Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Qupperneq 17
Lesendur DV. FIMMT UDAGUR 20. MARS1986. „Öll þessi 10 lög sem við höfum fengið að heyra eru auðvitað alveg prýðileg, enda annar hver maður raulandi Gleðibankann". HRIFNING Jóhann Sigurðsson hringdi: Það var ekki við öðru að búast en að lesendur létu duglega i sér heyra vegna Eurovision-keppnínn- ar. I langan tima hefúr ekki verið jafnákjósanlegt umræðuefni á döf- inni og greinilegt að landinn hefur verið orðinn alllangeygur eftir ein- liveiju til að æsa sig yfir. Öll þessi 10 lög sem við höfum fengið að heyra eru auðvitað alveg prýðileg, enda annar hver maður raulandi Gleðibankann og hinn helmingur- inn þau 9 sem ekki komast áfram. Og svo mikið er haldið upp á lögin að hnefar sáust á lofti þegar til- kynnt var um úrslit, að aðeins eitt lag skyldi vinna. En hrifningin er samt að mestu innibyrgð - í votta viðurvist hefur enginn heyrt annað eins. Fólk heldur ekki aftur af sér, þetta skal þjóðin fá að sjá: Að ég læt ekki bjóða mér svona lög. Og samhliða því að sumir vilja afsala sér ríkisborgararéttinum til að þurfa ekki að skammast sín þegar Gleðibankinn fær ekki stig í Bergen fara áhyggjumar yfir því að þurfa að halda næstu keppni eins og eldur í sinu um landið. Víst er að þegar við í maí fögnum sigri verða lands- menn að Fmna ný lýsingarorð yfir það hve lagið er lélegt, einhver nógu ljót til að bæla niður sigurvímuna. Tvær bálvondar út í aðdáendaklúbb Wham! Wham! -aðdáendaklúbbs -skírteini L. og Á„ tvær bálvondar úr Breið- holtinu, skrifa: Við skráðum okkur í Wham!-klúbb- inn í sumar og höfum ekki fengið neitt frá honum, ekki einu sinni skír- teini, hvað þá annað. Við biðjum um skýringu á þessu og hana vilja örugg- lega margir fleiri. o- Nú getur þú keypt þennan Ijúffenga mat frá Sláturfélaginu fyrir hagstæöara verð en áður hefur þekkst. Því að við hjá Sláturfélaginu höfum nú bætt öðrum 20% við 20% lækkunina í janúar. Þú getur sýnt góða búmennsku með því að skunda út í næstu búð áður en nokkur annar áttar sig á lækkuninni. Mundu að gefa frystikistunni! SLÁTURFÉLAG 4? SUÐURLANDS GOTT FÓLK / SIA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.