Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Side 27
DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986. 39 Stjórnmáí Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmáí ; Hverju spáir þú um úrslit kosninganna hér í Grindavík? Guðbjörg Thorstensen húsmóðir: Ég hef ekkert pælt í þessu. Ég mundi halda að Sjálfstæðisflokkurinn fengi flest atkvæði. Frá Grindavik. DV-myndir PK Grindvíkingum fjölgar stöðugt Fjórir listar bjóða fram í Grindavík, þeir sömu og síðast. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkui- hafa þar mynd- að meirihluta gegn einum fúlltrúa Alþýðuflokks en Alþýðubandalag tap- aði báðum fulltrúum sínum úr bæjar- stjóm við síðustu kosningar. Grindavík er ein stærsta verstöð landsins með fjölmörgum fiskiskipum og fiskvinnslustöðvum enda höfhin góð og stutt á fengsæl mið. Af fisk- vinnslufyrirtækjum má nefha Fiska- nes, Hópsnes, Hraðfrystihús Grindavíkur, Hraðfrystihús Þórkötlu- staða og Þorbjöm. Grindavík er í hópi þeirra sextán sveitarfélaga á landinu sem telja yfír tvö þúsund íbúa. íbúum Grindavíkur hefur fjölgað samfellt í fjóra áratugi. Þó fækkaði þar fólki á árinu 1984, í fyrsta sinn síðan 1948. Árið 1985 varð hins vegar 2,1 prósent íbúafjölgun þar, sú mesta á Suðumesjum það árið. -KMU Jóhanna Alfreðsdóttir afgreiðslu- stúlka: Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef ekkert spáð í það. Guðbjörg Ásgeirsdóttir afgreiðslu- stúlka: Alþýðuflokkurinn vinnur mest á og fær ábyggilega þrjá menn inn. Sjálfstæðisflokkur tapar, fær ábyggilega ekki nema einn inn. Guðrún Gamalíelsdóttir verkakona: Ætli það verði ekki ósköp svipað áfram. Gunnar Sigurgeirsson deildarstjóri: Það verða tveir, tveir, tveir og einn. Komminn fær einn og hinir allir tvo. Þórður Waldorff trésmiður: Sjálf- stæðisflokkur fær þrjá, Framsókn fær tvo og Alþýðuflokkurinn, hef ég trú á, fær tvo. Alþýðuflokkur Fegra „Við alþýðuflokksmenn munum beita okkur fyrir auknu lýðræði í stjóm bæjarfélagsins og virku upplýs- ingastreymi til bæjarfulltrúa," sagði Magnús Ólafsson, efsti maður á lista Alþýðuflokks. „Énnfremur að gerð verði áætlun um framtíðina og hún höfð að leiðar- ljósi. Atvinnumál era ofarlega í huga okk- ar. Við leggjum áherslu á að leitað verði allra leiða til að auka fjölbreytni í atvinnulífi. Til dæmis leggur Al- þýðuflokkurinn áherslu á eflingu Iðnþróunarfélags Suðurnesja. bæinn Alþýðuflokkurinn mun beita sér fyr- ir skipulögðu átaki í fegrun bæjarins. Ennfremur að tómstundastarf fyrir böm og unglinga verði aukið og skipulagt í samvinnu við skólayfir- völd, ungmennafélagið og kirkjuna. Helstu nýframkvæmdir sem Al- þýðuflokkurinn mun beita sér fyrir era meðal annars varanleg gatnagerð, leikskóli og nýbygging grannskóla svo og endurbætur á vatnslögnum og veralegur stuðningur við byggingu heimilis fyrir aldraða," sagði Magnús Ólafsson rafvirki. -KMU Magnús Ólafsson, efsti maður A-lista. Alþýðubandalag: Fullklára verkefnin Hinrik Bergsson, annar maður G-lista. „Það er mjög auðvelt fyrir okkur alþýðubandalagsmenn í Grindavík að lofa þar sem hér vantar ansi margt sem önnur bæjarfélög hafa þrátt fyrir að hér verði þjóðarauðurinn til,“ sagði Hinrik Bergsson, annar maður á lista Alþýðubandalags. „Til dæmis höfum við ekki nema hálfbyggt félagsheimili, hálfa sund- laug, hálfan leikskóla, hálft íþrótta- hús, hálfan skóla, og hálft gatnakerfi þar sem nánast allar gangstéttir vant- ar. En það er ekki nóg að lofa. Við verð- um að hafa fjármagnið og það fáum við ekki annars staðar en frá ykkur, góðir bæjarbúar. Okkar aðaláhugamál era að þessi verkefni, sem ég hef nefnt, verði full- kláruð og þegar við ráðumst í að reisa nýja slökkvistöð og heilsugæslustöð, sem við vonum að verði á kjörtímabil- inu, þá verði það gert af stórhug og framsýni,“ sagði Hinrik Bergsson, vél- stjóri ísstöðvarinnar. -KMU Framsóknarflokkur: Langt á eftir í umhveifismálum „Númer eitt er að klára þau verk sem hafin eru, svo sem grannskólann og íþróttahúsið, íþróttasvæðið.þar í kring en uppbygging grasvallar er hafin,“ sagði Bjami Andrésson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins. „Á næsta kjörtímabili þarf að halda áfram uppbyggingu gatna og gang- stétta. í umhverfismálum þarf að gera stórátak. Við erum allt of langt á eftir öðrum í því. Hér er einhæft atvinnulíf. Brydda þarf upp á nýjungum og þá með bygg- ingu iðngarða, til dæmis. Höfnin er náttúrlega okkar stóra mál. Þar þarf að halda áfram upp- byggingu og koma smábátahöfii í gagnið. Éftir langa bið hafa Grindvíkingar loksins fengið lækni með búsetu á staðnum. Við þurfum að þrýsta á fjár- veitingavaldið um fjármagn til bygg- ingar heilsugæslustöðvar," sagði Bjarni Andrésson byggingaverka- maður. -KMU Bjami Andrésson, efsti maður B-lista. Edvard Júliusson, efsti maður D-lista. Sjáífstæðisflokkur: Sjálfstæðismenn fái meirihluta „Málefnum Grindvíkinga verður best borgið-með meirihluta sjálfstæð- ismanna í næstu bæjarstjóm," sagði Edvard Júlíusson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks. „Bæjarstjórn þarf að hafa frum- kvæði að því að laða til bæjarins hvers kyns atvinnustarfsemi sem aukið get- ur fjölbreytni atvinnulífsins. Standa þarf dyggan vörð um sjávarútveg, þá atvinnugrein sem bærinn hefur byggst á. Halda þarf áfram uppbyggingu hafn- arinnar og ljúka framkvæmdum við smábátahöfn. Ljúka þarf varanlegri gatnagerð á næsta kjörtímabili og gera stórátak í gérð gangstétta og fegran bæjarins. Áfram þarf að byggja upp grunn- skólann þannig að hægt verði að framfylgja grannskólalögum. Vinna verður að varanlegri lausn á félagsaðstöðu fyrir unglinga. Leggja verður áherslu á uppbyggingu íþrótta- mannvirkja. Næstu verkefhi verða grasvöllur og ný sundlaug. Byggja verður nýja heilsugæslustöð. Stórauka verður stuðning við bygg- ingu heimilis aldraðra í Grindavík. Tryggja verður varanlega aðstöðu fyr- ir slökkvilið eins fljótt og kostur er. Dagheimili er þegar komið á fjárlög þessa árs,“ sagði Edvard Júlíusson skipstjóri. -KMU A-listi Alþýðuflokks 1. Magnús Ólafsson 2. Jón Gröndal 3. Petrína Baldursdóttir 4. Ásgeir Magnússon 5. Jóhann Sverrir Jóhannsson 6. Kolbrún Tobíasdóttir 7. Örn Traustason 8. Kári Ölversson 9. Jón Thoerberg Jensson 10. Hörður Helgason 11. Hjalti Magnússon 12. Jón Hólmgeirsson 13. Svavar Árnason 14. Einar Kr. Einarsson B-listi Framsóknarflokks 1. Bjarni Andrésson 2. Halldór Ingvason 3. Valdís Kristinsdóttir 4. Hrefna Björnsdóttir 5. Helgi Bogason 6. Dagbjartur Willardsson 7. Gunnlaugur Hreinsson 8. Salbjörg Jónsdóttir 9. Guðmundur Karl Tómasson 10. Helga Jóhannsdóttir 11. Anna María Sigurðardóttir 12. Agnar Guðmundsson 13. Gylfi Halldórsson 14. Gunnar Vilbergsson D-listi Sjálfstæðisflokks 1. Edvard Júlíusson 1 2. Guðmundur Kristjánsson 3. Ágústa H. Gísladóttir 4. Stefán Þ. Tómasson 5. Jóhannes Karlsson 6. Kristinn Benediktsson 7. Ólafur Guðbjartsson 8. Guðmundur R. Ragnarsson 9. Guðbjörg Eyjólfsdóttir 10. Gísli Þorláksson 11. Sigrún Sigurðardóttir 12. Erling Einarsson 13. Dagbjartur Einarsson 14. Ólína G. Ragnarsdóttir G-listi Alþýðubandalags 1. Kjartan Kristófersson 2. Hinrik Bergsson 3. Sigurður Enoksson 4. Ásdís Hildur Finnbogadóttir 5. Steinþór Þorvaldsson 6. Unnur Haraldsdóttir 7. Sigurjón Sigurðsson 8. Ólafur Andrésson 9. Jón Ásgeirsson 10. Hjálmar Haraldsson 11. Signý Sigurlaug Tryggvadóttir 12. Helgi Ó. Ólafsson 13. Valgerður Á. Kjartansdóttir 14. Gunnar Steinþórsson Urslit '82 Alþýðuflokkur (A) 192 atkv. 1 fulltr. Framsóknarflokkur (B) 302 atkv. 3 fulltr. Sjálfstæðisflokkur (D) 364 atkv. 3 fulltr. Alþýðubandalag (G) 92 atkv. engan fulltr. í bæjarstjórn Grindavikur voru kjöm- ir: Jón Hólmgeirsson (A), Kristinn Gamalíelsson (B), Bjami Andrésson (B), Gunnar Vilbergsson (B), Ólína Andrésdóttir (D), Guðmundur Kristj- ánsson (D), Edvard Júlíusson (D).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.