Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 42
42 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Ólyginn sagði... Silvia Svíadrottning getur nú iitið tíu ár aftur í tímann með nokkru stolti. Þá var hún á leið til Svíþjóðar þvi opinbera átti trúlofun hennar og ríkisarf- ans, Karls Gústafs. Silvia hefur unnið hug og hjörtu lands- manna sem þreytast aldrei á að dást að drottningunni og börnunum þremur. 007 - Roger Moore hefur verið giftur sömu konunni i tuttugu og fimm ár. Hún er sú sem stjórnar öllu hans lífi, velur fötin, kvikmyndahlutverkin og vinina - Roger treystir öllum hennar athöfnum. Þegar hann var hæddur á blaðamannafundi fyrir yfirráð eiginkonunnar, Lu- isu, svaraði hann hinn rólegasti að á heimilinu væri hann samt sá sem alltaf ætti síðasta orðið - „já, elskan..." er vist sá gull- vægi endapunktur. Brigitte Nielsen er orðin þreytt á þeirri ímynd sem fjölmiðlar hafa dregið upp af henni eftir að hún giftist Sly Stallone. Hún segist alls ekki vera heimsk, gráðug og sam- viskulaus Ijóska og til þess að sanna ást sína á Stallone skal nú drifið í því að eiga eitt stykki barn. Síðasta slíkt sönnunar- gagn skildi hún reyndar eftir í höndum eiginmannsins þegar hið nýja samband við núverandi eiginmann varð allt í einu opin- bert. Sally leikur kanínu á forsíðu Playboy Hvað skyldi hafa fengið leikkon- Talsmaður Piaboy, Lawrence una frægu, Sally Field, sem tvisvar Groble, segir: „Það virðist vera hefur unnið til óskarsverðlauna, til algengt að stórstjömur dreymi um að prýða, íklædd kanínubúningi, að komast á forsíðu einhvers vin- forsíðu karlablaðsins Playboy? sæls tímarits sem höfðar fyrst og Hún sem er þekkt fyrir annað en fremst til kynhvatar lesenda. Áður það að viija leika einhverjar dúkk- hafa Barbra Streisand og Goldie ulísur. Jú, Sally Field, þrjátíu og Hawn prýtt forsíðu Playboy.“ níu ára, hélt að það gæti verið gaman. „Ég kæmi aldrei til með Stjörnur eins og Field. sem ekki að klæðast sem vændiskona í við- teljast til dæmigerðra Playboy- tali við ijadies’ Home Journal". fegurðardísa, „verða hálfvand- Bæði Field og Playboy voru ræðalegar ef þær eru spurðar“ ákveðin í að hætta við allt saman segir Groble, „en hún var til í að ef myndin yrði ekki nógu góð - og vera Playboy-stúlkan, kanínan og það sem Field lagði mesta áherslu allt. Or því hún var í viðtali á á var það að lærin sýndust ekki annað borð því þá ekki að fara alla of þykk, enda hafði hún grennt sig leið?“ í tvær vikur fyrir myndatökumar. -JSÞ þýddi Bara af því það er gaman: Þessi mynd af Sally Field birtist á forsíðu Playboy í mars. HUNDALÍF? Það er á hreinu - Winston er líklega einn gerspilltasti hundur sem fyrirfmnst í Evrópu allri. Hann á eigið svefnherbergi með himna- sæng, loðdýrin eru leikföngin hans og eigandinn, Shirley Watson, lætur ekki staðar numið þarna í dekrinu á dýrinu. Þau búa í Nort- hamptonshire í Englandi. Loftslag- ið fer ekki alltof vel í Winston að sögn Shirleyar og því verður hann að fara vel með sig - hundspottið. Hundafæða af gömlu gerðinni er ekki matur að hans dómi. Shirley sér því um að hann skorti ekki rækjur og rjómaís, líklega ekki svo slæmt þetta hundalíf þegar öll kurl eru komin til grafar! Á leið úr vinnu eftir fyrsta vinnu- dag að trúlofunartilkynningu lolp- inni. prins Andrew Hinn nýi titill Söruh Ferguson er víst prinsessa prins Andrew - fínt skal það vera - og heilmikið í lífinu breyttist fyrir handhafa tit- ilsins. Núna er mál málanna hvort Sarah - eða Fergie - fær að halda áfram að vinna á sínum gamla vinnustað eða ekki. Takist henni að stunda vinnuna í framtíðinni verður hún fyrsta konan í bresku konungsfjölskyldunni sem vinnur utan veggja hallarinnar. Fergie er ákveðin í því að láta ekki staðar numið og tíminn verður að skera úr um hvort henni tekst að halda óbreyttri stefnu. Fyrsta vinnudaginn eftir tilkynn- ingu um trúlofun hennar og Andrews varð lögreglan að ryðja götuna við vinnustaðinn og líf- verðir sátu yfir henni allan daginn. Þetta er því óleyst mál hvernig Fergie tekst að stunda atvinnu með slíku móti en það er haft eftir henni að á stefnuskránni fyrirfmnist ekki uppgjöf. Launað starf utan hallar- veggjanna er nokkuð sem hún ætlar ekki að gefa eftir og þrátt fyrir trúlofun hennar og prinsins. Gröfustjórinná meðfylgjandi mynd er enginn annar en Elton John sem þarna er að koma frá upptökum fyrir nýja lagið, Cry to the World. Þar kemur hann meðal annars fram í hlut- verki gröfustjóra og hefur af því til- efni lagt sig allan fram um að læra til verka - og að sögn kunnugra náð umtalsverðum ár- angri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.