Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986. 9 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Hittast Gor- batsjov og Reagan í júlí? Reagan Bandaríkjaforseti og Ana- toly Dobrynin, fráfarandi sendiherra Sovétríkjanna í Washington, hittast í dag til viðræðna sem menn telja að geti orðið undanfari leiðtogafundar risaveldanna síðar á þessu ári. Bera viðræðumar í dag upp á sama tímann sem Bandaríkjamenn eru að undirbúa nýjar tilraunir með kjama- vopn en þær árétta enn andstöðu Bandaríkjastjómar við banni Sovét- stjómarinnar á tilraunum við kjama- vopn sem Kremlverjar telja lykilinn að afvopnun (kjamavopna). Frá því í nóvember í vetur, þegar Reagan og Gorbatsjov urðu ásáttir um það á fundi þeirra í Genf að hittast aftur á þessu ári í Bandaríkjunum, hafa Bandaríkjamenn lagt upp úr því að Moskva ætti frumkvæðið að slíkum fundi. Hafa þeir kvartað undan því að Rússar virtust tregir til. En í gær lét háttsettur embættismaður i Was- hington eftir sér hafa að Moskvu- stjómin hefði veitt Dobrynin sendiherra umboð til viðræðna við Reagan til undirbúnings leiðtogafundi hans og Gorbatsjovs. Fyrst er þó að ákveða fund utanríkisráðherranna, Eduard Shevardnadze og George Shultz, til undirbúnings fyrir fund yfir- manna þeirra. Dobrynin, sem verið hefúr sendi- herra í Washington í aldarfiórðung, hitti Shultz að máli í gær en í orði kveðnu var það til þess að kveðja. Hitt hefur kvisast að hann hafi fært Shultz mikilvæg skilaboð Moskvu- stjómarinnar varðandi utanríkisráð- herrafund. Helst er rætt um júní eða júh' í sum- ar sem líklegastan fundartíma fyrir Gorbatsjov og Reagan. Reagan og Gorbatsjov, leiðtogar risaveldanna, hittust í Genf í vetur og urðu ásáttir um að eiga annan fund á þessu ári. Segja kengúr- ur ofveiddar í Ástralíu Samtök dýravemdunarmanna í Ástralíu sögðu í gær að allt að sex milljón kengúrur hefðu veiðst í Ástra- h'u í fyrra, þrisvar sinnum fleiri en má samkvæmt opinberu leyfi stjóm- valda. Talsmaður opinbers náttúmvemd- arráðs landsins hefúr aftur á móti neitað fúllyrðingum dýravemdunar- manna og segir þær ýkjur einar. Dýravemdunarmenn segja að veiði- menn með veiðileyfi frá hinu opinbera veiði allt að helmingi fleiri kengúrur árlega en þeir mega og nefiiir sem dæmi að í fyrra hafi löglegir veiðimenn veitt helmingi fleiri dýr í Queensland ríki en heimild var gefin fyrir. Segja vemdunarmenn ennfremur hafa undir höndum gögn er sanni að yfir helmingi fleiri kengúmskinn hafi verið flutt út frá Ástralíu en opinberar tölur segja til um. Harðsnúni Hany í bovgarstjóra- kosningum Bæjarbúar í heimabæ leikarans Clint Eastwood ganga í dag til at- kvæða í kosningum sem gætu leitt til hlutverkaskipta hjá „Harðsnúna Harry“ og komið honum í bæjar- stjórastólinn. Hinn 55 ára gamli Clint Eastwood bauð sig fram gegn Charlotte Tow- nsend, sem verið hefur borgarstjóri í Carmel, sem er við sjávarsíðuna um 240 km sunnan við San Franc- isco. Þar hefur Eastwood búið síðustu fjórtán árin. Eastwood þykir hafa farið fremur hljóðlega fram í kosningabaráttunni og háð hana á gmndvelli kosninga- loforða um betri borgarstjóm. Hjá hinu fór þó ekki. Hvar sem „Harðsn- únj Harry“ lét sjá sig, ætlaði allt af göflunum að ganga. T.d. hafði hann ekki verið nema fimm mínútur á gangi um götu í Carmen síðasta sunnudag til þess að heilsa kjósend- um og öðrum vegfarendum með handabandi þegar um 2000 manna lið var komið á hæla á honum og elti. Undir lokin stakk hann sér inn í verslun og forðaði sér út bakdyra- megin. Tveir aðrir vom í framboði, en annar þeirra dró sig í hlé í síðustu viku og kvaðst styðja Eastwood. Skoðanakannanir gáfu til kynna að rúm 60% styddu Eastwood og 25% Townsend. Clint Eastwood eða „Harðsnúni Harry“ á atkvæðaveiðum í heiimabæ sínum Carmen, þar sem hann er í framboði sem borgar- stjóraefni. FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTAN S21Sra,i 17111 hæð Til sölu eru nú þegar eftir- talin fyrirtæki: Veitingastaðir með vinleyfi Barnafataverslanir Vefnaðarvöruverslanir Fatabúðir Videoleigur Sjoppur Kjörbúðir með kvöldsöluleyfi Kjötbúðir Matvöruverslanir með videoleigum Byggingavöruverslun Heildsölur Fiskbúð Bilaverkstæði Bjórpöbb Pylsuvagn Prentsmiðja_____ Einangrunarverksmiðja Kjötvinnsla Harðfiskverkun og -sala Ryðvarnarskáli og margt fleira Matvöruverslun með kjötvinnslu ósk- ast. Fiskbúðir óskast á söluskrá Sölumenn: Magnús Sigurjónsson, hs. 79542, Birgir Þorvaldsson. hs. 15299. %SANYö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.