Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Page 20
20
DV. FIMMTUDAGUR 20. MARS1986.
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Iþrótti
• Lárus Guðmundsson.
Allt vitlaust í
Uerdingen
- þegar Bayer Uerding-
en vann 7-3 sigur gegn
Dynamo Dresden og
liðið er komið í undan-
úrslit Evrópukeppni bik-
arhafa. Lárus skoraði
eittmarkanna
Það var aldeilis handagangur í
öskjunni í gærkvöldi þegar Lárus
Guðmundsson og félagar hjá Bayer
Uerdingen unnu stórglæsilegan sig-
ur, 7-3, gegn Dynamo Dresden frá
Austur-Þýskalandi í síðari leik lið-
anna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni
bikarhafa.
Dresden vann fyrri leik liðanna,
2-0, í Þýskalandi en í gær var leikið
á heimavelli Uerdingen. Og í gær-
kvöldi hafði liðið yfir, 1-3, í leikhléi.
En í síðari hálfleik small allt saman
hjá Uerdingen og hlupu leikmenn
liðsins hreinlega yfir andstæðinga
sína og skoruðu sex mörk í síðari
hálfleik og unnu 7-3, einn undarleg-
asta sigur í sögu Evrópukeppninnar
frá upphafi. Uerdingen sigraði sam-
anlagt 7-5 og er komið í undanúrslit
í keppninni. Lárus Guðmundsson lék
með Uerdingen og skoraði eitt
markanna og breytti stöðu mála úr
4-3 í 5-3. Hann var engu að síður
tekinn út af á 73. mínútu. Atli Eð-
valdsson lék ekki með Uerdingen.
-SK
Urslitin
- í Evrópumótunum
Evrópukeppni meistaraliða
í Helsinki: Kuusysi Lahti (Finn-
landi)-Steaua Búkarest (Rúmeníu)
0-1. Steaua kemst áfram, samanlagt
1-0.
í Gautaborg: Gautaborg (Svíþjóð)-
Aberdeen (Skotlandi) 0-0. Gautaborg
kemst áfram á útimörkum. Saman-
lagt 2-2.
I Brussel: Anderlecht (Belgíu)
-Bayem Múnchen (V-Þýskalandi)
2-0. Anderlecht áfram, samanlagt
2-1.
í Torino: Juventus (Italíu)-Barce-
lona (Spáni) 1-1, Barcelona áfram,
samanlagt2-l.
Evrópukeppni bikarhafa
Dynamo Kiev (Sovétríkjunum)-
Rapid Vín (Austurríki) 5-1. Dynamo
áfram, samanlagt 9-2.
í Krefeld: Bayer Uerdingen
(V-ÞýskaIandi>-Dynamo Dresden
(A-Þýskalandi) 7-3. Uerdingen
kemst áfram, samanlagt 7-5.
Atletico Madrid (Spáni)-Red Star
(Júgóslavíu) 11. Atletico áfram,
samanlagtJ-l.
Benfica (Portúgal)-Dukla Prag
(Tékkóslóvakíu) 2-1. Dukla komst
áfram á fleiri mörkum á útivelli,
samanlagt2 2.
Evrópukeppni félagsliða
I Nantes: Nantes (Frakklandi)
-Inter Milano (Ítalíu) 3-3. Inter
áfram, samanlagt 6-3.
Neuchatel Xanax (Sviss)-Real
Madrid (Spáni) 2-0. Real áfram,
samanlagt 3-2.
í Waregem: Waregem (Belgíu)
-Hadjuk Split (Jugóslavíu) 1-0.
Samanlagt 1-1. Waregem sigraði í
vítaspymukeppni eftir að leikurinn
hafði verið framlengdur 5-4.
„Vorumvel
undirbúnir“
Sió bikarsigrar
-sagði Þróttarinn
snöggi, JónÁrnason
„Við vorum vel undirbúnir, mjög
vel undirbúnir," sagði Jón Ámason,
„Jón bróðir“, hinn snöggi miðju-
smassari Þróttar, eftir bikarsigurinn
í gærkvöldi.
Hið sigursæla karlalið Þróttar í
blaki bætti enn einni skrautfjöður í
hatt blakdeildar Þróttar í gærkvöldi.
Liðið varð þá bikarmeistari í sjöunda
sinn á síðustu tíu árum.
Ekki var að sjá nein þreytumerki
á Þróttarliðinu í úrslitaleiknum
gegn íþróttafélagi stúdenta í Haga-
skólanum í gærkvöldi eftir marga og
erfiða leiki síðustu daga og langa og
glæsilega sigurgöngu undanfarinna
ára. Þróttarar hófu leikinn af eld-
móði, gáfu reyndar aðeins eftir er
leið á leikinn en stóðu síðan uppi
með 3-1 sigur.
Fyrsta hrina var jöfn framan af,
staðan 8-7 fyrir ÍS í miðri hrinu.
Þróttur tók þá frumkvæðið og náði
15-9 sigri. Þróttarar komust í 12-1 í
annari hrinu. Uppgjafir Stúdenta og
móttaka voru i molum og þeir náðu
aðeins fimm stigum í annarri hrinu.
Leikurinn snerist við í þeirri
þriðju. Þá skoraði Þróttur aðeins
þrjú stig og áhorfendur gátu farið
að vonast eftir spennu. Hana fengu
þeir í fjórðu hrinu.
Stúdentar komust í 5-2. Þróttarar
hleyptu þeim ekki langt og náðu yfir,
9-8. Þróttur komst í 13-8 en ÍS vann
það forskot upp. Hart var barist en
að lokum tryggði Þróttur sér 16-14
sigur.
Jón Ámason, Leifur Harðarson og
Lárentsínus Ágústsson voru sterk-
astir Þróttara. ÍS-megin bar mest á
Þorvarði Sigfússyni og Friðjóni
Bjarnasyni.
Þessi tvö bestu blaklið landsins
mætast aftur annaðkvöld, föstudags-
kvöld, í síðari úrslitaleik Islands-
mótsins. Þróttur sigraði í fyrri leikn-
um fyrir viku. Reglan í úrslitakeppn-
inni er sú að það lið sem sigrar tvi-
svar stendur uppi sem sigurvegari.
Sigri Þróttarar á morgun eru þeir
íslandsmeistarar sjötta árið í röð.
Sigri Stúdentar þarf aukaleik. Og
víst er að Stúdenta þyrstir í að
hnekkja sigurgöngu erkifjendanna.
-KMU
„Það var mjög gott fyrir okkur að
tapa þessum leikjum fyrir ÍS í lok
deildarkeppninnar. Það þýddi að við
tökum þessa leiki núna af meiri al-
vöru.
Orslitaleikurinn í íslandsmótinu á
föstudag leggst vel í okkur. Það
verður allt lagt í sölumar. Við viljum
ekki þurfa að spila aukaúrslitaleik.
Það verður meiri pressa á þeim,“
sagði JónÁmason. -KMU
Hið sigursæla blaklið Þróttar. í fremri röð eru Jón Árnason, Lárentsinus Ágústsson, Samúel örn Erlingsson og Leifur Harðar-
son. í efri röð eru Tryggvi Geirsson, formaður Þróttar, Jason fvarsson, Guðmundur E. Pálsson, Sveinn Hreinsson, Einar Hilmars-
son og Gunnar Árnason liðsstjóri.
„Þeir kaf-
færðu okkur
í upphafi“
-sagði Björgúlfur
Johannsson, þjálfari ÍS
„Ég held að upphaf leiksins hafi
ráðið úrslitum. Þeir kaffærðu okkur
í upphafi," sagði Björgólíúr Jó-
hannsson, þjálfari karlaliðs ÍS, að
loknum tapleiknum gegn Þrótti í
gærkvöldi.
„Við vomm væntanlega búnir að
pæla of mikið í kerfinu hjá þeim. Það
virtist koma þannig út að menn sofn-
uðu á verðinum. Menn komu ekki í
hávöm, ekki undir hávöm. Menn
gerðu alls ekki þá hluti sem búið var
að leggja fyrir í fyrstu tveim hrinum.
Þriðja hrina var hins vegar góð hjá
okkur en í fjórðu hrinu áttu bæði
liðin jafnmikla möguleika á sigri.
Þá var jafnt á öllum tölum upp í 14.
Þá kom þessi dúndrandi uppgjöf frá
Leifi. Ef við hefðum unnið fjórðu
hrinu hefðum við farið langt með
leikinn," sagði Björgólfur.
-KMU
Björgólfur, þjálfari ÍS: Mínir
menn sofnuðu á verðinum.
Tvöfalt hjá
ÍS-stúlkum
Stúlkurnar í ÍS bættu fyrir tap
ÍS piltanna í Hagaskóla í gærkvöldi
með því að sigra í bikarkeppni
kvenna. ÍS er því bæði bikar- og Is-
landsmeistari í blaki kvenna. ÍS-
stúlkurnar unnu einnig tvöfalt í
fyrra.
ÍS lenti reyndar í kröppum dansi í
gærkvöldi. Breiðabliksstúlkur
reyndust ekki eins auðveld bráð í
úrslitaleiknum og ýmsir höfðu ætlað.
Blikastúlkur tóku fyrstu hrinu, 15-
13, reyndar naumlega, ÍS þá næstu,
15-11, eftir barning en í þriðju hrinu
datt botninn úr leik UBK og liðið
náði aðeins tveimur stigum í ör-
stuttri hrinu. Vaknaði svo aftur í
fjórðu hrinu og náði að knýja fram
17-15 sigur í æsispennandi 33 mín-
útna langri hrinu. Staðan 2-2. I
fimmtu hrinu reyndust Kópavogs-
stúlkur alveg búnar og háskólaliðið
sigraði, 15-3.
„Við erum búnar að spila saman
lengi og höfum náð vel saman. Það
er mikil samheldni og samstaða í
liðinu," sagði fyrirliði ÍS, Málfríður
Pálsdóttir, er DV spurði hver lykill-
inn væri að velgengni liðsins.
-KMU
Leifur Harðarson, fyrirliði Þróttar, hampar bikarn
- engin þreytumerki á sigursælasta blakliði landsins er
Stúdentum var skellt, 3-1, í gærkvöldi