Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Síða 9
DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986. 9 lacocca með 450 milljónir krónaáári Halldór Valdimarsson, Dallas: Það gengur á ýmsu á launamark- aðinum í Bandaríkjunum þessa dagana. Víða hefur verið gripið til þess að lækka laun fólks, vegna erfiðleika í rekstri fyrirtækja og op- inberra stofnana. Flugfreyjur eins af stærstu flug- félögum Bandaríkjanna verða nú líklega að sætta sig við 20 prósent launahækkun, til þess að halda störfum sínum. Starfsmenn Dallasborgar verða að taka á sig eins prósent lækkun, vegna átta milljón dollara halla á rekstri borgarinnar, og svo mætti áfram telja. Fréttaþulur með góð laun Launasamdráttur er þó ekki merkjanlegur á toppinum. Nýverið var skýrt fiá því að Lee Iacocca, forstjóri Chrysler, hafi tekið sem nemur um 450 milljónum íslenskra króna í laun á síðasta ári, en hann er launahæsti launþegi Bandaríkj- anna í dag. Næstur honum var Texasbúinn T. Boone Pickens, með rétt liðlega 400 milljónir króna. Þær æðstu eru þó ekki alltaf hæst launaðir. Stjómarformaður CBS sjónvarps8töðvarinnar varð að láta sér nægja litlar 45 milljónir í laun, meðan starfsmaður hans, Dan Rat> her, sem er aðalfréttaþulur sjón- varpsfyrirtækisins, fékk um 90 milljónir. Hundrað far- ast í hagléli Haglél í Sichuan héraði í Mið- Kína Varð á annað hundrað manns að bana og eyðilagði 80.000 hús, er haft eftir kínversku dagblaði í dag. Blaðið sagði að ósköpin hefðu byijað 12. maí og hefðu yfir 300.000 manns orðið fyrir barðinu á því. Björgunarsveitir hafa verið sendar á svæðið sem einnig varð illa úti í flóð- um sem fylgdu í kjölfanð. í borginni Rongchang nálægt Chungking, sem varð einna verst úti í óveðrinu, mældist 143,6 mm rigning á þremur klukkustundum. Tæplega sjö þúsund hektarar af vel grónu landi með tilbúinni upp- skem eyðilögðust. Sum svæði misstu alveg samband við vegna þess að símalínur slitnuðu og vegir lokuðust. Einnig varð víða rafinagnslaust. Ekki er vitað hvort enn er sambandslaust við einhver svæði. Salomons- eyjar í rústum Sjötiu manns fórust og á annað hundrað þúsund manns misstu heimili sín er hvirfilvindurinn Namu geisaði á Salomonseyjum í þrjá daga samfellt. Óveðrið olli miklum flóðum og aurskriðum. Fjölda manns er enn saknað úr rústum þorpa á Guadalcanal slétt- unni, sem er aðallandbúnaðarhérað eyjanna. Embættismenn telja líklegt að tala látinna muni hækka. Það var aðallega gamalt fólk, kon- ur og böm sem hurfú í aurhafið sem flæddi yfir landið. Uppskeran hvarf í einu vetfangi og þúsundir fúðu til höfuðborgarinnar, Honiara. Reynt var að koma matvælum og hjálpargögnum til bágstaddra með flugvélum og þvrlum. Eyðileggingin er sú versta í sögu Salomonseyja sem er eyjaklasi í suð- urhluta Kyrrahafs. Nærri einn þriðji hluti þjóðarinnar varð heimilislaus í óveðrinu. Það er tatið skapa vandræði fyrir ríkisstjóm Gro Harlem Brundtland að starfsmenn bæjar- og sveitarfélaga skyldu ekki geta sætt sig við samningskjör er ríkisstarfsmenn i Noregi hafa gert sér að góðu. Brundtland sést hér fyrir miðju ásamt öðrum kynsystrum sinum í ríkisstjóm Verkamannaflokksins, en alls gegna átta konur ráðherraembætti i ríkis- stjórn Brundtlands. Vilja sparka flótta- mönnum út í hafsauga NÓG ER PLÁSSIÐ ssss Þjónusta í sérflokki á stærsta dekkjaverkstæði í heimi Haukur Lárus Hauksson, Kaup- mannahöfn: Danskir nýnasistar héldu árlegan að- alfund sinn fyrir skömmu og héldu um leið upp á afmælisdag Hitlers. Fór fundurinn fram með leynd og var fúndarsalurinn vaktaður af hópi ungra brúnstakka og lífvarða. Þátttakendur voru um 50, bæði menn og konur, en foringi hreyfingar- innar í Danmörku talar um að fjölgað hafi í hreyfingunni þar sé aðallega ungt og ákveðið fólk á ferðinni. Foringjans minnst Formaður nasistanna, Poul Hein- rich Riis Knudsen, lögfræðingur frá Álaborg, minntist Adolfs Hitlers og lagði ríka áherslu á tryggð fislaganna við hugmyndir gamla foringjans. Kom m.a. ffam að konur ættu að halda sig heima, flóttamönnum ætti að sparka út í hafsauga og að nasistar ættu að ná yfirráðum í Danmörku. Danir em lítt hrifhir af brambolti þessa fólks og birta blöðin vanalega ekki neinar fréttir af gerðum þess. Danskir nýnasistar halda upp á afmæli Hitlers. NORÐDEKK heilsóluð radialdekk NORÐDEKK NORÐDEKK nákvæmlega eins og dekk eiga að vera íslensk framleiðsla í hæsta gæðaflokki. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Veikföll í Noregi Björg Eva Erlendsdóttir, Stavangri. í annað sinn í vor hafa brotist út verkfóll í Noregi. Að þessu sinni em það yfir tuttugu þúsund starfsmenn sýslu- og bæjarfélaga er lagt hafa nið- ur vinnu. Ríkisstarfsmenn sætta sig aftur á mótí við sina samninga. Það skapar vandræði fyrir ríkis- stjóm Gro Harlem Bmndtland að bæjarstarfsmenn skyldu ekki geta sætt sig við samningskjör er ríkisstarfs- menn gerðu sér að góðu. Nú em þrjú þúsund kennarar famir í verkfall og í mörgum skólum er hætt við að vorpróf falli niður. En fyrstu daga verkfallsins em það for- eldrar smábama sem verða fyrir barðinu á vinnustöðvuninni því barna- og dagheimili em víða lokuð. Skattstofur eru einnig lokaðar og gjaldkerar hjá sumum sýslum og bæj- um mættu ekki til vinnu í morgun. Sporvagnar í Osló hafa flestir stöðv- ast og engir stöðumælaverðir em heldur í borginni. I morgun skapaðist mikil ringulreið í umferðinni þar. En þetta er bara byijunin, á næstu dögum hafa fleiri hópar boðað vinnu- stöðvun. Trúlega verða hreinsunar- deildir í Osló og kannski víðar um land í verkfalli á næstu dögum, og þá fyrst fer almenningur að fmna fyrir verkfallinu þegar ekki er hægt að losna við ruslið lengur. Bilið milli samningsaðila er breitt og lítil von talin á samningum á næs- tunni. VIDEO LUX hvíldarstóllinn Úrvals stóll á frábæru verði Vönduð sófasett Erum að fá nýja sendingu á sama lága verðinu TM-HÚSGÖGN SIÐUMULA 30 SIMI68-68-22 RATTAN- húsgögn í sólstofuna væntanleg um mánaðamótin OPIÐ ALLAR HELGAR CUMMI VINNU STOfAN SKIPHOLTI 35 s. 31055 RÉTTARHÁLSI 2 s. 84008/84009 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.