Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Page 16
16 DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986. Spurninqin Hefur þú hitt einhvern fram- bjóðanda í eigin persónu? Ólafur Víðir Björnsson skrifstofu- maður: Nei, ekki í eigin persónu. Eg get ekki sagt að mér þyki það miður. Ég hef þegar gert upp hug minn. Jón Ársælsson bóndi: Nei, ekki neinn. Sem betur fer liggur mér við að segja. Ásmundur Helgason nemi: r-=— Ekki nýlega. Eg þekki hins vegar Bryndisi Schram og Árni Sigfússon_. _ kenndi mér einu sinni. Valgerður Hallgrímsdóttir húsmóð- ir: Nei, ég hef ekki mikinn áhuga á þess- um kosningum. Sigriður Einarsdóttir húsmóðir: Nei, því miður. Það vildi ég gjama. Hans Þorsteinsson borgarstarfsmað- ur: Nei, reyndar ekki. Ég hefði þó mik- inn áhuga á því. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Lukkulegur með Svavar Ólafur Gunnarsson skrifar: Mig langar að lýsa ánægju minni með þátt Svavars Gests á rás 2, Laugardagur til lukku. Þátturinn einkennist af léttri og fjörlegri tón- list, smellnum kynningum og bráð- Svavar svarar í sömu mynt, segir Olafur Gunnarsson. skemmtilegum viðtölum. Svavar hefur að mínu mati verið ranglega sakaður um dónaskap við hlustendur. Víst heíur hann verið grófyrtur gagnvart nokkrum þeirra. En það er bara ósköp eðlilegt því þeir vom með ókurteisi við hann að fyrra bragði. Dæmi: Kona ein hringdi í þáttinn vegna getraunar þar sem hlustendur áttu að segja til um hvað væri sameiginlegt með þremur lögum. Svar konunnar var: „Þau eru öll leiðinleg.“ Maður nokkur hringdi til að svara sams konar getraun og sagði: „Þú ert ömurlegur, Svavar." Svavar svaraði þessu fólki réttilega í sömu mynt. Nú er ég ekki að segja að Svavar sé yíir alla gagnrýni hafinn. Sjálf- sagt má finna eitthvað í þáttum hans sem betur mætti fara. Hafi einhver komið auga á það þá eiga þeir hinir sömu að setja fram gagnrýni sína á smekklegan og kurteislegan hátt. Ég vil svo að lokum láta í ljósi þá ósk mína að við megum sem lengst njóta útvarpsmannsins Svavars Gests. Jakki hvarf í Húsafelli Magnea Jónsdóttir hringdi: Svartur leðurjakki tapaðist fyrir framan miðstöðina í Húsafelli á hvítasunnudag. Þetta var eftir hádegið. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 92-6686. Allar upplýsingar eru vel þegnar. Afmælisbragur Reykjavíkurborgar Gunnar Sverrisson, Þórsgötu 27, skrif- ar: 1 ár, eða 18. ágúst nk„ verður haldið upp á tvö hundruð ára afmæli Reykja- víkurborgar. Um stórafmæli er að ræða og mikill undirbúningur í gangi á mörgum sviðum til að allt megi tak- ast sem best og verða sem eftirminni- legast þegar frá líður. Ekki er örgrannt um að hér muni skáld og aðrir lista- menn koma eitthvað við sögu og leggja sitt af mörkum til gleði og ánægju. Ef Tómas borgarskáld hefði lifað hefði þetta stórafinæli ugglaust vakið upp í honum andagift í fallegu ljóði. Það væri gaman ef annar slíkur lista- maður fyndist í röðum skálda eða rithöfunda sem vel væri að því kominn að kallast borgarskáld. Það væri gam- an ef sá maður myndi yrkja góðan afmælisbrag sem setti svip sinn á há- tíðahöldin. Svo ég tali nú ekki um ef eitthvert tónskáldið gerði fallegt lag við ljóðið. Það myndi örugglega vekja upp svipaða stemmningu og Litla flug- an hans Sigfúsar Halldórssonar gerði fyrir nokkrum áratugum. Hrein torg, fögur borg var sagt hér fyrir nokkrum árum. Þó víða sé pottur brotinn í þeim efhum í dag væri gam- an að taka til hendinni nú á afmælis- árinu. Enn athyglisverðara fyndist mér ef böm Bakkusar gætu strengt þess heit að vera ekki undir áhrifum þennan dag. Á vissan hátt myndi þetta kannski vera besta afmælisgjöfin og um leið sigur fyrir þá sem í hlut eiga. Þetta myndi örugglega líka stuðla að bata. Súper betra bensín Jóhamies Kolbeinsson hringdi: Ég tók þetta nýja súperbensín á bíl- inn í síðustu viku. Ég get-ekki fundið annað en að það verki mun betur en hitt. í fljótu bragði sýnist mér bíllinn eyða lítra minna á hundraðið, auk þess sem krafturinn er meiri. Ég get því ekki tekið undir þá gagn- rýni, sem heyrst hefiir, að súperbensín- ið sé engu betra en venjulegt bensín. Það er ekki mín reynsla. HRINOIÐ ISIIVEA 27022 IVHLLIKL. 13 OO 15 Spömm nafnnúmera milljónimar 1111.2226-1 skrifar: Undanfarið hefur mikið verið rætt um tillögur hagstofustjóra um að gjörbreyta nafnnúmerakerfinu, leggja það niður og taka upp nýtt kerfi, fæðingamúmerakerfi, sem myndi kosta milljónir og setja per- sónunúmerakerfið úr öllum tengsl- um við stafrófið. Auk þess verða allir landsmenn að læra nýtt kerfi og líka gefa upp einkamál eins og fæðingar- dag og ár, hveijum sem hafa vill. Á þessum vanda er til mjög einföld og ódýr lausn. Til þess að sjá hana þarf ekki nema takmarkaða reikn- ingskunnáttu og örlitla innsýn í uppbyggingu nafhnúmera. Núver- andi nafnnúmerakerfi byggist á 7 stafa númeri þar sem 8. stafhrinn er kennitala. Ef mitt númer væri til dæmis 1111.222 væri kennitalan fundin með því að margfalda öftustu töluna með 2, næstöftustu rneð 3, þá næstu með 4 og þannig áfram upp í 7 en síðan fremstu töluna með 2. Þá eru samtölumar úr margfölduninni lagðar saman og deilt í þá tölu með 11. Útkoman yrði heila talan 3 en eftirstöðvar 5 sem gæfu brot ef í væri deilt með 11. Þessir 5 eru nú dregnir frá 11 og útkoman verður 6. Það er kennitalan og nafhnúmerið mitt því 1111.2226. Lausnin á vandanum er einfald- lega sú að taka öll nafnnúmer sem 8 stafa tölur og reikna nýja kenni- tölu fyrir þau þannig að þau yrðu í raun 9 stafa númer. Mitt nafhnúmer yrði því 1111.2226-1. Þannig myndi þjóðin eignast allt að 12 ný nafh- númer fyrir hvert eitt sem mögulega gæti verið í notkun nú. Sniðugt, ekki satt? Ég held að við, þjóð hag- stofustjórans, eigum því miður ekki til allar þessar milljónir til að henda út um gluggann. Ekki eru allir á einu máli um ágæti þess gamla. Meira um þann gamla Eggert Aðalsteinsson hringdi: Eg vil svara B.G. sem sagði ó les- endasíðunni á þriðjudaginn að myndaflokkurinn Sá gamli væri léleg- ur. Þessu er ég algerlega ósammála. Sá gamli er mjög góður þáttur og virkilega spennandi. Flestir, sem ég þekki, eru sama sinnis. Mér finnst því óréttlátt þegar verið er að skamma sjónvarpið, loksins þegar sýndur er almennilegur þáttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.