Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 22
Iþróttir 230: Iþróttir íþróttir íþróttir Óvænt tap PSG - og liðið hefur nú aðeins þriggja stiga forskot í Frakklandi Paris Saint-Germain tapaði sínum fjórða leik í 1. deildinni í Frakklandi um helgina og virðist óðum vera að glata forystu sinni niður. Að þessu Aberdeen og Hearts í úrslitin - í skoska bikamum Menn eru ekki á eitt sáttir um það hvort kalla eigi velgengni Hearts í skosku knattspyrnunni draugasögu eða ævintýri. Fæstir reiknuðu með stórræðum frá liðinu í upphafi keppnistímabilsins en það hefur farið á annan veg. Liðið er nú í efsta sæti úrvalsdeildarinnar og um helgina tryggði það sér rétt í úrslitaleikinn um skoska bikarinn sem fram fer á Hampden Park 10. maí. Andstæðingar Hearts í undanúr- slitum voru Dundee Utd og lauk viðureigninni með sigri Edinborgar- liðsins, 1-0. Það var kantmaðurinn John Colquhoun sem skoraði eina mark leiksins á 14. mínútu. Aberdeen tryggði sér einnig sæti í úrslitaleik bikarsins með öruggum sigri á Hibernian, 3-0. Það voru þeir Billy Stark, Eric Black og Joe Miller sem skoruðu mörkin. -fros Frost sigraði . - í einliðaleik á EM í badminton Daninn Morten Frost varð um helgina Evrópumeistari í einliðaleik karla í badminton er hann sigraði landa sinn Ib Frederiksen i úrslitum, 15-8 og 15-2, í úrslitaleik keppninnar sem fram fór í Svíþjóð. Frost vann einnig sigur í keppninni á síðasta ári. Önnur urslit í mótinu urðu þau að enska stúlkan Helen Stroke sigraði dönsku stúlkuna Kirsten Larsen í úrslitaleiknum í einliðaleik kvenna. 1 tvíliðaleik karla sigruðu Danirnir Steen Fladberg og Jesper Helledie, í tvíliðaleik kvenna sigruðu ensku stúlkumar Gillian Clark og Gillian Gowers og í tyenndarkepninni vann enska parið Martin Dew og Gillian Gilks. -fros sinni tapaði liðið óvænt fyrir næst- neðsta liði deildarinnar, Strasbourg, 1-0 á útivelli en aðalkeppinautarnir, Nantes og Bordeaux, unnu sigra í leikjum sínum Það var varamaðurinn Serge Jenn- er sem skoraði sigurmark Strasbourg en mörk liðsins hefðu getað orðið fleiri ef ekki hefði komið til stórgóð markvarsla Joel Bats í marki PSG. Nantes lék gegn Sochaux á heima- velli sínum og sigraði, 3-2, og Bordeaux, meistararnir frá því í fyrra, sigruðu Laval, 2-1. PSG hefur nú hlotið 51 stig, Nantes hefur 48 og meistararnir frá því í fyrra, Bordeaux, hafa hlotið 45 stig. -fros • Ólafur Haukur sést hér glíma við Jón Unndórsson í Íslandsglímunni á laug- ardaginn. DV-mynd Brynjar Gauti Ólafur hlaut Grettisbeltið - lagði alla andstæðinga sína að velli í íslands glímunni Ólafur Haukur Ólafsson vann sigur í Islandsglímunni er fram fór um helgina. Sjö keppendur tóku þátt i mótinu og lagði Ólafur alla að velli og hlaut því sex stig. Keppt var í Iþróttahúsi Kennaraháskólans. Jón Unndórsson frá Leikni varð í öðru sæti. Jón hlaut fjóra og hálfan vinning og Pétur Yngvason frá HSÞ varð í þriðja sæti með fjóra vinninga. Eyþór Pétursson, HSÞ, varð í fjórða sæti með þrjá vinninga en aðrir keppendur á mótinu voru Þing- eyingarnir Hjörtur Þráinsson og Geir Arngrímsson, auk KR-ingsins Helga Bjarnasonar. Fyrir sigur sinn í Islandsglímunni hlaut Ólafur Grettisbeltið en Ólafur hlaut það í fyrsta sinn í fyrra. -fros Léku með Glasgow Rangers á alþjl. móti í V-Þýskalandi Eins og kunnugt er bauð skoska stórliðið Glasgow Rangers þeim Rúnari Kristinssyni, KR, og Olafi Viggóssyni og Þorsteini Halldórs- syni, Þrótti, Nesk., til æfinga og keppni með U 18 ára liði þeirra Rangersmanna. Strákarnir komu heim sl. laugardag eftir 2ja vikna dvöl með skoskum. DV hafði sam- band við Rúnar Kristinsson og spurði hvernig til hefði tekist með ferðina. Rúnar kvað þá félaga vera mjög ánægða. öll aðstaða hefði verið firábær. U-18 ára liðið æfði með aðalliði Rangers og gerði það dvöl- ina enn skemmtilegri. Farið var í keppnisferð til Laup- heim í Þýskalandi, sem er í námunda við Stuttgart. Hér var um alþjóðamót U 18 að ræða. Þeir urðu neðstir í sínum riðli, töpuðu fyrir Eintrakt Frankfurt, 0-1, og Galatsari frá Tyrklandi, 0-2. Bay- ern Leverkusen sigraði síðan Galatsari í úrslitaleik, 4-3, eftir vítaspyrnukeppni. Rúnar kveðst ekki vera í nokkr- um vafa um að þeir hafi haft gott af þessari ferð þótt hún hafi verið stutt. „Við kynntumst nýjum hlið- um knattspyrnunnar. Svona til gamans má geta þess að allir verða að mæta til æfinga og leikja hjá Rangers uppstrílaðir og með bindi. Þetta er hefð hjá Rangers, sjálfsagt til þess að skapa meiri virðingu meða) leikmanna og einnig út á við,“ sagði Rúnar að lokum. -HH Mynd þessi birtist miövikudaginn 2. april i Rangers News, blaði félags- ins, og er tekin á hinum stóra leikvelti Rangers, Ibrox, sem rúmar um 70.000 áhorfendur. Frá vinstri: Ólafur Viggósson, Þrótti Nesk., Rúnar Kristinsson, KR, og Þorsteinn Halldórsson, Þrótti Nesk. - Strákarnir kváðu ferðina til Skotlands hafa verið mjög skemmtilega. Markahátíð hjá Bayern og Bremen Frá Atla Hilmarssyni, fréttaritara DV í V-Þýskalandi: Topplið v-þýsku Bundesligunnar, Werder Bremen og Bayern Múnchen, unnu bæði stórsigra um helgina. Á föstudagskvöldið sigraði Werder Bremen lið Bayer Leverkus- en 5-0 á heimavelli sínum. Á laugar- daginn léku síðan meistarar Bayern þetta eftir með því að vinna sigur á Kaiserslautern með sama mun. For- ysta Bremen er því enn fjögur stig í deildinni. Liðið hefur hlotið 47 stig, Bayern 43, Mönchengladbach 39 og Stuttgart 36. Öll þessi lið unnu leiki sína um helgina en önnur úrslit í v-þýsku knattspyrnunni urðu þessi: Mönchengladb.-Bor. Dortmund ..2-0 Hamburger-Núrnberg.........2-1 Schalke-Bochum.............0-1 Köln-Uerdingen.............1-1 Hannover-Mannheim..........1-1 Saarbrúcken-Dússeldorf..........1-1 Stuttgart-Eintr. Frankfurt......2-1 Leikur Bremen og Leverkusen var talinn einn sá besti í V-Þýskalandi um nokkurra ára skeið. Þrátt fyrir að lið Leverkusen ætti allan tímann undir högg að sækja lék liðið alltaf sóknarknattspymu og mörk Bremen létu ekki á sér standa. Það var aust- urríski landsliðsfyrirliðinn Bruno Pezzey sem skoraði fyrsta mark leiksins en þeir Manfred Burgsmúll- er, tvö, Gúnther Hermann og Frank Neubarth sáu um að auka muninn. Sören Lerby var aðalmaður Bayern í sigri liðsins á Kaiserslautern, danski landsliðsmaðurinn skoraði tvö af fimm mörkum liðsins og lagði auk þess þriðja markið upp. Aðrir markaskorarar Bayern voru þeir Hellgren Wilmer, Roland Wolfhart og Michael Rummenigge. Stuttgart vann sinn sjötta sigur í röð undir stjórn Willie Entemann, hins nýja þjálfara liðsins. Bæði mörk liðsins komu á fyrstu mínútunum. Pasic skoraði á þriðju mínútu og Michael Nushöhr á þeirri sjöundu úr vítaspyrnu eftir að Karl Allgöver hafði verið brugðið. Eina mark Frankfurt kom úr vítaspyrnu í síðari hálfleiknum. Ásgeir Sigurvinsson fékk ágæta dóma fyrir leik sinn í Bild. Hann fékk þrjá í einkunn. Það var markvörður Bayer Uerd- ingen, Vollack, sem var besti leik- maður helgarinnar í Þýskalandi. Hann bjargaði liði sínu frá tapi gegn Köln. Wolfgang Funkel náði foryst- unni fyrir Uerdingen á sjöttu mínútu en Uwe Beim jafnaði metin mínútu síðar. Atli Eðvaldsson lék allan leik- tímann með liði Uerdingen en Lárus var ekki með. Atli fékk fjóra í ein- kunn hjá Bild. -fros - Bæði liðin unnu leiki sína í Bundesligunni. Sjötti sigur Stuttgart í röð • Sören Lerby. Lerby til Frakklands - til samningaviðræðna og semur hugsanlega í vikunni við Marseilles eða Monaco i Frá Atla Hilmarssyni, fréttarit- ara DV í V-Þýskalandi: Fullvíst þykir nú að danski landsliðsmaðurinn hjá Bayern Múnchen, Sören Lerby, muni leika í Frakklandi á næsta keppnistímabili. Samningur hans við þýska liðið rennur út í lok þessa keppnistímabil og ekki er búist við að Lerby taki boði um samning frá félaginu. Lerby flaug til Frakklands strax eftir leik Bayern Múnchen við Kaiserslautern sem fram fór á laugardaginn. Talið er að hann muni annað- hvort leika með liði Marseille sem fyrrum þjálfari franska landsliðsins, Michael Hildago, hefur nýlega tekið við eða liði Monaco. Lerby mun leika landsleik með Dönum á miðvikudaginn og hann mun því ekki koma aftur til Þýskalands fyrr en á fimmtudaginn. Telja þýskir að búast megi við því að allt verði um garð gengið þá og Lerby verði búinn að semja við franskt lið. -fros

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.