Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Blaðsíða 18
18 DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986. Iþróttir Sþrottsr • Teofilo Stevenson fagnar sigri í Reno. í hægra homi myndarinnar er Alex Garcia sem hann sigraði í úrslita- leiknum. Þriðji HM- titillinn hjá Stevenson Kúbanski hnefaleikarinn frægi, Te- ofilo Stevenson, vann sinn þriðja heimsmeistaratitil í þungavigt áhuga- manna í Reno í Bandarikjunum um helgina. Sigraði Bandaríkjamanninn Alex Garcia á rothöggi í úrslitaleikn- um. Það var i 2. lotu. Stevenson er sigursælasti keppandi áhugamanna í sögu hnefaleikanna. Hann hefur einn- ig þrivegis orðið ólympíumeistari í þungavigt og stefnir á Qórða gullið á ólympiuleikunum í Seoul 1988. Þegar Muhammad Ali var upp á sitt besta hér á árum áður var mikið rætt um keppni milli hans og Stevenson. Til þess kom þó ekki - Stevenson, sem sigrar í flestum leikjum sínum á rot- höggi, hefúr alla tíð verið áhugamaður og unnið sin gull fyrir Fidel Castro. hsím • Steve Hodge gefur eiginhandará- ritun rétt fyrir brottförina til USA. Verður Hodge sendur heim? - á við meiðsli að stríða „Maður verður að vera miskunhar- laus í svona stöðu - það þýðir ekki að vera með neina góðmennsku. Hún var ekki fyrir hendi þegar ég valdi 22ja manna HM-hópinn. Spyijið bara Tre- vor Francis og Tony Woodcock,“ sagði enski landsliðseinvaldurinn Bobby Robson fyn- i vikunni i Colorado Springs í Bandaríkjunum. Hann á við vandamál að stríða. Steve Hodge, Aston Villa, slasaðist í lands- leik við Suður-Kóreu á dögunum og gat ekki farið með enska landsliðinu til Los Angeles þegar leikið var við Mexíkó. Varð eftir í Colorado Springs. Ef Hodge verður ekki búinn að ná sér af meiðslunum um helgina verður hann sendur heim til Englands. „Ég hef beðið Stewart Robson, Ars- enal, að vera viðbúinn kalli að koma til Mexíkó i stað Hodge ef hann nær sér ekki. Ég get ekki tekið ncina áhættu því fleiri leikmenn í HM-hóp Englands eiga við lítils háttar meiðsli að stríða,“ sagði Bobby Robson. Meðal þeirra er fyrirliðinn, Bryan Robson, sem einvaldurinn telur lykilmann í Uði sínu. Á morgun, laugardag, leikur England landsleik við Kanada í Vancouver. Enska liðið kemur þangað í dag frá Colorado. hsím Jafntefli Keppni í 3. deild hófst í gærkvöldi með leik Ármanns og Reynis. Leikur- inn fór fram á gervigrasinu við Laugardalshöll og Iauk með jafntefli, 1-1. Reynismenn jöfhuðu úr víta- spymu á síðustu mínútu leíksins. -SMJ nerbt par a aunnuuag Undirbúningur fyrir Afríkuhlaupið stendur nú sem hæst - búið að dreifa tugþúsundum barmmerkja sem verða afhent við allar kirkjur og safnaðar- heimili í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellssveit og einnig víðs vegar um landið. Sjálft Afrikuhlaupið hefst kl. 15 á sunnudag hér á Islandi eins og annars staðar í heiminum. Reiknað er með gífurlegri þátttöku hér á Iandi, hlauparar munu skipta þúsundum. Einnig geta þeir sem ekki hlaupa keypt barmmerki. Hlaupið í Reykjavík hefst í Lækjar- götu. Þrjár vegalengdir fyrir þátttak- endur -10 km, sem er aðalvegalengdin hér sem annars staðar, svo og sjö og fjórir kílómetrar. Hlaupið verður frá Lækjargötu út á Seltjamames og aft- ur til baka. Það er í 10 km hlaupinu. Samkvæmt nýjustu fréttum verða Afríkuhlaup í 160 stórborgum í 49 löndum. í Kaupmannahöfn er reiknað með milli 50 og 60 þúsund þátttakend- um og til að jafna þá tölu þyrftu yfír fjögur þúsund Reykvíkingar að hlaupa. í Lundúnum er talið að hlaup- arar muni nálgast eitt hundrað þúsund. Verða hins vegar helmingi færri í París og Amsterdam. DV hvet- ur sem flesta íslendinga til að taka þátt í hlaupinu eða kaupa barmmerki og leggja með því fram sinn skerf til hjálparstarfs í Afríku. ■ ** Tapleikur hja HM-liði Dana - fyrir HM-liði Paraguay „Ég er nokkuð ánægður með leikinn en leikmenn mínir verða að læra að þegja. Að vísu var dómarinn furðuleg- ur en það er engin afsökun," sagði danski landsliðsþjálfarinn, Sepp Pion- tek, eftir æfingaleik HM-liða Dan- merkur og Paraguay i Bogota í Colombíu fyrr í vikunni. Paraguay sigraði, 2-1. Danir eru þó síður en svo óhressir með tapið. Leikmenn höfðu aðeins dvalið tvo sólarhringa í 2700 metra hæð í Colombíu en leikmenn Paraguay í tíu. Þeir dönsku höfðu því varla jafnað sig á loftslagsbreyting- Að sögn dönsku blaðanna var Guill- ermo Velazguez Hustado, FIFA- dómari frá Colombíu, ótrúlega slakur. Einkum )>ó þegar Michael Laudrup var gróflega felldur innan vítateigs snemma leiks en ekkert dæmt. Mikki elti dómarann eina 30 metra, greip í hann og reifst. Fékk aðvörun. Þá gat Sören Lerby ekki á sér setið þegar brotið var á Jesper Olsen en dæmd aukaspyma á Dani. Fékk líka að sjá gula spjaldið. Þá ræddi Frank Amesen við dómarann á spænsku sem hann talar reiprennandi eftir keppnisferil á Spáni. Dómarinn sýndi honum rauða spjaldið. Rak Arnesen af velli. Þetta skeði á 50. mín. og eftir það voru Dan- ir einum færri. Roberto Cabanas hafði náð forustu fyrir Paraguay á 43. mín. og hann skoraði aftur á 57. mín. Eina mark Dana skoraði Henrik Andersen á 72. mín. Hann var áberandi lang- bestur dönsku leikmannanna. Hins vegar þóttu þeir Lerby og Jan Mölby slakir á miðj- unni. Danska liðið var þannig skipað: Ole Quist, John Sivebæk, Morten Olsen, Ivan Nielsen, Henrik Andersen, Frank Amesen, Mölby (Per Frimann 75. mín.), Lerby (Jens Jörn Bertelsen 61. mín), Jesper Olsen (Allan Sim- onsen 61. mín.), Klaus Berggreen (Flemming Christensen 61. mín.) og Laudrup (John Eriksen 61. mín). hsím Komdu aö dansa - tvist, nei konga. Þessi skemmtilega mynd var tekin í leik Akraness og Fram i 1. deild uppi á Skaga á laugardag. Það er eins og Guðbjörn Tryggvason, Akranesi, með hendur hátt á lofti, sé að bjóða Jóni Sveinssyni, Fram, upp í dans. Friðrik Friðriksson, markvörður Fram, horfir steinhissa á tilburði þeirra. í kvöld verða þrír leikir i 1. deild. Akra- nes-Víðir leika á Akranesi, KR-FH í Frostaskjóli og Keflavik-Valur i Kefiavik. Leikirnir hefjast allir kl.20. DV-mynd Gunnar Bender. • írski landsliöshópurinn kom hingað til lands í gaerkvöldi. Hér sjást landsliðsmennirnir glaðbeittir í móttökunni á Hótel Loftleiðum. Þjálfari þeirra, Jackie Charlton, gnæfir upp úr í miðju hópsins. Því miður hafa ýmsar stjömur helst úr hópnum, nú síðast Liam Brady, sem meiddist í leik á miðvikudagskvöldið. DV-mynd Sveinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.