Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 3
3 UR 15. JÚLÍ 1986. Hótel Örk Dýrasta hótel á landinu „SumumTinnst þetta heldur dýrt en ég held að flestir fari héðan án- ægðir. I öllu falli gengur reksturinn vel og bókanir eru meiri en ég bjóst við,“ sagði Helgi Þór Jónsson, eig- andi Hótel Arkar, í samtali við DV. Hótel Örk er dýrasta hótel á landinu og kostar tveggja manna herbergi með baði og morgunverði kr. 4.850,- yfir nóttina. Til saman- burðar kostar nóttin á Hótel Holti kr. 3.239,- en morgunverður er ekki innifalinn, kr. 3.500,- á Hótel Esju og kr. 3.100,- á Hótel KEA á Akur- eyri. Hvorki íslendingar né útlend- ingar virðast þó setja fyrir sig verðið því búið er að bóka helming her- bergjanna fram í október og mikið farið að panta rými fyrir ráðstefnur í vetur. Helgi rekur nú sjálfur Hótel Örk eftir að skoðanaágreiningur varð til þess að nýráðinn hótelstjóri hætti störfum. Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki um að Örkin sé til sölu en Helgi neitaði því alfarið. „Það er ekkert hæft í því. Ég hef ekki boðið neinum hótelið til sölu og það er ekkert á dagskránni, það væri lítið gaman að þvi.“ Aðspurður kvaðst hann þó myndu hugsa sig tvisvar um ef gott tilboð bærist. -S.Konn. Hótelgisting á íslandi er dýrust i Hótel Örk í Hveragerði. Þar kostar nóttin í tveggja manna herbergi með baði og morgunverði 4.850 krónur. Fréttir BHMR kemur saman á miðvikudag: „Munum ákveða hemaðarplan" Ríkisstarfsmenn innan Banda- lags háskólamanna eru nú að kanna hver næstu skrefin verða í launabaráttunni eftir að Kjara- dómur féll. „Við höfum þegar óskað eftir viðræðum við forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Þá hefur verið boðaður fundur í launamálaráði BHMR. Á þeim fundi verður vænt- anlega sett niður hemaðarplan okkar,“ sagði Birgir Bjöm Sigur- jónsson, hagfræðingur BHMR, í samtali við DV. Ákveðið hefur verið að segja upp kjarasamningum háskólamanna en enn hefur þeim ekki verið form- lega sagt upp. Félagsmenn innan BHMR hafa einnig gert þá kröfu að laun þeirra verði.hækkuð á þessu samningstímabili. Og krefj- ast í því sambandi launajafiiaðar miðað við háskólamenn á frjálsum markaði. Þeir háskólamenn hjá ríkinu sem boðuðu veikjndi fyrir helgi, til að mótmæla niðurstöðum Kjara- dóms, em nú allir orðnir frískir og mættir til starfa. Eftir því sem næst verður komist em engar slík- ar skæmr í gangi þessa stundina. -APH Shið á Stuðmannadansleik rimm nuinr á sjúkrahús Það var heldur betur heitt í kol- unum á dansleik Stuðmanna í Miðgarði á laugardagskvöldið. Fimm vom fluttir á sjúkrahúsið á Sauðárkróki eftir slagsmál á dans- leiknum, þar af var einn sendui- suður til Reykjavíkur til frekari rannsóknar. Ekki var síður róstu- samt eftir að dansieiknum lauk. Tveir voru teknir fvrir ölvun við akstur og rúður brotnar í símaklef- anum og áfengisversluninni. Tíu lögreglumenn á Sauðárkróki höfðu í nógu að snúast við að hafa hemil á fólkinu. „Þetta fylgir alltaf Stuðmönn- um,“ sagði lögreglumaður á Króknum í samtali við DV, „Það verður undantekningarlaust allt vitlaust hér þegar þeir koma. Mín vegna mættu þeir hætta því.“ -ÞJV m SEM ÞOLA AÐ FARA ÚT AF MALBIIKINU! Klassabílarnir frá ri amc nú fáanlegir Á AFBURÐA GÓÐU VERÐI AMCIJeen WAUOJNttK,JiR ri AMOiueep. CHER0KEEj kr. WAGONEER, KR. 1090.000,- 940.000, EGILL VILHJALMSSON HF. W| AM^ L|opn Smiöjuvegi 4, Kópavogi. Simar 77200-77202. y

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.