Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 17
DV. MÁNUDAGUR 7. APRÍL1986. .;»■! r.nii'i/ ;</rrD/-.nir/:/.u vu 17 M Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „Sá maður sem lengst hefur gegnt ráðherraembætti hérlendis er Bjarni Benediktsson. - En sá sem gegnt hefur ráð- herraembætti lengst samfleytt er Gylfi Þ. Gíslason." Gytfi Þ. Gíslason hefur verið lengst í ráðherraembætti Jóhann Jóhannsson skrifar: í fyrsta sjónvarpsþætti spurninga- þáttar framhaldsskólanna nú nýlega var staðhæft að sá maður sem lengst hefði gegnt ráðherraembætti á íslandi væri Eysteinn Jónsson. Þetta er ekki rétt. Sá maður sem lengst hefur gegnt ráðherraembætti hérlendis er Bjami Benediktsson. - En sá sem gegnt hefur ráðherraemb- ætti lengst samfleytt er Gylfi Þ. Gísla- son. Úr því að hér er stungið niður penna varðandi fyrmefndan spurn- ingaþátt verður að gagnrýna fyrir- komulag keppninnar: Þ.e.a.s. að þarna getur hrein tilviljun ráðið úr- slitum því að liðin fá ekki sömu spumingamar að glíma við og þær em greinilega misþungar. - Þótt þessi tilhögun sé þarna höfð í undanúrslit- um, úr því sem komið er, verður að telja hana óhæfa í sjálfri úrslita- keppninni. Líisglaða Hamboig - Áætlunarflugið byrjar 10. apríl [ HAMBORG ERU 9 YFIRBYGGÐAR GÖNGUGÖTUR ÞAR SEM HVER VERSLUNIN ER VIÐ AÐRA Á sumrin flyst lífið í Hamborg út á götur, torg og garða. Borgin græna býður upp á svo ótrúlegt úrval alpjóðlegra skemmtana og listviðburða að pað hálfa væri nóg. Mest fer petta fram undir berum himni, hvort sem um er að ræða rokk-konserta, sinfóníu- h|jómleika, ballett eða tívolí. Og pað segir sitt um sumar- veðráttuna. Hamborg ómar af hlátri, söng og dansi. Dag eftir dag, nótt eftir nótt. Hér á eftir fer lítið brot af pví sem boðið er upp á í sumar. Cats Fyrsta uppsetningin á hin- um fræga söngleik Cats, í Þýskalandi, fer á fjalirnar 18. apríl í Óperettuhúsinu í Hamborg. Afmæli hafnarinnar Höfnin í Hamborg verður 797 ára á pessu ári. Afmæli hennar er árlegur stórvið- burður í borginni. Þá erskotið upp flugeldum og ýmsar skemmtanir haldnar. (7.-11. maí.J Útitónleikar Fjölmargar hljómsveitir koma fram á röð tónleika sem haldnir verða í útileik- húsi, í skemmtigarði skammt frá Saarlandsstrasse. (9. maí - 29. júní og 9. ágúst - 12. september.) Flughátíð Fuhlsbuttel, alpjóðaflug- völlurinn í Hamborg, verður 75 ára pann 8. júní. Flug- áhugamenn munu finna par ýmislegt við sitt hæfi í fjöl- breyttri dagskrá og sýning- um. Kvikmyndir Kvikmyndaunnendur og framleiðendur hittast í Ham- burg Filmhaus til að taka pátt í evrópskri kvikmyndahátíð peirra sem framleiða ódýrar kvikmyndir. (12.-15. júní.) Beethoven Níunda sinfónía Beet- hovens verður flutt á úti- hljómleikum á ráðhústorginu 21. júní. Aðgangur ókeypis. Rithöfundar Þing alpjóðasamtaka rit- höfunda (PEN) verður í Ham- borg 22.-27. júní. Efni pings- ins verður hvernig samtíma- sagan endurspeglast í al- pjóða bókmenntum. Frægir höfundar víðs vegar að úr heiminum lesa upp og taka pátt í umræðum. Sinfónían Dagana 10.-17. og 31. júlí og 8. ágúst verður haldin röð sinfóníuhljómleika undir ber- um himni, á ráðhústorginu. Sumarleikhús Alpjóðleg hátíð leikhópa í Kampnagelfabrik. Leikhóp- arnir koma frá Japan, Banda- ríkjunum og Evrópu og peir flytja ein áttatíu verk. (1 l.júlí til 8. ágúst.) Myndlistarkonur í Hamburg Kunsthalle verður fjallað um hlut kvenna í myndlist, allt frá dögum frönsku byltingarinnar. (11. júlí til 14. sept.) Verslunarhátíð Það eru níu yfirbyggðar verslunargötur í Hamborg. Þær halda sína sérstöku hátíð í sumar og kalla til alls konar listafólk og matreiðslumeist- ara. (9.-10. ágúst.) Ballett Hamborgarballettinn held- ur sex útisýningar á ráðhús- torginu, dagana 15. til 21. ágúst. Allt á floti Fjögurra daga útihátíð verður við innra Alstervatn dagana 28.-31. ágúst. Það verður mikið um dýrðir; alls konar yatnasport, tívolí og leikir. Útihátíð fyrir alla fjöl- skylduna í fögru umhverfi. Kvennahátíð Listakonur frá fimm heims- álfum sýna margvísleg lista- verk. (23. ágúst til 15. sept- ember.) Rússasilfur Þessi Qársjóður fer ekki oft að heiman. En 11. september til 15. nóvember verður hægt að dást að silfurmunum frá rússneska keisaratímanum í Museum fúr Kunst und Gew- erbe.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.