Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Blaðsíða 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986.
Spurningin
Finnst þér líklegt að
bensínverð haldist niðri?
Hörður Steinþórsson póstafgreiöslu-
maður: Ég er ekki bjartsýnn á það,
en ég vona bara að þeir fari ekki að
skammta bensín eins og þeir hér
óður.
Jón Ármann Jakobsson skólastjóri:
Ég er bjartsýnn, jó, ég held alla vega
að það hækki ekkert ofboðslega,
verði ekki sama og það var. En það
fer nú varla neðar, það má ekki fara
niður fyrir kostnaðarverð.
Guðmundur Erlendsson húsasmiður:
Ég efa það, eftir 3 mánuði gæti það
farið að stíga, en fer varla eins hátt
og það var.
Sveinn Amgrímsson nemi: Jó, og ég
held að það fari eitthvað neðar, þó
ég vilji ekki giska á neina tölu.
Helgi Vigfússon, í sjálfsmennsku: Ég
býst við að svo verði. Mér kæmi ekki
á óvart þó það færi nokkru neðar,
að þegar kæmi fram á haustið fengj-
um við bensín ó 22 krónor lítrann.
Helga Sigurbjörasdóttir bílstjóri:
Verðum við ekki að vona það, en það
fer ekki neðar.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Bifreiðatryggingar:
Ósvrfni tvyggingafélaga
Bifreiðaeigandi skrifar:
Loksins kom að því að samtök laun-
þega vöknuðu við margendurtekna
ósvífni tryggingafélaganna í hækk-
unum á bifreiðatryggingum.
Nú taka félögin sig saman, eitt fyr-
ir öll og öll fyrir eitt og hækka á einu
bretti tryggingar um 22%. Síðar kem-
ur í ljós að ekki er þörf nema fyrir
19%!
Ekki vantar að maður fái bréf með
gíróseðlinum undir ávarpinu: Agæti
bifreiðaeigandi!
Sjálfsábyrgðin hækkar í kr. 5600 og
er það nú eitt hneykslið og efni í heila
skýrslugerð. Hér er stórhneyksli í
uppsiglingu og dugar ekkert að rétt-
læta þessa hækkun með því að segja
að greiðendur fái nú góð „kjör“ með
því að mega skipta greiðslum. Það
eru landsþekkt kjör í öllum viðskipt-
um nú orðið.
Tryggingafélögin geta ekki skorist
úr leik í þeim efnum að halda í við
þjónustugjöld sín eins og aðrir aðilar
í landinu, eftir hina nýgerðu kjara-
samninga. - Hér verður að koma til
harðorð mótmælaalda frá almenningi
og opinberum ráðamönnum. Annað
verður ekki við unað.
Viðskiptaráðherra hefur réttilega
tekið undir með þorra landsmanna
og hann er dyggilega studdur í bar-
óttu sinni.
Raunar eru tryggingafélög og olíu-
félög þær þjónustugreinar, sem hvað
ósvífnastar eru og snúa báðar að bif-
reiðaeigendum og útgjöldum þeirra.
Ég er ekki einn þeirra, sem eru
hlynntir ríkisafskiptum, en þessar
tvær þjónustugreinar eru þær, sem
mér finnst að ættu skilyrðislaust að
Loksins kom að því að samtök launþega vöknuðu við margendurtekna
ósvífni tryggingafélaganna í hækkunum á bifreiðatryggingum, segir bréfrit-
ari.
heyra beint undir ríkið svo ósvífnar
eru aðferðir þessara félaga í garð við-
skiptavina sinna.
Hvað er t.d. að ske í sambandi við
bensínsölu? Engin greiðslukort leyfð
og ekki við það komandi að aðrir sem
selja bensín megi selja það á lægra
verði, þótt einstaklingar vilji, eins og
dæmið um þá í Botnsskálanum sann-
ar.
Þá gefur forstjóri Olís út greinar-
gerð í fjölmiðlum og segir að bensín
sé bara aldrei selt á heildsöluverði!
Öll eru afskipti olíu- og tryggingafé-
laganna á einn veg. Til skammar.
Steinrunnin þjónusta á bensínstöðv-
um og frekar taka þeir falskar ávísan-
ir en að taka greiðslukort sem er þó
sennilega öruggasti greiðslumátinn
þegar beinhörðum peningum sleppir.
Ávísanir teknar sem greiðsla þegar
bankar eru ekki opnir, geta hæglega
verið falskar og einskis virði. En olíu-
félögin segja þá: „Við erum ekki á
móti greiðslukortum, Það er bara
þetta með „tölvuna" hún ræður ekki
við þetta ef við förum að lána við-
skiptamönnum"!
Burt með ósvífni tryggingafélaga
og olíufélaga.
Uppáhaldsíþrótt
eldri borgara
Lárus Hermannsson skrifar:
Ég er einn af fjölmörgum hér í bæ
sem dansa gömlu dansana. En það
er ekki í mörg hús að venda, aðeins
um helgar og í húsakynnum sem
ekki er hægt að hrópa húrra fyrir.
Hótel Borg hefur verið með þessa
dansa á sunnudögum án sérstakrar
hrifhingar gesta. Kosturinn þar er
þó sá að kraftmikil og skemmtileg
hljómsveit ásamt söngkonunni vin-
sælu og ágætu, Kristbjörgu Löve,
hefur leikið þar undir stjóm Jóns
Sigurðssonar. En nú er hún hætt
með hljómsveitinni og er mörgum
eftirsjá að henni.
En einn staður hefur nú auglýst
gömlu dansana, ó sunnudagskvöld-
um, og það er Sigtún við Suður-
landsbraut. Þar stjómar Sigmar
Pétursson, hinn gamalkunni kappi.
Mörgum finnst mjög ánægjulegt að
ekki skuli vera einn staður sem ein-
okar þessa uppáhaldsíþrótt eldri
borgara og á Sigmar miklar þakkir
skildar. Við vonum að starfið þar
eflist og þróist og að verði góð að-
sókn þessar fjórar klukkustundir
hvert sunnudagskvöld. En Sigmar
hefur ekki aðeins opnað hús fyrir
eldri dansara, heldur eru húsakynn-
in ákaflega huggulega hönnuð í
hólf og gólf með speglaröðum um-
hverfis þar sem hver og einn getur
fylgst með fallega stignúm dans-
sporum sínum og annarra. Með og
tilheyrandi setuhólfum fyrir þá sem
vilja fjarlægja sig frá hávaða hljóm-
sveitar, eða hafa næði til samræðna.
Sem hlýtur einnig að vera vinsælt
fyrir alla aldurshópa, ekki síst okk-
ar yndislegu æsku sem á enn eftir
að ganga gegnum tilhugalífið og
ástarævintýrin. Því þama geta allir
fundið eitthvað við sitt hæfi.
óskilum
A.N. hringdi:
Ég vil vekja athygli á því að hér
fyrir utan sjoppuna mina við Ný-
býlaveg 10 í Kópavogi er reihjól í
óskilum. Það er gult karlmannshjól
með lukt, fremur gamalt. Eflaust
hefur það verið tekið ófrjálsrí hendi
og sá eða sú sem tók það síðan ekki
þurft að nota það meira og því ski-
lið það eftir. Eigandi þess er vin-
samlegast beðinn um að koma og
sækja það og hafa samband við
Gunnar í sjoppunni.
Sama blóð
í Bubba
og Hauki
Jón Bjarnason skrifar:
Þar heyrðuð þið það, krakkar,
Bubbi er langbesti poppari landsins.
Ó sei, sei, strákurinn er frændi Hauks
Morthens, jú ætli það heyrist ekki
að það er gott blóð í stráknum. Víst
er það svo. Haukur hefur aldeilis ekki
verið neitt blávatn þann tíma sem
hann hefur verið í sviðsljósinu með
sína undurfögm og skemmtilegu
rödd. Hann kann að syngja, Haukur,
og því ekki neitt skrítið þó strákur-
inn, frændi hans, hafi einhverja
tilburði. En Haukur, hann stendur
Bubba litla svo langtum framar að
það er engan veginn hægt að búast
við því að nokkur einasta sála geti
með nokkm móti notað á þá sömu
mælistiku, hvað þá meir.
Þegar Haukur var ungur eins og
Bubbi þá var óskaplega gaman að
heyra hann syngja, söng svo ljómandi
vel, poppið sem þá var. Og það var
ekki verra popp en það sem nú hey-
rist hjá unga fólkinu. Til eru fræ er
eitt þessara óviðjafnanlegu laga sem
grípa mann við fyrstu hlustun. Það
hefði enginn getað sungið nándar
nærri eins vel og Haukur - enda
reyna menn það ekki einu sinni, það
er svo út í hött, alveg fjarri öllu lagi.
Ég vil biðja unga fólkið að kynna
sér þetta lag og mörg fleiri óviðjafn-
anleg lög sem Haukur söng þegar
hann var upp á sitt besta, þau em
miklu betri á allan hátt en það sem
ég heyri stundum núna - þetta er nú
alltaf í útvarpinu, ekki hægt að opna
það öðruvísi, þau em þar alltaf þessi
óskalög unga fólksins, þar á meðal
Bubbi. Þá vil ég frekar fá Hauk.
Innihaldslausir textar
María og Rebekka skrifa:
Hafið þið nokkurn tíma pælt í því
af hverju Hebbi syngur á ensku?
Hafið þið einhvem tíma hlustað á
textana hans? Ef svo er ekki þá ráð-
legg ég ykkur að gera það. Við höfum
nú ekki hlustað mikið á tónlistina
hans, en maður kemst varla hjá því
að heyra Can’t walk away og Can’t
forget. Eftir að hafa snúið nokkrum
línum yfir á íslensku komumst við
að sömu niðurstöðu og hver mann-
eskja með heilbrigða skynsemi
kæmist að ef hún kærði sig um. Nið-
urstaðan er sú að ef hann hefði sungið
á íslensku hefðum við álitið hann eitt-
hvað skrítinn. Textamir eru inni-
haldslítið og væmið bull, og þó að
Herbert geti kannski sungið er hann
ekkert æðislega góður söngvari og
langt fjarri því að vera besti söngvari
í heimi, en það lásum við í DV um
daginn.
Hann lýsti því yfir í þættinum Á
líðandi stundu að hann ætlaði þessa
tónlist til útflutnings. Geti hann það
munum við taka ofan fyrir honum,
því eigi tónlist að verða vinsæl þá
verður hún að hafa grípandi laglínu
og hana teljum við tónlist Hebba ekki
hafa.
„...þó að Herbert geti kannski sung-
ið er hann ekkert æðislega góður
söngvari.“