Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 24
24 DV. MÁNUDAGUR 7. APRÍL1986. DV. MÁNUDAGUR 7. APRÍL1986. 25 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Tobbi Aðalsteins átti stórleik - og skoraði sex mörk er Saab náði jafntefli á útivelli gegn CIHf í gærkvöldi Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit- ara DV í Svíþjóð: „Þetta lítur allt mun betur út núna eftir þessi úrslit og möguleikar okkar ó sæti í Allsvenskan eru góðir,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson eftir að lið hans, Saab, hafði náð 20-20 jafntefli gegn Cliff á útivelli í úrslitakeppninni sænsku i gærkvöldi. Þrátt fyrir að Saab næði aðeins jafntefli voru önnur úrslit gærkvölds- ins liðinu hagstæð. Savehof, sem ekki hafði unnið leik, vann H 43 óvænt og Saab er nú í þriðja sæti keppninnar. Bretinn Sandy Lyle vann sinn fyrsta sigur á golfmóti á bandarískri grundu um helgina þegar hann bar sigur úr býtum á atvinnumannamóti í Norður-Kaliforníu, Greensboro- open. Fyrir sigurinn fékk Lyle 90 þús- und dollara eða um 3,6 milljónir króna. „Þetta er minn fyrsti sigur hér og ég á von á því að þeir verði fleiri í framtíðinni,“ sagði Lyle þegar ljóst var að hann hafði sigrað á mótinu. Hann lék á 275 höggum, 68, 64, 73 og 70 höggum. Annan daginn jafnaði hann vallarmetið er hann lék á 64 höggum. Samtals lék Lyle á 13 högg- um undir pari vallarins í Kaliforníu. í öðru sæti varð Andy Bean, Banda- ríkjunum, en hann lék á 68, 70, 72 og 67 höggum eða samtals 277 högg- um. Jafnir í þriðja sæti urðu þeir Leonard Thompson, Bandaríkjun- um, og Isao Áoki, Japan, á 379 höggum. Lanny Wadkins, Banda- ríkjunum, lék á 280 höggum og varð fjórði. -SK Það mátti engu muna að Saab færi með sigur af hólmi í gærkvöldi þrátt fyrir að liðið væri undir lengst af síð- ari hálfleiknum. Liðinu tókst að vinna upp mun Cliff og á lokasekúnd- unum fékk liðið vítakast. Það fór forgörðum og þvi náði Saab ekki nema öðru stiginu. Þorbergur átti stórleik i gærkvöldi, skoraði sex mörk, öll með glæsileg- um langskotum, og sagði í samtali við DV í gærkvöldi að hann hefði ekki fundið fyrir meiðslum þeim er hijáð hafa hann að undanförnu. Næsti leikur liðsins verður á fimmtu- daginn gegn Savehof og vinni Saab þann leik bendir flest til þess að liðið tryggi sæti sitt í Allsvenskan. Fröluna er nú efst í keppninni með sex stig, Cliff hefur fjögur, Saab þrjú, H 43 og Savehof tvö og Viking ekk- ert. Þrjú liðanna vinna sér sæti í Allsvenskan. -fros r I I Knattspymu- punktar... I | Gifurleg spenna er nú á toppi I II. deildarinnar í knattspyrnu í 1 Portúgal. Benfica er i efsta sæt- I Iinu þegar tvær umferðir eru eftir I með tveggja stiga forskot. Porto ■ Ier i öðru sæti en bæði Benfica og | Porto unnu leiki sína um helgina J I með eins marks mun og bæði | i voru mörkin skoruð úr víta- ■ | spyrnum. Benfica nægir jafntefli I • Þorbergur Aðalsteinsson er að gera það gott í Svíþjóð. Um helgina náði Saab stigi á útivelli gegn Cliff og Þorbergur lék mjög vel. Mikið má vera ef Saab nær ekki að komast í Allsvenskan. Fyrsti sigur Lyle í USA Sandy Lyle jafnaði vallarmet er hann vann Greensboro open um helgina Iheimavelli sínum um helgina. I Sporting er i þriðja sæti en á ekki * Imöguleika á meistaratitlinum. I • Real Madrid sigraði auðveld- _ | lcga í leik sinum í 1. deild spönsku ■ Iknattspyrnunnar um helgina og I liðið setti þar með nýtt stigamet * Ií spönsku knattspyrnunni. Liðið I hefur nú hlotið 54 stig en Barce- I I lona kemur næst með 43 stig. ■ J Forskot Rcal Madrid í spönsku I ■ knattspyrnunni er nú ellefu stig I en liðið hefur þegar tryggt sér | ■ sigur í 1. deildinni. Real Madrid . I lék um helgina gegn Celta á úti- | J velli og sigraði, 1-5. Barcelona, i | scm er í öðru sæti, lék einnig á I ■ útivelliengegnRealBetisoglauk 1 Ileiknum með jafntefli, 1 1. Real | Madrid hefur nú 54 stig, Barce- J I lona 43 og Athletico Bilbao er í | J þriðja sæti með 42 stig. Bilbao . I náði ekki að sigra Racing á úti-1 Ivclli. Liðin gerðu markalaust I jafntefli. Lið Péturs Péturssonar I ■ tapaði eina ferðina enn. Hercules | J lék gegn Valencia á útivellí og . I lokatölur urðu 3 1. I (• Ekki tókst Anderlecht að auka | forskot sitt í 1. deildinni í Belgíu. ■ ILiðið lék um helgina á heimavelli | gegn Lierse og sigraði örugglega, ■ | 3-0. Club Brugge, sem er í öðru I Isæti, sigraði Searing á heimavelli I sinum með tveimur mörkum ■ Igegn einu. Standard Liege er nú I komið í þriðja sætið. Liðið lék um J I helgina gegn Kortrijk en tókst | I" ekki að sigra, jafntefli varð og . tókst hvorugu liðinu að skora | _ mark. Það merkilegasta, sem ■ I skeði í belgísku knattspyrnunni I Ium helgina, var að Waterschei, I sem Ragnar Margeirsson leikur * ■ yfirleitt með, tókst loks að sigra I ■ enmöguleikarliðsinsáaðforðast J I fall í 2. deild eru eftir sem áður | ^mjög litlir. j • Elías Guðmundsson sem lék áður með KR spilaði sinn fyrsta opinbera leik með meistaraflopkki Víkings í gærkvöldi gegn Val á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. Elías er snjall knattspyrnumaður og á örugglega eftir að styrkja lið Víkings í framtíðinni. Hér á mynd Brynjars Gauta er Elías á fullri ferð til vinstri en hægra megin er Valsmaðurinn Ingvar Guð- mundsson. - sagði Sigurður Sveinsson sem lék með Lemgo á ný um helgina. Lemgo og Dankersen duttu út úr bikarnum en Essen og Kiel komust áfram Frá Atla Hilmarssyni, fréttaritara DV í V-Þýskalandi: Þriðju deildar liðið Bad Schwarz- tau kom mjög á óvart um helgina með því að veita Essen harða keppni í v-þýsku bikarkeppninni í hand- knattleik. Lið Schwarztau, sem er í efsta sæti í sínum riðli í 3. deildinni, náði lengst af leiknum að hanga í i Lerbytil 1 ■ Mónakó j * Daninn Sören Lerby skrifaði i . I gær undir þriggja ára samning | J við franska 1. deildar liðið. I Monaco og hættir því að leika 1 Imeð Bayern Munchen eftir þetta I keppnistímabil. ■ IForráðamenn Monaco til-1 kynntu einnig í gær að varnar- J I maðurinn sterki, Luc Sonor frá | ■ Metz, hefði skrifað undir íjögurra . I" ára samning við félagið. Mikill I hugur er í forráðamönnum fé- ■ I lagsins. Monaco varð franskur | ■ bikarmeistari i fyrra en siðast _ | varðfélagiðmeistariíFrakklandi | árið 1982. no 13öz. -SKj Andri Marteins og Atli tiyggðu Víkingi sigurinn - 2. deildar lið Víkings sigraði íslandsmeistara Vals, 2-1, á Reykjavíkurmótinu í knattspymu í Laugardal í gærkvöldi Víkingar, sem í fyrra féllu úr 1. deild- inni í knattspyrnu í 2. deild, komu verulega á óvart í gærkvöldi er þeir sigruðu Valsmenn í leik liðanna á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu sem fram fór á gervigrasinu í Laugardal. Víkingar skoruðu tvö mörk en Vals-' menn ekkert. Víkingar skoruðu tvö mörk strax í byrjun leiksins Leikur liðanna var afar slakur og fátt sem gladdi augað ef frá eru talin mörkin þrjú. Víkingar voru mjög ákveðnir í byrjun leiksins og fljótlega höfðu þeir skorað tvö mörk. Þar voru að verki þeir Andri Marteinsson og Atli Einarsson. Staðan var 2-0 í leik- hléi en i síðari hálfleik náðu Valsmenn að minnka muninn í eitt mark. Markið skoraði Jón Grétar Jónsson. Ekki tókst Val að skora annað mark og jafna leikinn og það voru Víkingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar í lokin. Lið Vals kom verulega á óvart í þess- um leik því liðinu er spáð mikilli velgengni á keppnistímabilinu. Lítið er þó að marka leiki liðanna á þessum árstíma en hins vegar vekur það alltaf athygli þegar 2. deildar lið sigrar lið í 1. deild. Andri Marteinsson lék með Víking- um í gærkvöldi en fyrir leikinn voru taldar nokkrar líkur á því að hann léki með Þór frá Akureyri í sumar. Nú hefur kappinn ákveðið að leika áfram með Hæðargarðs-ljúflingunum og geta þeir verið mjög ánægðir með þá ákvörðun þessa snjalla knatt- spyrnumanns. Fram-Fylkir á morgun Næsti leikur á Reykjavíkurmótinu „Það var grátlegt að tapa þessum leik niður í jafntefli. Við vorum betri og náðum forystunni mínútu fyrir leikslok. Leikmenn Servette byrjuðu á miðju og tókst að skora af fjörutíu metra færi yfir markvörð okkar sem var enn í sigurvímu,“ sagði Sigurður Grétarsson eftir að Luzern hafði mátt sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Servette á heimavelli sínum. Sigurður lék ásamt Ómari Torfa- syni allan leikinn fyrir Luzern og áttu þeir þokkalegan leik. Telja verður möguleika liðsins á meistara- titlinum fremur litla. Liðið er nú í fimmta sæti, fimm stigum á eftir for- Essen en lokatölur urðu 25-22. Alfreð Gíslason átti ágætan dag fyrir Essen. Hann skoraði fimm marka liðsins. Sigurður Sveinsson lék sinn fyrsta. leik með Lemgo síðan í október er liðið lék gegn Bergkamen. Það dugði Lemgo ekki. Bergkamen sigraði 24- 19 eftir að hafa mest komist í 20-13. Sigurður lék með í fimmtíu mínútur og skoraði fiögur mörk, þar af þrjú úr vítum. „Ég fmn að mig vantar mikinn kraft en ég vona að þetta komi með tímanum," sagði Sigurður eftir leikinn. Þá datt Dankersen út úr bikarnum er liðið lá fyrir Kiel, 28-21 eftir að staðan hafði verið 13-10 í hléi, Kiel í hag. Einn leikur fór fram i deildinni. Gummersbach sigraði Weiche Handewitt örugglega, 30-20. -fros verður annað kvöld. Þá leika Fram og Fylkir á gervigrasinu í Laugardal og hefst viðureign liðanna klukkan hálf- níu. -SK. I I Öruggt hjá I I Boston C. I I - í NBA-deildinni í I körfii | _ Boston Celtics vann öruggan ■ | sigur á New York Knicks er liðin I Imættust í NBA-deildinni banda-1 rísku í körfuknattleik á föstu- ■ Idagskvöld. Lokatölur urðu I 119-98. J I Úrslitiöðrumieikjumurðuþau | 5 að 76ers vann Cleveland 122-102, - IWashington Bullets vann Atl- I anta Hawks 135-129, Milwaukee * I Bucks vann Detroit Pistons 115 | " 108 og Houston Rockcts sigraði _ I Fönix Suns með 112 stigum gegn | Jj39. -SKj VERÐLAUNAPENINGAR stærö 42 mm. • Sigurður Sveinsson lék með Lemgo um helgina en Siggi hefur verið meidd- ur að undanförnu og er nú sem óðast að verða klár í slaginn á nýjan leik. „Grátlegt að ná aðeinsjafntefli“ - sagði Sigurður Grétarsson eftir jafntefli Luzern. Hroða- leg útreið Baden í Zúrich ystukálfunum, liði Neuchatel Xanax, þegar tíu umferðum er ólokið. Lið Baden, sem Guðmundur Þor- björnsson leikur með, mátti þola herfilega útreið fyrir Zúrich, 8-0. Baden er nú sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar, hefur aðeins hlotið fimm stig úr tuttugu leikjum. _fr0s • Sigurður Grétarsson sést hér á æfingu á leikvelli Luzern. Liðið náði aðeins jafntefli og voru það vægast sagt ósanngjörn úrslit. Luzern átti mun meira í leiknum og hefði átt að fara með sigur af hólmi. Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþrottir íþróttir Iþróttir Iþróttir jþróttir Einnig mikiö úrval af bikurum. Sendum buröargjaldsfrítt. Pantið timanlega. GULLSMIÐIR Sigtryggur & Pétur. Brekkugötu 5 - Akureyri. Simi: 96-23524.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.