Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Blaðsíða 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JONAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI11,SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111
Prentun: ARVAKUR H F. -Askriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
N
Ofsækja neytendur
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka kostnað heimil-
anna í landinu með því að selja landbúnaðarráðherra
sjálfdæmi um að leggja 200% gjald á innfluttar búvör-
ur, ef þær eru ódýrari en innlendar. Hún hefur lagt fram
lagafrumvarp um þessa atlögu að hagsmunum neytenda.
Landbúnaðarflokkarnir, sem stjórna þjóðfélaginu,
verja þessa árás með því að segja innflutta búvöru vera
í ýmsum tilvikum greidda niður af erlendum stjórn-
völdum og raska samkeppnisaðstöðu íslenzkra bænda.
Þessi gamalkunna fullyrðing er afar villandi.
í öllum framleiðslugreinum eru einhvers staðar til í
heiminum aðilar með svo hagkvæman rekstur, að þeir
geta boðið lágt verð. I öðrum löndum kveina framleið-
endur og heimta opinberan stuðning til að standast
samkeppnina, þrátt fyrir sinn eigin óhagkvæma rekstur.
í búvöru ráða Bandaríkin og ýmis önnur hagkvæmn-
isríki hinu lága verði, sem er á heimsmarkaði. Þar
greiða stjórnvöld ekki niður útflutning, allra sízt á
kartöfluflögum, þótt ríkisstjórnin hér virðist halda slíku
fram. Þess vegna er heimsmarkaðsverðið rétt verð.
í öðrum löndum kveina síðan óhagkvæmir framleið-
endur og heimta opinberan stuðning. Þannig urðu til
útflutningsuppbæturnar í Efnahagsbandalaginu. Mark-
mið þeirra er að vernda eigin landbúnað gegn arðbærum
landbúnaði, sem ekki þarf á stuðningi að halda.
I hvert skipti sem stjórnvöld ákveða að grípa til
stuðnings við óarðbæra framleiðslu á heimamarkaði,
eru þau að styðja hagsmuni framleiðenda á kostnað
hagsmuna hinna, sem nota vöruna. Neytendum er mein-
að að njóta hins lága og rétta heimsmarkaðsverðs.
í hvert skipti sem stjórnvöld ákveða að grípa til
stuðnings við óarðbæra framleiðslu í útflutningi eru
þau að styðja hagsmuni erlendra neytenda á kostnað
innlendra skattgreiðenda. Gott er, ef erlend stjórnvöld
vilja lækka á þann hátt kostnað íslenzkra neytenda.
Framfarir í erlendum landbúnaði eru slíkar, að fyrir-
sjáanlegt er gífurlegt og varanlegt offramboð á heims-
markaði. Þeir, sem eru kaupendur á þeim markaði, njóta
hins lága verðs, eflds kaupmáttar og rýrnandi verð-
bólgu, - nema stjórnvöld reyni að spilla þessum hagnaði.
Að sjálfsögðu lýsir það hreinni fyrirlitningu á hags-
munum neytenda, þegar Framsóknarflokkurinn og
Sjálfstæðisflokkurinn, við fögnuð Alþýðubandalagsins,
selja landbúnaðarráðherra sjálfdæmi um að leggja 200%
toll á hvaða innflutta búvöru, sem honum sýnist.
Þ egar þröngir hagsmunir landbúnaðarins eru í húfi,
eru þessir stjórnmálaflokkar fljótir að gleyma forsend-
um nýgerðra kjarasamninga, baráttunni við verðbólgu
og umræðunni um fátækt í.landinu. í þessu máli sýna
þeir eins og fyrr, hvar hjarta þeirra slær, - í fortíðinni.
Arás frumvarps þríflokkanna á neytendur kemur að
sjálfsögðu harðast niður á þeim, sem minnsta mega sín.
Fátækasti hluti þjóðarinnar finnur mest fyrir tilraunum
meirihluta Alþingis til að halda uppi óeðlilega háu verði
á matvælum í landinu.
Frumvarpið er ekki orðið að lögum enn. Komið hefur
í ljós, að innan Sjálfstæðisflokksins eru sumir ekki
hrifnir af framgöngu ráðherra sinna í máli þessu. Þeir
eiga erfitt uppdráttar, því að sjálfur flokksformaðurinn
er umboðsmaður annars kartöfluflögu-kjördæmisins.
Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þessa
magnaða óþurftarmáls á Alþingi á næstu dögum. Al-
menningur getur orðið ýmiss vísari um stjórnmálin.
Jónas Kristjánsson
„Og það er vissulega kapítuli út af fyrir sig hvemig vinnubrögð rikisvaldið og Alþingi viðhefur varðandi
skiptingu fjár til verkefna í sveitarfélögunum.“
Færam vald frá
ríki til bæja
Oftlega heyrist minnst á „aukið
sjálfsforræði sveitarfélaga" í máli
stjómmálamanna. Og það virðist
engu skipta hvar menn eru í flokki
fastir; allir virðast sammála þeirri
meginhugmynd að færa eigi vald írá
ríkinu til hinna kjömu fulltrúa í
sveitarfélögunum. f þeirri stefnu sjá
menn skerta miðstýringu, aukna
valddreifingu og síðast en ekki síst
að það séu þeir sem þekkja málin
hvað best - heimamenn - sem eigi
að ráða ferðinni á sem flestum svið-
um.
En í íslenskri pólitík em orð eitt
en athafhir eitthvað allt annað. Því
er það svo að þrátt fyrir tiltölulega
samhljóma kór þegar talað er um
nauðsyn ó auknu sjálfsforræði sveit-
arfélaga, þannig að verkefnum sé í
ríkara mæli vísað til sveitarstjóm-
anna, þá hefúr lítið sem ekkert gerst
í þeim efnum. Þvert á móti hefur
þróunin verið í öfuga ótt. Það em
t.d. ekki mörg ár síðan lögreglan var
á hendi sveitarfélaganna. Nú er rík-
ið með alla stjóm þeirra mála á sinni
könnu.
Tregða á framsali valds
Það er einnig lítið en talandi dæmi
um þá tregðu, sem til staðar er hjá
ríkisvaldinu varðandi framsal á
valdi frá ríki til sveitarfélaga, að
framkomnar hugmyndir um að færa
veitingu vínveitingaleyfa til veit-
ingahúsa heim í hérað frá ráðherra
hafa valdið miklum titringi og and-
stöðu. Nú er það vissulega ekkert
aðalatriði í þessu samhengi að ák-
vörðunarvaldið í veitingu leyfa til
vínveitinga liggi heima í héraði.
Mörg önnur mál em miklu meira
aðkallandi í því sambandi. En engu
að síður segir þetta dálitla sögu um
þá tregðu sem til staðar er í ríkis-
valdinu. Því röksemdir, sem heyrst
hafa gegn því að heimamenn ákvarði
um áfengismálin, em þær m.a. að
þrýstingur verði of mikill ó hina
kjömu fulltrúa heimamanna og þeir
geti ekki tekið óvilhalla eða hlut-
læga afstöðu til mála. En spumingin
er þá þessi: Hvað með alla hina stóm
málaflokkana? Má yfirfæra þessar
röksemdir yfir á aðra veigameiri
málaflokka? Þýðir þetta í raun að
kjömum fulltrúum í sveitarstjómum
er ekki treyst til að bera ábyrgð,
taka ákvarðanir.
Ég undirstrika að þetta dæmi um
áfengismálin er langt frá því tekið
vegna þess að það sé fyrst í ein-
hverri forgangsröð. Það er mér
ekkert keppikefli að sveitarstjómir
fái þau undir sinn hatt, þótt segja
megi að mglingsleg stjóm þeirra
móla í tíð núverandi dómsmálaráð-
herra kalli á róttækar breytingar í
þessum efnum.
Fleiri dæmi má nefna. Þær hug-
GUÐMUNDUR ÁRNI
STEFÁNSSON
BÆJARFULLTRÚI ALÞÝÐU-
FLOKKSINS í HAFNARFIRÐI
myndir em á kreiki í ráðuneytinu,
og að hluta til komnar til fram-
kvæmda, að tollgæslan í Reykjavík
sjái einnig um afgreiðslu þeirra mála
í Hafnarfirði. Það liggur hins vegar
fyrir að þeim málum hefur verið
sinnt með mikilli prýði í Hafnarfirði
og tollafgreiðsla verið hröð og skil-
virk. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð-
herra hefur hins vegar séð ástæðu
til að færa yfirstjóm þeirra mála til
höfuðborgarinnar - til Reykjavíkur.
Sama er uppi á teningnum varð-
andi löggæsluna á hinu svokallaða
Stór-Reýkjavíkursvæði. Hugmyndir
em uppi um það að það verði lög-
reglustjórinn í Reykjavík sem hafi
þau mál með höndum. Við Hafn-
firðingar erum ekkert hrifnir af
slíkum ráðstöfúnum. Höfúm vel
þjálfað og skipulagt lögreglulið í
Firðinum sem er öllum hnútum
kunnugt i sinni heimabyggð, teljum
óstæðulaust að færa ókvörðunar-
vald í þessum efnum til Reykjavíkur.
Ekki ber að líta svo á að ég sé að
hafna augljósum hugmyndum til
hagræðingar því oft er réttlætanlegt
að steypa saman þjónustu og stofn-
unum sem em dreifðar og veikburða
hver um sig. En því er ekki að heilsa
í þeim dæmum sem hér hafa verið
nefnd.
Skuldseigt ríkisvald
En talandi um aukið sjálfsforræði
sveitarfélaga þá sér vitanlega hver
maður að verkefhi verða ekki færð
frá ríki til sveitarfélaga án þess að
tekjustofnar fylgi. Og það er vissu-
lega kapítuli út af fyrir sig hvemig
vinnubrögð ríkisvaldið og Alþingi
viðhefur varðandi skiptingu fjár til
verkefna í sveitarfélögunum. Fjölda-
mörg verkefni víða um land em
sameiginlega á hendi sveitarfélag-
anna og ríkisvaldsins og fjánnögnun
samkvæmt fastmótuðum reglum þar
um.
í Hafnarfirði hafa samskipti bæjar-
ins og ríkisvaldsins hins vegar verið
á þeim nótum að ef ævinlega væri
beðið eftir boðuðum framlögum rík-
isins til brýnna framkvæmda, s.s.
skólabygginga, dagvistarheimila og
fleira, þá hefði lítið orðið úr fram-
kvæmdum. Framlag ríkisvaldsins
skilar sér nefnilega hneykslanlega
seint og illa. Því er það regla fremur
en undantekning að bæjarfélög verði
að fjármagna hlut ríkisvaldsins í við-
komandi verkefni um lengri eða
skemmri tíma. Þannig er nú t.d.
skuld ríkisins við Hafnarfjarðarbæ
um 50 milljónir króna.
Snakk eða ákvarðanir
Hér hefur aðeins verið drepið á
örfáa þætti þessá máls. Hitt vil ég
leggja ríka áherslu á, að þessu móli
verður aldrei þokað áfram með
snakkinu einu saman og sveitar-
stjómarlagafrumvarp félagsmála-
ráðherra, sem nú liggur fyrir
þinginu, tekur aðeins að litlum hluta
ó aðkallandi ákvörðunum í þessa
vem.
Víst er það ekki óþekkt að sjaldn-
ast er vald framselt með góðu og því
er að hluta til skiljanleg út frá því
sjónarmiði sú tregða sem ríkir á
Alþingi og hjá ríkisvaldinu varðandi
hreinar og klárar tillögur um verk-
efnaflutning frá ríki til bæja. Það
verður þó að gera þær kröfúr til
þingmanna að þeir sýni hreinskilni
í þessum málum en tali ekki þvert
um hug sér. Ef menn vilja aukið
sjálfsforræði sveitarfélaga, en ekki
bara að tala um það, þá vantar að
sjó borðliggjandi dæmi þar um. Þau
hafa sést á stundum í þinginu í formi
frumvarpa eða þingsályktunartil-
lagna. Undantekning er ef þau mól
fá hins vegar einhverja afgreiðslu.
Flest dagar þau uppi eða em útvötn-
uð, eins og raunar er reglan um
langflest þau mál sem lögð em fram
á þingi.
Guðmundur Árni Stefánsson.
a „Ef menn vilja aukið sjálfsforræði
^ sveitarfélaga, en ekki bara að tala um
það, þá vantar að sjá borðliggjandi dæmi
þar um.“