Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 38
Ð V; MÁiNrUDAGUR Í.APRfU í986. 38 Vorveiði stangaveiðimanna: SJÓBIRTINGURINN „Hvar er hægt að komast í sjóbirt- ing? Við félagarnir höfum verið að spá í þetta og okkur langar að skreppa. En það er erfitt að fá upplýsingar, við ætlum eitthvað núna í apríl, en hvert?“ 1. apríl er kominn og veiðimenn biðu ekki boðanna, sjóbirtingurinn, vorveiði stangaveiðimanna, er haf- inn. Þeir sem stunda þetta sport bíða ekki og leggja af stað snemma á morgnana, það getur lítið stoppað veiðimenn. Allir veiðimenn hafa áhuga á að veiða snemma dags og fá fiska, en deilt er um vorveiði á sjóbirtingi, eru þetta ekki hálfgerð morð? Eða eins og einn veiðimaðurinn sagði: „Hér áður fyrr fór ég oft í vorveiði og þá eitthvað austur, þetta var gífurlega gaman og við veiddum vel. Eitt sinn veiddum við 60-70 sjóbirtinga og hann var svo gráðug- ur á, í hverju kasti, við tæmdum veiðistaðinn. Eftir að hafa séð þetta mörgum sinnum held ég að þetra sé að leyfa fiskinum að ganga til sjávar og veiða hann blessaðan þegar hann kemur aftur úr sjónum, feitur og fallegur. Þrátt fyrir vangaveltur um það hvort vorveiði sé æskileg munum við veiðimenn halda áfram að veiða sjóbirting. Það væri kannski ekki svo fáránlegt að vorveiðin væri eingöngu leyfð á flugu? Eða hvað finnst þér? En hvar er hægt að veiða? Hvar fá menn sjóbirting núna? Ef við byrjum á Varmá (Þorleifslæk) er Þó voru veiðimenn mættir í Þor- leifslæk, Geirlandsá og Ytri-Rangá. Við Ytri-Rangá var kalt og fyrsta morguninn var 8 gráða frost, en það var veitt. Var einhver að segja að veiðimenn hefðu ekki áhuga á veiði? G. Bender - en hvar er hægt að veiða hann? hægt að fá bæði sjóbirting og regn- bogasilung, fiskurinn veiðist víða í læknum. Á Hrauninu (Ölfusá) er góður vorveiðistaður og neðst við Ölfusá að vestan er bærinn Hraun. Sandar eru með ánni og er Hraun eftirsóttur staður til silungsveiða. I Eystri-Rangá er leyfð vorveiði og veiðivon þar töluverð. Ennþá aust- ar fara margir veiðimenn og má þar nefna Tungufljótið, Geirlandsá, Vatnamótin, Fossála, Hörgsá eða Grenlæk, en bændur voru að bjóða veiðileyfí í honum um daginn og Gunnar Bender seldu daginn á 1300 krónur, veiði getur veríð góð þar. Við höldum upp í Kjós, en norðan Esju og sunnan Hvalfjarðar er Kjósin, umlukt fjöllum, hálsum, heiðum og hafi. f Laxá i Kjós hefst sjóbirting- sveiðin 15. apríl og þar hefur veiðin vtírið þokkaleg á vorin. í Laxá í Leirársveit fara margir til veiða á hverj u vori og veiðist oft vel, bænd- ur hafa vissan fjölda veiðileyfa og hægt að fá veiðileyfi hjá þeim. Bestu veiðistaðirnir eru Laxfossinn og þar fyrir neðan og ofan. Leirá getur gefið góða veiði en erfitt er að fá veiðileyfi í henni. Úti á Snæfells- nesi veiðist eitthvað af silungi og Símon í Görðum býður veiðileyfi á Vorveiðin er hafln og veiðimenn byijaðir að fá hann. 100 krónur i apríl. Gæsung væri lík- lega hægt að veiða en gæsungur er aðeins mjórri en sjóbirtingur um sporðinn, en feitur og sprettharður, menn segja að gæsungur sé Græn- landslax og hann getur orðið vænn. Það er ýmislegt hægt að fara og veiða, með því stytta veiðimenn biðina eftir laxinum. Það kuldakast sem gengið hefur yfir landsmenn síðustu daga hefur sett strik í vorveiðina og færri farið fyrstu dagana en menn áttu von á. Veiðivon VEIÐIEYRAÐ Ármenn, félag áhugamanna um stangaveiði með flugu, ætla að halda „vorfagnað“ í sjálfstæðis- húsinu í Kópavogi, en það hús er í Hamraborginni, á fimmtudaginn kl. 8. Gylfi Pálsson, formaður Lands- sambands stangaveiðifélaga, mun flytja erindi og veglegt happdrætti verður, auk þessa mun ýmislegt verða á boðstólum. Það er sam- kvæmisklæðnaður, veiðivesti eða veiðihattur. Þór Guðjónsson veiðimálastjóri sagði starfi sínu lausu frá 1. apríl að telja, en þann dag hafði hann setið í 40 ár og mun landbúnaðar- ráðherra hafa farið fram á við Þór að hann sæti þar til nýr veiðimála- stjóri væri skipaður. Veiðimenn hafa töluvert spáð í hver það verði en þeir fimm sem sóttu eru: Ámi Isaksson, deildarstjóri á Veiðimála- stofnun; Gísli Már Gíslasson, dós- ent við Líffræðistofhun Háskóla íslands; Hákon Aðalsteinsson, rannsóknarmaður á Orkustofnun; Sigurður Guðjónsson, verkefhis- stjóri á Veiðimálastofnun og Sig- urður R. Þórðarson, verkefnisstjóri hjá Alpan hf. á Eyrarbakka. Hver hlýtur „hnossið" er óvíst og sýnist sitt hveijum. Við spáum Áma ís- akssyni starfinu og ekki orð um það meira. Nýlega kom félagsblað Stanga- veiðfélags Reflavíkur út og kennir þar margra grasa. Kynnt er veiði- svæðið Hamrar í Grímsnesi, rætt um villta laxastofna og hvort þeir séu í hættu, nokkur orð um Heiðar- vatn í Mýrdal, hvert stefni í stanga- veiðimálum og verð í veiðiám fé- lagsins og hvað veiddist í þeim í fyrra. Stangaveiðifélag Keflavíkur býður upp á veiðileyfi í Flókadalsá, Hömmm, Hallá, Langá á Mýmm, Heiðarvatni, Vatnamótum, Geir- landsá og Seltjöm eins og greint er ffá í blaði þeirra. Ritstjóri er Guðjón Sigbjömsson en ábyrgðar- maður Sigmar Ingason, formaður félagsins. Laugardagsins fyrir páska biðu margir með töluverðum eftirvænt- ingi, dorgkeppni átti að halda á Mývatni og böfðu margir skráð sig í keppnina. En veðurguðirnir tóku í taumana og ekkert varð af dorg- inu. Við höfum heyrt að laugar- daginn 12. apríl eigi að reyna aftur og skulum vona að betur viðri þá. Landssamband stangaveiðifélaga ætlar að halda veiðimannaráð- stefnu á Hótel Loftleiðum dagana 26.-27. apríl. Þar verður víst fléttað saman fróðleik og skemmtun. Báða dagana verða fluttir fyrirlestrar og munu þessir flytja erindi: Vilhjálm- ur Lúðvíksson, Kolbeinn Grímsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Jón Kristj- ánsson, Skúli Hauksson, Hans Nordeng ffá Háskólanum í Osló, Hannes Hafstein, Stefán Jónsson og Rafn Hafnfjörð. Ekki hefur verið haldin svona ráðstefna áður og verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst. Ekkert verður af sýningunni „Stangveiði" sem haldin var í fyrsta skipti í fyrra og tókst vel og sem veiðimenn vonuðu að yrði árlega. Heyrst hefur að svoleiðis sýning verði á þriggja ára fresti. En, sem sagt, veiðimannaráðstefnan verður í ár og er þetta gott tækifæri til að ffæðast um veiðiskapinn. Mætir þú ekki? Veiðileyfi og aftur veiðileyfi, hugsa margir veiðimenn þessa dag- ana. Mjög misjafnt er hvað veiði- menn ætla að fá sér mörg veiðileyfi í sumar en við heyrðum að sumir væru komnir með 40 daga, aðrir með 45 og einn og einn með 50 daga. Við nefnum engin nöfn en... DV hefur eitt blaða birt veiðitölur fyrir sumarið 1985 og þar varð smáskekkja hjá Veiðimálastofnun, tölur um veiði í Laugardalsá höfðu eitthvað skolast til. Veiðin var 421 lax en ekki 363, það munar um minna og rétt skal vera rétt. G.Bender Veiðikofinn við Korpu hefur geymt margan veiðimanninn en hann gerir það liklega ekki lengur því í vetur hefur hann tekist á loft og endað aldur sinn niðri í fjöru. Það er margt sem gerist á veturna. DV-mynd G.Bender Veiðimenn eru farnir að kíkja og athuga hvort eitthvað sé að sjá. Myndin er tekin við Korpu (Úlfarsá) i vikunni og menn þóttust hafa séð silung. DV-mynd G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.