Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 6
6 DV. MÁNUDAGUR 7. APRÍL1986. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Peningamarkaðurinn Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65 74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextireru 15% ogársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir.hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. . Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 13,75% nafnvöxtum og 14,2% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar em annaðhvort með 10,5‘X> nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildirhvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára af mælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á mcðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25‘X», 3 mánuði 8,50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vcxti. Utvegsbankinn: Ábót ber annáðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 12,4‘%», eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnúm gilda almennir spari- sjóðsvextir, 8‘X„ þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjóröunga, sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekiö út einu sinni, eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 12,9'%, cða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir sparisjóðsvextir, 8,5%. og eins á alla innstæð- una innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluöum trompvÖxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vélstjóra er með innstæðu bundna í 12 mán- uði, óverðtryggða en á 15,5‘%, nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar 5 sparisjóða eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mánuði en á 14,5% nafnvöxtum og 15,2% ársávöxtun. Sparisjóðimir í Keflavík, Hafn- ariirði, Kópavogi, Borgamesi og Sparisjóður Reykjavíkur bjóða þessa reikninga. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund áð nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er al- menntl2 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2 4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 195 þúsund. 2 4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna íjölskylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vext.i og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1(XX) þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Ijíinin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15 42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknaðir í einu lagi yftr þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímabilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verð- bólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eftir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í apríl 1986 er 1425 stig en var í mars 1428 stig og í febrúar 1396 og janúar 1364 stig. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Bygg*ngarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stigágrunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 01.-10.04. 1986 INNLÁNMEÐSÉRKJÖRUM SJÁSÉRLISTA llli H Hii íí iiii íi ii INNLAN ÓVERÐTRYGGÐ SPARISJÓÐSBÆKUR Úbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.0 8.0 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 10,0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 6 mán.uppsogn 12.5 12.9 12.5 9.5 10.5 10.0 10.0 12.0 10.0 12mán.uppsögn 14.0 14.9 14.0 11.0 12.0 12.0 SPARNAÐUR - LANSRÉTTUR Sparaö3-5mán. 13,0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0 Sp.6mán.ogm. 13,0 13,0 9.0 11.0 10.0 10.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 INNLÁN VERDTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán.uppsogn 3.5 2.5 2.5 3.0 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.0 7.0 6.5 7,5 7.0 7.0 7.5 Sterlingspund 11.5 11.5 10.5 11.0 11.5 11.5 11,5 11.5 10.5 Vestur-þýsk mörk 4.5 4.5 3.5 4.0 3.5 4.0 3.5 3.5 4.0 Danskar krónur 9.5 9.5 7.0 8.0 7.0 7.5 7.0 7.0 8.0 ÚTLÁN ÖVERÐTRYGGÐ ALMENNIR VlXLAR (forvextir) 15.25 15,0 15.25 15.25 15.25 15,25 15.25 15.25 15.25 VIÐSKIPTAViXLAR 3) (forvextir) kge 19.5 kge 19.5 kge kge kge kgc ALMENN SKULDABRÉF 2) 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 3) kge 20,0 kge 20,0 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR yfihdrAttur 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Að 2 1/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lenqri en 2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU SJÁNEÐANMÁLS1) l)Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 9,25%, í Bandaríkjadollurum 9,0%, í sterlingspundum 13,25%, í vestur-þýskum mörkum 5,75%. 2)Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfúm, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunmn. Álafossmenn eru bjartsýnir þrátt fyrir allt og segja að nýju glansandi línunni hafi hvarvetna verið vel tekið. Myndin er úr verksmiðju Álafoss. Verður Þróunarfélagið hluthafi í Álafossi? Þróunarfélagið er engin læknissprauta, segir Gunnar Ragnars stjórnarmaður Á fundi sem Þróunarfélagið hélt á Akureyri fyrir skömmu var farið fram á það að félagið gerðist hluthafi í fyrirtækinu Álafossi. „Við ætlum að auka hlutaféð en það er ekkert sérstaklega verið að leita til Þróunarfélagsins,“ sagði Benedikt Antonsson, stjórnarformaður Álafoss. - En mun Þróunarfélagið hlaupa undir bagga með ullariðnaðinum og er félagið þá ekki að breytast í bjarg- ráðasjóð? Að sögn Gunnars Ragnars, stjórn- armanns Þróunarfélagsins, var mál Álafoss meðal þeirra sem kynnt voru á fundinum. „Almennt talað þá getur það oft verið þjóðhagslega hagkvæmt að rétta við fyrirtæki sem er komið í þrot og skynsamlegra að rétta því hjálparhönd en að stofna eitthvað nýtt. En Þróunarfélagið á ekki að vera læknissprauta fyrir fyrirtæki til þess að fleyta þeim áfram einhverja rnánuði," sagði Gunnar Ragnars. Undanfarið hefur mikið verið rætt um erfiðleikana í ullariðnaðinum í landinu og margir verið með svart- svnisspár. Benedikt Antonsson hjá Álafossi sagðist hins vegar vera bjart- sýnn á framtiðina: „Við vinnum að þróun á nýjum tegundum af hand- prjónagarni sem eru léttari og meira glansandi en venjulegt ullargam og nýju línunni frá Álafossi hefur hvar- vetna verið frábærlega tekið. Benedikt sagði ennfremur að það hefði gætt misskilnings í fjölmiðlum um stöðuna í ullariðnaðinum. Salan hefði eingöngu minnkað í hand- prjónagami en sala á tilbúnum fatn- aði ekki. _gjj HAGFRÆÐIMEÐ MORGUNMATNUM Næstkomandi fimmtudag boðar ICC - landsnefnd Alþjóða verslunar- ráðsins - til morgunverðarfundar í Átthagasal Hótel Sögu. Gestur fund- arins verður Dr. Eamonn Butler, framkvæmdastjóri Adam Smith Inst- itute í London og ritstjóri The British Insurance Broker Joumal. Dr. Butler er fæddur í Bretlandi 1952, lauk MA gráðu í hagfræði og sálarfræði ’74, doktorsgráðu í heimspeki ’77 og hefur skrifað sjö bækur um aðskiljanleg efni, meðal annars kenningar Heyeks og Friedmans. Hann hefur farið víða til að kynna hugmyndir sínar um leiðir til að draga úr ríkisrekstri og auka umsvif einkarekstrar. Megin- markmið landsnefndarinnar með því að bjóða honum hingað er að skýra nýjar hugmyndir sem efstar em á baugi í Evrópu um þessar mundir. Þær ganga undir nafninu „privatizat- ion“ sem hefur það verið íslenskað „frá ríkisrekstri til einkarekstrar" og hafa fjölmargar ráðstefnur verið haldnar á vegum ICC - Alþjóða versl- unarráðsins til þess að fjalla um reynslu Evrópu og leitun nýrra leiða á þessu sviði. -baj A kreditkorti til útlanda Dr. Eamonn Butler, morgunverðar- gestur ICC á íslandi. Viðskiptavinir Samvinnuferða- Landsýnar og Krediktkorta hf. geta nú greitt fyrir orlofsferðir sínar að öllu leyti með Eurocard kreditkorti. I frétt frá þessum fyrirtækjum segir að hægt sé að greiða staðfestingar- gjald með einu símtali, innborganir með Eurocard og sömuleiðis mánað- arlegar eftirstöðvar með mánaðar- legum afborgunum sem færðar eru inn á úttektarreikning viðkomandi korthafa hjá Kreditkortum hf. „Það er ljtil reynsla komin á þetta ennþá,“ sagði Helgi Daníelsson hjá Samvinnuferðum-Landsýn í samtali við DV í gær. „Samningarnir voru gerðir nú í vikunni. Þetta er ein leið til að mæta nútímanum því það er orðinn viðurkenndur viðskiptamáti að nota greiðslukort. Þetta er þægi- legra fyrir kúnnann," sagði Helgi. Að sögn munu Samvinnuferðir- Landsýn eigi að síður bjóða ferðir sínar með hefðbundnu greiðslufyrir- komulagi, en með þessum nýgerða samningi við Krediktkort hf. er riðið á vaðið með nýjung í átt til betri þjónustu við íslenska ferðalanga. -EH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.