Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 5
ak Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir ^ Fimm fórust iíflugslysinu á Snæfellsnesi: Ising og niðurstreymi orsök flugslyssins? - þegar TF-ORM hrapaði í Ljósufjöllum. Tveir menn komust irfs af Talið er að mjög slæmt veður, ísing og niðurstreymi yfir Ljósufjöllum hafi orsakað flugslysið á Snæfellsnesi á laugardag, þegar tveggja hreyfla Piper Aztec flugvél, TF-ORM firá Flugfélaginu Ernir á fsafirði, hrapaði suður af Sóleyjardal. Fimm fórust en tveir menn komust lífs af, mikið slas- aðir. Flugvélin var í blindflugi frá ísafirði til Reykjavíkur. Síðast heyrð- ist til flugvélarinnar kl. 13.19. Þá var hún yfir Stykkishólmi. Margt bendir til að ílugmaðurinn hafi lent í erfið- leikum með flugvélina vegna ísingar því að hann bað um leyfi til að lækka flugið úr 6000 fetum niður í 5000 fet. Stuttu seinna hvarf flugvélin af rad- ar flugumferðarstjórnar á Keflavík- urflugvelli og einnig út af frumradar. Þá var strax ljóst að óhapp hafði hent vélina. Flugvél Flugmálastjórn- ar var strax send vestur yfir Snæfells- nes og kl. 14.29 heyrðist í neyðarsendi TF-ORM sem gaf til kynna að flugvél- in væri í 640 metra hæð í Ljósufjöll- Fjölmenni við leitar- Mikil ókyrrð og ísing var í lofti og sterkir sviptivindar yfir Ljósufjöllum - niðurstreymi mikið. Mældist 50 hnúta vindhraði í 4000 feta hæð þann- ig að þar hafa verið um tíu vindstig, en í það miklu niðurstreymi er ógjörningur að fljúga flugvél og þá sérstaklega sé ísing á henni. Talið er að flugvélin hafi lent í nið- urstreymi og steypst niður í hlíðar Ljósufjalla, suður af Sóleyjardal. Þar er hæð fjallsins um 1000 metrar. Brak fiugvélarinnar, sem var heillegt, fannst i brattri sævi þakinni hlíð, í 640 m hæð. Nef flugvélarinnar var mikið laskað og vængir hennar lausir frá þegar hún fannst, kl. 23.57 á laug- Fjölmenni £rá Flugbjörgunar- sveitum, Slysavarnafélaginu og Hjálpai.svi'iíum skáta tóku beinan og óbeinan þátt í leit- inni að TF-ORM. 110 leitar- menn tóku þátt í beinum aðgerðum tU að komast á slys- stað. Á svæöinu voru aðrir 150 leitarmenn tilbúnir að í'ara á svæðið. Ef staðsetning TF- ORM hefði ekki staðist hefðu 400-500 leitarmenn farið upp í Ljósufjöll aðfaranótt sunnu- dagsíns. Þá tók flugvél Flugmála- stjórnar þátt í leitinni, þyrla Landhelgisgæslunnar og þyrla frá varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli. -SOS Búið að fullrannsaka flakið „Eins og málin standa nú viljum við ekkert segja. Við eigum eftir að fara yfir gögn og annað. Við sáum vissar ábendingar í sambandi við sly- sið og erum búnir fullrannsaka flakið," sagði Karl Eiríksson, formað- ur Rannsóknarnefhdar flugslysa, eftir að nefndin kom af slysstað í gær. Karl sagði að rannsóknin gæti tek- ið upp undir ár. „Það getur þó farið svo að við sendum frá okkur yfirlýs- ingu eftir mánuð," sagði Karl. Vegna snjóflóðahættu á slysstað í gær, á- kvað nefndin að bíða með að taka mótora flugvélarinnar niður. Grafnn var snjór frá mótorunum í gær. Snjór- inn var mikill undir vélinni. „Það er ljóst að hinn mikli snjór sem er hér á slysstað, hefur bjargað því sem bjargað varð. Vélin var þó mikið kýld að framan og vængir lausir frá," sagði Karl. Karl sagði að beðið væri með að taka flugvélina af staðnum þar til yrði þíða. Vonast er eftir að hægt verði að taka flakið niður nú í vik- unni. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun sjá um það verk. -sos ardagskvöldið, liðlega níu klukku- stundum eftir að slysið varð. Það voru menn frá Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík, sem fóru upp eftir Draugadal og yfir í Sóleyjardal, sem komu fyrst að flugvélinni. Veður var mjög slæmt þar sem flugvélin var, þoka og mikill vindur og snjór. Fljótlega kom í ljós að þrír farþegar flugvélarinnar voru á lífi, en mikið slasaðir. Þeir voru allir aftast í vél- inni, hjón og einn karlmaður. Ungt barn hjónanna var látið. Björgunarsveitarmennirnir komu slösuðum fyrir í snjóbíl og síðan var haldið niður í átt til Álftafjarðar. Þegar snjóbíllinn var kominn 2 km frá slysstað, kl. 02.16, kom þyrla Landhelgisgæslunnar til að ná í þá slósuðu. Konan var þá látin. Þyrlan flutti mennina tvo til flug- vallarins í Stykkishólmi þar sem tvær tveggja hreyfla flugvélar frá Sverri Þóroddssyni biðu. TF-GTO flutti hina slösuðu til Reykjavíkur þar sem þeir voru lagðir inn á Borgarspítalann. Þar liggja mennirnir mikið slasaðir og þungt haldnir. Þeir eru ekki taldir í lífshættu. Líkin fimm voru flutt niður í Álfta- fjörð með snjóbílum og þau flutt til Stykkishólms um nóttina. Komið var með líkin til Reykjavíkur í gær- kvóldi. -SOS Þeir komu af Það var mikill snjór á slysstað. Eins og sést á myndinni þá hafði ekki munað miklu að TF-ORM lenti á klettavegg. DV-mynd GVA. Mennirnir tveir sem komust af úr flugslysinu á Snæfellsnesi eru: Pálm- ar Gunnarsson, lögreglumaður á ísafirði, og Kristján Guðmundsson, sjómaður frá Bolungarvík. Þeir sem fórust Þeir sem fórust í flugslysinu á Snæ- fellsnesi voru: • Sigurður Auðunsson hagræðing- arráðunautur, 57 ára, Efrahvoli, Mosfellsveit. Hann lætur eftir sig konu og þrjú uppkomin börn. • Kristján Sigurðsson, bóndi að Ármúla við ísafjarðardjúp, 49 ára. Hann lætur eftir sig konu og sex börn. • Smári Ferdinandsson flugmaður, 35 ára, Hjallabraut 35, Hafnarfirði. Hann lætur eftir sig unnustu. • Auður Albertsdóttir, 28 ára, ísa- fjarðarvegi 4, Hnífsdal, og eins árs dóttir hennar, Erla Björk Pálmadótt- ir. Auður lætur eftir sig fjögurra ára dóttur. Hún var kona Pálmars Gunn- arssonar lögregluþjóns sem komst af í flugslysinu. Síðast flugslys á Snæfells- nesi 1941 Það hafa ekki oft orðið flug- slys á SnæfeUsnesi. Að sögn Sigfusar Sigurðssonar, flug- umferðarstjóra á flugveliinum í Stykkishólmi, var siðast flug- slys á nesinu 1941. Þá fórst herflugvél í Helgrindum. Tíu menn létu þá líflð. -SOS Lóran C miðunartækið reyndist vel Það er ljóst að lóran C miðunar- tækið í hinum nýja snjóbíl Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík og miðunarstöð höfðu mikið að segja í leitinni að TF- ORM. Þetta nýja tæki varð til þess að leitin gekk mjög hratt fyr- ir sig í hinu slæma veðri sem var á leitarsvæðinu. Snjóbíllinn fór beint að flakinu. Þá hafði það einnig mikið að segja að neyðarsendir flugvélar- innar virkaði vel. Flugvél Flug- málastjórnar staðsetti flugvélina fljótt og sú staðarákvörðun stóðst. -sos Þessar myndir voru teknar á ReykjavíkurflugvelU aðfaranótt sunnudagsins þegar komið var með hina slösuðu tU Reykjavíkur. Það var TF-GOT sem kom með mennina frá Stykkishólmi. DV-myndir PK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.