Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 2
DV. MÁNUDAGUR 7; APRÍp 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Hótel Varðborg, Akureyri: Lvftinsfamaður w O gengur berserksgang Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: Ofsareiði greip einn gesta Hótel Varðborgar á Akure.vri aðfaranótt sunnudags og gekk hann berserks- gang um hótelið, braut 2 hurðir og 3 rúður. Eina þeirra, í svalahurð, braut hann þannig að hann óö í gegnum hana. Það var á þriðja tímanum um nóttina sem maðurinn var yfir- hevrður í hótelherbergi sínu á 3. hæð hótelsins. Hafði berserksgang- ur hans hafist á því að hann mölhraut rúðu í herbergi sínu og síðan spegil. Að þessu loknu rauk hann út úr herberginu meö tilþrifum, þ.e. stór- skemmdi hurðina. Eftir það lagði hann til atlögu við hurð í herberg- inu á móti og sparkaði hana í mél. Inni í herberginu svaf fólk sem var allsendis óviðkomandi manninum. Leiðin lá næst niður á 2. hseð hótelsins. Þar fór hann inn í her- bergi sem var opið. Óð hann út á svalir herbergisins með því að ryðj- ast í gegnum rúðu í svalahurðinni og hoppaði þaðan niður. Berserksgangurinn var ekki alveg búinn. Maðurinn bráut stóra rúðu í matsal hótelsins á leið sinni frá : því. Lögreglan handtók hann síðan í miðbæ Akureyrar. Hann var ómeiddur eftir átökin. í yfirheyrslu hjá lögreglunni í gær kannaðist maðurinn ekki við að hafa brotið rúðu í Búnaðarbankan- | um sem er við hlið hótelsins. En þar var gangstéttarhellu hent í rúðuna um svipað leyti og maðurinn hvarf frá hótelinu. Samkvæmt heimildum DV mun bótakrafa frá Hótel Varðborg hljóða upp á 50-60.000 en berserkur- inn hefur játað að vera valdur að öllum skemmdum sem unnar voru á hótelinu. Hann liggur ennþá und- ir grun um að hafa brotið rúðuna í Búnaðarbankanum en játning ligg- ur ekki fyrir. -S.Konn. Á mynainni sést hurðin sem lyft- ingamaðurinn braust í gegnura og lá inn í herbergi annars hótelgests sem reyndist vera Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeistari. DV-mynd Jón G. Hauksson. BSRB-ferðir: ií „Heilbrigt Ivf - hagur allra Þannig hljóða einkunnarorð dags- ins í dag en 7. apríl ár hvert er haldinn alþjóðaheilbrigðisdagur. Deginum er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi heilsuvemdar og hollra lífshátta, í stað þess á Iíta á heilsuna sem eitthvað sem læknar gefa fólki. Öllu fólki er nauðsyn að þjálfa sig á einhvem hátt og hreyfing og hæfi- leg^éreynsla eykur vellíðan sem er grandvöllur góðrar heilsu. Þá er ekki síðm- mikilvægt að neyta réttrar fæðu og forðast skaðlega hegðun eins og notkun tóbaks í öllum myndum, of- notkun áfengis og misnotkun lyfja. Heilsusamlegt lífemi þarf ekki að vera leiðinlegt, eins og margir virðast halda, heldur gefur það þvert á móti einstaklingnum tækifæri til að njóta lífsins eins og hægt er án þess að skemma heilsuna með neyslu áfengis eða lyíja, svo dæmi séu nefnd. -VAJ Akureyri: Þær frönsku brunnu yfir Frá Jóni G. Haukssyni á Akureyri: Slökkviliðið á Akureyri var kvatt að Hrafnagilsstræti 21 á Akureyri um klukkan 19.30 á laugardagskvöldið vegna mikils reyks sem lagði frá efri hæð hússins. Engin meiðsl urðu á fólki. Atvik vora þau að húsfreyjan á heimilinu ætlaði að ofnbaka franskar kartöflur. Hún setti þær inn í ofn en kveikti ekki undir. Barn á heimilinu tók hins vegar að fikta í eldavélinni, setti ofninn á straum og hvarf síðan út úr húsinu. Aíleiðingar urðu þær að þær frönsku brunnu yfir. Þeir fyrstu biðu í 15 tíma eftsrferðtil Kaupmannahafhar Á hverju ári hefur ferðanefnd BSRB staðið fyrir sölu á ódýrum sumarferðum til hinna ýmsu staða víða í heiminum. Sala þessara ferða hefur löngum vakið athygli þvi þær hafa verið afgreiddar á einum ákveðnum degi og fær sá fyrstur sem fyrstur nær að helga sér stæði í bið- röðinni sem hefur orðið margra tuga metra löng. Þeir fyrstu upp úr miðnætti Salan í ár var engin undantekning þegar 3 vikna ferðir til Kaupmanna- hafnar voru seldar í Félagsmiðstöð BSRB við Grettisgötu. Undanfarin ár hafa ferðirnar verið afgreiddar að morgni og hefur það orðið til þess að fólk hefur komið á miðnætti og staðið úti í biðröð til morguns. Ferðanefnd BSRB ákvað því í ár að heíja ekki sölu fyrr en klukkan 16 laugardaginn 5. apríl svo fólk þyrfti ekki að standa úti næturlangt. Þess- ar ráðstafanir urðu þó til lítils því að fyrstu kaupendurnir vora komnir upp úr miðnætti nóttina áður og lengdist svo röðin jafnt og þétt þar til fólkinu var hleypt inn um klukkan 9 um morguninn. Þar hreiðruðu ferðaglaðir BSRB-félagar um sig á stólum, borðum og í stigunum og biðu eftir því að hinar eftirsóttu ferð- ir yrðu seldar klukkan 16. Gott tímakaup við biðina Þegar blaðamaður og Ijósmyndari DV komu á staðinn um klukkan 14 á laugardag voru þar u.þ.b. 300-400 manns sem sátu, stóðu og lágu á göngum og í stigum félagsmiðstöðv- arinnar. Meiri hlutinn hafði ekki komið fyrr en búið var að opna um morguninn en þeir allra hörðustu voru komnir um eittleytið nóttina áður. Það er líka eftir nokkru að slægjast því að flug fram og til baka kostar einungis 7.900 fyrir fullorðna, 4000 fyrir börn á aldrinum 2-12 ára og 1.400 fyrir börn yngri en 2 ára. Flestir voru hressir og þegar fólk var spurt hvort biðin væri ekki leiði- gjörn sVöraðu flestir því til að þetta væri bara skemmtilegt og að andinn í biðsölunum væri góður. „Þetta er bara gamán með góðu fólki. Hér fáum við kaffi og spjöllum við náung- ann,“ sagði sá sem náð hafði í númer 7 en hann sagðist hafa komið um hálfsex um morguninn og staðið til hálfníu. „Ég er hérna með nesti með mér og það fer alveg ágætlega um mig,“ sagði kona sem hafði setið lengi og nestað sig með appelsínum, ‘■'ílátk'ölfúm' ðg 'káffi:"" *" *«• Björn Þór Gunnlaugsson var sá sem fyrstur kom á staðinn og fékk því númer 1. „Ég kom upp úr klukk- an 3 í nótt og beið í bílnum þangað til fór að íjölga. Ég hef verið hér mestallan tímann nema hvað mág- kona mín hefur hlaupið stutta stund í skarðið fyrir mig.“ Björn er í starfs- mannafélagi Strætisvagna Reykja- víkur og sagðist vera búinn að reikna út að tímakaupið sem hann hafði við biðina sé eitthvert það besta sem hann hafi haft um ævina. „Ég kom hérna í fyrra og beið í biðröðinni en fékk ekki ferð og ég var ákveðinn í að tryggja mér ferð í þetta skiptið. Maður hefur lesið blöðin og rætt við fólkið hérna og stemmningin hefur verið mjög góð. Það er bara gaman að þessu,“ sagði Björn að lokum. Sigrún Aspelund, formaður ferða- nefndar BSRB, sagði að þetta númerakerfi hefði orðið til um morg- uninn og væri fyrst og fremst til hagræðingar við afgreiðsluna. „Við ætluðum einnig að koma þessu þann- ig fyrir að fólk þyrfti ekki að koma fyrr en um morguninn en það kom allt fyrir ekki því 'þeir fyrstu voru komnir hér um eittleytið í nótt. Við seljum um 1000 sæti í Kaupmanna- hafnarferðina enda eru þetta líka vinsælustu ferðirnar,“ sagði Sigrún að lokum. -S.Konn. Hér sést farþegi númer 1, Björn Þór Gunnlaugsson, kaupa fyrstu ferðina. „Fljótt á litið sýnist mér að þetta sé besta tímakaup sem ég hef haft hjá Reykjávíkurborg,“,sagði Björn glaðbeittuF.' • • Það var fólk á öllum aldri sem beið eftir að geta keypt ferð til Kaup- mannahafnar og nokkuð var um að heilu fjölskyldurnar væru þarna saman komnar. Sumir voru farnir að þreytast á biðinni en aðrir léku við ahvorn sinnfingWiOgíkieTOBitu sér sýnilega hið.besta. MyncbGVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.