Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Side 19
DV. FIMMTUDAGUR 20. MARS1986. 19- Menning Menning Menning Frá samsýningu Gangskörunga. GERÐ GANGSKÖR Eins dauði er annars brauð. Það sannast á Gallerí Gangskör sem fyrir skömmu reis úr rústum Gallerí Langbrókar að Amtmannsstíg 1. En meðan Langbrók lagði mest upp úr nettu handverki, að minnsta kosti í upphafi, hafa Gangskörung- ar tekið stefnuna á púra myndlist. Sjálft galleríið hefur ekki tekið neinum breytingum, nema hvað hinir nýju leigjendur hafa misst geymsluherbergi. Smæð og lögun húsnæðisins hlýtur óneitanlega að setja hinum 10 manna hópi ein- hverjar skorður, einkum þeim sem þurfa talsvert pláss undir verk sín. Vonandi fara þeir ekki að sníða verkin eftir sýningarrýminu og ffamleiða eintómar smámyndir. Þeirri frómu ósk fylgja svo árnaða- róskir. Það eru hvorki nýgræðingar né aukvisar sem standa að hinu nýja galleríi heldur tiltölulega sjóaðir myndlistarmenn: myndsmiðir eins og Kristjana Samper og Þórdís A. Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON Sigurðardóttir, grafíklistamenn eins og Sigrid Valtingojer og Jenný Guðmundsdóttir, listmálarar eins og Sigurður Orlygsson og Stein- grímur Þorvaldsson, og svo alt- múlígmenn eins og Arni Páll og Egill Eðvarðsson. Auk þess er þarna Asrún Kristjánsdóttir, textíllista- maður og málari og Lísbet Sveins- dóttir, glerlistarmaður. Hópefli Það er við hæfi að hefja svona hópefli með samsýningu, og hafa Gangskörungar sett upp nokkur sýnishorn verka sinna í það pláss sem fyrir hendi er. Eins og gefur að skilja verður ansi lítið pláss á hvern sýnanda. Engu að siður fer enginn þeirra verulega illa út úr upphengingunni. Enginn þeirra kemur heldur veru- lega á óvart, enda varla hægt að ætlast til þess af reyndum og flas- lausum listamönnum. Sérkennileg konkretverk Árna Páls fara vel þar sem þau hanga eða drúpa, sama má segja um harð- skeyttar afstraksjónir Steingríms Þorvaldssonar. Gamlir kunningjar Myndir Egils Eðvarðssonar eru sömuleiðis gamlir kunningjar sem ekki hafa haft sig allt of mikið í ffamrni á síðastliðnum árum, og árin hafa farið vel með þær. Sigurður Örlygsson nýtir vel það pláss sem hann fær og eru myndir hans orðnar ríkulegri, bæði að áferð og skírskotunum. En svona upptalningar eru leiðin- legar aflestrar og rétt að hinkra eftir einkasýningum aðstandenda. Sem sagt, Langbrók er dauð, lengi lifi Gangskör. -ai LENGIGETUR GOTTBATNAÐ Anna Málfríöur Sigurðardóttir og Martin Berkofsky leika verk Franz Schuberts fyrir fjórhent pianó i Norræna húsinu 15. mars. Efnisskrá: Marches militaires op. 51, nr. 1 og 2; Polanaises op. 61, nr. 1 og 2; Rondo brilliant op. 84, nr. 2; Marche héroique op. 66; Fantasie op. 103: í fjórða sinn settust þau við píanóið, hjónin Anna Málfríður Sigurðardótt- ir og Martin Berkofsky, að flytja öll verk Schuberts sem hann samdi fyrir fjórhent píanó. í minningu Olofs Palme, sem jarðsettur var rétt í þann mund sem tónleikarnir hófust, léku þau Sorgarmarsinn í c-moll sem Schu- bert samdi til minningar um Alexand- er fyrsta Rússakeisara. Síðan hófst hin eiginlega dagskrá með militerm- arsinum opus 51, nr. 2. Þann númer 1 geymdu þau þar til eftir hlé en hann er eitt kunnasta verk Schuberts og líkast til sú eina af ferhendunum sem allir þekkja. Flestir kannast víst samt við hann i allt öðru formi en sem píanóverk, og þá' allra síst fjórhent. Þannig er um nánast öll þau af fer- henduverkunum sem kunn eru. Yfir- leitt heyrast þau í öðrum útgáfum en sinum upprunalegu. Meö tilliti til eiginleika Polanesurnar opus 61, númer 1 og 2, voru leiknar sín á hvorum helmingi efnisskrár. Þær eru hvor annarri lík- ar, unaðsleg verk báðar tvær. En hér voru þær sín með hvorum svipnum, því að i hléi skipta þau á sætum. Annan helming efnisskrárinnar leik- ur Martin háraddir en Anna Málfríð- ur bassann og síðan öfugt. Eins og Tónlist EYJÓLFUR MELSTED gefur að skilja gefur tilhögun þessi verkunum mismunandi blæ því þau eru ólíkir píanistar og halda sínu sjálfstæði þótt þau vandi til samleiks- ins. í fyrsta sinn fannst mér á þessum tónleikum að verkin veldust með til- liti til eiginleika hvors píanistans um sig. Hvass ásláttur Martins naut sín til að mynda vel i Rondeau brilliant og Marche Héroique. Á sama hátt átti mun mýkri sláttur Önnu Málfríð- ar betur við Fantasíuna sem Schu- bert tileinkaði Karólínu Esterházy. Að vísu kann hljóðfæri hússins að skerpa muninn en sleppum því að fara út i raunarollur hér og nú. Ræktun samleiksins Það hefur verið sérstaklega á- nægjulegt að fylgjast með því hvernig Anna Málfríður og Martin hafa unnið þessi ferhenduverk Schuberts. Þau hafa ræktað samleikinn á sérstæðan hátt, fylgjast að i einu og öllu og leikurinn hefur orðið blæbrigðaríkari með hverjum tónleikum. Þó hefur livorugt þeirra glatað sínum sérkenn- um í samvinnunni. Hvort sem það var tilviljun eða ekki þá völdust verkin enn betur með tilliti til karakters flytjendanna nú en áður - sem minnir á þá gömlu, góðu staðreynd að lengi getur gott batnað. EM n n ■ ^ |* n Auðbrekku 32, DANSKA Lön3ubrekk“ megin. SMURBRAUÐIÐ Hjá okkurfáið þið ekta danskt smurbrauð, einnig kaffisnittur og kokkteilsnittur. Uppl. og pantanír i sima 45633. Opið frá kl. 10-20 alla daga. ATH. Sendum heim ef óskað er. æ BÍLASALAN BUK Skaifunni 8 Simi 68S4-77. Vorum að fá tvo AKTIV 2ja belta vélsleða. Henta vel fyrir bændur og skiðalönd. Góðir greiðsluskilmálar ef samið er strax. Verð kr. 240.000,- æ BÍLASALAN BUK Skeifunni 8 Sími 68-64-77. SKÍÐA- FESTINGAR Á ALLA BÍLA Bílanaust hefur á boðstólum nýja tegund af alls konar farangurs grindum, skíðabogum, burðar- bogum. Nú fá allir skíðaboga á nýja L inn því að sérfestingar á hina ýmsu bíla eru nú til á lager í úrvali. Fyrir stærri bila. Fyrir hærri biltoppa. ATH. Opið laugardaga 10-14.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.