Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Síða 32
44 DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Ólyginn sagði... er að leita sér að góðri íbúð í París. Hún segist þurfa að skipta um umhverfi og því fær lúxus- íbúðin á Manhattan að fjúka. Ástæðan er einkum sú að Liza hefur ákveðið að snúa baki við Ijúfa lífinu sem var heldur betur hætt að vera með Ijúfu yfirbragði. Vinirnir á Manhattan minna hana á allt gamla ruglið og því vill Liza stokka spilin upp á nýtt og setur kúrsinn ákveðið á Parísarborg sem dvalarstað í framtíðinni. Silvia Svíadrottning er þekkt fyrir hlýlega framkomu á opinberum vettvangi. Hún á það til að faðma hressilega að sér þá sem vekja með henni viðkvæmar tilfinningar og eitt slíkt atvik átti sér stað eftir frumsýningu í Stokk- hólmi. Á fjölunum var Gertrude Stein, Gertrude Stein með Marg- arethu Krook i aðalhlutverki sem átti þarna stjörnuleik að dómi áhorfenda. Að sýningu lokinni kom Margaretha til drottningar til þess að heilsa upp á hana og konunginn og fékk að launum hressilegt klapp og kreisting frá drottningunni. Ekki var annað að sjá en báðar létu sér vel líka. Charlene Tilton hefur fest sér hlutverkið í nýrri kvikmynd um ævi gömlu Hollívúddstjörnunnar Lönu Turn- er. Flöskuhálsinn var að Charlene var heldur í þrýstnara lagi til þess að geta gengið sem Lana og því hefur hún varla sett matarbita inn fyrir sínar varir vikum saman. Hörmungarnar báru árangur, kíló- in fuku út í veður og vind og fundur með þeim Lönu og Char- lene fór fram fyrir nokkrum dögum. Lana sætti sig prýðilega við nýfengnar líkamslínur Dallas- buddunnar og eru nú hendur látnar standa fram úr ermum við kvrkmyndagerðina. Það er betra að hafa hraðan á áður en sú lyst- argóða fer að fitna aftur. Liza Minnelli Nítján ára og óþekktur en kominn í kynni við leikstjórann Sal Mineo. Svona litur eitt helsta kyntákn Bandaríkjanna út í dag. Skeggbrodd- arnir eru af hárnákvæmlega réttu lengdinni miðað við ströngustu tískukröfur. Fortíð Don Johnson Don Johnson er óumdeilanlega ein skærasta stjarnan í Hollívúdd um þessar mundir. Hann er kyntákn númer eitt, tvö og þrjú en hefur ekki alltaf lifað slíka blómatíma. Fyrsta kvikmyndahlutverkið fékk hann nítján ára gamall hjá óþekktum kvikmyndaleikstjóra, Sal Mineo að nafni. Viðfangsefnið var kynlíf innan fangelsismúra þar sem einungis karlmenn dvöldust um lengri og skemmri tíma. Þar kom Don fram meira og minna nakinn, nokkuð sem vill vefjast fyrir honum eftir að frægðarsólin fór að skína. Leikarinn hefur átt við ofneyslu vímuefha að stríða en hefur tekið á því máli af krafti. Verst þótti honum að komast yfir löngun í alkóhól en aðrar nautnir voru auðveldari viðureignar. Don er nýskilinn við eiginkonuna, Patti d’Arbanville, en þau eiga einn son saman. Aðdáendur kappans eru flestir kvenkyns og af frægum nöfnum eru fyrstar Brooke Shields og dóttir Reagans forseta. Sú síðarnefnda ofsækir Don með símhringingum og bréfaskriftum og að lokum sá hann sig til- neyddan að biðja Nancy um að tala um fyrir dótturinni. Hann eyðir óskaplegum tíma í bréfa- skriftir til aðdáenda sinna því að hann segist ekki geta hugsað sér að valda þeim vonbrigðum. Án þeirra væri hann ekki í þeim sporum sem hann er dag og því sjálfsagður hlutur að sýna þeim virðingu og þakklætisvott. Fyrsta myndin hét Fortune and Men’s Eyes og fjallaði um hómósexúalisma innan fangelsis- múra. Turtildúfur tvser Turtildúfurnar sem tista hérna undir regnhlíf á afmæli Elísabetar Englands- í drottningar eru Andrew Bretaprins og unnustan, Sarah Ferguson. Það er greinilegt að hún kann að standa sætt og pent með regnhlífina á hárréttum stað, hendurnar tolla ungmeyjarlega á miðjum maga. Að baki er Edward bróðir Andrews og vantar líklega einhvern sér til halds og trausts við slíkar aðstæður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.