesti og þjófa sem verða þá væntanlega fljótir að pilla
sigíburtu. DV-myndir PK
Raddir neytenda Raddir neytenda Raddir neytenda
„Sannleikurmn er aðvísu
dýrmætur en óþarfi að
fara sparlega með hann“
- Davíð býður Margréti í Flóridaferð
Áfram er rætt um Svala og mjólk
og hér á eftir fer athugasemd sem
Davíð Sch.Thorsteinsson biður um
að komið verði á framfæri vegna
ummæla Margrétar Guðmunds-
dóttur frá Vatnsskarðshólum í DV
12. mars sl.
Það er staðreynd að engin rot-
varnarefni hafa verið notuð í Svala
í Tetra Pak umbúðunum í tæpt ár.
Það er hins vegar alveg rétt hjá
Margréti að enn er í notkun gömul
prentun umbúða utan um Svala þar
sem enn er ekki búið að breyta
innihaldslýsingunni. Það er vissu-
lega villandi en verður að sjálfsögðu
leiðrétt í næstu prentun.
Svona ril gamans vil ég bæta því
við að það er ýmislegt f Svala sem
ekki má segja frá á umbúðum. Til
dæmis er álíka mikið magn af
A-vítamíni í Svala og í nýmjólk,
eða 130 alþjóðaeiningar í hvetjum
100 grömmum.
Hvemig Margrét fær lagt þann
skilning í eftirfarandi orð mín:
„Þegar búið er að kreista appelsín-
una er börkurinn og hratið þurrkað
og breytt í kúafóður," að þau tákni
að appelsínan sé kreist með berkin-
um fæ ég með engu móti skilið. En
til að reyna að eyða þessum mis-
skilningi í eitt skipti fyrir öll skal
ég reyna að tala enn skýrar og
útskýra hvað gert er, lið fyrir lið.
Þrepl
Appelsínan er sneidd í tvennt með
hníf.
Þrep2
Safinn or kreistur úr henni með
hrjúfóttum hnúð, sem snýst innan
í appelsínunni, en berkinum er
haldið kyn-um á meðan. í raun
ósköp svipað tæki og fæst sem fylgi-
hlutur með mörgum heimilishræri-
vélum, en er að sjálfsögðu bæði
sjálfvirkt og margfalt hraðvirkara.
Þrep3
Safinn rennur síðan í gegnum
ryðfrítt sigti þar sem hrat og steinar
sitja eftir en safinn sjálfur rennur í
gegnum ryðfríar stálpípur yfir í
geymslutanka.
Þrep4
Þegar safinn hefur verið kreistur
úr appelsínunni og er runninn í
gegnum sigtið sleppir vélin berkin-
um. Hann fellur þá ofan á sérstakt
færiband sem fiytur hann. ásamt
hratinu, úr síunum yfir í stóran
þurrkara, svipaðan loðnumjöls-
þurrkara, þar sem þessum úrgangs-
efnum er breytt í kúafóður.
Hvort kjöt eða mjólk úr kúm, sem
slíks fóðurbætis neyta, er hættulegt
heilsu mannð eða ekki veit ég ekki
og ég veit heldur ekki hvort þessum
úrgangsefnum er blandað í þann
fóðurbæti sem fluttur er til íslands
handa íslenskum kúm.
Staðall sá sem Flórídadeild
ávaxtaeftirlits bandaríska land-
búnaðarráðuneytisins vinnur eí'tir
er, að því er ég best veit, kröfuharð-
asti staðall um slíka framleiðslu sem
til er í heiminum, enda gæði og
hollusta Flóridana appelsínusafans
eftirþví.
Aukaefhi eru engin leyfð, eftirlitið
er firna strangt og viðurlög við til-
raunum til brota bæði háar sektir,
réttindamissir og fangelsi.
Að lokum vil ég segja að mér
væri sönn ánægja að stuðla að því
að Margréti gæfist tækifæri til að
skoða appelsínusafaverksmiðju í
Flórída og kynnast þannig fram-
leiðslunni af eigin raun, þannig að
hún þyrfti ekki að byggja ræður
sínar og skrif á tilhæfulausum gróú-
sögum sem hún hefur einhvern tíma
heyrt eða lesið. Þætti mér vænt um
ef hún vildi ræða við mig ef hún
hefur áhuga á slíkri ferð.
Davíð Sch. Thorsteinsson.
Hér með er þessum athugasemd-
um komið á framfæri og nú er bara
að vita hvort Margrét þekkist boðið
og mjólkur-Svala deilan verður til
lykta leidd á sólríkri Flórídaströnd.
-S.Konn.
ÚTTEKT VERÐLAGS-
STOFNUNAR LOKIÐ
- tollalækkun á bílum skilar sér
Verðlagsstofnun hefur nú lokið
úttekt á verðlækkun á bifreiðum sem
átti sér stað í kjölfar kjarasamning-
anna. Mikið hefur verið rætt og ritað
um verðlagsmál upp á síðkastið og
sérstaklega eftir að í ljós kom að
bifreiðar lækkuðu ekki eins mikið í
verði og gert hafði verið ráð fyrir í
fyrstu. Með breyttum reglum þóttust
menn loks vissir um að tollalækkunin
myndi skila sér til kaupenda í um 30%
verðlækkun eins og um var samið og
þessi mál hafa verið í gagngerri at-
hugun hjá verðlagsyfirvöldum.
Eftir nákvæma úttekt á verðlagn-
ingu á bifreiðum eftir breytingar
hefur Verðlagsstofnun komist að
þeirri niðurstöðu - að tollalækkunin
mun nú skila sér til kaupenda í verð-
lækkun á bilinu 27-30% á fólksbílum
með undir 2000 rúmsentímetra
sprengirými. Athuga ber að það verð,
sem reiknað var með, miðast við toll-
gengi eins og það var 1. mars en þær
breytingar, sem orðið hafa síðan, ættu
að verða ljósar með hliðsjón af geng-
isbreytingum.
Umboðin hafa mikið gert að því að
auglýsa hið nýja verð sem samkvæmt
heimildum Verðlagsstofnunar má
treysta að sé í fullu samræmi við áður
settákvæði. -S.Konn.
Hvernig þer getið
lengt líf eiginmannsins
Öðru hverju höfum við hér á
Neytendasíðunni birt húsráð um
allt mögulegt sem snertir heimilið
og hið daglega líf. Vonandi hafa þau
komið einhverjum að notum en það
er álitamál hvort það heillaráð sem
hér fer á eftir hefur skilað sér sem
skyldi. Þetta er tekið upp úr 20 ára
gömlu vikublaði og sýnir vel tíðar-
andann sem ríkjandi var íyrir 20
árum. Nú til dags gerum við ráð
fyrir að eiginmennirnir séu sjálfs sín
ráðandi og séu færir um að hugsa
umsigsjálfir.
Hvað um það, hér koma 7 heillar-
áð fyrir eiginkonur sem hafa áhuga
á að lengja líf eiginmannsins:
Fjórir af hverjum fimm sjúklingum,
sem fá hjartaslag, eru karlmenn.
Þér, sem eiginkona, getið gegnt
mikilvægu hlutverki í að vemda
- 7 heillaráð
heilsu manns yðar. Til allrar ham-
ingju eru til ýmsar varúðarráðstaf-
anir, sem hægt er að gera og fara
hér á eftir 7 þær helstu:
1) Veriö glaðleg í viðmóti. Takið
hlýlega og glaðlega á móti eigin-
manninum þegar hann kemur heim.
Flestir menn verða fyrir svo mikilli
taugaspennu í sínum daglegu störf-
um svo að æskilegt væri að þeir
gætu slappað af á heimilum sinum
og byggt upp kraftana.
2) Hafið máltíðirnar ljúffengar og
hollar en forðist samtímis fitandi
mat svo að þið getið haidið ykkur
grönnum. Og notið umfram allt ekki
matmálstímann í umkvartanir og
vandamál.
3) Hlaðið ekki á hann samkvæmis-
lífi á vinnudögum svo hann fái að
minnsta kosti 7 8 stunda nætur-
svefn.
4) Mikil hreyfing er nauðsynleg.
Hvetjið eiginmann yðar til þess að
ganga eins mikið og unnt er. Farið
i göngur saman. Stutt kvöldganga
t.d. erhinn ágætasti svefngjafi.
5) Verið ekki of eyðslusöm. Áhyggj-
ur og taugastríð út af óhóflegu
heimilishaldi geta verið heilsunni
hættulegri en viðskiptavandamálin.
6) Það er mikilsvert að fara í frí
með reglulegu millibili. Notadrýgst
verður fríið ef það er með breyttum
hraða frá hversdagslífinu, ef breytt
er um landslag og það verður ekki
of mikið skarð í fjárhaginn.
7) Sjáið um að maðurínn yðar fari
í hjartarannsókn a.m.k. einu sinni
áári.
Svo mörg voru þau orð. Og eigin-
konur um allt land, athugið vel
ákvæði2og5.
-S.Konn.