Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Síða 26
26 DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986. Andlát Guðmunda Þórunn Gísladóttir lést 28. mars sl. Hún fæddist 20. janúar 1893 í Eymu á Eyrarbakka, dóttir hjónanna Margrétar Guðmundsdótt- ur og Gísla Jónssonar. Guðmunda giftist Engilbert Magnússyni, en hann lést árið 1955. Þeim hjónum varð ekki barna auðið. Útför Guð- mundu verður gerð frá Dómkirkj- unni í dag kl. 13.30. Snorri Jónsson lést 31. mars sl. Hann fæddist i Bolungarvík 10. júlí 1911. Hann var sonur hjónanna frú Elísa- betar Hafliðadóttur og Jóns Jareds Hafliðasonar. Snorri var kvæntur Björgu Kristjánsdóttur og eignuðust þau tvö börn. Björg og Snorri slitu samvistum eftir nokkurra ára sam- búð. Síðustu áratugina hefur Snorri búið með frú Margréti Halldórsdótt- ur. Flest starfsár sín hefur Snorri stundað verslunarstörf, ýmist sjálf- stætt eða í þjónustu annarra. Útför Snorra verður gerð frá Fossvogska- pellu í dag kl. 15. Guðmundur Kristjánsson lést 29. mars sl. Hann fæddist í Vestmanna- eyjum 23. júní 1915. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigríður Kristj- ánsdóttir frá Eskifirði. Útför Guðmundar verður gerð frá Kópa- vogskirkju miðvikudaginn 9. apríl kl. 15. Gerða Ólafsson verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 10. apríl kl. 13.30. Útför Jónínu Eyþóru Guðmunds- dóttur, Hringbraut 73, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudag- inn 8. apríl kl. 13.30. Guðmundur Kristjánsson frá Vest- mannaeyjum, Alfhólsvegi 153, verður jarðsunginn frá Kópavogs- kirkju miðvikudaginn 9. apríl kl. 15. Kveðjuathöfn um Finn Þorleifsson, sem lést 29. mars fer fram í Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 10. apríl kl. 10.30. Jarðsett verður frá Staðar- hólskirkju föstudaginn 11. apríl kl. 14. Vestfjarðarleið fer frá Umferðar- miðstöðinni kl. 8. Geirrún Ivarsdóttir, verður jarð- sungin frá Kotstrandarkirkju mið- vikudaginn 9. apríl kl. 14. Tilkynningar Sigurður Jónasson deildarstjóri, Grýtubakka 24, Reykjavík, er látinn. Guðmundur Lúðvík Þorsteinsson, Ólafsvegi 19, Ólafsfirði, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, sunnudaginn 6. apríl. Júlíus Davíðsson, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, andaðist sunnudag- inn 6. apríl. Magnús Sigurjónsson úrsmiður, Nes- haga 14, lést í Landspítalanum 4. apríl. Guðmundur Konráðsson andaðist á Hvítabandi 6. apríl. Sigurður Auðunsson, hagræðingar- ráðunautur, Efrahvoli, Mosfells- sveit, lést af slysförum laugardaginn 5. apríl. Útför Einöru A. Jónsdóttur sauma- kennara, Þórsgötu 21, er lést 27. mars, verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. apríl kl. 13.30. 23 ÖÓOA# OÁTUg Heimiliskrossgátur Út er komið annað hefti af Heimilis- krossgátum. í blaðinu eru 23 góðar gátur, þrautir, barnaefni og fleira. Blaðið kostar 95 krónur. Garðyrkjufélag íslands Laukarnir tilbúnir til afhendingar. Opið þessa viku til föstudags frá kl. 14-18. ■ aystí! VINNURETTUR Ný útgáfa Vinnuréttur Út er komin hjá Máli og menningu bókin Vinnuréttur ný útgáfa, eftir Arnmund Backman og Gunnar Ey- dal. Er þetta önnur útgáfa verksins, mjög aukin og endurbætt, en það kom fyrst út 1978. Tilgangur bókarinnar er, eins og höfundar segja í íörmálsorðum, „að gefa almennt yfirlit vfir meginefni vinnuréttar á íslandi.“ í sérstökum köflum er íjallað um stéttarfélög, kjarasamninga, vinnudeilur og verk- föll, réttindi og skyldur atvinnurek- enda og starfsmanna og bætur og tryggingar. Með atriðisorðaskrá og spássíugreinum er reynt að gera Vinnurétt að sem aðgengilegasti handbók fyrir launþega og atvinnu- rekendur, en heimildaskrá og skrá yfir dóma og lög auðvelda notkun hennar þeim sem fást við málefni vinnuréttar að staðaldri. Auk nýrrar lagasetningar voru það ekki síst þeir fjölmörgu dómar, sem fallið hafa á síðustu 7 árum, sem gert höfðu end- urskoðun fyrri útgáfunnar tíma- bæra. Vinnuréttur ný útgáfa er 216 blaðsíður að stærð og unninn í Prentsmiðjunni Hólum hf. Flugslys á Snæfellsnesi 1959 Síðasta flugslys á Snæfellsnesi var. 1959 en ekki 1941. Fjögurra sæta flug- vél, TF-EVE Cessna 180, frá Bimi Pálssyni fórst í Sátudal á Snæfellsnesi 24. apríl 1959 á leið til Reykjavíkur í sjúkraflugi. Þrír létust í slysinu. -sos Utvarp Sjónvarp Halldór Halldórsson prentari: Mánudagar oft þungir Eftir að hafa kynnt mér dagskrá útvarps og sjónvarps í gærkvöldi get ég ekki sagt að hún hafi boðið upp á íjölbreytni. En þrátt fyrir það er ekki þar með sagt að dagskráin hafi verið alvond því til dæmis daglegt mál Amar ðlafssonar var mjög áheyrilegt. Svo var einnig erindið um daginn og veginn sem flutt var af séra Þorbergi Kristjánssyni. Bæði var efnið áhugavert og vel flutt. Leikrit Strindbergs, Til Damaskus, er sjálfsagt gott verk en helst til of þungt á mánudegi. Ég svissaði því fljótlega yfir á sjónvarpið og barði þar augum Landsmót ungmennafé- lags íslands í Keflavík 1985. Þetta var hressileg mynd en mjög sundur- slitin enda verkefnið stórt. Þama þeyttu íþróttamenn og -konur kringlum og spjótum en enginn hafði hina minnstu hugmynd um hversu langt. Annars er alltaf skemmtilegur blær yfir þessu landsmóti. Kanadíska myndin, Önnur veröld, fannst mér mjög áhrifamikil og vel gerð. Á meðan ég horfði á hana hef- ur Martin Berkofsky píanóleikari sennilega átt stórleik með sinfóníu- hljómsveitinni í útvarpinu, en það er erfitt að þjóna tveim herrum sam- tímis. Annars var þessi mánudags- dagskrá nokkuð þung, það er eins og það fylgi alltaf mánudögum. -JSÞ Afmæli 80 ára verður á morgun, miðvikudag- inn 9. apríl, Guðrún Bjömsdóttir, nú til heimilis að Dalbraut 25, þjónustu- íbúðum aldraðra. Hún og eigin- maður hennar, Guðbjörn Benedikts- son, vona að sem flestir vinir og vandamenn sjái sér fært að heilsa upp á þau og þiggja kaffi i aðalsaln- um að Dalbraut 27 frá kl. 20 á afmælisdaginn. 90 ára afmæli á í dag, 8. apríl, frú Halldóra Ásmundsdóttir, Lindargötu 52, Reykjavík. Hún verður að heiman í dag. Tapað-Fundið Auglýsingaskilti í óskilum Rautt auglýsingaskilti, sem stóð fyrir utan Sól Salon á horni Laugavegar og Snorrabrautar, hvarf um miðjan mars. Þetta er eina skiltið sinnar gerðar hér á landi. Hæðin er 120x80 cm og vegur 20 kg. 1500 króna fund- arlaun fyrir þann sem getur bent á hvar það er að finna. Fundir — Kvennadeild Skagfirðingafé- lagsins í Reykjavík er með félagsfund í Drangey, Síðu- múla 35, miðvikudaginn 9. apríl kl. 20.30. Þar verður rætt um fjáröflun 1. maí og spilað bingó. Helgi fékk 120 þúsund Helgi Ólafsson hafnaði í 3.-7. sæti á opna New York-skákmótinu sem lauk i nótt. Hlaut Helgi sex og hálfan vinning og tæpa þrjú þúsund dollara í verðlaun eða um 120 þúsund krónur. Ungverjinn Sax og Tékkinn Smej- kal urðu jafnir með sjö vinninga af níu mögulegum. Tefla þeir í dag hrað- einvígi um efsta sætið. í lokaumferðinni sömdu jafntefli Helgi og Djuric frá Júgóslavíu, Mar- geir og Frias frá Chile, Karl og Alburt frá Bandaríkjunum en Jón L. vann Zaltsman frá Bandaríkjunum. Jón L. hlaut sex vinninga ásamt níu öðrum skákmönnum, Margeir fimm og hálfan og Karl fimm vinninga. -KMU Pétur samdi til 70 daga við Lakers: Allt að 30 leikir eftir Sextugur er í dag, 8. apríl, Davíð Kr. Jensson, byggingaeftirlitsmaður hjá Pósti og síma, til heimilis að Langa- gerði 60, Reykjavík. Davið dvelst nú ásamt konu sinni, Jennýju Haralds- dóttur, og tveimur dætrum þeirra, í leyfi á Kanaríeyjum. „Þetta er auðvitað stórkostlegt, launin út af fyrir sig eru í lágmarki en að fá þennan samning núna gefur miklu betri möguleika næsta ár og meiri en ef ég hefði byrjað með liðinu sem nýliði í haust,“ sagði Pétur Guð- mundsson körfuknattleiksmaður í morgun. Þá var nýþornað blekið á undirritun samnings um að hann leiki með Los Angeles Lakers, frægasta atvinnumannaliði í körfuknattleik. Það ber meistaratitilinn í Bandaríkj- unum frá í fyrra. Lakers Ijúka við fjóra síðustu leiki í undankeppni NBA-deiIdarinnar fram á sunnudag. I þrem úrslitahrin- um geta orðið allt að 26 leikir. Pétur verður því örugglega í sviðsljósinu jafnt hér og vestra fram í júní. Hjá Lakers á hann tvo tíu daga samninga að baki, sem færðu honum nú 70 daga samning eftir góða frammistöðu með- al frægustu körfuknattleiksmanna heims. Pétur vildi ekki gefa upp laun- in sín. „Þetta eru nýliðalaun, meðal- laun í deildinni eru rúmlega milljón krónur á mánuði en hæstu mánaðar- launin eru nálægt tíu milljónum króna.“ -HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.