Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Qupperneq 4
4
DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986.
Fréttir Fréttir Fréttir
Þórður Ólafsson, forstoðumaður bankaeftiriits Seðlabankans, í DV-yfiriieyrslu:
Bankastofnun kærð
fyrir óeðlilega vaxtatöku
Stóralvariegri gagnrýni á Útvegsbankann í 10 ár ekki sinnt. Bankaeftiriitið ætti að vera sjálfstæð stofnun
DV hefur traustar heimildir um
það og hefur sagt ítrekað frá því að
sumar bankastofhanir allavega noti
tilteknar aðferðir til þess að ná
ávöxtun á útlánafé sitt allt upp í
60-80% á ári. Hvort er þetta okur
eða snilld í ávöxtun fjár?
Út af fyrir sig get ég ekki staðfest
þessar prósentutölur sem blaðið
nefriir. Hitt er alveg ljóst að það er
hægt að ná umtalsverðri ávöxtun á
einstökum útlánum. Þar getur margt
komið til, sem skoða verður í hverju
tilviki fyrir sig. Eins hvort um er að
ræða okur eða ekki.
- Þá er spumingin hvort bankaeft-
irlitið hefur ekki fengið kvartanir
eða kærur út af þessum ávöxtunar-
aðferðum bankastofriana.
Við höfum margítrekað á undan-
fornum árum fengið fyrirspumir,
bæði frá einstaklingum og fyrir-
svarsmönnum fyrirtækja, um til-
teknar viðskiptaaðferðir einstakra
banka. Okkur hefur ekki borist nein
formleg kvörtun vegna þeirra fyrr
en nú alveg nýlega að ein slík kvört>
un var lögð fram. Það mál er í
skoðun hjá okkur.
- Fyrst svo margir hafa borið sig
upp við ykkur, þótt þeir hafi ekki
kært formlega, hefur það ekki verið
næg ástæða til þess að bijóta þessi
mól til mergjar upp á eigin spýtur?
Við höfum gert það, bæði að eigin
frumkvæði og eins vegna afskipta
stjómvalda, og skilað um það álits-
gerðum og skýrslum sem byggðar
em á þeim svörum sem við höfum
fengið frá einstökum stofhunum.
Þau svör ein út af fyrir sig hafa
okkur ekki þótt nægilega traustur
grundvöllur til þess að skoða þessi
mál með þeim hætti sem við erum
að gera núna.
- Hvaða skýringu hefur þú á því
að þrátt fyrir fjölda ábendinga og
kvartana um hugsanlega okur-
vaxtatöku bankastofiiana árum
saman berst nú fyrst formlegt erindi
í þessa vem?
Það þarf ekki að vera brot á
ákvæðum okurlaga þótt unnt sé að
ná hárri ávöxtun á einstök útlán.
Þar gæti þó hugsanlega verið brotið
gegn eðlilegum viðskiptaháttum og
heiðarlegum, bankalegum sjónar-
miðum. En varðandi spuminguna
beint þá hafa menn borið því við að
þeir treysti sér ekki til þess að standa
uppi í hárinu á bankastjórum og eiga
á hættu að missa af fyrirgreiðslu
þeirra. Hér hefur verið mikill fjár-
magnsskortur, eins og allir vita, og
sú staðreynd hefur auðvitað sett
mark sitt á alla fjármálastarfsemi í
landinu.
- Þar sem útlán bankakerfisins
með þessum umrædda hætti hafa,
samkvæmt heimildum DV, aðallega
farið til verslunar- og þjónustufyrir-
tækja hlýtur hár fjármagnskostnað-
ur að koma hressilega fram í
verðlagi. Hafa engir sem hagsmuna
eiga að gæta af því að halda verðlag-
inu niðri óskað rannsóknar á
málinu?
Nei, alls engir.
- Mun niðurstaða rannsóknar
ykkar vegna þessarar einu formlegu
kvörtunar um meinta óhóflega
vaxtatöku í bankakerfinu liggja fyr-
ir fljótlega?
Já, ég reikna með því að það verði
tiltölulega fljótlega.
- Er kvörtunin gagnvart einni
bankastofiiun eða fleiri?
Hán er gagnvart einni bankastofn-
un. Að vísu eru viðskipti nokkurra
bankastofnana áþekk þannig að
þetta verður skoðað í heild.
- Eflir að hafa lesið nýja skýrslu
viðskiptaráðherra um afskipti
bankaeftirlitsins af Útvegsbankan-
um allt síðan 1975 sýnist það vera
afar áhrifalítið þrátt fyrir að gífur-
legir hagsmunir hafi verið þama í
húfi. Er þetta rétt skilið?
Það liggur allavega fyrir að þær
athugasemdir og tillögur sem við
höfiirn gert í gegnum árin hafa ekki
virkað.
- Ætla má að bæði hafi ábending-
um bankaeftirlitsins um Útvegs-
bankann ekki verið sinnt og að
eftirlitið hafi í raun gefist upp á því
að fylgja þeim fram strax árið 1980.
Við verðum að skoða í þessu tilliti
lagaákvæði sem bankaeftirlitið
starfar eftir og eins hvaða lagaleg
umgerð hefur verið gagnvart við-
skiptabönkunum á þessu umrædda
tímabili. Þar fer saman að lagalegar
heimildir bankaeftirlitsins til áhrifa
og afskipta af málefiium innláns-
stofiiana og lög um viðskiptabanka
hafa verið ófullnægjandi. Þannig
hafa álitsgerðir og tillögur bankaeft-
irlitsins á þessum tíma nær eingöngu
verið byggðar á mati okkar á rétt-
mætum viðskiptaháttum og að því
er við teljum eðlilegum, bankalegum
sjónarmiðum, en við höfum tæpast
getað bent á að bankastofnanir hafi
brotið tilteknar lagagreinar þó svo
að það hafi verið gert í fjölmörgum
tilvikum.
- í nokkrum skýrslum bankaeftir-
. litsins um Útvegsbankann, frá
1975-1980, eru stóralvarlegar að-
finnslur um ónógar greiðslutrygg-
ingar vegna útlána og eftirlitsleysi
DV-yfirheyrsla
Texö:
Herbert Guðmundsson
Myndir:
Páll Kjartansson
varðandi stærstu viðskiptavini
bankans. Svipað eða sama kemur í
ljós 1985. Er ekki svona bankastarf-
semi til þess fallin að ýta undir
óvarkámi og jafnvel óráðvendni við-
skiptavinanna, sem eru þá aðhalds-
lausir?
Það kemst ekkert fyrirtæki lengra
í viðskiptum við banka en bankinn
leyfir og þess verður að krefjast af
stjómendum bankastofiiana að þeir
sýni fulla aðgæslu í öllum fiárráð-
stöfunum, sérstaklega þegar það er
haft í huga að þama eru menn með
sparifé almennings í landinu í hönd-
unum.
- Samkvæmt skýrslum ykkar hefur
ekki verið beitt þessari aðgæslu í
útlánum Útvegsbankans síðustu 10
árin.
Það kemur glöggt fram í skýrslum
okkar, sem hafa verið lagðar fyrir
Alþingi og em að mínu mati skrifað-
ar á almennu, islensku máli. Hveij-
um sem nennir að lesa þær ættu að
vera ljósar niðurstöðumar.
- Þessar skýrslur hafa samt ekki
breytt neinu um þróun mála í bank-
anum?
Skýrslumar hafa verið kynntar
bankaráði Útvegsbankans og
bankasfjóm og í öllum tilfellum
kynntar viðskiptaráðherra á hveij-
um tíma. Það er hlutverk þessara
aðila að meta skýrslur okkar og
koma á þeim úrbótum sem við leggj-
um til eða að bæta úr því sem aflaga
fer með öðrum hætti.
- Og sem sagt, sama meginniður-
staða virðist koma fram í skýrslum
ykkar 1985 og 1975 um ónógar trygg-
ingar og ófullkomið eftirlit með
viðskiptavinunum.
Það er rétt.
- Er bankaleynd nauðsynleg í svo
ríkum mæli og hér er beitt að nán-
ast allt er leynilegt þar til komið er
út í meiriháttar aflirotamál?
Jú, ég tel það vera nauðsynlegt að
beita bankaleynd, þó getur það verið
matsatriði hversu langt eigi að
ganga. Það væri mjög óheppilegt að
bera á torg ýmsar viðkvæmar upp-
lýsingar um viðskipti aðila og
fjárhag þeirra. Það verður að ætlast
til þess að þannig sé um hnútana
búið með lagaákvæðum, innra
skipulagi bankastofnana og öflugu
eftirliti með þessari starfsemi að slík
tilvik sem við erum að ræða um
endurtaki sig ekki.
- Þú heldur að það sé hægt?
Ég held að viðhorf manna til
bankastarfsemi sé almennt að breyt-
ast. Bankastarfsemi er orðin mun
flóknari en var lengi og áhætta pen-
ingastofnana einnig miklu meiri en
áður. Það krefet aftur á móti hæfra
stjómenda og betra skipulags innan
hverrar stofriunar, jafhframt því að
ég tel nauðsynlegt að efla allt eftir-
lit með þessum stofiiunum. Ný lög
um viðskiptabanka og sparisjóði
bæta þar um að nokkm leyti.
- Hver verður framtíð Útvegs-
bankans?
Hún er nú í höndum eiganda hans,
ríkisins. Rétt fyrir þinglok fékk við-
skiptaráðherra ítarlega skýrslu
bankaeftirlitsins um fjárhagsstöðu
bankans. Hann mun hafa lýst því
yfir á Alþingi að tillögur hans um
framtíð Utvegsbankans yrðu lagðar
fyrir þingið í haust. Það er Alþingis
að taka ákvörðun i málinu, sam-
kvæmt viðskiptabankalögum. Hins
vegar tel ég það mjög óheppilegt
hversu lengi hefur dregist að taka
ákvörðun um framtíð bankans og
nánast óveijandi miðað við allar
aðstæður.
- Er hugsanlegt að hann geti stað-
ið einn og óstuddur áfram?
Nei.
- Hvað þarf til að koma?
Það hefur komið fram í skýrslu frá
okkur að við teljum tap bankans
vart undir 420 milljónum króna
vegna Hafekips og íslenska skipafé-
lagsins og ég tel það vera þá upphæð
sem að lágmarki þyrfti að koma til
ef bankinn ætti að halda áfram
óbreyttri starfeemi.
- Þá er það bankaeftirlitið sjálft,
er það eins og þú vilt hafa það?
Alþingi hefur nú samþykkt ný lög
um Seðlabanka íslands og þar er
haldið óbreyttu því fyrirkomulagi
að bankaeftirlitið skuli starfa innan
þess banka, þó með örlítið breyttu
sniði. Samstarf eftirlitsins, Seðla-
bankans og viðskiptaráðuneytisins
er eflt með tilteknum hætti. Út af
fyrir sig getur þetta verið heppileg
lausn þó svo að ég sjálfur telji að
stíga hefði átt skrefið til fulls og láta
bankaeftirlitið eitt axla þá ábyrgð,
sem því er ætluð, ekki einvörðungu
sem opinber eftirlitsaðili með bönk-
um og sparisjóðum heldur einnig
með verðbréfafyrirtækjum og verð-
bréfasjóðum, sem munu starfa
samkvæmt nýjum lögum frá 1. júní.
- Þannig að bankaeftirlitið ætti
að þínu mati að vera alveg sjálfetæð
stofnun?
Ég tel að slíkt fyrirkomulag yrði
ekki síðra en það sem nú er notað,
þótt vissar breytingar hafi verið
gerðar til batnaðar með nýjum
Seðlabankalögum. Fyrir því hef ég
ýmis rök. Ég vísa meðal annars til
reynslu á öðrum Norðurlöndum og
í flestum öðrum vestrænum ríkjum.
Niðurstaðan er almennt sú að
bankaeftirlitið þjóni best tilgangi
sínum sjálfetætt og óháð nokkurri
annarri stofhun. HERB