Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Side 28
40 DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986. Utvarp_____________Sjónvarp Edda Bjorgvinsdottir leikkona: Hótelþættirnir alveg ótrúlega leiðinlegir Ég hlustaði dálítið á beinu línuna í útvarpinu í gær og hafði gaman af og fylltist stolti eftir að hafa hlust- að á Kvennalistakonumar þær Ingibjörgu Sólrúnu og Maríu sitja íyrir svörum enda stóðu þær sig langbest. Síðan hlustaði ég á Gestaganginn hennar Ragnheiðar Davíðsdóttur með öðru eyranu, þeir þættir finnst mér mjög skemmtilegir og margir þeirra eru mér minnisstæðir, t.d. þátturinn þar sem hún spjallaði við Steinunni Sigurðardóttur. Hann var stórgóður. Svo er það gimsteinninn á rás 2, hann Svavar Gests, hann beinlínis ber af öllum dagskrárgerðarmönn- um á rásinni eins og gull af eiri, þættimir hans era vandaðir og skipulagðir, ekkert fum og fát í þeim eins og er svo oft hjá þessum nýliðum sem halda að þeir séu með meðfædda snilligáfu í stjóm útvarpsþátta og K hafa ekki einu sinni íyrir því að undirbúa sig. Ég nefni engin nöfn... en því miður er alltof mikið um þetta á rás 2, sumir þættimir em alveg til skammar. Rás 1 finnst mér hreint ekki svo slæm, finnst oft margt áhugavert í dagskránni þar sem ég hlusta á. Útvarpsfréttir reyni ég alltaf að heyra, sérstaklega upp á síðkastið eftir að Hafskipsmálið kom upp að nýju. Og þá er það sjónvarpið, ég veit nú ekki hvort ég á mér neina sér- staka uppáhaldsþætti, nema þá kannski einn. Það liggja undarlegar orsakir að baki því að ég horfi alltaf á þá þætti, ég held að einhvers kon- ar sjálfspíningarhvöt reki mig í það gláp. Þættir þessi heita Hótel og em alveg ótrúlega lélegir og leiðinlegir. Maður beinlínis trúir því varla að framleiðendumir séu ekki að grín- ast. Og alltaf skal ég ergja mig jafh mikið yfir þeim. -BTH 75 ára er í dag, 23. maí, Arinbjörn S. Eiríksson Kúld frá Ökrum á Mýr- um, Hjallavegi 25 hér í bæ. Hann hefur rekið efnalaug en var áður sjó- maður. Kona hans var Aðalbjörg Guðnadóttir. Hún lést árið 1979. Varð þeim 3 barna auðið. Hann ætl- ar að taka á móti gestum á heimili sínu í kvöld. 70 ára er í dag, 23. maí, Kjartan Ragn- ars fyrrverandi sendiráðunautur, Bólstaðarhlíð 15 hér í bæ. Hann er fjarverandi. Andlát Böðvar Bjarnason byggingarmeist- ari, Sandholti 34, Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 24. maí kl. 14. Ólafur Helgason bifreiðarstjóri, Heiðnabergi 8, lést 21. maí. Árni Jóhannes Bæringsson, Bjarkar- götu 6, Patreksfirði, lést á heimili sínu miðvikudaginn 21. maí. Lárus Arnason málarameistari lést 16. maí sl. Hann fæddist á Akranesi 22. október 1910, sonur hjónanna Margrétar Finnsdóttur og Árna Ámasonar. Lárus lærði ungur mál- araiðn og varð það síðan hans ævistarf. Láms var tvígiftur. Fyrri kona hans var Helena Halldórsdótt- ir. Þeima fósturdóttir er Emilía Petrea Ámadóttir. Lárus og Helena slitu samvistum. Síðari kona Lárusar er Þómnn Bjarnadóttir. Þau eignuð- ust einn son. Útför Lárusar verður gerð frá Akraneskirkju í dag kl. 14. 15. Ymislegt Sundmót Ármanns verður haldið í Sundlauginni í Laug- ardal, Reykjavík, sunnudaginn 22. júní 1986 og hefst kl. 15.00. Keppnisgreinar verða: 1. grein 200 m baksund kvenna 2. grein 200 m baksund kurla 3. grein 100 m bringusund kvenna 4. grein 100 m flugsund karla 5. grein 100 m skriðsund kvenna 6. grein 100 m skriðsund karla (bik- arsund) 7. grein 200 m fjórsund kvenna 8. grein 200 m fjórsund karla 9. grein 100 m fiugsund kvenna 10. grein 100 m bringusund karla 11. grein 4X100 m skriðsund kvenna 12. grein 4X100 m fjórsund karla Stigabikar SSÍ er fyrir besta afrek mótsins. Þátttökutilkynningum ber að skila á þar til gerðum kortum til Brynjólfs Björnssonar, Eyjabakka 11, Reykja- vík, eða í Laugardalslaugina fyrir kl. 13.00 laugardaginn 10. júní nk. Skráningargjald er kr. 100,- fyrir hverja skráningu einstaklings og kr. 200,- fyrir boðsundssveit. Skráningargjöld skulu fylgja þátt- tökutilkynningum ásamt nafnalista yfir keppendur. Sumarferðir Neskirkju til Skotlands og um Sprengisand norður í land Ákveðið hefur verið að utanlands- ferðin í ár verði til Skotlands 31. maí. Flogið verður til Glasgow og ekið þaðan til Edinborgar þar sem dvalið verður í nokkra daga. Þá ligg- ur leiðin til Aberdeen en þaðan er ætlunin að fara í skoðunarferðir upp í skosku Hálöndin sem eru marg- rómuð fyrir einstæða náttúrufegurð. Síðustu dagana er dvalið í Glasgow. Ferðin kostar 34.200 kr. Þeir sem áhuga hafa á að skella sér með verða að skrá sig í síðasta lagi mánudaginn 26. á milli kl. 5 og 6 i síma 11144. Ferðaáætlunin í innanlandsferðina um miðjan júlímánuð er í stórum dráttum þessi: 1. dagur: Ekið sem leið liggur austur fyrir fjall að Sig- öldu og Þórisvatni. Hádegisverður snæddur í Nýjadal. Af Sprengisandi er komið í Bárðardal. Gisting á Edduhótelinu á Stóru-Tjömum. 2. dagur: Haldið gegnum Vaglaskóg yfir Vaðlaheiði til Akureyrar, þar sem merkir staðir verða skoðaðir. Áfram er svo haldið yfir Öxnadals- heiði til Skagafjarðar. Gisting og kvöldverður á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki. 3 og 4. dagur: Farið fyrir Skaga til Skagastrandar og Blönduóss. Gisting á Edduhótelinu á Húnavöllum f tvær nætur. Á meðan dvalist er í Húnavatnssýslu verður víða komið við: ekið um Svínadal, Vatnsdal, um Vesturhóp út Vatnsnes til Hvammstanga, farið út á Hegg- staðanes og að Reykjum í Hrútafirði. 5. dagur: Ekið um Blöndudal suður Kjöl. Hádegisverður á Hveravöllum. Komið að Gullfossi og Geysi og Lyngdalsheiðin farin til Þingvalla í leiðinni til baka til Reykjavíkur. Ferðin kostar 12.800 kr. og er allt innifalið: akstur, gisting á hótelum, matur og kaffi. Skráning hjá kirkju- verði í síma 16783 á milli kl. 5 og 6 alla virka daga. Frank M. Halldórsson sóknarprestur. Þroskaþjálfar brautskráðir Föstudaginn 16. maí sl. vom 26 þroskaþjálfar brautskráðir frá Þroskaþjálfaskóla Islands. Athöfnin fór fram í húsakynnum skólans að Skipholti 31. Fjölmenni var við at- höfnina og heiðraði forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, hátíðina með nærveru sinni. Ávarp fluttu heil- brigðisráðherra, Ragnhildur Helga- dóttir, og formaður skólastjórnar, Ingimar Sigurðsson. Bel Canto kór- inn söng undir stjórn Gffðfinnu Dóru Ólafsdóttur. Námstími við skólann er 3 ár og skiptist ár hvert í bóklega og verk- lega önn. 1 vetur stunduðu 64 nemendur nám við skólann. 3 fasta- kennarar eru við skólann. Stunda- kennarar og gestafyrirlesarar voru alls 32. Útskriftarnemendur fara ár hvert í námsferð til útlanda. I vor verður farið til Boston í Bandaríkj- unum. Tilgangur námsferðar er að kynnast málefnum þroskaheftra eftir því sem við verður komið hverju sinni. Nemendur fjármagna sjálfir ferð sína með ýmiss konar samvinnu. Skólastjóri Þroskaþjálfaskóla Is- lands er Bryndís Víglundsdóttir. Námskeiö um þök og þakvandamál Dagana 26. til 29. maí fer fram nám- skeið um þök og þakvandamál hjá Rannsóknastofnun byggingariðnað- arins að Keldnaholti. Námskeiðið er liður í Qölbreyttu framboði námskeiða fyrir bygginga- menn sem Fræðslumiðstöð iðnaðar- ins stendur að í samvinnu við ýmsa aðila, einkum Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. í stórum dráttum er dagskrá nám- skeiðsins þessi: Fyrsta daginn er fjallað um mismunandi þakgerðir og fræðilega rétta byggingu og frágang þaka. Annan daginn er fjallað um loft- ræstingu þaka, áhrif þakhalla á efnisval ásamt viðhaldi og væntan- legri endingu klæðningarefna. Þ>ann dag verður einnig kynning á helstu efnum til þakklæðninga. Þriðja daginn verður farið yfir kostnað við mismunandi þakgerðir, aðferð til endurmálunar málmþaka, skoðuð glerþök og loks fjallað um nauðsynlegan styrk og fjölda fest- inga í þakklæðningu. Fjórða og síðasta daginn verða skoðaðar útfærslur ýmissa þaka, þær ræddar og gagnrýndar. Þá verður einnig farin skoðunarferð. Á námskeiðinu eru um 10 fyrirles- arar en auk þess er áhersla lögð á innbyrðis skoðanaskipti þátttak- enda. Skólagarðar Reykjavíkur hefja starfsemi sína um næstu mán- aðamót. Skólagarðar eru reknir á fimm stöðum í Reykjavík, í Skerja- firði, við Ásenda, í Laugardal, Stekkjarbakka í Breiðholti og Ár- túnsholti í Árbæ. Innritun hefst fimmtudaginn 29. maí kl. 8 og er gjaldið kr. 250. Öllum börnum á aldr- inum 9-12 ára er heimil þátttaka. í Skólagörðum Reykjavíkur fá börn leiðsögn við ræktun á grænmeti og plöntum, auk þess að fara í leiki og stuttar gönguferðir í nágrenni við garðana til náttúruskoðunar og fræðslu um borgina. Ralláhugamenn fá eitthvað við sitt hæfi í kvöld og á morgun en þá fer fram svonefnt Bílanaust-rall. Keppnin hefst klukkan 19.00 í kvöld við Bíla- naust í Síðumúla 7-9 og verða rall- kappamir á férðinni til klukkan 23.35. Þeir byrja síðan af fullum krafti aftur á laugardagsmorguninn klukkan átta í Síðumúlanum. Þá verða bílamir ræstir miðað við árangur íyrri keppn- isdagsins. Alls er 21 bíll skráður til keppni og meðal þeirra allir helstu rallkappar landsins. I kvöld verður ekið um Kap- helluhraun, Ísólísskálaveg og Sta- pann. Á morgun liggur leiðin fyrst austur á Lyngdalsheiði, en þar verða nokkrar sérleiðir eknar fram og til baka, en síðan færist keppnin aftur Tapað-Fundið Silfurarmband tapaðist Tapast hefur silfurarmband, merkt Geirfinnur, sennilega frá Hátúni lOa og að biðstöðinni við Grensás. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 17048 eftir kl. 15 á daginn. Fundar- laun. Fjölskylduhátíð Kvennalistans Kvennalistinn mun gangast fyrir íjölskylduhátíð í Sóknarsalnum, Skip- holti 50a, sunnudaginn 25. maí kl. 14.00. Á boðstólum verða skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna, leikþættir, söngur, upplestur og dans. Fyrir smá- fólkið verður ýmislegt til gamans gert og verður leik-, tón- og myndasmiðja í gangi á staðnum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- fúlltrúi og Sigrún Ágústsdóttir kennari munu flytja ávörp. Á staðnum verða seldar veitingar og blóm. -BTH Týndi bakpoka I gærmorgun varð stúlka fyrir því óhappi að týna bakpoka sínum. Hún missti pokann, sem er ljósblár, á leið sinni frá Breiðholti niður í Þverholt. I pokanum er fatnaður og ýmsir mun- ir. Sá sem fann pokann er beðinn að hafa samband við ritstjóm DV, Þver- holti 11, sími 27022. suður á ísólfsskálaveg og Hvassa- hraun. Mjög gott er fyrir áhorfendur að fylgjast með keppninni á þessum stöðum og hefur Bifreiðaíþróttaklúb- bur Reykjavíkur útbúið sérstaka leiðalýsingu fyrir áhorfendur í keppn- inni og liggur hún frammi á bensín- stöðvum og eins hjá keppnisstjóminni, sem verður til húsa í Bílanausti í Síð- umúla 7-9 á meðan kepninni stendur. Aðstandendur keppninnar hvetja væntanlega áhorfendur til að sýna aðgát og vera snemma á ferðinni þannig að bílar áhorfenda trufli ekki framkvæmd keppninnar. Kepninni lýkur klukkan 18.00 annað kvöld við Bílanaust en verðlaunaafhending fer síðan fram á rallballi í veitingahúsinu Hrafninum klukkan 21.30. BÍLEIGENDUR B0DDÍHLUTIR! Framleiðum trefjaplastbrettí á eftirtaldar bifreiðar: Volvo, Subaru, Mazda pickup, Daihatsu Charmant, Lada, Polonez, AMC Eagle, Concord, Datsun 140, 180B. Brettakantar: Lada Sport, Landcruiser yngri, Blazer. BÍLPLAST . Vagnhöfða 19, simi 688233. I Tökumaðokkurtrefjaplastvmnu. Póstsendum. I Veljið íslenskt. Opið á laugardögum til kl. 14. GRUNDARFJÖRÐUR Vantar blaðbera. Upplýsingar hjá umboðs- manni, Elínu Jónsdóttur, Grundargötu 41, sími 93-8625. Akureyri BÍLSTJÓRA VANTAR til að keyra út DV á Akureyri. Upplýsingar hjá umboðs- manni á Akureyri, sími 25013, milli kl. 13 og 19. Bflanaust-rall í kvöld og á morgun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.