Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Blaðsíða 29
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 8. APRÍL1986. 29 Sviðsliós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Fyrir um íjörutíu árum æfðu önnur feðgin skyldar listir hérna á Is- landi. Þorfinnur Isaksson með dóttur sína, Magneu. Myndin er tekin á Norðfirði. Síðar tóku þau djarfari stefnu í jafnvægislistinni. Húsið að Þverholti 11 Tímaritið Newspaper Techniques birti í febrúarhefti sínu grein um nýbyggt hús við Þverholt 11 í Reykjavík, Islandi. Eins og margir vita er hér um DV-húsið að ræða. Greinarhöfundur, Siegfried Diergardt, nefnir i upphafi að „það hafi litið út sem undur í augum Reykvíkinga þegar DV fiutti allt i einu ofan úr Síðumúla - þar sem vinna var í fullum gangi löstudaginn 22. nóvember og hóf starfsemi í Þverholti mánudaginn 25. nóvember. Hið nýja hús hafði laumast upp án þess að verulega væri tek- ið eftir því, það var ekki fyrr en starfsemin flutti að fólk áttaði sig á þvi hvað hafði gerst“. Síðan segir frá húsnæðismálum blaðsins fyrir fiutningana, að starfsem- in hafi verið dreifð um borgina og haft samtals 1780 fermetra gólfpláss, en nú sé hún nær öll á einum stað og hafi um ,3000 fermetra gólfpláss. Þá er og farið nokkrum orðum um ýmis tæknileg atriði við vinnslu blaðsins, einkum varðandi tölvuvæðinguna. Að lokum er þess getið að tækjabúnaður og aðstaða DV standist strön- gustu kröfur og jafnist á við það sem best þekkist í Evrópu og Ameríku. -JSÞ Konunglejur klæðaskápur Karl Bret'aprins á bæjarins besta fataskáp í London - og þótt víðar væri leitað. Hinn konunglegi klæðaskápur telur rúmlega eitt hundrað jakkaföt, jafnmikinn gölda einkennisbúninga, óteljandi skyrtur og hlaða af skóm. í Buck- ingham Palace er eitt fataherbergi fyrir prinsinn og annað í Kensing- Hvítur einkennisbúningur til að klæðast í hitabeltinu. ton Palace þar sem hann býr. Engin jakkaföt kosta undir sjötíu þúsund krónum og skyrturnar eru allar handsaumaðar. Einkennisbúning- unum er öllum pakkað í plast og þeir eru svo vandaðir að endingar- tíminn er sennilega lengri en á skrokki prinsins. Því er hentugra að gæta vel að línunum svo ótrú- legir fjármunir tapist ekki gersam- lega á nokkrum vikum - matgræðgi er sumsé bönnuð í höllinni. Verðandi kóngar þurfa að passa i pils, fínir fætur eru stórt atriði. Her hans hátignar er hafður glerf- Hefðbundin jakkaföt eru líka nauð- ínn í tauinu. synjaplagg - þessi kosta lágmark um sjötiu þúsund krónur. Ólyginn sagði... Gillian Taylforth er ung, nýuppgötvuð leikkona sem nýtur nú mikiila vinsælda i Bretlandi fyrir leik sinn í þáttum sem kallast EastEnders. Það olli talsverðu fjaðrafoki þegar hún lýsti þvi yfir að hún svæfi aldrei ein, hvort sem hún ætti kærasta eða ekki þá kæmi ekki til greina að hafa engan i rúminu hjá sér. Og henni duga ekki minna en tveir hverja nótt! Reyndar hafa þeir ekkert með ástarlíf hennar að gera þvi þeir eru báðir lif- lausir, heita Bubble og Squeak og eru bangsar. Þess vegna varð fjaðrafokið þó ekki meira. Tony Curtis hefur verið boðið að koma fram i Dynasty og há laun eru i boði. Það er samt ekki fjárupphæðin sem mest er talað um vestra ?essa dagana heldur mótleikar- inn. Janet Leigh skal það verða að dómi stjórnenda en þau Tony og Janet voru eitt sinn harðgift. Við skitnaðinn lenti allt i bál og brand og hafa þau ekki talað sam- an aukatekið orð siðan. Janet Leigh segir þau hafa skilið vegna nísku Curtis. Hann víldi, aö hennar sögn, ekki lánað öldruðum föður Janet aura og neitunin varð til þess aö faðirinn stytti sér aldur nokkrum dögum síöar. Harð- brjósta fír, Curtis, og leikkonan dáða gerði sér lítiö fyrir og henti honum umsvifalaust á dyr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.