Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 40
40
Björn Grímsson lést 26. mars sl.
Hann var fæddur 15. maí 1891 að
Möðruvöllum í Héðinsfirði. Foreldr-
ar hans voru Ásta Gísladóttir og
Grímur Björnsson. Björn útskrifað-
ist úr Verslunarskóla íslands árið
1913. Hann giftist Vilborgu Soffíu
Lilliendahl en hún lést árið 1974. Þau
hjónin eignuðust átta böm en misstu
eitt. Útför Björns verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag kl. 13.30.
Theodór Gíslason, fyrrum hafnsögu-
maður í Reykjavík, lést í Landspítal-
anum 3. apríl sl.
Guðmundur Kristjánsson frá Vest-
mannaeyjum, Álfhólsvegi 153,
» verður jarðsunginn frá Kópavogs-
kirkju miðvikudaginn 9. apríl kl. 15.
Útför Einöru A. Jónsdóttur sauma-
kennara, Þórsgötu 21, er lést 27.
mars verður gerð frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 9. ápríl kl. 13.30.
Útför Jónínu Eyþóru Guðmunds-
dóttur, Hringbraut 73 Reykjavík, fer
fram frá Fossvogskirkju þriðjudag-
inn 8. april kl. 13.30.
Guðný Hjálmarsdóttir, sem lést að
Vífilsstöðum 27. mars, verður jarð-
sungin frá Hallgrímskirkju mánu-
daginn 7. apríl kl. 13.30.
Útför Sigurleifs Jóhannssonar járn-
smíðameistara, Isafirði, sem lést 2.
apríl sl., verður gerð frá Garða-
kirkju, Garðaholti, þann 9. apríl kl.
13.30.
Snorri Jónsson verslunarmaður
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kapellu þriðjudaginn 8. apríl kl. 15.
Guðmunda Þórunn Gísladóttir,
Lindargötu 13, verður jarðsungin
þriðjudaginn 8. apríl kl. 13.30 frá
Dómkirkjunni.
Dr. med. Sigurður Sigurðsson, fyrr-
verandi landlæknir, lést laugardag-
inn 5. apríl sl.
Tónlist
Háskólatónleikar
Sjöundu og næstsíðustu Háskólatón-
leikarnir á vormisseri 1986 verða
haldnir í Norræna húsinu miðviku-
daginn 9. apríl. Kjartan Óskarsson
klarínettleikari og Hrefna Eggerts-
dóttir píanóleikari flytja verk eftir
Dario Castello, Jenö Takács og Bo-
huslav Martinu. Tónleikarnir hefjast
kl. 12.30 og standa í u.þ.h. hálftíma.
Tónleikar í apríl 1986
Mánud. 7. apríl,
Norræna húsið kl. 20.30:
Timothy Beilby, fiðla,
Christopher Collins, píanó.
Miðvd. 9. apríl,
Norræna húsið kl. 12.30:
Háskólatónleikar,
Kjartan Óskarsson, basset-horn,
Hrefna Eggertsdóttir, píanó.
Fimmtud. 10. april,
Háskólabíó kl. 20.30:
Sinfóníuhljómsveit Islands, stj. Guð-
mundur Emilsson.
Söngsveitin Fílharmónía, einsöngv.
Sylvia McNair, Sigríður Ella Magn-
úsd., Guðbjörn Guðbjörnsson, Will-
iam Sharp.
Stabat mater e. Dvorák.
Sunnud. 13. april,
Kjarvalsstaðir kl. 20.30:
Blásarakvintett Reykjavíkur og
Martin Berkofsky píanóleikari.
Miðvikud. 16. apríl,
Norræna húsið kl. 12.30:
Háskólatónleikar,
Carmel Russill, selló, Stephen Yates,
píanó.
Fimmtud. 17. apríl,
Háskólabíó kl. 20.30:
Sinfóníuhljómsveit íslands, stj. Páll
P. Pálsson, einsöngv. Ellen Lang,
sópran. Verk eftir Pál P. Pálsson og
Sibelius.
Laugard. 19. april,
Austurbæjarbíó kl. 14.30:
Tónlistarfélagið,
Ellen Lang, sópran,
William Huckaby, píanó.
DV. MÁNUDAGUR 7. APRÍL1986.
Afmæli
Samtíðarmaður: „ Vid xfium ikrtjut ttkku
a r __ nokkni iantf >
wftMpVMMMOfly kÍH* Utsttiiafa ^
Bifreiðaréttingaverkstæði opn-
að
Nýlega var opnað bifreiðaréttinga-
verkstæði að Höfðabakka 3, Reykja-
vík. Verkstæðið, sem er sérhæft í
réttingum og almennum boddívið-
gerðum er í eigu þeirra Björns
Bjarnasonar og Kolbeins Reynisson-
ar bifreiðasmíðameistara. Verkstæð-
ið er opið virka daga frá kl. 8-18 og
fyrir þá sem geta ekki misst bílana
á daginn er boðið upp á kvöld- og
helgarþjónustu. Síminn á verkstæð-
inu er 672350. Að lokum má geta
þess að þeir sækja bílana fyrir þá sem
þess óska, gera verðtilboð og eru
liprir í samningum.
Karlakór Reykjavíkur
60 ára
Kórinn heldur upp á afmæli sitt með
ýmsu móti. Hann hélt sérstakan há-
tíðarfund á sjálfan afmælisdaginn,
3. janúar sl. og hefur síðan æft undir
hina árlegu styrktarfélaga-hljóm-
leika sína sem verða haldnir í
Langholtskirkju dagana 8., 9., 10. og
12. apríl nk., kl. 20.30 fyrstu þrjá
dagana en kl. 14.30 síðasta daginn,
sem er laugardagur.
Þá verður fljótlega eftir síðustu
hljómleikana tekin skóflustunga að
nýju félagsheimili sem mun rísa að
Skógarhlíð 20, eða nánar tiltekið í
norðanverðri öskjuhlíð.
Á framangreindum hljómleikum
verður Páll Pampichler Pálsson
stjórnandi og Guðrún A. Kristins-
dóttir píanóleikari. Einsöngvarar
eru þeir Friðbjörn G. Jónsson,
Hjálmar Kjartansson, Hreiðar
Pálmason og Ólafur Magnússon.
Fjölmargir eldri félagar kórsins
munu syngja með á tónleikunum
nokkur lög.
Næsta verkefni Karlakórs Reykja-
víkur verður söngur með Sinfóníu-
hljómsveit Islands hinn 10. maí nk.
í Háskólabíói. Flutt verður þar m.a.
verk eftir Skúla Halldórsson tón-
skáld við ljóð Vilhjálms frá Skáholti,
Pourqoui Pas, en verk þetta hefur
kórinn og hljómsveitin flutt áður.
Tilefni flutnings þessa nú er að lið-
in eru 50 ár frá því er hið franska
vísindaskip, er bar nafn þetta, fórst
hér við land og með því hinn heims-
þekkti vísindamaður Charcot.
Karlakór Reykjavíkur hefur verið
boðið að syngja í tilefni af þessu á
fjórum stöðum á og við Bretagne-
skaga í Frakklandi í byrjun júní nk.
og þá m.a. þetta verk, en þar verður
haldin mikil minningarhátíð um hið
hörmulega slys.
Kóngar í ríki sínu
heitir nýútkomin barnabók eftir
Hrafnhildi Valgarðsdóttur. Þetta er
fyrsta bók Hrafnhildar en áður hefur
hún birt smásögur og greinar í blöð-
um og tímaritum.
Sagan segir frá tveimur strákum í
íslensku sjávarþorpi og ýmsu sem
þeir taka sér fyrir hendur í sumarfríi
sínu. Þeir eru bestu vinir í heimi og
báðir níu ára en þó eru þeir ólíkir
eins og dagur og nótt. Lalli er alltaf
hreinn og strokinn en Jói er óttaleg-
ur drullusokkur, eins og hann segir
sjálfur. Samt er það Jói sem fær allar
bestu hugmyndirnar, hann má líka
oftast gera það sem hann langar til.
Lalli getur ekki hugsað sér neitt
skemmtilegra en vera með Jóa allan
daginn, hugsa um villikettlinga,
veiða físk, byggja kofa og slást við
Frjáls verslun,
2. tbl. 1986, er komin út. Meðal efnis
blaðsins er forsíðuviðtal við Ásmund
Stefánsson, forseta ASÍ, viðtal við
Jakúp Joensen, einn helsta fjármála-
jöfur í Færeyjum, grein um samsettar
tryggingar fyrir atvinnureksturinn,
grein um tölvunet Pósts og síma, við-
tal við Þorstein Haraldsson, fram-
kvæmdastjóra Hlutabréfamarkaðar-
ins hf., sagt frá aðalfundi
Verslunarráðs íslands, grein um
veitingahús og fleira. Útgefandi
Frjálsrar verslunar er Frjálst fram-
tak hf. en ritstjóri blaðsins er
Kjartan Stefánsson.
Norræna húsið kl. 16.00:
Schubert-tónleikar, Anna Málfríður
Sigurðardóttir og Martin Berkofsky,
fjórhent píanó..
Tilkynningar
Kvenfélag Kópavogs
heldur spilakvöld þriðjudaginn 8.“
apríl kl. 20.30 í félagsheimilinu.
Mætum allar.
Minningarsjóður Þorvalds
Finnbogasonar stúdents
Minningarspjöld sjóðsins eru seld í
skrifstofu Háskóla íslands. Símar
21331 og 25088.
Úthlutun styrkja úr
Minningarsjóði
Theódórs B. Johnsons
Úthlutað hefur verið styrkjum úr
Minningarsjóði Theódórs B. John-
sons fyrir árið 1986. Tuttugu og þrjár
umsóknir bárust að þessu sinni um
styrki úr sjóðnum en tilgangur hans
samkvæmt skipulagsskrá er að
styrkja efnilega og efnalitla stúd-
enta, einn eða fleiri, til náms við
Háskóla íslands eða framhaldsnáms
erlendis að loknu námi við Háskóla
Islands.
Að þessu sinni voru veittir tveir
styrkir, kr. 60.000 hvor: Rannveig
Trraustadóttir BA fékk styrk til að
stunda framhaldsnám við háskóla í
Bandaríkjunum. Hún hyggst stunda
nám á sviði skipulagningar og
stjórnunar félagslegrar þjónustu.
Sigríður Sigurjónsdóttir BA fékk
styrk til að ljúka cand. mag.-prófi í
íslenskri málfræði.
Frá Landssambandi islenskra
vélsleðamanna
I þætti Ómars Ragnarssonar Á líð-
andi stundu, miðvikudaginn 26. fe-
brúar sl., var dregin upp allófögur
mynd af umgengni og óreglu þeirra
ferðalanga er heimsótt hafi Hvera-
vallasvæðið í vetur. LÍV fagnar í
sjálfu sér að umræða hefur hafíst um
þessi mál en harmar að allir ferða-
langar Voru settir undir einn og sama
hatt, því vissulega eru margir í svona
Utvarp
Sjónvarp
Gunnlaugur Þorbergsson, 10 ára skólastrákur:
Meíri spenna í
fullorðinsþáttum
Kjamakona er aðaluppáhaldið
mitt í sjónvarpinu, ég horfi alltaf á
hana, þetta er skemmtilegur þáttur,
spennandi og svolítið fyndinn. Mér
skilst að allir í bekknum mínum
horfi á Kjarnakonuna, þannig að
hún er ekkert frekar fullorðins-
þáttur. Og ég hef yfirleitt horft á
þá framhaldsþætti sem verið hafa á
sunnudögum, þeir hafa verið mjög
góðir, eins og til dæmis Stríðsvind-
ar.
Fílamyndin í gær var ofboðslega
góð og meiriháttar fyndin. Mér
finnst alltaf gaman að svona dýra-
lífemyndum og það er gott að þær
eru nokkuð algengar.
Hana nú hefur oft verið skemmti-
legri en í gær, þó þeir, aulabárðarn-
ir, hafi verið mjög fyndnir þá líka.
Á laugardag sá ég spurninga-
keppnina og hafði dálítið gaman af.
Ég vissi svona kannski einn tíunda
af því sem spurt var um, það er að
segja var alveg „sjúr“ á því, svo
fattaði ég sumt eftir sirka 10 sek-
úndur. En krakkamir voru svolítið
klárir og greinilega mjög vel þjál-
faðir.
Á föstudag sá ég Rokkarnir geta
ekki þagnað, Kikk, og þótti ekkert
æðislegt en samt betra en ekkert.
Ég sleppi svona einum fjórða af
barnaefni í sjónvarpinu - eða missi
af því - en ég horfi heilmikið á sjón-
varp og held ekki að það sé endilega
slæmt fyrir mig, sumt er samt
kannski ekki gott íyrir litla krakka.
En mér finnst alveg jafngaman að
horfa á fullorðinsþætti því þeir eru
oft meira spennandi.
Ég horfi stundum á sjónvarps-
fréttir en ekki af miklum áhuga.
Ef ég hlusta á útvarpið þá er það
rás tvö og bestu þættimir þar finnst
mér vera Listapopp og Vinsælda-
listinn. Jú, og svo líka Morgun-
þátturinn.
vetrarferðum er ganga vel um, skilja
ekki eftir sig rusl né neyta áfengis.
Frá upphafi hefur stjórn LlV for-
dæmt neyslu áfengis í vetrarferða-
lögum. LlV hvetur því félagsmenn
sína, einnig alla aðra er á slíkum
ferðalögum eru, þar með talda alla
jeppa-hópa og 4x4 klúbbfélaga, að
taka nú saman höndum, kappkosta
að ganga vel um sæluhús, taka allt
rusl og afganga með sér til byggða
og einnig að forðast neyslu áfengis
á vetrarferðum sínum, því það er
óvirðing við öræfin.
r/áls vershm
m
stóru strákana. Þetta er ævintýra-
legt sumar.
Kóngar í ríki sínu kemur út hjá
Máli og menningu. Þar var einnig
gerð tilraun í fyrra til að gefa
barnabækur út að vori og gafst
prýðilega. Margir foreldrar rifjuðu
upp þann gamla sið að gefa börnum
sínum sumargjafir og notuðu nýju
bækurnar til þess.
Kóngar í ríki sínu er 104 bls., mynd-
skreytt af Brian Pilkington sem
einnig teiknaði kápumynd. Prent-
stofa G. Benediktssonar prentaði
bókina en Bókfell sá um kiljuband.
75 ára er í dag, mánudaginn 7. apríl,
Guðrún Guðbjarnardóttir, Flateyri
við Önundarfjörð. Eiginmaður henn-
ar er Jóhann Guðbjartsson, fyrrv.
verkstjóri. Guðrún dvelst í dag á
heimili sonar síns, Svans Jóhanns-
sonar skipstjóra, að Kleppsvegi 128,
Reykjavík.
Fundir
Kvennadeild Skagfirðingafé-
lagsins í Reykjavík
er með félagsfund í Drangey, Síðu-
múla 35, miðvikudaginn 9. apríl kl.
20.30. Þar verður rætt um fjáröflun
1. maí og spilað bingó.
Félag velunnara Borgarspítal-
ans
Framhaldsaðalfundur Kélags vel-
unnara Borgarspítalans verður
haldinn i matsal Borgarspítalans
þriðjudaginn 8. apríl kl. 20.30. Venju-
leg aðalfundarstörf. Bókin „Listin
að lifa með kransæðasjúkdóm" verð-
ur kynnt á fundinum. Kaffiveitingar.
Kaþóiskur fundur
I dag, mánudag 7. apríl, verður hald-
inn „Patrisíafundur" í systraheimil-
inu í Stigahlíð 63. Þetta eru
mánaðarlegir fundir undir leiðsögn
prests og fjalla um eitthvert trúarlegt
efni. Að þessu sinni verður rætt um
það, hvað við þurfum að gera til þess
að komast til himnaríkis. Allt ka-
þólskt fólk er velkomið. Kundurinn
hefst stundvíslega kl. 20.
Kvennadeild Skagfirðingafé-
lagsins í Reykjavík
er með félagsfund í Drangey, Síðu-
múla 35, miðvikudaginn 9. apríl kl.
20.30. Þar verður rætt um fjáröflun
1. maí og spilað bingó.