Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Blaðsíða 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986. 17 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Dóra Sif sigurvegari á fímleikamóti í Belgíu - íslenska kvennalandsliðið sigraði á mótinu íslenska kvennalandsliðið í fim- leikum sigraði á alþóðlegu fimleika- móti í Torhout í Belgíu á sunnudag og Dóra Sif Óskarsdóttir, Gerplu, varð i fyrsta sæti í einstaklings- keppninni. Keppendur voru 24. Island hlaut 93,50 stig. Belgia varð i öðru sæti með 92,05 stig og Holland í þriðja sæti. Dóra Sif hlaut mjög góða einkunn, þegar hun sigraði, eða 33,90 stig. Síð- an komu tvær belgískar stúlkur en jafnar í f'jórða sæti urðu Lára Hrafn- kelsdóttir, Björk, og Ingibjörg Sigfúsdóttir, Armanni, með 29,20 stig. íslenska piltalandsliðið var í þriðja sæti á mótinu. Holland sigraði, - hlaut 144,70 stig. Belgía í öðru sæti með 143,60 stig og ísland í þriðja með 125,20 stig. Davíð Ingason, Ármanni, var bestur íslensku keppendanna. Varð í tíunda sæti. Islenska fimleika- fólkið kemur heim í dag úr keppnis- förinni. -hsím Vésteinn kastaði kringlunni 63,40 m - Sigurður Einarsson náði mjög góðum árangri í spjótkasti. ís- lendingar sigursælir á mótum í frjálsum íþróttum í USA ■■Shbhhhh n< sr ■ in igur deildar leikmanna iviðSjóvá 1500 krónur úr eigin vasa en mun fá greitt úr sjóðnum hafi hann slasast við æfingar eða keppni og svo fram- arlega sem hann sé á lista viðkom- andi félags. Sjóvá og samtök leikmannanna hafa að öðru leyti séð um að greiða trygginguna niður. Samningurinn er sá fyrsti í þessum dúr hér á landi en fordæmi eru fyrir slíkum samningum á hinum Norð- urlöndunum. Frá Ólafi Guðgeirssyni, blaðamanni DV í Bandaríkjunum: Vésteinn Hafsteinsson kringlu- kastari virðist vera í miklu og góðu formi þessa dagana. Fyrir skömmu náði hann einum albesta árangri í kringlukasti í heimninum er hann kastaði 63,98 metra. Um siðustu helgi keppti Vésteinn ásamt mörgum frjálsíþróttamönnum íslenskum á miklu móti í Cape Girardeaö í Misso- uri. Vésteinn náði mjög góðum árangri og kastaði 63,40 metra og sigraði á mótinu. Eggert Bogason keppti einnig í kringlukastinu en náði sér ekki vel á strik. Eggert kastaði 55,50 metra. Hann keppti einnig í sleggjukasti og kastaði 54,50 metra og hafnaði í þriðja sæti. Sigurður mjög góður í spjótinu • Iris Grönfeldt keppti í spjótkasti og sigraði með 52,60 metra kasti. Sig- urður Einarsson er til alls líklegur um þessar mundir og um helgina kastaði hann nýja spjótinu 77,16 metra sem er með betri árangri sem náðst hefur í heiminum í ár. Að sögn frjálsíþróttafólksins íslenska telur það Sigurð vera í mjög góðri æfingu og hann eigi eftir að ná enn betri árangri í framtíðinni. • Kristján Harðarson keppti í lang- stökki og var nokkuð frá sínu besta. Kristján stökk 7,05 metra. • Ragnhildur Ólafsdóttir keppti í boðhlaupum og vann sveit Ragn- hildar bæði hlaupin. Fyrra boð- hlaupið var 4x800 metrar en í því síðara voru hlaupnir 400, 800, 1200 og 1600 metrar. • Stefán Þór Stefánsson keppti í tugþraut í Austin í Texas og hlaut Stefán 6.800 stig sem er nokkuð mik- ið frá íslandsmetinu. Ekki náðist í Stefán í gær en þó frétti ég að hann hefði hlaupið 100 metrana á 10,90 sekúndum, stokkið 7,05 metra í lang- stökki, kastað kringlu 30 metra, kúlunni 10,58 metra, stokkið 3,40 metra í stangarstökki og kastað spjótinu 52 metra slétta. Steaua gegn meisturum M. Plastica - í Evrópukeppninni í handknattleik Stórliðin Steaua, Búkarest, Rúm- eníu, og Metaloplastica Sabac, Júgóslaviu, drógust saman í undan- úrslitum Evrópukeppni meistaraliða í handknattleiknum þegar nýlega var dregið í undaúrslit í Evrópumótin þijú. Júgóslavneska liðið er núver- andi Evrópumeistari. í hinum leikn- um leika Wvbrzeze Gdansk, Póllandi, og Atletico Madrid, Spáni. í Evrópukeppni bikarhafa leika annars vegar saman Minaur Baia Mare, Rúmeníu, og Grosswallstadt, Vestur-Þýskalandi en hins vegar Epitök Veszprem, Ungverjalandi, og Barcelona, Spáni. I IHF-keppninni leika Tecnisa Alic- ante, Spáni, og Lugi, Lundi, Svíþjóð, annars vegar en í hinum leikjunum í undanúrslitum Raba Vasas Eto Györ, Ungveijalandi, og Proleter Zrenjanin, Júgóslavíu. -hsím • íslenska frjálsíþróttafólkið hefur æft af miklu kappi undanfarið og er til alls líklegt á komandi mótum. Þeir Vésteinn Hafsteinsson kringlu- kastari og Sigurður Einarsson spjótkastari eru greinilega á meðal þeirra bestu í sínum greinum í heim- inum og verður fróðlegt að fylgjast með árangri þeirra í sumar. -SK | • Sigmar Þröstur Óskarsson I I I I 1 I hyggst ffytja til Reykjavíkur Frá Þrání Stefánssyni, frétta- I I * I I • Vésteinn hefur sýnt það og sann- að á mótum i kringlukasti í Bandarikjunum að hann er kominn í fremstu röð í heiminum. Um helg- ina kastaði hann 63,40 metra sem er mjög góður árangur. Imanni DV á Akureyri. I Markvörðurinn kunni í hand- I knattleik, Sigmar Þröstur | “ Óskarsson frá Vestmannaeyum, ■ I sem var einn af adalmönnum KA | ■ i 1. deildinni í vetur, hefur ákveð-1 I ið að flytja til Reykjavikur á I Inæstunni. Hann mun því ekki I leika með KA á Akureyri næsta * ■ Ieiktimabil. Það er áfall fyrir I ■ KA-menn að missa þennan Z | snjalla markvörð úr liði sínu. | • Á þessari mynd sést hluti þeirra handknattleiksmanna frá Selfossi sem unnið hafa sér rétt til að leika í úrslitum yngri fiokka yfirstandandi íslandsmóts í handknattleik. IBR KRR REYKJAVIKURMOT MEISTARAFLOKKUR í kvöld kl. 20.30 FRAM - FYLKIR Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL FIRMAKEPPNI Firmakeppni HK í innanhússknattspyrnu fer fram í íþróttahúsi Digraness 18., 19. og 20. apríl næstkom- andi. Leiktími 2x10 mín. Þátttökutilkynning tilkynnist Lárusi S. Ásgeirssyni í heimasíma 46324 og í vinnusíma 28777 fyrir 15. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.