Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Side 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986. Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru íyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70^74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldfi með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir erii verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,6% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 13,75% nafnvöxtum og 14,2% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mán- uö. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygg- ing auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðryggð- ur og bundinn til 15 mánáða. Vextir em 7,25% og breytast ekkí á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar em bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 12,4%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tek- ið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 12,9% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjómm sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu 'inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun cr þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar 5 sparisjóða eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mán- uði en á 14,5% nafnvöxtum og 15,2% árs- ávöxtun. Sparisjóðirnir í Keflavík, Hafnar- firði, Kópavogi, Borgamesi og Sparisjóður Reykjavíkur bjóða þessa reikninga. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir em 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá veróbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afTöllum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkís- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2 4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2 4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver .sjóðurákveðursjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15 42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10‘X) nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í apríl 1986 er 1425 stig en var í mars 1428 stig og í febrúar 1396 og janúar 1364 stig. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. VEXTIR BAWKA 0G SPARISJÓÐA (%) INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM sjA sErusta 11 INNLÁN ÖVERÐTRYGGÐ 11.-20. 1986 I íl ll ú SPARISJÚÐSBÆKUR Úbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 10.0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 6 mán.uppsögn 12.5 12.9 12.5 9.5 11.0 10.0 10.0 12.0 10.0 12 mán.uppsögn 14.0 14.9 14.0 11.0 12.6 12.0 SPARNAÐUR - LÁNSRÉTTUR Sparað 3-5 mán. 13.0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10,0 9.0 Sp. 6mán. ogm. 13,0 13,0 9.0 11.0 10.0 10.0 TÉKKAREIKNINGAR Ávisanareikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 INNIÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6mán. uppsögn 3.5 3.0 2.5 2.5 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 6,25 6.5 6.25 Sterlingspund 11.5 11.5 9.5 9.0 9.5 10.5 10.5 11.5 9.5 Vestur-þýsk mörk 4.5 4.0 3,5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 Oanskar krónur 8.0 9.5 7.0 7.0 7.0 7.5 7.0 7.0 7.0 ÚTLAN överðtryggð ALMENNIRVlXLAR (forvextir) 15,25 15.25 15.25 15,25 15,25 15,25 15,25 15.25 15.25 VIÐSKIPTAViXLAR 3) (forvextir) kge 19.5 kge 19.5 kge kge kge kge ALMENN SKULDABREF 2} 15.5 15.5 15,5 15.5 15.5 15.5 15,5 15.5 15.5 VIDSKIPTASKULDABRÉF 3) kge 20,0 kge 20,0 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 9.0 9.0 9.0 9.0 7,0 9.0 9.0 9.0 9.0 ÚTLÁN VERDTRYGGÐ SKULDABRÉF Að21/2ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri cn2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5,0 5.0 5.0 ÚTIÁN HLFRAMLEIÐSUJ SJA neðanmAls 1) 1) Lári til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 9,25%, í Bandaríkjadollurum 9, 0%, í sterlingspundum 13,25%, í vestur-þýskum mörkum 5,75%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilal- ána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðun- um. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Ertendir lánardrottnar Amarflugs: ' Vilja allir semja Undanfama daga hafa staðið yfir samningaviðræður milli nýju hlut- hafanna í Amarflugi og erlendra lánardrottna flugfélagsins. Em það sjö erlendir aðilar, sem em þeir stærstu, en alls em lausaskuldir fé- lagsins erlendis samsvarandi 120 milljónum króna. Samkvæmt upp- lýsingum DV hafa sanmingaumleit- anir borið þann árangur að allir sem talað hefur verið við munnlega eða skriflega um skuldbreytingar bjóða einhverja samninga. Air Lingus og hollenska flugfélagið KLM hafa boðið skuldbreytingu að mestu leyti til fimm ára, vaxtalaust. Hingað til lands hafa að undanfömu komið aðilar frá KLM, Air Lingus og Euro Control til samningaviðræðna. Aðrir af þessum sjö stærstu em: CAA, sem er breski hlutinn af Euro Control, Park Aviation, þjónustufyr- irtæki á írlandi sem jafiiframt er þriðji stærsti erlendi lánardrottinn- inn, Sedgewick tryggingafyrirtækið og Spacair sem er varahlutafyrir- tæki. I frétt í Morgunblaðinu í gær segir að staða Amarflugs sé í raun mun verri en hingað til heíur verið hald- ið. Aðspurður um þetta sagði Agnar Friðriksson framkvæmdastjóri fé- Boeing 737 þota Arnarflugs. lagsins að margt af því sem kæmi fram í Morgunblaðsfréttinni væri staðlausir stafir. Svo sem það að fjár- málaráðuneytið hefði hótað því að semja þyrfti upp á nýtt við Amar- flugsmenn vegna ríkisábyrgðarinn- ar. Agnar sagði einnig að eftiahags- reikningur fyrirtækisins sýndi 500 milljóna króna skuldir, sem væri ekkert nýtt, og að um 180 milljóna króna neikvæða eiginfiárstöðu, sem talað er um í Morgunblaðsfréttinni, hefðu menn vitað í allan vetur. Eins og áður segir fara nú fram viðræður hér á landi við erlenda lánardrottna og mun framvinda þeirra viðræðna ráða því hvort nýju hluthafarnir telja forsendur fyrir áframhaldandi rekstri. -EH Kaupmennirnir í Kringlunni hittast reglulega til að bera saman bækur sínar. I tyrradag var haldinn einn slíkur fundur i Kringlunni. Nýja Hagkaupshúsið þýtur upp: 40 kaupmenn komnir í Kringluna Um 40 aðilar hafa nú keypt sig inn í Kringluna, nýja Hagkaupshúsið sem rís með miklum hraða í nýja mið- bænum. Húsið er tæplega fokhelt og á að taka það í notkun 13. ágúst á næsta ári. Stórar verslunarsamstæður eins og Kringlan hafa risið hvarvetna erlendis á undanfömum árum. Þróun- in hefður orðið sú að fólk kýs heldur að versla undir einu þaki. Meðal þeirra aðila sem munu reka verslanir og aðra starfsemi í húsinu em: Nesco, Magnús Baldvinsson skartgripasali, Tískuverslunin Liljan, Benetton, Pfaff, Heimilistæki h£, Sæv- ar Karl Ólason, Hljómplötuverslunin Skífan, Fókus og Týli, Hans Petersen, ÁTVR, Sigurður Eggertsson bygg- ingameistari, Blómaval, Snyrtivöm- verslunin Fegmn, Vogue, Kosta Boda, Rammagerðin, Penninn, Verslunin Sautján, Búnaðarbankinn, Tómas Tómasson og Hard Rock Cafe, Myllan og Brauð hf., sem munu reka kaffihús sem verður um 500 fermetrar að stærð og opið út í götuna, Þorvaldur Guð- mundsson í Síld og fisk sem ætlar að opna gallerí, Kamabær, Oddur Pét- ursson í Tískuversluninni Kjallaran- um, Sigrún Gunnarsdóttir, sem reka mun tískuverslun, Skóbúð Steinars Waage, Herragarðurinn og Silfur- búðin. Til viðbótar þessu hafa nokkrir fiárfestingaraðilar keypt húsnæði í Kringlunni en fyrirfram er búið að ákveða hvaða starfsemi mun fara þar fram. Hagkaup mun sjálft reka stóra matvömverslun í Kringlunni ásamt deildaverslun. Sérstök hæð verður fyr- ir ýmiss konar þjónustu, svo sem tannlæknastofur, fasteignasölur, ljós- myndastofur og fleira í þeim dúr. Ragnar Atli Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri byggingarinnar, sagði í samtali við DV að enn væm óseld 15 pláss í Kringlunni. Þar væri aðallega um að ræða aðstöðu fyrir tískuversl- anir, en fyrirfram er skilgreint hvers konar rekstur verður í hverju plássi, eins og áður segir. Fermetrinn í húsinu er nú á tæpar 50 þúsund krónur en verðið fylgir byggingarvísitölunni. „Við höfum reynt að vera með ákveðna samsetningu í húsinu sem endurspeglar hvemig fólk eyðir pen- ingunum sinum,“ sagði Ragnar Atli. -EH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.