Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Síða 23
DV. FIMMTUDAGUR 20. MARS1986.
23
Menning
Menning
Menning
Menning
Vísnagerð
Jón B jarnason - Andvökurím
Skjaldborg, 1985.
A íyrstu árum Dagblaðsins, sem
var nokkurs konar afkomandi
gamla Vísis og rann síðar til upp-
hafs síns, gerðist helmingur núver-
andi DV, og kannski vel það, sá ég
þar um svokallaðan vísnaþátt eða
spjall um vísur og vísnagerð.
I einum slíkum þætti vakti ég
athygli á vísum Jóns Bjarnasonar,
gamals bónda á Svalbarðsströnd,
sem var þá sökum aldurs að láta
af búskap og farinn að gefa sig að
bókagerð, eins og lengi hefur tíðk-
ast með gömlu íslensku fólki. Þegar
það þykist til engra gagnlegra
starfa nýtt, sest það við skriftir.
Nýjasta bók Jóns kom út á Akur-
eyri núna íyrir jólin, heitir And-
vökurím. Ég ætla að fleyga þessar
hugleiðingar mínar með tilvitnun-
um í hana.
Gekk ég íram á gamlan mann,
sem guð var enn að refsa,
því að ungan henti hann
heldri mann að hvefsa.
Slíkra ólán enginn sér.
Eftir vegferð stranga
smælingjunum ætlað er
enn í keng að ganga.
Ég var að tala um ritmennsku
gamla fólksins. Með þessum hætti
hefur margs konar fróðleikur og
lífsreynslusögur varðveist. Svo hef-
ur verið á öllum tímum hér á landi,
þegar nokkum veginn hefur verið
lífvænt hér. Þetta er alkunna og
eitt af glöggum merkjum um mann-
dóm okkar og íslenska alþýðu-
menningu.
Nú er það mjög í tísku að leikir
menn, óprestlærðir virtir borgarar,
stigi í stólinn í kirkjum landsins.
Ómar Ragnarsson er, eins og allir
vita, meðal vinsælustu manna land-
sins. Einhvers staðar hefúr honum
boðist að tala við kirkjugesti. Um
það yrkir Jón.
Margt er valt, en víst er eitt,
þótt vegi flesta Ómar kanni,
verður aldrei þjóðin þreytt
á þessum skemmtilega manni.
Fölnar íslands frelsisglóð,
flest er látið vaða á súðum.
Skuldum vafin skemmtiþjóð
skimar eftir nýjum trúðum.
Flest er breytt og fært úr stað.
Fornir týnast hefðar brunnar.'
Bráðum verður Ómar að
æðsta presti þjóðkirkjunnar.
Þá mun kirkju einni að
æskan flykkjast helga daga.
Hvemig Pétri þóknast það,
... það er kannski önnur saga.
Jón frá Garðsvík lét ekki við það
sitja er hann varð að flytjast af
bújörð sinni til Akureyrar og setjast
í helgan stein, eins og það er kallað,
að skrifa fyrir geymslur og söfn
framtíðarinnar. Énginn getur láð
honum það þótt hann tæki boði
Bókmenntir
JÓNÚRVÖR
útgáfufélags á Akureyri sem bauð
honum nokkuð fyrir þá snúða sem
hann telgdi í ellinni. Fyrsta bók
Jóns kom út 1974, kvæði og stökur,
hét Þingeyskt loft. Seinna komu út
jöfnum höndum rímaðar bækur og
minningar í óbundnu máli. Nú em
þær orðnar níu.
Líklega hefur undirritaður ekki
lesið þær allar. Ég hef þó fengið
flestar lánaðar á bókasafni. En
vegna þess að ég hef aðeins þá síð-
ustu við höndina get ég ekki sett
hér fæðingarár höfundarins. Hann
mun vera að aldri öðruhvoru megin
við áttrætt. Hann segir:
Eftir runninn eljusprett
áégloksinsnæði.
Nú fær ellin að mér rétt
öll sín hljóðu gæði.
Svo mikið hef ég lesið eftir Jón að
ég treysti mér til að kveða upp þann
dóm að ég tel Jón hagmælskasta
bókahöfund sem nú gefur út, aðrir
eru þó ef til vill meiri bragsnillingar.
Jón yrkir einfalt og smekklega.
Minningabækur hans eru og vel
ritaðar og mörgu gagnlegu þar til
haga haldið, sumu hefði auðvitað
mátt sleppa.
Síðasta bók Jóns er kannski ekki
sú seinasta. Lokavísan hér er um
lífsgleðina.
Sigli ég í sólarátt
silfurfleytu minni.
Því skal bera höfuð hátt,
haldagleði sinni.
r JónúrVör.
Jón Bjarnason.
Þýðingar-
samkeppni
American-Scandinavian stofnunin í
New York efnir árlega til þýðingars-
amkeppni og eru 1000 dollarar veittir
fyrir bestu þýðinguna á ensku, á ljóði,
smásögu, skáldsögu eða leiktexta
eftir norrænan höfund sem fæddur er
eftir 1880.
Þar að auki verður verðlaunaþýð-
ingin birt í tímariti stofnunarinnar,
Scandinavian Review, og verðlauna-
þýðandinn fær bronsmedalíu til
minningar.
Áður hafa Anselm Hollo, Lucia
Moburg og Susanna Nied hlotið þessi
verðlaun fyrir þýðingar sínar á ljóð-
um Pentti Sarikoski, Birger Sjöberg
og Inger Christensen og Jack Brond-
um, Kathleen Osgood Dana og Kjersti
Board hafa fengið þau fyrir þýðingar
á verkum Tove Ditlevsen, Vainö
Linna og Theodor Kallifatides
Þekktir fræðimenn og þýðendur eru
í dómnefnd en eindagi er 1. júní 1986.
Nánari upplýsingar fást með þvi að
skrifa : Translation Prize, The Amer-
ScancJinavian Review
tn-.USÍ ’CJfeKft Iwmi SNM1
Scandinavian Review, tímarit Amer-
ican-Scandinavian Foundation.
ican-Scandinavian Foundation, 127
East 73rd Street, New York, N.Y.
10021. -ai
STAÐA YFIRKENNARA
Staða yfirkennara við Egilsstaðaskóla er laus til um-
sóknar.
Umsóknarfrestur er til 11. apríl nk.
Frekari upplýsingar veitir skólastjóri, Ólafur Guð-
mundsson, í síma 97-1146.
Egilsstöðum, 13. mars 1986.
Skólanefnd Egilsstaðaskólahverfis.
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir-
farandi:
RARIK-86003: Háspennuskápar 12 kV í dreifistöðvar.
Opnunardagur: Fimmtudagur 17. apríl 1986, kl. 14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis-
ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma
og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum
þeim bjóðendum er þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með
fimmtudegi 20. mars 1986 og kosta kr. 200,- hvert
eintak.
Reykjavik 17. mars 1986.
ÞÝSKAL AND /MOSEL
BERNKASTEL-KUES - 1 —^
höfuðprýði Moseldalsins,
kjörin miðstöð fyrir þá sem vilja aka um
fegurstu héruð Norður-Þýskalands,
Mosel- og Rínardalina, eða kynnast
menningarborginni Köln af eigin raun.
Örstutt til Trier, einnar helstu borgar
Þýskalands, í verslunarferð og upplagt
að dvelja nokkrar nætur í Luxemburg í
leiðinni.
Gisting í íbúðum eða herbergjum á
Mosel Hotelpark í óviðjafnanlegu um-
hverfi við besta aðbúnað.
Ferðaskrifstofan UTSYN
Feröaskrifstofan
UTSÝN
Fríklúbbsverð
frákr. 21.900
í 2 vikur.
AUSTURSTRÆTI17-SIMI26611.