Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Page 14
14
DV. FIMMTUDAGUR 20. MARS1986.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Öryggisgæsla
Hryðjuverk hafa færst í vöxt á undanförnum árum.
Skemmst er að minnast morðsins á Olof Palme, og fyrr
á þessu ári létu hryðjuverkamenn til skarar skríða á
tveim alþjóðaflugvöllum, þar sem óbreyttir borgarar
máttu gjalda fyrir með lífi sínu. Þær fólskulegu árásir
urðu til þess að sett var upp vopnuð öryggisgæsla á
Keflavíkurflugvelli. Það var nýstárlegur og heldur
napur veruleiki fyrir íslendinga, sem hingað til hafa
aðeins þekkt til vopnaðrar gæslu af afspurn.
Utanríkisráðherra hefur nú boðað tillögu um við-
búnað gegn hryðjuverkamönnum öfgamanna, sem snýr
að svokölluðu innra öryggi. Er þá átt við vörn og viðnám
gagnvart ofbeldi, njósnastarfsemi og árásum, sem miða
að því að grafa undan öryggi og sjálfstæði landsins
innan frá. Ofbeldisseggir eiga ekki að geta hindrunar-
laust ráðist á stofnanir og forystumenn þjóðarinnar.
Tillaga utanríkisráðherra er góðra gjalda verð, enda
höfum við sjálfsagt verið alltof grandalaus gagnvart
hryðjuverkum, ólögmætri upplýsingastarfsemi og þeim
hættum, sem steðjað geta að forseta, ríkisstjórn eða
öðrum þeim sem gegna forystustörfum í þjóðfélaginu.
Einhver lágmarkslöggæsla er vissulega nauðsynleg, og
sjálfsagt er, að lögreglan þjálfi innan sinna vébanda
öryggissveitir, sem séu í viðbragðsstöðu þegar á þarf
að halda.
A hinn bóginn er ástæða til að vara við því, að íslend-
ingar telji sig á sama báti og aðrar þjóðir í þessum
efnum. Við eigum ekki að hlaupa upp til handa og fóta,
þótt fréttir berist af hryðjuverkum erlendis. Hin vopn-
aða öryggisgæsla á Keflavíkurflugvelli er ástæðulaus
taugatitringur, sem fer illa í íslendinga. Þeir eru ekki
vanir vopnaburði og sjá raunar litla vernd í einum eða
tveim byssubúnum lögreglumönnum innan um almenn-
ing og ferðalanga. Það er sýndarmennska, sem vekur
aðhlátur frekar en öryggiskennd.
Það sama má segja, ef ráðherrar komast ekki milli
húsa öðruvísi en í vopnaðri vernd og forseti Islands
verður brynvarinn bak við skothelda glugga.
Kosturinn við íslenskt þjóðfélag er öryggið og svig-
rúmið, sem háir sem lágir njóta í vopnlausu, friðsælu
umhverfi. Það öryggi verður best varðveitt í traustinu,
sem við berum hvert til annars. Ekki með vopnuðum
öryggisvörðum í bak og fyrir, ekki með einkennis-
klæddum varðliðum í hverju fótmáli. Það er notaleg
tilfinning að sjá forseta íslands geta óáreittan ekið um
stræti innan um þegna sína og það er óviðjafnanlegt
að forsætisráðherra, valdamesti maður þjóðarinnar,
geti spásserað innan um almenning og blandað geði við
kjósendur, án þess að nokkrum detti í hug, að ráð-
herrann sé í hættu. Þetta gefur lífinu á íslandi gildi,
enda værum við hvort sem er lítið öruggari eða óhult-
ari, þótt vopnum búnir öryggisverðir gættu þessara
forsvarsmanna þjóðarinnar. Ef hryðjuverkamenn eða
ofbeldisseggir sjá á annað borð ástæðu til að gera atlögu
að opinberum stofnunum eða mikilvægum einstakling-
um, erum við hvort sem er ekki í stakk búin til að
verjast slíkum árásum. Vopnuð öryggisgæsla kallar á
vopnaða árás, og við skulum ekki fara að bjóða of-
beldinu heim með barnalegum tilraunum til að apa eftir
útlendingum einhverja taugaveiklun í öryggisgæslu,
sem aldrei verður annað en sýndarmennska hvort sem
er.
„Mjólkurfræðingar hafa tekið sig út úr samtökum á launamarkaði „svo lengi sem elstu menn
muna“, svo notuð sé vel þekkt samlíking.“
Viðsjár á
vinnumarkaði
Þótt tekist hafi að gera einhverja
merkustu kiarasamninga sem saga
síðari áratuga kann frá að greina
er vissulega ekkí allt með friði og
spekt á vinnumarkaði. Það sem
fólk veitir hvað mesta athygli þessa
dagana er uppsagnir rafeinda-
virkja hjá ríkisfiölmilum og Pósti
og síma. Líklegt er að fólk verði
fyrir ýmsum verulegum óþægind-
um vegna þessara uppsagna og
hafi kannski þegar orðið það þegar
þessi grein kemur fyrir almenn-
ingssjónir. Einkum og sér í lagi
verður það slæmt bæði fyrir al-
menning og atvinnufyrirtæki ef
löng bið verður á því að Póstur og
sími geti sinnt sínum þýðingarm-
iklu störfum á viðunandi hátt.
Fúlirá móti
Ekki verður betur séð en stirfni
samninganefndar ríkisins hafi fyrst
og fremst sett málin i þá sjálfheldu
sem þau eru nú komin í. Strax í
haust mátti hverjum heilvita
manni vera ljóst að hverju stefndi.
Tæknimennirnir ætluðu að sam-
einast í iðnfélagi og sagan kennir
okkur að það er harla þýðingarlítið
að ætla að hamla gegn slíkri þróun.
Auðvitað er það ekki af stéttvísi
einni saman sem rafeindavirkjar
vilja vera í félagi með starfsbræðr-
um sínum á almenna vinnumark-
aðnum heldur er þar um að ræða
baráttu fyrir hærri launum. Enn
ein afleiðingin af þeirri launa-
stefnu sem ríkisvaldið hefur haldið
uppi á undanförnum árum í krafti
miðstýringarvaldsins. Og einmitt
þess vegna var fulltrúum ríkis-
valdsins, sem virðast trúa því að
þeirra hlutverk sé fyrst og fremst
að vera fúlir á móti, það einkar
óljúft að mæta kröfum tæknimann-
anna. Þeir vilja ekki missa spón
úr aski sínum með því að missa
launaflokkaröðunina úr höndum
sér og því lögðu þeir út í stríð sem
þeir eru dæmdir til að tapa hvernig
sem einstakar orrustur fara. Að
lokum getur nefnilega enginn neytt
annan til þess að vinna nema þar
sem hann vill og því hljóta samn-
ingamenn ríkisins að tapa stríðinu
enda þótt þeir kunni að vinna ein-
hverjar orrustur á kostnað almenn-
ings í landinu.
Annars er eins og samninga-
mönnum ríkisvaldsins hafi í gegn-
um tíðina verið nær fyrirmunað að
umgangast fólk. Það er eins og
þeir trúi því enn þann dag í dag
að eftir því sem þeir komi fram af
meira drembilæti og hroka í garð
viðsemjenda sinna sé meiri von um
árangur.
Af þessari trú virðast þeir ekki
vilja ganga á sama tíma og vinnu-
veitendur og launþegar á almenna
markaðnum hafa tekið upp þær
vinnureglur að talast við eins og
menn og leita að sameiginlegri
niðurstöðu.
Það er svo jafnljóst að vígstaða
tæknimanna er siðferðilega heldur
veik um þessar mundir. Eftir að
Kjallari
á fimmtudegi
MAGNÚS
BJARNFREÐSSON
tekist hefur að gera hóflega kjara-
samninga um allt land er lítil
samúð með þeim sem vilja maka
krókinn betur en almennt gerist
og er þá ekki spurt að málatil-
búnaði. Tæknimenn hafa látið
samningamenn ríkisvaldsins
teyma sig inn í tímaskeið þar sem
mjög er erfitt að koma til móts við
þá. Þess vegna er hæpið að samn-
ingar séu á næsta leiti enda nóg
fyrir snjalla tæknimenn að gera á
almennum markaði.
Klassísk vandræöabörn
Annar starfshópur sem ekki vill
hlíta almennum leikreglum á
vinnumarkaði er mjólkurfræðing-
ar. Raunar eru menn hættir að
kippa sér upp við það þótt þeir
knýi fram aðra niðurstöðu en aðrir
komast að í samningum. Mjólkur-
fræðingar hafa tekið sig út úr
samtökum á launamarkaði „svo
lengi sem elstu menn muna“, svo
notuð sé vel þekkt samlíking. í
augum flestra launþega eru þcir
klassísk „vandræðabörn“ vinnu-
markaðarins sem komast æ ofan í
æ upp með það að setja hnífmn á
barka þjóðfélagsins og knýja fram
sérsamninga sér til handa.
Það verður fróðlegt að sjá hvað
gert verður í máli mjólkurfræðinga
nú. Víst er um að fárra samúð eiga
þeir en grannt verður eftir því tekið
hvort látið verði undan kröfum
þeirra um hækkanir umfram það
sem almennir launþegar fá. Fari
svo að þeir fái verulega umbun
umfram aðra er hætt við að órói
skapist á almennum vinnumarkaði
fljótlega.
Það er hins vegar hægara sagt
en gert að knýja mjólkurfræðinga
til hlýðni. Samkvæmt lögum verða
þeir að hafa hönd í bagga með
mjólkurframleiðslunni og leggist
hún niður verða bæði neytendur
og framleiðendur hinir verstu enda
þótt þeir séu líka á móti því að
gengið sé að kröfum mjólkurfræð-
inganna.
Ekki verður í fljótu bragði séð
að deilan verði leyst með öðru en
lagasetningu, nema þá menn vilji
leggja árar í bát og gefast upp að
venju. Sé svo ættu menn að gera
það strax i stað þess að magna
deiluna og gera hans torleystari.
Sjálfdæmin
Fleiri dæmi mætti nefna um
óleystar deilur á vinnumarkaði en
því má ekki gleyma að um sumar
hækkanir verður ekki samið. Þær
verða teknar á þurru.
Enginn þarf að láta sér detta það
í hug að ýmsir þeir sem viskipti
stunda reyni ekki að hagnast um-
fram starfsfólk sitt á hinum nýju
viáhorfum. Dettur til að mynda
einhverjum í hug að lækkandi
vaxtakostnaður komi almennt
fram í lækkuðu vöruverði? Halda
menn að kaupmennirnir sem
keyptu stolnu mjólkina á dögunum
reyni ekki að skjóta inn pínulítilli
álagningarhækkun ef tollar
lækka? Því miður mun ýmsum
skuggaböldrum af þessu tagi takast
að hagnast óeðlilega á meðan aðrir
reyna að halda þjóðarsátt í heiðri.
Margt bendir nú til þess að fjöl-
menn alþýðusamtök, svo sem laun-
þegahreyfingar og neytendasam-
tök, hyggist taka þessi mál föstum
tökum. Vonandi gera þau það og
vonandi reynast hinir almennu
viðskiptavinir sá vöndur sem ó-
prúttnir kaupsýslumenn þurfa að
óttast.
Full ástæða er til þess að hvetja
hina almennu borgara til þess að
veita það aðhald sem nauðsynlegt
er til þess að hinir nýju kjarasamn-
ingar séu haldnir í raun. Þeir eiga
miskunnarlaust að láta þá aðila
vita sem fylgjast með verðlagi og
þeir hinir sömu eiga hiklaust að
veita þá ráðningu sem sökludólg-
arnir skilja best: Að birta nöfn
þeirra opinberlega.
Magnús Bjarnfreðsson
^ „Halda menn að kaupmennirnir sem
^ keyptu stolnu mjólkina á dögunum
reyni ekki að skjóta inn pínulítilli álagn-
ingarhækkun ef tollar lækka? Því miður
mun ýmsum skuggaböldrum af þessu tagi
takast að hagnast óeðlilega á meðan aðrir
reyna að halda þjóðarsátt í heiðri.“