Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐ JUDAGUR 8. APRÍL1986. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Hvammstangahlaup 12. apríl Hvammstangahlaup USVH fer fram laugardaginn 12. apríl og hefst kl. 14 við féiagsheimilió. Karlar hlaupa 8 km, konur, sveinar og drengir 3 km, stelpur, strákar, telpur og piltar 1,5 km. Þátttökutilkynning- ar þurl'a að berast í síðasta lagi 10. apríl til Páls Sigurðssonar. símar 95-1328 og 1310 eða Flemming Jess- en, símar 95-1368 og 1367. Víðavangshlaup IR sum- ardaginn fyrsta Víðavangshlaup ÍR fer fram á sum- ardaginn fyrsta - fimmtudaginn 24. apríl í 71. sinn og hefst cins og áður klukkan 14.00. Hlaupin verður svipuð leið og und- anfarin 20 ár. Byrjað í Hljómskála- garðinum vestanverðum og eftir hlaup í garðinum og hring suður í Vatnsmýrina suður að flugvelli verð- ur síðan endað í Tjarnargötunni rétt við gamla Tjarnarbió. Hlaupið, sem er tæpra 4 km langt, er bæði einstaklingshlaup og sveita- keppni félaga. Karlar keppa í þriggja, fimm og tíu manna sveitum auk þriggja manna sveitar 30 ára og eldri. Konur í þriggja kvenna sveít og þá er einnig keppt í þriggja sveina sveit og þriggja meyja sveit. Sigurvegari hlaupsins hlýtur hinn veglega Morgunblaðsbikar til varð- veislu. Sigurvegari 1985 var Sigurður P. Sigmundsson FH. Keppt er um mjög veglega sveita- bikara er Morgunblaðið hefur gefið. Þátttökutilkynningar þurfa að ber- ast til Guðmundar Þórarinssonar eða í síma 10082 í síðasta lagi sunnudag- inn 20. apríl. Þátttökugjald er að þessu sinni 200 krónur. Verðlaunafhendingin fer fram í ÍR-húsinu við Túngötu sama dag kl. 16.00 þar sem keppendum og starfs- fólki verður boðið upp á hrcssingu. Þetta er elsta frjáisíþróttakeppni landsins og fylgir vorkomunni og ætti að vera öllum keppikefli að hafa hlaupið eða farið í gegn sem mann- dómspróf einstaklingsins. BECKENBAUER •• VALDIHONESS - sem lék síðast landsleik gegn íslandi fyrir sjö árum Frá Atla Hilmarssyni, fréttaritara DV í V-þýskalandi: „Ég hef engu að tapa. Þetta er gott tækifæri og ég mun reyna að tryggja mér sæti til Mexíkó. Ef það tækist þá yrði það það mesta sem ég hef náð á mínum ferli,“ sagði Dieter Höness, hinn 33 ára gamli sóknar- leikmaður Bayern Miinchen en hann var um helgina valinn í v-þýska landsliðshópinn er mæta mun Belg- um. „Höness mun byrja leikinn á mið- vikudaginn. Hann sýndi reyndar ekkert sérstakt gegn Kaiserslautern en það var erfitt að skína í þeim leik,“ sagði Beckenbauer sem fygld- ist með leik Bayern á laugardaginn. Höness lék síðast landsleik fyrir sjö árum, þá á Laugardalsvellinum í 3-1 sigri þýskra. Hann skoraði tvö mörk í þeim leik en hefur ekki fengið tæki- færi síðan með landsliðinu. Ástæðan fyrir því að Höness er valinn nú er fyrst og fremst slæm meiðsli sóknarmannanna Pierre Littbarski og Rudi Völler. -fros Tímar • Dieter Höness, hinn 33 ára gamli leikmaður Bayern Munchen á ný í vestur-þýska landsliðshópnum. hjá samtökum 1. er sömdu Jock hættur . Kunzt er markahæstur i I Frá Atla Hilmarssyni, fréttaritara DV í V-Þýskalandi: I Stefan Kunzt er nú markahæsti Ileikmaður v-þýsku Bundesligunn- ar i knattspyrnu. Kunzt sem leikur | með liði Bochum hefur skorað 20 mörk í deildinni til þessa. Frank Neubarth, Werder Bremen og Karl Allgöver Stuttgart fylgja honum fast á eftir með nitján mörk. Af íslendingunum hefur Ásgeir Sigurvinsson skorað mest eða sjö mörk, Lárus Guðmundsson hefur I Jock Wallace sem verið hefur fram- kvæmdastjóri skoska knattspyrnufé- lagsins Glasgow Rangers hefur hætt störfum hjá félaginu þegar sjö mán- uðir eru eftir af samningi hans. Miklar líkur eru taldar á því að Gra- eme Souness taki við af Wallace sem „leikandi stjóri“. Rangers mistókst að vinna titil á þessu txmabili og á í ströggli með að tryggja sér rétt til að leika í Evrópukeppni. Samtök leikmanna í 1. deild í knatt- spyrnunni og Sjóvá sömdu fyrir helgi en tryggingarfélagið hefur tekið að sér að tryggja leikmenn í fyrstu deild. 25 leikmenn hjá hverju liði deildar- innar verða tryggðir. Bætur þær er Sjóvá skuldbindur sig til að greiða eru fimm þúsund krónur á viku, með tveggja vikna biðtíma. Leikmaður þarf að greiða skoraðscxogAtliEðvaldssontvö. j • Derby County sigraði Gillingham í 3. deildinni ensku í gærkvöldi, 2-0. -SK Námskeið um byggingu íþróttahúsa SeKbss með 7 flokka í úrslitum Mikill áhugi er hjá mörgum sveitar- félögum um byggingu íþróttahúsa. Fyrirhugaðar eru byggingar allt að þrjátíu íþróttahúsa á næstu árum. Hér er um umtalsverðar fjárfestingar að ræða því áætla má byggingar- kostnað iþróttahúsa á bilinu 25-35 milljónir króna, eftir því hvaða bygg- ingargerð er valin. Sveitarfélög og íþróttafélög leita þvi leiða til þess að koma upp hagkvæmum og hentug- um íþróttahúsum á ekki alltof löngum tíma. Ákveðið er því að efna til sérstaks námskeiðs um skipulagningu og verkefnastjómun í sambandi við undirbúning og byggingu íþrótta- húsa. Á þessu námskeiði verður fjallað um kröfur hinna ýmsu áhuga- aðila um byggingu íþróttahúsanna, bygginga- og verkefnisstjórn. Þá verður fjallað um gerð starfs- og kostnaðaráætlana svo og fjármögn- unarleiðir. Farið verður yfir helstu atriði, sem varða byggingu íþrótta- húsa og einkum þau er orðið gætu til lækkunar á stofn- og rekstrar- kostnaði þeirra. Námskeið þettaverður haldið dag- anna 11.-12. apríl næstkomandi og er þegar góð þátttaka á námskeiðið. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða verkfræðingarnir Jón Hjalta- lín Magnússon og Gunnar Torfason og veita þeir allar nánari upplýsing- Frá Sveini Sigurðssyni, blaðamanni DV á Selfossi: Greinilegt er að mjög mikil gróska er í handknattleiknum um þessar mundir hér á Selfossi. Selfyssingar sendu sjö flokka til keppni í yfirstandandi íslandsmóti og fimm þeirra eru nú komnir í úr- slit. Það eru eftirtaldir flokkar: 2. flokkur karla, 3. flokkur karla, 4. flokkur karla, 6. flokkur karla og 4. flokkur kvenna. -SK. -fr. E3Í-51. mswwn fTRSK?*- var staðreynd. Juventus fékk mörg tækifæri til að skora í leikn- um, einkum þeir Antonio Ca- brini, Michael Laudrup og Michel Platini, en ekkert heppnaðist. Á sama tíma sigraði Roma Sampdoria, 1-0. Eina mark leiks- ins skoraði miðheijinn Franc- esco Graziani á 73. mín. Gífurlegur fögnuður var í Róma- borg eftir sigurinn þegar fréttist að Juventus hefði tapað í Flor- ence. Dansað á götum langt fram á nótt. Sigurinn var þó dýr. Pól- veijinn Boniek og aðalmarka- skorari Roma, Roberto Pruzzo, meiddust í leiknum og komu varamenn í þeirra stað. Þá var Brasilíumaðurinn Toninho Cerezo rekinn af velli á 71. mín. eða rétt áður en sigurmarkið var skorað. í innbyrðisviðureign Milano-liðanna sigraði Inter, 1-0. Giuseppe Minaudo skoraði eina mark leiksins á 77. mín. Hann lék í stað Þjóðverjans Karl-Heinz Rummenigge, sem á við meiðsli að stríða. Lecce féll i 2. deild á sunnudag eftir jafntefli, 1-1, við Pisa. hsím Fram - Fyikir Einn leikur fer fram á Reykja- víkurmótinu i knattspyrnu í kvöld. Fram leikur gegn Fylki á gervigrasinu í Laugardal og hefst leikur liðanna klukkan hálfníu. Framarar sigruðu KR-inga í sín- um fyrsta leik en leikur Fylkis í kvöld er fyrsti leikur liðsins i mótinu. -SK. Hafa unnið tvisvar Sú leiða villa slæddist inn á íþrótta- siðu í gær að Liverpool hefði aldrei sigrað í ensku bikarkeppninni. það er ekki rétt. Liðið hefur tvivegis unn- ið þann titil, 1965 og 1974. Liverpool aðdáendur eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. -fros Allt gengur nú á afturfótunum hjá Evrópumeisturum Juventus, tap gegn Fiorentina á sunnudag og Torino-liðið hefur nú aðeins eins stigs forustu á Roma í 1. deildinni ítölsku. Um tíma í vetur hafði Juventus átta stiga forustu. Aðeins þijár umferðir eftir og Rómar-liðið virðist eiga léttari leiki eftir. Leikur í Pisa nk. sunnudag, síðan heimaleik gegn Lecce en lokaleikurinn verður í Como. Juventus á eftir að leika við Sampdoria og Lecce á útivöll- um en AC Milano heima. Fyrirliði argentínska landsliðs- ins, Daniel Passarella, skoraði fyrra mark Fiorentina gegn Ju- ventus með þrumuskalla í sínum síðasta leik fyrir italska liðið. Hann heldur nú i æfingabúðir argentínska landsliðsins fyrir HM í Mexíkó. Næsta leiktímabil mun hann leika með Inter Milano. Síðara markið skoraði Nicola Berti á síðustu mínútu leiksins i 2-0 sigrinum og fyrsta tap Juventus í Florence í sex ár • Daniel Pasarella, fyrirliði argentínska landsliðsins í knatt- spyrnu, lék í síðasta skipti með Fiorentina gegn Juventus og skoraði glæsilegt mark með skalla. • Ólafur Lárusson dæmir í 1. deild- inni í sumar. Ólafur dæmir í 1. deild - tekur sæti Kjartans Tómassonar frá Akureyri Frá Þráni Stefánssyni, fréttamanni DV á Akureyri. Kjartan Tómasson, knattspyrnu- dómari í Þór hér á Akureyri, sem dæmdi í 1. deildinni sl. sumar, hefur ákveðið að dæma ekki í sumar. Ólaf- ur Lárusson, KR, er varadómari fyrir 1. deildina og mun taka við dómara- störfum Kjartans þar i sumar. -hsím Hrun hjá Juventus - hefur nú aðeins eins stigs fonistu á Roma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.