Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 43
DV. MÁNUDAGUR 7. APRÍL1986. 43 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Stelpur ofan úr Breiðholti túlkuðu Friday Night úr kvikmyndinni Fame. Henny Hermannsdóttir samdi dansinn. í dansinn Dansskóli Hermanns Ragnars var með svonefnda uppskeruhátíð skól- ans í Laugardalshöll á dögunum og þar komu fram ýmsir nemendur skólans. Þetta er eins konar nem- endasýning sem miðuð er við að allir geti verið með. Skólinn, sem hóf starfsemi í gamla Skátaheimilinu við Snorrabraut árið 1958, sprengdi Broadway utan af sér í fyrra og því varð að snúa sér að Laugardalshöll núna. Þar var mikill mannfjöldi saman kominn, gestir og sýningar- fólk skemmti sér hið besta og engin þreytumerki voru sjáanleg á þessum fullorðna dansskóla. Framkvæmda- stjóri hans núna er dóttir stofnend- anna, Unnar Amgrímsdóttur og Hermanns Ragnars Stefánssonar, Henny Hermannsdóttir. Höllin var yfirgefm í miklum flýti. Þessi mynd er úr svefnherberginu. Múgurinn ruddist inn og allir vildu prófa að sitja í sætiforsetans. Hallarskoöun á Filippseyjum Mannfólkið skiptir um bústað með mismikilli skyndingu. Markos, forseti Filippseyja, var að flýta sér þegar hann flutti úr höllinni sinni og því var kannski ekki allt hárfínt á sínum stað þegar lýðurinn braust inn að valdbreytingu lokinni. Filipps- eyingar eru engir ribbaldar og því var engu rænt og ekkert skemmt í innrás múgsins. Menn létu sér nægja að tylla afturend- anum í stóla forsetans, máta skó frúarinnar og skoða myndirnar af fjölskyldunni í heimsókn hjá fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi. Og nú skömmu síðar er allt með kyrrum kjörum á eyjun- um, búið að laga til í höllinni og líklega hafa skópörin öll verið send með skilum á hinn nýja dvalarstað forsetafrúarinnar fyrr- verandi. Jafnvel við einkaskrifborð forsetans er eftirsótt að tylla sér. Fjárráða og frjáls: Stefanía af Mónakó Tuttugu og eins árs, ákveðin í að standa á eigin fótum svo framarlega sem það gefst friður fyrir fjölskyld- unni. Þann fyrsta febrúar var haldið afmæli í Mónakó - Stefanía prinsessa varð myndug og fjárráða. Tuttugu og eins árs og fékk þá afhentan hluta af móðurarfinum - þessi smáskerfur þar af taldi litlar sextíu milljónir króna. Furstafjölskyldan mætti á staðinn með af- mælisgjafir og hamingjuóskir. Uppáhaldsgjöfin var frá Stefano mági - eiginmanni Karólínu. Hann mætti á staðinn með bíllykla í vasanum og gengu þeir að hvítum Porche 928 með einkennisstöfunum Monaco 0021. Stebba varð villt af gleði og gleymdi næstum að Rainier pabbi var líka með lykla. Það voru húslyklar - sem eiga sér skrá í París. Nánar tiltekið á St. Germa- in-des-Prés í hjarta Parísarborgar og þar bíður lúxus- íbúð þess að eigandinri láti svo lítið að flytja inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.