Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Blaðsíða 3
3 Flugslysið á Snæfellsnesi: Snjóbílamir voru bestu leitartækin - því að þyrlurnar þoldu ekki ísinguna við Ljósufjoll „Snjóbílar voru bestu björgunar- tækin við þær aðstæður sem voru í Ljósuíjöllum þegar flugslysið varð. Þar var snarvitlaust veður og því ekki hægt að gera betur en gert var,“ sagði Hannes Hafstein, framkvæmda- stjóri SVFÍ. Enginn snjóbíll er til á norðanverðu Snæfellsnesi. Því varð að fara þangað með snjóbíla af Stór-Reykjavíkur- svæðinu og úr Borgarfirði. „Héðan fóru einnig mjög vanir og færir fjall- göngumenn með mikla reynslu," sagði Hannes. Það var reynt að leita með þyrlum á svæðinu við Ljósufjöll. Þyrlurnar gátu lítið gert vegna ísingar. „Þyrlur geta ekki leyst allan vanda eins og oft hefur verið sagt, ekki við þau skil- yrði sem voru við Ljósufjöll," sagði Hannes. „Jú, það er rétt að gallinn við þyrl- Yfir tíu tíma stans- laust flug „Jú, það er rétt. Flugmennirnir Sig- urjón Einarsson og Snæbjörn Guð- bjömsson unnu geysilega gott starf í sambandi við leitina á TF-ORM. Þeir voru á yfir tíu tíma stanslausu flugi yfir leitarsvæðinu," sagði Pétur Ein- arsson flugmálastjóri þegar hann var spurður um gott starf flugmanna Flugmálastjórnar á TF-DCA. Pétur sagði að þeir Sigurjón og Snæbjöm hafi oft með hæfni sinni bjargað mönnum og veitt ómetanlega aðstoð. TF-DCA sá um fjarskipti á leitarsvæðinu og flugmenn vélarinn- ar leiðbeindu leitarmönnum í leitinni að TF-ORM. -SOS 361 m fyrir neðan fjallstopp Það er Ijóst að fall TF-ORM hefur verið mikið þegar flugvél- in var yfir Ljósufjöllum. Hér á myndinni má sjá flugvélina í fjallshlíðinni á milli írafells og Botna-Skyrtunnu. Flugvélin var í 640 metra hæð, eða 361 metra fyrir neðan fjallstopp. DV-mynd: GVA urnar er að þæt þola ekki ísingu. Það eru aðeins' örfáar tilraunaþyriur í heiminum sem þola ísingu," sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri. Pétur sagði að þyrla hefði komið að góðu gagni ef aðeins skárra veður hefði verið á leitarsvæðinu. „Það munaði ekki miklu. Það er svo ekki hægt að loka augunum fyrir því að ekkert annað tæki í heiminum hefði getað leyst það verkefni sem þyrla Landhelgisgæslunnar gerði um nótt- ina í Ljósufjöllum. Að na í hina slösuðu menn upp í fjallshlíðina," sagði Pétur. -sos BITTKORT AUAlíHf með Samvinnuferðum-Landsýn Frá staðfestingargjaldi - með einu símtali Tilafborgana - fyrir eða eftir heimkomu ÞETTA ER EINSTAKT BOÐ Á ÍSLANDI 06 BÝÐST EINUNGIS ÞEINISEM HAFA EUROCARD í raun og veru er þarna um tvenns konar þjónustu að ræða: Staðfestingargjald (hvort sem er á staðnum eða í gegn um síma), eða innborgun á ferðjalla undir hina hefðbundnu notkun kreditkorts. Greiðsla afborgana og vaxta af láni Samvinnuferða-Landsýnar fer fram samkvæmt alveg nýju þjónustufyrirkomulagi: |=URÖ EURÖ ™ Grundvöllur KREPg er sá að korthafanum er treyst. Hann þarf ekki að verða sér úti um ábyrgðarmenn, heldur skrifar hann undir samning um viðskiptaskuld, rétt eins og þegar hann undirritar úttektarseðil. DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986. Fréttir Fréttir Fréttir EUROCARD - GILDARA EN ÞIG GRUNAR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.